Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 17 MINNSTAÐUR Gleðilegt fyrirtækjaár Erum eins og venjulega eftir áramót að gera upp og endurnýja fyrirtækjaskrána okkar og kalla eftir nýjum fyrirtækjum. Eins og flestir vita erum við langelsta fyrirtækjasala landsins. Höfum kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Veislueldhús. 2. Með rafmagnsvörur. 3. Heildverslun sem selur í lyfjabúðir. 4. Litla heimilislega verslun. 5. Heildverslun eða golfbúð. 6. Góða sportvöruverslun. 7. Bílasprautunarverkstæði. 8. Framleiðslufyrirtæki f. 10-15 manns. 9. Lélegt fyrirtæki í góðu húsnæði. 10. Góðar fiskbúðir eða hentugt húsnæði. Hafið samband við okkur. Við gætum haft kaupanda á skrá hjá okkur. Allar upplýsingar í fullum trúnaði eins og alltaf hef- ur verið. Upplýsingar veittar á skrifstofunni. Ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | Settur hefur verið upp frisbígolfvöllur í Reykjaneshöll- inni og er hann líklega eini folfvöll- urinn innan dyra hér á landi. Hann er opinn á morgnana en þá er oft margt um manninn í Reykjaneshöll- inni, meðal annars eldri borgarar í göngu. Frisbígolf eða folf er vanalega leikið eftir svipuðum reglum og golf nema hvað notaðir eru frisbídiskar og þeim er kastað í körfur eða mörk. „Við sáum þessi tæki í bæklingi sem við vorum að skoða og langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Guðmund- ur Sighvatsson, forstöðumaður Reykjaneshallarinnar. Er þetta níu holu folfvöllur en Guðmundur tekur fram að hann sé ekki eins fullkominn og völlurinn í Grafarvogi. Í Reykja- neshöllinni eru skotmörk með neti en í Grafarholti eru sérsmíðaðar körfur. Er því væntanlega auðveldara að hitta í mörkin í Reykjaneshöllinni. Ekki veit Guðmundur af forfölln- um frisbígolfurum á Suðurnesjum enda segir hann að aðstaðan sé ný- komin upp. Starfsmenn hallarinnar hafa verið að leika sér í folfinu til að prófa völlinn. Guðmundur vonast svo til þess að eldri borgarar nýti sér að- stöðuna en margir þeirra ganga í Reykjaneshöllinni á morgnana en hann tekur fram að aðstaðan sé opin öllum fram til klukkan tvö á daginn. Völlurinn í heild er þó aðeins upp- settur á þriðjudögum og fimmtudög- um. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa með sér frisbídiska því Reykja- neshöllin á nokkra slíka. Frisbígolfvöllur hefur verið settur upp í Reykjaneshöllinni Vonast til að eldri borgarar prófi Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Folf Jónas Fransson starfsmaður Reykjaneshallar sýnir frisbígolf. Fræðslufundur um svefn | Krabbameinsfélag Suðurnesja og stuðningshópurinn Sunnan 5 halda opinn fræðslufund miðvikudaginn 11. janúar 2006 kl. 20 á Smiðjuvöll- um 8 (í húsi Rauða krossins) í Reykjanesbæ. Hjördís B. Tryggva- dóttir, sálfræðingur á svefnrann- sóknastofu LSH, mun halda fyr- irlestur um svefn og svefnerfiðleika. Markmið stuðningshópsins Sunn- an 5 er að einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein hitti aðra sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu til að fá fræðslu og styrk hver frá öðrum. Allir sem hafa áhuga eða vilja leggja málinu lið eru velkomnir.    Reykjanesbær | Fjöldi ungra sundgesta nær þrefaldaðist fyrstu viku ársins, eftir að ákveðið var að bjóða öllum grunnskólanemendum í Reykjanesbæ frítt í sund. Alls nýttu 197 grunnskólabörn í Reykjanesbæ sundlaugarnar í bænum gjaldfrjálst fyrstu vikuna í janúar. Á sama tíma fyrir ári var gjald- taka í sund og komu þá 73 grunnskólabörn, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Á síðasta ári sóttu 155.914 gestir sundstaði Reykjanes- bæjar. Er það 3,34% aukning frá árinu á undan. Mest munar um stórfellda aukningu að Sundlaug Njarðvíkur. Gestafjöldi annarra íþróttamannvirkja dregst saman um 1,58% milli ára en samtals voru gestir árið 2005 304.119. Fækkunina má að stórum hluta rekja til þess að Reykjanesbær leigir tíma í nýrri Íþróttaakademíu til afnota fyrir íþróttafélög og eru upplýsingar um þá iðkendur ekki teknar saman, að því er fram kemur á vef bæjarins. Samtals var gestafjöldi í öll íþrótta- mannvirki 460.033 sem er nánast sami fjöldi og árið áður. Þrefalt fleiri börn í sund milljónir króna og var hluturinn seldur á tvöföldu nafnverði. HS hf. bauð hluthöfum að kaupa hlutaféð á sömu kjörum og eru bæj- arstjórnirnar á veitusvæðinu, sem eiga meirihluta hlutafjár, að taka af- stöðu til þess þessa dagana. Flest sveitarfélögin á Suðurnesjum vilja nýta forkaupsrétt sinn og kaupa við- bótarhlutafé ef aðrir nýta ekki sinn rétt til fulls. Sveitarfélagið Árborg hefur tekið sömu afstöðu. Auka hlut sinn í HS | Sveitarfé- lagið Álftanes hefur selt Hitaveitu Suðurnesja hf. eignarhlut sinn í HS. Nafnverð hlutabréfanna er um 13,5 MARKMIÐIN fyrir árið 2006 hafa ekki enn verið sett, en líklegt má telja að innan tíðar setjist þeir niður á feðgafundi, Halldór Jónsson og Guðlaugur Már sonur hans, aksturs- íþróttamaður og nýkrýndur Íþrótta- maður Akureyrar og ræði um árið framundan. Þau markmið sem sett voru fyrir nýliðið ár, að aka kvart- míluna á Subaru Impreza götubíl undir 10 sekúndum, náðust í keppni á Bretlandi í fyrrasumar. Guðlaugur á að baki glæstan feril í akstursíþróttum, var m.a. Íslands- meistari í sínum flokki þau ár sem hann keppti hér heima, þ.e. frá 2002 til 2004 og á Íslandsmet í götu- spyrnu og kvartmílu. Vissi að strákurinn gat keyrt Hann fer aftur til ársins 1994 þeg- ar hann er beðinn um að rifja upphaf ferilsins upp. Að morgni þjóðhátíð- ardagsins, 17. júní hringdi í hann sjómaður, staddur á hafi úti og bað hann að aka bifreið sinni í árlegri götuspyrnu á Akureyri, „hann vissi að strákurinn gat keyrt,“ segir Hall- dór, en Guðlaugur sló til þó ekki væri neitt svigrúm til æfinga. Keppti sem sagt í spyrnunni og gerði sér lít- ið fyrir og sigraði. „Ég hafði keppt á vélsleða um skeið, keypti mér sleða um leið og ég fékk réttindi til að aka slíku farartæki, keppti mikið og gekk vel,“ segir Guðlaugur, en eftir götuspyrnuna ’94 var rólegt næstu árin eins og hann orðaði það. Það var svo árið 1999 sem faðir hans keypti Subaru bifreið, „og við vorum svona að hrækja í hann, þreifa okkur áfram og skoða þetta allt saman,“ segir hann en sumarið 2001 hóf Guðlaugur fyrst að nota hann í keppni. Það gekk með ágæt- um, hann varð strax sigursæll. Halldór hefur lengi verið það sem kallað er bíladellukall, vann fyrsta rallið sem efnt var til hér á landi, þjóðhátíðarárið 1974 og keppti allt til ársins 1979 og var jafnan í ein- hverjum af efstu sætunum. „Þetta hefur kannski smitað drenginn eitt- hvað,“ segir hann. Að vera snöggur að skipta um gír Guðlaugur hélt ótrauður áfram, náði því að verða Íslandsmeistari ár eftir ár og setja hraðamet. Hann náði því að bæta sig um eina sek- úndu árlega, fór kvartmíluna árið 2002 á 12.846 og náði svo þeim ár- angri í fyrrasumar að aka undir 10 sekúndum, á 9.841. Þar með varð hann fyrstur í heiminum til að aka beinskiptum götubíl, Subaru Im- preza STi, kvartmíluna undir 10 sek- úndum. Slíkt er mun vandasamara en þegar ekið er á sjálfskiptum bíl og þá gildir að vera snöggur að skipta um gír! „Nei, ég hef ekki haft mikil tök á að æfa mig,“ segir Guðlaugur, enda er bifreiðin oft úti í Bretlandi, var þar til að mynda allt síðastliðið ár. Hann tók þátt í nokkrum keppnum þar í landi síðastliðið sumar og vakti verðskuldaða athygli. Hann tvíbætti met sitt á Elvington brautinni um mitt sumar og gerði sér lítið fyrir, bætti enn um betur í götubílakeppni sem honum var boðið að taka þátt í á Santa Pod brautinni næstu helgi á eftir og bætti met sitt þá einnig tví- vegis. Þeir feðgar stefna að því að taka þátt í á bilinu 4–7 keppnum í ár, en segjast enn ekki hafa ákveðið ná- kvæmlega hvar og hvenær. „Við vonumst til að gera verið með af full- um krafti þetta árið og setjum okkur auðvitað raunhæf markmið þegar þar að kemur,“ segir Halldór. Þegar er þó ákveðið að farið verður í keppnina „Ten of the best“ sem verður í lok júlí í Bretlandi. Sportið er dýrt og því eru þeir nú að leita samstarfs við þá sem kunna að vilja styðja við bak þeirra. Í því skyni ætlar Halldór að flytja bílinn, sem nú er í Bretlandi heim til Ís- lands og freista þess að kynna hann fyrir hugsanlegum samstarfsaðilum. „Það er allt gerlegt ef við fáum góð- an stuðning,“ segir hann. Guðlaugur bætir við að enginn taki þátt í þess- ari íþrótt án þess að kosta nokkru til, en hann kveðst áhugasamur mjög og eigi töluvert inni, „ákveðinn grunn sem ekki nýttist sem skyldi í haust.“ Hann segist afar ánægður og þakklátur fyrir kjörið, að hafa verið valinn Íþróttamaður Akureyrar fyr- ir árið 2005, enda sé það ekki oft sem akstursíþróttamenn nái slíkum ár- angri. Bíladellukarlar Guðlaugur Halldórsson, íþróttamaður ársins á Akureyri, og Halldór Jónsson, faðir hans. Aðstoðarmenn Þeir feðgar hafa yfir vösku liði aðstoð- armanna að ráða, enda eins gott, að mörgu þarf að hyggja. Gert klárt Guðlaugur klár inni í bílnum en faðir hans og fleiri áhugamenn athuga hvort allt sé í lagi áður en lagt er í hann. Hef sennilega smitað strákinn eitthvað Þríeykið Guðlaugur og Halldór með Matt Clark á milli sín, en hann hefur hvað mest unnið að breytingum á vél bifreiðarinnar. Matt er afar eft- irsóttur í þessum bransa en hann rekur ásamt bróður sínum fyrirtækið Roger Clark Motorsport á Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.