Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lært að beita vélsleðanum Bílar á morgun KARL Georg Sigurbjörnsson, lög- maður Páls Pálssonar, eins 47 stofnfjáraðila í Sparisjóði Hafnar- fjarðar, vakti athygli á því í bréfi sínu til Fjármálaeftirlitsins 31. ágúst að alltaf hefði verið til staðar virkur eignarhluti í sjóðnum í skilningi FME en einhverra hluta vegna hefði það verið látið liggja á milli hluta í valdatíð eldri stjórnar. Við stjórnarskiptin hefði FME hins vegar vaknað til lífs og virtist af fullum þunga vera að færa eldri stjórn til valda á ný. Yrði það að teljast áhyggjuefni vegna þess að í hlut ætti opinber stjórnsýslustofn- un sem hefði mikið lögbundið vald- svið. Eftirlitsskylda nær ekki til lögmanna Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær fékk FME því fram- gengt með úrskurði héraðsdóms 28. nóvember sl. að Landsbankinn léti FME í té upplýsingar og ljós- rit af öllum gögnum í vörslu bank- ans varðandi hreyfingar á banka- reikningum Lögmanna Laugardal að fjárhæð 5 milljónir kr. eða meira frá 1. apríl. Karl Georg vakti einnig athygli á því í fyrrnefndu bréfi að lögmenn væru skv. lögum um opinbert eft- irlit með fjármálastarfsemi ekki meðal eftirlitsskyldra aðila. Leitað á náðir FME en erindi synjað Varðandi stjórnarkjörið, greindi Karl Georg frá því að leitað hefði verið á náðir FME þegar í ljós hefði komið að reglur settar fram í samþykktum Sparisjóðsins hvað varðaði framboð og framboðsfresti í tengslum við aðalfund í vor, hefðu verið þverbrotnar. Erindinu hefði hins vegar verið svarað á þá leið að ekki hefði þótt ástæða til að skera fyrirfram úr ágreiningi milli aðila hvernig standa skyldi að und- irbúningi eða framkvæmd aðal- fundar. Vaknað hefðu spurningar hjá FME um hvort virkur eign- arhluti væri að myndast, og þótti Karli Georg það í hæsta máta sér- stakt, því þá þegar væri til staðar virkur eignarhluti undir hand- leiðslu þáverandi stjórnarfor- manns. Það að lögmenn kæmu á fund FME með gögn og upplýsingar um að aðilar sem hygðust bjóða fram gegn sitjandi stjórn væru hindr- aðir við það með því m.a. að neitað var að taka við framboðslistum nýrra frambjóðenda, framboðslist- ar þáverandi stjórnar ekki lagðir fram innan tilskilins frests o.s.frv., hafi verið virt að vettugi af hálfu FME. Að mati Karls Georgs var það því sérstakt að opinber eftirlits- stofnun hæfi þegar í framhaldi af svo alvarlegum sökum á þáverandi stjórn athugun á því hvort nýir frambjóðendur væru að mynda virkan eignarhluta og virti að vett- ugi athugasemdir lögmanna Páls Pálssonar. Spyr Karl Georg hvort FME væri þarna að fara í mann- greinarálit. Virkur eignar- hluti eldri stjórnar látinn afskiptalaus STJÓRN Lögmannafélags Íslands fjallaði síðdegis í gær um erindi lög- mannsstofunnar Lögmenn Laugar- dal, sem hún sendi félaginu í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið (FME), fékk með dómsúrskurði í lok nóvem- ber upplýsingar og ljósrit af öllum gögnum í vörslu Landsbankans er vörðuðu hreyfingar á bankareikning- um lögmannsstofunnar frá 1. apríl sl. í tengslum við rannsókn á stofnfjárvið- skiptum í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Stjórn Lögmannafélagsins sam- þykkti eftirfarandi bókun: „Að gefnu tilefni vill stjórn Lög- mannafélags Íslands ítreka skoðun félagsins á mikilvægi trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem grundvallarreglu í réttarríki. Þetta grundvallaratriði endurspeglast m.a. í ákvæðum 22. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 og 17. gr. siðareglna lög- manna. Stjórn félagsins telur brýnt að fyrrgreind grundvallarregla sé í heiðri höfð af hálfu þeirra sem með opinbert vald fara og að viðkomandi lögmönnum sé ávallt gefinn kostur á að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, sem og sinna eigin við meðferð mála. Þá skal þess ávallt gætt að upp- lýsingaskylda lögmanna í tengslum við slík mál gangi aldrei lengra en nauðsynlegt er í þágu viðkomandi rannsóknar.“ Stjórn Lögmanna- félagsins fjallaði um kvörtun vegna úrskurð- ar Héraðsdóms Trúnaðar- skylda lög- manna sé í heiðri höfð LÚKAS hefur ásamt vinnufélögum sínum hjá Reykja- víkurborg verið að safna saman notuðum jólatrjám í Fossvogshverfinu. Starfsmenn Framkvæmdasviðs borgarinnar fjar- lægja jólatré, sem sett hafa verið út fyrir lóðamörk, og verður sú þjónusta veitt allt til 13. janúar. Átakið hófst 7. janúar og eftir að því lýkur geta íbúar losað sig við jólatrén á gámastöðvar Sorpu. Morgunblaðið/Kristinn Safna saman jólatrjánum ALLS gefa 22 kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi sem haldið verður laugardaginn 4. febr- úar en þar verða valdir frambjóð- endur flokksins fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í bænum í vor. Frambjóðendurnir eru: Guðríður Arnardóttir, framhalds- skólakennari. Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi. Ingibjörg Hinriks- dóttir, þjónustufulltrúi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi. Guðmundur Örn Jónsson, verkfræðingur. Ragn- hildur Helgadóttir, jafnréttisráð- gjafi ÍTR. Flosi Eiríksson, bæjar- fulltrúi. Rut Kristinsdóttir, framhaldsskólakennari. Björk Ótt- arsdóttir, leikskólastjóri. Þorsteinn Ingimarsson, viðskiptafræðingur. Jóhann Guðmundsson. Hreiðar Oddsson, leiðbeinandi/nemi. Tjörvi Dýrfjörð, verslunarstjóri. Arnþór Sigurðsson, forritari. Jens Sigurðs- son, formaður FUJ Kópavogi. Sig- urður M. Grétarsson, viðskiptafræð- ingur. Bjarni Gaukur Þórmundsson, íþróttakennari. Margrét Júlía Rafnsdóttir, grunnskólakennari. Hulda Björg Sigurðardóttir, lyfja- fræðingur. Kristín Pétursdóttir, grunnskólakennari. Tryggvi Felix- son, hagfræðingur. Þór Ásgeirsson, líffræðingur. 22 verða í prófkjöri Samfylk- ingar í Kópavogi 4. febrúar MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá fjarskiptafyrirtæk- inu Hive vegna höfnunar Póst og fjarskiptastofnunar á hækkun samtengingargjalda Símans: „Hive furðar sig á málflutningi Símans sem hefur komið fram í fjölmiðlum, þar sem því er haldið fram að Póst og fjarskiptastofnun hafi brotið á Símanum og ekki virt stjórnsýslulög. Hive telur það fjar- stæðu – hið rétta er að einhliða hækkun verðskrár Símans er brot á fjarskiptalögum, sem kveða á um að Símanum beri að leita samn- inga á viðskiptalegum forsendum, og alvarleg atlaga að frjálsri sam- keppni á fjarskiptamarkaðinum. Þau samtengigjöld sem Síminn hugðist hækka, auka kostnað ann- arra fjarskiptafyrirtækja við að senda símaumferð sín á milli um kerfi Símans. Hive telur að með þessum verðhækkunum hyggist Síminn gera Hive erfiðara að hefja almenna símaþjónustu, en félagið er að undirbúa innkomu sína á þann markað á næstunni. Hive telur þessa hegðun Símans ámælisverða og til þess eins að skaða frjálsa samkeppni með þeim afleiðingum að verð á símaþjón- ustu til almennings hækki. Í þessu samhengi vill Hive vekja athygli á því að Síminn hækkaði verð á al- mennri símaþjónustu til almenn- ings, þ.e. kvöld-, nætur- og helg- artaxta, þann 1. desember sl. yfir 25%. Síminn hefur því þegar hafið þá vegferð að hækka símgjöld al- mennings verulega og hvergi nærri sér fyrir endann á því eins og umrætt dæmi um hækkun sam- tengigjalda sýnir. Hive telur mjög brýnt að Póst og fjarskiptastofnun standi vörð um hagsmuni almennings og frjálsa samkeppni og styður Hive framtak stofnunarinnar í þessu máli.“ Furða sig á mál- flutningi Símans Á SÍÐASTA greindust átta manns með HIV-smit á Íslandi og hafa því 184 greinst frá upp- hafi. Segir í Farsóttafréttum sóttvarnalæknis, að þetta sé í samræmi við þróun undanfar- inna ára sem bendi til takmark- aðrar útbreiðslu HIV-smits hér á landi. Fimm þeirra sem greindust á árinu voru karlar en konur voru þrjár. Ekki varð nein breyting á áhættuþáttum fyrir smiti, en talið er að fimm hinna smituðu hafi verið gagnkynhneigðir og þrír samkynhneigðir karlar. Í lok ársins 2005 greindist alnæmi hjá einstaklingi sem ekki var vit- að til að væri smitaður af HIV. Enginn fíkniefnaneytandi greindist með HIV-smit á árinu 2005. Átta greind- ust með HIV-smit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.