Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MÚSLÍMSKIR pílagrímar biðjast fyrir á og við Fjall miskunnarinnar en það er á Arafat-sléttu, skammt frá Mekka. Þar eru nú samankomnar um tvær milljónir manna vegna Hajj-hátíðarinnar en ætlast er til að hver einasti múslími fari að minnsta kosti í eina pílagrímsför til borgarinnar um ævina. Reuters Pílagrímar á Fjalli miskunnarinnar París, Nýju Delhí. AP, AFP. | Talið er, að á síðustu tveimur áratugum hafi fæð- ingum stúlkubarna á Indlandi fækkað um 10 milljónir vegna fóstureyðinga. Ástæðan er sú, að nú er unnt að greina í móðurkviði hvort um er að ræða dreng eða stúlku og almennt eru drengir teknir fram yfir stúlkur. Kemur þetta fram í breska lækna- tímaritinu The Lancet en það voru indverskir og kanadískir vísinda- menn, sem stóðu að rannsókninni. Fór hún fram meðal rúmlega milljón indverskra fjölskyldna árið 1998 og skoðaðar voru næstum 134.000 fæð- ingar 1997. Í ljós kom, að þegar síð- asta barn hjóna hafði verið stúlka, stórjukust líkurnar á, að það næsta yrði drengur. Þá var hlutfall fæddra stúlkna ekki nema 759 á móti 1.000 drengjum. Þegar tvö síðustu börn hjóna höfðu verið stúlkur, skekktust hlutföllin enn meira drengjunum í vil. Það sýndi sig hins vegar, að þegar síðasta eða tvö síðustu börn hjóna höfðu verið drengir, þá var hlutfallið milli næstu barna, drengja og stúlkna, nokkurn veginn það sama. Áætlað er, að vegna fóstureyðing- anna vanti nú um 10 milljónir stúlkna og ungra kvenna á Indlandi og það eru ekki síst konur, sem notið hafa menntunar, sem láta eyða stúlku- fóstrum. Niðurstaða rannsóknarinnar kem- ur ekki á óvart en í október varaði ein stofnun Sameinuðu þjóðanna við fóst- ureyðingum af þessu tagi á Indlandi og sagði, að vaxandi munur á fjölda karla og kvenna í landinu gæti haft mjög alvarlegar, samfélagslegar af- leiðingar í för með sér. Það sama er raunar uppi á teningnum í Afganist- an, Kína, Nepal, Pakistan og Suður- Kóreu. Indverskir foreldrar láta eyða stúlkufóstri Farið að valda alvarlegu ójafnvægi milli kynjanna Kíev. AP. | Réttarhöld í máli þriggja fyrrum lögreglumanna, sem sakaðir eru um að hafa myrt einn þekktasta blaðamann Úkraínu, hófust í höfuð- borginni, Kíev, í gær. Mennirnir þrír, þeir Valeríj Kos- tenko, Míkola Protasov og Olexan- der Popovísj, voru leiddir fyrir dóm- ara í áfrýjunarrétti. Þeir eru sakaðir um að hafa myrt Georgíj Gongadze, sem hélt úti afar gagnrýnni umfjöll- un um stjórnvöld á vefsíðu er nefnd- ist Úkraínska Pravda eða „Sannleik- urinn um Úkraínu“. Fjórði mað- urinn, sem grunaður er að tengist ódæðinu, herforinginn Olexíj Pú- katsj, er talinn hafa flúið land. Gongadze var 31 árs er hann hvarf, 16. september árið 2000. Tveimur mánuðum síðar fannst lík hans í skógi einum nærri Kíev. Höf- uðið hafði verið höggvið af líkinu og hefur ekki fundist. „Ég tel þetta mikilvægt skref vegna þess að hinir ákærðu eru fulltrúar glæpsamlegs stjórnmála- kerfis,“ sagði Miroslava Gongadze, ekkja blaðamannsins, í gær. Með orðum sínum vísaði hún til stjórnar Leoníds Kútsma, fyrrum forseta Úkraínu, sem var við völd er Gon- gadze var myrtur. Vitað er að örygg- isþjónusta stjórnvalda fylgdist með Gongadze og mjög margir eru þeirr- ar hyggju að háttsettir menn í Úkra- ínu hafi fyrirskipað morðið. Þannig hefur þingnefnd, sem rannsakaði málið, sakað Kútsma um að hafa borðið ábyrgð á hvarfi blaðamanns- ins. Til er segulbandsupptaka, sem þykir benda til þessa. Fyrrum ráða- menn hafa á hinn bóginn ekki verið ákærðir og Kútsma hefur ítrekað lýst yfir sakleysi sínu. Lögmaður móður Gongadze sagði í gær ljóst að yfirvöld vildu að lög- reglumennirnir fyrrverandi yrðu dæmdir og þar með ljúka málinu. Hann og fleiri hafa hvatt til þess að málið verði rannsakað frekar í því skyni að leiða raunverulega ábyrgð þáverandi ráðamanna í ljós. Morðið á Georgíj Gongadze varð ekki síst til þess að hleypa af stað „appelsínugulu byltingunni“ í Úkra- ínu, sem lauk með því að lýðræðis- lega kjörinn forseti, Víktor Jústsj- enko tók við embætti en valdaklíku sem rætur átti í sovéttímanum, var komið frá. Jústsjenko forseti hefur lagt ríka áherslu á að mál Gongadze verði upplýst og horfir ekki síst til þess að pólitísk spenna í landinu fer vaxandi í aðdraganda þingkosninga, sem fram fara 26. mars. Honum hefur þó reynst erfitt að leiða málið til lykta. Í fyrra framdi fyrrum innanríkisráð- herra landsins sjálfsmorð nokkrum klukkustundum áður en hann átti að bera vitni og ríkissaksóknari Úkra- ínu var leystur frá störfum sökum þess hægagangs, sem einkenna þótti rekstur málsins. AP Lögreglumaður fylgist með fyrrverandi starfsbróður sínum, Valeríj Kos- tenko, á bak við rimla er hann svaraði spurningum dómara. Réttarhöld í máli Gongadze STJÓRNVÖLD í Ísrael skýrðu frá því í gær að ákveðið hefði verið að leyfa frambjóðendum í þingkosning- um Palestínumanna að heyja kosn- ingabaráttu í Austur-Jerúsalem. Þetta á þó ekki við um frambjóðendur hinnar íslömsku Hamas-hreyfingar. Gideon Ezra, ráðherra öryggis- mála, greindi frá því í útvarpsviðtali að þess yrði krafist af frambjóðend- um að þeir sæktu um leyfi til að kynna framboð sitt í austurhluta borgarinn- ar. Beiðni í þá veru þyrfti að leggja fyrir lögregluyfirvöld. „Hver sá, sem styður Hamas, mun ekki fá slíkt leyfi,“ bætti ráðherrann við. Tals- menn Hamas sögðust í gær ætla að hundsa bann þetta og bentu á að unnt yrði að reka kosningabaráttu í þess- um hluta borgarinnar m.a. um síma og Net. Í máli Gideons Ezra kom á hinn bóginn ekki fram hvort stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að heimila íbúum Austur-Jerúsalem að taka þátt í kosn- ingunum, sem fram fara 25. þessa mánaðar. Verður það í annað skiptið á tíu árum sem Palestínumenn ganga til þingkosninga. Mahmud Abbas, forseti heima- stjórnar Palestínumanna og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur hótað að aflýsa kosningunum verði íbúum Austur-Jerúsalem meinað að greiða atkvæði. Ísraelar hafa gefið til kynna að slíkt bann verði sett en hafa þó ekki birt afdráttarlausa yfirlýsingu þess efnis. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Ísraela um að heimila kosn- ingar í Austur-Jerúsalem. Nabil Sha- ath, aðstoðarforsætisráðherra Palest- ínumanna, greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn hefðu komið þeim boðum til palestínskra stjórnvalda að kosningar myndu einnig fara fram í austurhlutanum. Staðfesting af hálfu Ísraela hefði á hinn bóginn enn ekki borist. Ísraelar hertóku Austur-Jerúsal- em árið 1967 og innlimuðu síðan borg- arhlutann í ríki sitt. Þar búa nú um 200.000 Palestínumenn og lítur stærsti hluti alþjóðasamfélagsins svo á að borgarhlutinn falli undir her- námssvæði Ísraela. Ríkisstjórn Ísraels hefur þungar áhyggjur af þátttöku Hamas í þing- kosningunum. Félagar í hreyfingunni hafa borið ábyrgð á fjölda árása gegn Ísraelum á þeim fimm árum, sem liðin eru frá því að Palestínumenn risu upp öðru sinni gegn hernámsveldinu. Ha- mas-hreyfingin nýtur mikils fylgis enda sinnir hún margvíslegu fé- lagslegu grasrótarstarfi. Hreyfingin neitar á hinn bóginn að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Hamas hefur náð góðum árangri í bæjar- og sveit- arstjórnakosningum að undanförnu og stefnir í að hreyfingin verði einnig áhrifamikil á þingi Palestínumanna. Af þessu hafa forráðamenn Fatah áhyggjur. Ýmsir fréttaskýrendur hafa haldið því fram að Abbas forseti vilji nýta sér óbilgirni Ísraela til að fá kosningunum frestað þar eð hann ótt- ist að árangur Fatah verði slakur. Fyrsta skrefið stigið Hatem Abdelkader, helsti fram- bjóðandi Fatah í Austur-Jerúsalem, kvaðst í gær hafa fengið leyfi til að hefja kosningabaráttu sína í hinum arabíska hluta borgarinnar. Sagðist hann líta svo á að með þessu hefðu stjórnvöld í Ísrael stigið fyrsta skrefið í þá átt að heimila kosningar í borg- arhlutanum. Tveir þekktir frambjóð- endur, þau Hanan Ashrawi og Mu- stafa Barghuti, voru í liðinni viku stöðvuð er þau hugðust hefja kosn- ingabaráttu sína þar. Ashrawi kvaðst í samtali við AFP-fréttastofuna í gær ekki telja ákvörðun Ísraela frá því fyrr um daginn breyta miklu. Sagðist hún andvíg því að frambjóðendum yrði gert að sækja um leyfi og mót- mælti einnig þeirri ákvörðun að úti- loka frambjóðendur Hamas. „Við vilj- um fá fram skýra, pólitíska ákvörðun af hálfu Ísraela varðandi kosninga- ferlið allt í Austur-Jerúsalem,“ sagði Ashrawi. Í janúarmánuði í fyrra, þegar for- setakosningar fóru fram í Palestínu, var Aröbum í Austur-Jerúsalem leyft að greiða atkvæði. Það var einnig gert árið 1996 þegar fyrstu og einu kosn- ingarnar til þings Palestínumanna fóru fram. Veikindi Ariels Sharons, forsætis- ráðherra Ísraels, hafa hins vegar orð- ið til þess að auka enn á óvissuna varðandi kosningar Palestínumanna. Á sunnudag kom ísraelska ríkis- stjórnin í fyrsta skipti saman til form- legs fundar eftir að Sharon veiktist. Ehud Olmert, starfandi forsætisráð- herra, lagði þá áherslu á að stefnu Sharons yrði áfram fylgt en tjáði sig ekki sérstaklega um kosningarnar í Austur-Jerúsalem. Heimila kosn- ingabaráttu í A-Jerúsalem Frambjóðendur Hamas útilokaðir og óvíst um kosningar í borgarhlutanum Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Reuters Palestínsk kona gengur framhjá einu af fjölmörgum kosningaspjöld- um í gamla borgarhlutanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.