Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 29
Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Hulda, Rannveig og Sólrún. Hulda frænka mín er kvödd í dag. Hún var ömmusystir mín og þar sem ég var alin upp á heimili ömmu minnar og afa var Hulda mér alla tíð náin. Hún var ekki allra, var eins og íslenskt veðurfar – hryssingsleg á stundum en fal- leg, björt og umfram allt hlý. Aug- un hennar voru heiðblá og allt til síðasta dags barnslega skær. Hulda var smávaxin, léttstíg og af- ar snyrtileg. Hún var mikill ferða- garpur á sínum yngri árum og það veittist henni erfitt að láta af þeirri iðju þegar fæturnir fóru að gefa sig. Ég á margar góðar minningar frá bernskuárum mínum með Huldu og Sverri og fyrir hennar orð fékk ég mína fyrstu launuðu vinnu í Reykjavíkur Apóteki, en apótekið var hennar vinnustaður lengst af. Þar eignaðist hún góða vini og hélst sú vinátta til hinsta dags. Hulda var trygg sínu fólki og einkasonur hennar, Sverrir Már, Kolfinna kona hans, barnabörn og barnabarnabörn voru henni allt. Ég þakka Huldu gæsku og vel- vild í minn garð alla tíð og ég veit að fólkið hennar sem á undan er gengið tekur vel á móti henni. Blessuð sé minning hennar. Þín Emma frænka. Í dag er borin til grafar Hulda Sigmundsdóttir móðursystir mín. Hulda mundi tímana tvenna. Hún var Reykjavíkurmær, fædd 1911 og hafði séð höfuðstaðinn breytast úr sæmilegum kaupstað í stórborg. Hennar skáld var Tómas og henn- ar tónskáld „hann Fúsi minn“, eins og hún kallaði hann. Mikill sam- gangur var á milli hennar og mömmu alla tíð, á meðan báðar lifðu. Á menntaskólaárum mínum var heimili hennar, Sverris og Kol- finnu einnig mitt heimili. Ég leit inn til Huldu frænku þann 20. desember sl. Skaust inn á hjúkrunarheimilið síðla dags til að vitja um hana í jólaösinni, rétt eins og oft áður. Það hafa aldrei komið jól hjá mér án þess að Hulda móð- ursystir væri hluti af hefðunum. Hún var lykilpersóna í jólavenjum æsku minnar og skemmti okkur systkinum stundum með skondn- um sögum af skrýtnu fólki úr gömlu Reykjavík. Allar götur síð- an hefur það verið ljúf skylda að líta inn til hennar af og til. Strjálar eftir því sem árin líða. Aldrei næg- ur tími. Alltaf að flýta sér. Má ekki vera að því að stoppa neitt, en hef samviskubit yfir því að staldra ekki lengur við. Bara einn bolla. Rétt að kíkja inn. Hún sefur þegar ég kem inn í rökkvað herbergið en rumskar þegar sest er á rúmstokkinn. „Er þetta Eiki?“, segir hún máttfarin. Eftir það er það aðallega ég sem tala og segi fréttir af fjölskyld- unni. Fréttir að sunnan. Ég veit ekki hvort hún heyrir allt sem sagt er eða þekkir allar persónurnar í frásögninni. Svo rofar til hjá henni. Hún býður konfekt að venju. Ég býð sérrítár og við fáum okkur staup líkt og fyrr. Ég veit að þetta er kveðjuskálin. Hún er ferðalúin á langri jarðvist og kveð- ur sátt. Í huga mér skilur hún eftir sig margar góðar minningar og svo ótalmargt sem hefði þurft að þakka betur fyrir. En hún veit hvernig mér er innanbrjósts. Ég veit hún skilur. Vertu sæl, kæra frænka, og takk fyrir allt. Fjölskyldan í Björkinni sendir samúðarkveðjur til Sverris, Kol- finnu, dætra þeirra og fjölskyldna. Blessuð sé minning Huldu Sig- mundsdóttur. Eiríkur Hermannsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 29 MINNINGAR ✝ Helgi IngvarValdimarsson fæddist á Neðri- Torfustöðum í Mið- firði 24. júní 1931. Hann lést á heimili sínu 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Daníelsson, f. 14. desember 1901, d. 19. mars 1974 og Jónína Helga Frið- riksdóttir, f. 29. nóv- ember 1907, d. 14. nóvember 1977. Þau slitu samvistum. Seinni maður Jónínu var Guðmundur Þór Magnússon, f. 27. júní 1918, d. 21. febrúar 2000. Seinni kona Valdi- mars var Guðbjörg Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, f. 18. maí 1919, d. 27. desember 1993, börn þeirra eru Gunnlaugur Pétur, Dóra Magnheiður og Ásmundur Smári. Hinn 22. nóvember 1959 kvænt- ist Helgi Bryndísi Stefánsdóttur frá Haugi í Miðfirði, f. 7. febrúar 1940. Börn þeirra eru: 1) Jónína Helga, f. 13. mars 1959, gift Kristni Gunnars- syni, f. 19. júní 1961, börn þeirra eru a) Ingvar Helgi, f. 27. apríl 1982, unnusta Karen Hannesdótt- ir, f. 26. desember 1985, og b) Sylvía Björg, f. 18. febrúar 1990. 2) Þorsteinn Baldur, f. 3. nóvem- ber 1961, kvæntur Ástu Sveinsdóttir, f. 8. október 1959, börn þeirra eru a) Davíð Örn, f. 7. október 1982, d. 11. júlí 2004, b) Jóhannes Gunnar, f. 15. janúar 1988, unnusta Bára Stefánsdóttir, f. 3 mars 1988 og c) Katha Aþena Guðný, f. 23. maí 2002. 3) Valdi- mar Helgason, f. 29. mars 1965, maki María Sif Númadóttir, f. 14. maí 1964, börn þeirra eru tvíbur- arnir Helgi Snær og Sólrún Dís, f. 8. desember 2002. Útför Helga fer fram frá Garða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku tengdapabbi, mig langar til að minnast þín með nokkrum fátæk- legum orðum. Ég man þegar ég kom fyrst til ykkar Dísu í Brekkubyggðina árið 1998, þá fannst mér strax eins og ég hefði þekkt ykkur alla tíð. Þótt þú værir alltaf sallarólegur, þá fann ég að þarna var mikill húm- oristi á ferð og þar hafði ég sko rétt fyrir mér. Við gátum oft skotið hvort á annað, blikkað í laumi og hlegið svo að allri vitleysunni. Mikið á ég eftir að sakna þess að tala við þig og rök- ræða. Þú varst svo ótrúlega fróður og vel lesinn um allt sem viðkom Íslandi og þegar við vorum saman í ferða- lögum gastu oft gert góðlegt grín að því hvað tengdadóttir þín vissi lítið um nöfn og staðhætti. Ég reyndi oft að máta þig en fórst ekki vel úr hendi. Eftir að við Valdi- mar eignuðumst tvíburana okkar hana Sólrúnu Dís og hann nafna þinn Helga Snæ voruð þið Dísa okk- ar stoð og stytta. Þú varst alltaf reiðubúinn að passa fyrir okkur og þær voru ófáar stundirnar sem þið nafnar gátuð kúldrast um, leikið ykkur og lesið. Því miður fengu þau systkinin bara að njóta þín í þrjú ár en maður ætti að vera þakklátur fyr- ir það og ég veit að þessar stundir hafa án efa markað þeirra lífshlaup og kennt þeim mikið. Kæri vinur, takk fyrir allar góðu stundirnar og hvað þú gafst mér mikið þannig að ég skil betur í dag hvað maður á að njóta þess sem manni er veitt. Ég lofa að passa hana Dísu þína vel. Hvíl í friði. María Sif Númadóttir. Af öllum mætti óska minna, alvaldi faðir krýp ég þér. Og bið þú nauðum látir linna líknandi þeim sem villtur er. Styð þann veika vermandi höndum veit honum lausn úr ánauðarböndum. (Ingþór Sigurbjörnsson.) Okkur systurnar setti hljóðar þeg- ar við fréttum af andláti Helga frænda. Við vissum alveg í hvað stefndi en við vorum ekki tilbúnar, sjálfsagt er maður það aldrei. Þó að það sé erfitt að sætta sig við tilgang lífsins á svona stundum getum við huggað okkur við það að Helga frænda líður betur núna. Þegar við systurnar vorum að alast upp talaði mamma um Helga eins og fóstra sinn jafnt sem bróður og þar af leið- andi höfum við alltaf litið á hann sem afa jafnt og móðurbróður. Við systurnar eigum margar góð- ar minningar frá Brekkubyggðinni en þar höfum við ófáum stundunum eytt um árin, hvort heldur sem við litum aðeins inn í kaffi eða dvöldum í lengri tíma. Við fáum seint fullþakk- að alla aðstoðina og húsaskjólið á meðan við stunduðum nám okkar í Reykjavík, sú aðstoð var ómetanleg. Þegar litið er til þessara heimsókna okkar á „elliheimilið“, en það átti Helgi til að kalla Brekkubyggðina, er margt sem kemur upp í hugann; t.d. þegar Helgi bauð Vallý tómat- sósu með ólíklegasta mat og á ólík- legustu tímum; þegar Helgi og Inga Rut sátu og hlógu að Hálandahöfð- ingjanum í Sjónvarpinu þó að Helgi væri ekki mikið fyrir sjónvarpsgláp. Þá eru okkur einnig minnisstæð öll samtölin sem við áttum við Helga og Dísu en alltaf var nægur tími til að setjast niður og spjalla um daginn og veginn. Helgi frændi gat verið einstaklega stríðinn en að sama skapi einstak- lega hlýr, fjölskylda hans var ávallt í fyrsta sæti og naut hann þess að eiga góðar stundir með ættingjum og vin- um. Þá var hann líka alltaf boðinn og búinn að aðstoða þá sem þurftu þess með, hvort heldur sem það var að skutla einhverjum, gera skatt- skýrslur eða þá bara að hlusta. Ekki dró hún Dísa okkar úr þessum eig- inleikum hans, samband þeirra ætt- um við að taka okkur til fyrirmynd- ar. Kæra fjölskylda og vinir nú er það okkar að halda þessum eigin- leikum hans Helga og minningu á lofti. Síðast þegar við heimsóttum Helga og Dísu á „elliheimilið“ vorum við á leiðinni til að kveðja föðurbróð- ur okkar svo það er sárt til þess að hugsa að næsta ferð okkar í Garða- bæinn sé til þess að kveðja Helga frænda. Við verðum bara að trúa því að þeim sé ætlað stærra og meira hlutverk annars staðar. Það er okk- ar að halda minningum um þá á lofti. Elsku Dísa og fjölskylda, við syst- urnar og fjölskylda sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að Guð veri með ykk- ur. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér. En geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Á. Harðarson.) Elsku Helgi, innilegar þakkir fyr- ir samfylgdina, við varðveitum minn- ingarnar um þig í hjörtum okkar. Þínar, Inga Rut og Valbjörg Rós. HELGI INGVAR VALDIMARSSON HASTINGS MASTERS mótinu lauk sl. föstudag með sigri rússneska stórmeistarans Valerij Neverov, hann hlaut 8 vinninga af 10 mögu- legum. 2.–4. Colin, alþjóðlegur meistari (Frakklandi), Ehrenburg, sm (Ísrael), Gagunashvílí, sm (Gerorgíu), með 7½ v. hver. 5.–10. Belov, sm (Rússlandi), Bobras, sm (Póllandi), Hebden, gm (Englandi), Kobese, am (Suður-Afríku), Pavlovic, sm (Serbíu og Svartfjalla- landi), með 7 v. hver. Íslensku keppendurnir slökuðu á klónni í tveimur síðustu umferðunum, og luku mótinu sem hér segir: 18. Guðmundur Kjartansson, 6 v. 19. Stefán Kristjánsson, am, 6 v. 31. Jón Viktor Gunnarsson, am, 5½ v. 46. Snorri G. Bergsson, 5 v. 71. Dagur Arngrímsson, 4 v. Þátttakendur á mótinu voru 101. Ef árangurinn er metinn, sam- kvæmt stigum íslensku keppendanna og andstæðinga þeirra, þá kemur í ljós, að Snorri hækkar um 20 stig og Guðmundur um 16. Stefán lækkar um 2 stig, Jón Viktor um 12 og Dagur um 20. Við skulum nú sjá snarpa sóknar- skák úr 8. umferð, þar sem Stefán saumar að sterkum alþjóðlegum meistara: Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Jean-Pierre Le Roux (Frakklandi) Philidorsvörn 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bf4 0–0 7. Dd2 d5!? Svartur velur tvíeggjaða leið. Ró- legri sálir leika 7. ...Rc6 8. 0–0–0 Rxd4 9. Dxd4 Be6 10. f3 a6 o.s.frv. 8. Rdb5 c6!? 9. exd5 – Stefán sneiðir hjá „teóríska“ fram- haldinu, sem er mjög flókið og hefur gefist svarti nokkuð vel. Dæmi: 9. Rc7 9. ...d4 10. Rxa8 (10.Re2, 10. 0-0-0) 10. -- dxc3 11. Dxd8 Hxd8 12. bxc3 Rxe4 13. Bxb8 Bf6 14. Bd3 Bxc3+ 15.Ke2 Bf5 16. Bxa7 Hxa8 17. Be3 Bxa1 18. Hxa1 og skákinni lauk með jafntefli (L’Ami-Pavasovic, Maribor 2004). 9. ...cxb5 10. d6 Bxd6 Eðlilegra er að leika 10. ...He8 11. dxe7 Dxe7+ 12. Be3 Bf5, með nokkuð jöfnu tafli. 11. Dxd6 Da5 12. 0–0–0 Be6 Svartur hefði getað reynt 12. ...b4, t.d. 13. Rd5 Rxd5 14. Hxd5 Dxa2 15. Bd3!?Da1+ 16. Kd2 Dxh1 17. Hh5! g6 (17.– h6 18. Hxh6 gxh6 19. Bxh6) 18. Bxg6 fxg6 (18. ...hxg6 19. Hh8+ Kxh8 20. Dxf8+ Kh7 21. Dxf7+ Kh8 22.Be5+ mát) 19.Dd5+ Hf7 20.Hxh7 Kxh7 21.Dxf7+ Kh8 22.Be5+ mát. 13.Bxb5 Bxa2 Svartur tekur peðið, því að eftir 13...a6 14.Ba4 Rc6 15.Bxc6 bxc6 16.Dc7 á hann peði minna, án þess að fá nokkuð mótvægi fyrir það. 14.Be5! a6 Eftir 14...Be6 15.Bxf6 gxf6 16.Dg3+ Kh817.Df4 Rc6 (17...Kg7 18.Hd3 ásamt Hg3+) 18.Dxf6+ Kg8 19.Hd3, með hótuninni Hg3+, á svartur gjörtapað tafl. 15.Bxf6 axb5 16. Bxg7! Kxg7 17. Hd3 Rd7 18. Dxd7 Bc4? Eftir 18. --Be6, en hvítur nær mikl- um liðsyfirburðum, með 19. De7 h6 20. He1 Hfe8 21. Hg3+ Kh7 22. Df6 Da1+ 23. Rb1 Hg8 24. Hxe6 Hxg3 25. Dxh6+ Kg8 26. hxg3 fxe6 27. Dxe6+. 19. Hg3+ Kh8 20. Dg4! og svartur gafst upp, því að hann getur ekki var- ist máthótunum hvíts: 20. ...Hg8 21. Dd4+ f6 22. Dxf6+ Hg7 23. Dxg7+ mát. Skákþing Reykjavíkur/Skeljungs- mótið Skákþing Reykjavíkur hófst sl. sunnudag í Skákheimili TR, Faxafeni 12. Taflfélagsmenn nefna mótið að þessu sinni Skeljungsmótið, í tilefni af myndarlegum styrk frá fyrirtækinu til mótshaldsins. Verðlaunin á Skeljungsmótinu verða alls 210.000. Fyrir 1.–3. sætið: 100.000, kr. 50.000 kr. og 30.000 kr. Fyrir besta árangur skákmanna, undir 2.000 elóstigum: 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Sigurvegarinn hlýtur auk þess nafnbótina skákmeistari Reykjavíkur 2006 og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Tefldar verða 9 umferðir, skv. svissnesku kerfi, og eru tímamörk 1½ klst. til að ljúka skákinni, auk 30 sek. á leik. Teflt verður á miðvikudögum og föstudögum, byrjað kl. 19.00, og á sunnudögum, byrjað kl. 14.00. Þátttakendur eru 55 og er mótið vel skipað. Í hópnum er einn stór- meistari kvenna, Lenka Ptacnikova, og fjórir alþjóðlegir meistarar, þ.á m. tveir Hastingsfarar, Stefán og Jón Viktor. Nánar verður fjallað um mótið í næstu þáttum. Neverov sigraði í Hastings Bragi Kristjánsson SKÁK Hastings, Englandi Hastings Masters 28. desember 2005–6. janúar 2006 DALA-RAFN ehf. í Vestmanna- eyjum hefur hlotið forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar, Varð- bergið. Verðlaunin eru veitt við- skiptavini TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. Í fréttatilkynningu frá TM segir að ákvörðunin um að veita Dala- Rafni verðlaunin í ár sé byggð á mati sérfræðinga TM sem telji forvarnir mjög góðar í fyrirtækinu. Óskar Magnússon, forstjóri TM, veitti verðlaunin og sagðist hann von- ast til þess að þau yrðu öðrum fyr- irtækjum hvatning. Þá fengu tvö fyrirtæki sérstaka viðurkenningu fyrir forvarnir en þau eru Danól ehf. og Málmtækni hf. Morgunblaðið/Sverrir Forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar, VARÐBERGIÐ, voru í dag veitt í sjöunda skiptið og hlaut Dala-Rafn ehf. í Vestmannaeyjum þau að þessu sinni. Jafnframt fengu tvö fyrirtæki sérstaka viðurkenningu fyrir forvarnir en þau eru Danól ehf. og Málmtækni hf. Dala-Rafn hlaut forvarnarverðlaun TM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.