Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hugo Chavez, forseti Venes-úela, sakar Bandaríkja-menn um að koma í veg fyr-
ir að samningur um kaup á herþotum
frá Brasilíu nái fram að ganga. For-
setinn hótar nú að kaupa þotur frá
Rússlandi eða Kína.
Chavez sagði í ræðu er hann flutti
á þriðjudag að ekki hefði reynst unnt
að undirrita samning um kaup á
brasilísku þotunum, sem eru af gerð-
inni „Super Tucano“. Tók hann fram
að þotur þessar væru ekki eiginlegar
herþotur heldur væru þær hannaðar
sem þjálfunarflugvélar. Fullyrti for-
setinn að Bandaríkjastjórn hefði
komið í veg fyrir að samningurinn
yrði staðfestur en frá honum höfðu
fulltrúar Venesúela gengið við rík-
isfyrirtækið Embraer (Empresa
Brasileira de Aeronautica S.A.).
Þetta hefðu Bandaríkjamenn gert
þar sem bandarísk tækni væri nýtt í
brasilísku þotunum.
Talsmaður Embraer neitaði í sam-
tali við Associated Press-fréttastof-
una að tjá sig um samninginn með
þeim orðum að ekki væri iðkað á
þeim bænum að tjá sig um slíka
gjörninga á meðan þeir væru í smíð-
um.
Horft til Kína eða Rússlands
„Við munum bíða og sjá hvort
Brasilíumennirnir geta greitt úr
þessum vanda. Geri þeir það ekki, þá
liggur fyrir að Kínverjar framleiða
líka herþotur og sprengjuflugvélar,“
sagði Chavez er hann ávarpaði her-
menn í höfuðborginni, Caracas.
Chavez staðhæfði ennfremur að
Bandaríkjamenn hefðu ekki uppfyllt
ákvæði samnings varðandi sölu á
varahlutum í F-16-herþotur þær,
sem flugher Venesúela ræður yfir.
Bandarískir embættismenn fullyrða
raunar að þetta sé rangt; varahlutir
þessir hafi nýlega verið sendir til
Venesúela. Haft var eftir Brian
nokkrum Penn, sem starfar í sendi-
ráði Bandaríkjanna í Venesúela, að
búnaður til að skjóta sæti flugmanns-
ins út úr þotunni á hættustundu hefði
verið fluttur til Caracas í nóv-
embermánuði. Kvað hann skjöl
liggja fyrir, sem sönnuðu að Banda-
ríkjastjórn hefði uppfyllt þetta
ákvæði samningsins.
Chavez virtist ókunnugt um þetta
er hann ávarpaði hermennina í fyrra-
dag. „Ef við verðum að koma okkur
upp sveitum nútímalegra [rúss-
neskra] MiG-herþotna í staðinn fyrir
F-16-þoturnar, þá munum við gera
það,“ sagði forsetinn.
Chavez hefur áður gefið í skyn að
hann sé tilbúinn til að selja banda-
rísku þoturnar og hefur nefnt að ef
til vill væru Kínverjar eða Kúbanar
áhugasamir um að kaupa þær.
„Kannski sendum við þeim þær aftur
eða ef til vill sendum við tíu flugvélar
til Kúbu eða til Kína þannig að þeir
geti kynnt sér tæknibúnaðinn í þess-
um flugvélum,“ sagði Chavez í ræðu
er hann flutti í nóvember í fyrra. Síð-
ar sagðist hann aðeins hafa „hugsað
upphátt“ en samkvæmt samningi
Bandaríkjanna og Venesúela um
kaupin á þotunum ber þeim síð-
arnefndu að standa vörð um þá
tækni, sem nýtt er í F-16-vélunum.
Venesúela keypti 21 F-16 þotu frá
Bandaríkjunum árið 1983 þegar
samskipti ríkjanna voru öllu vinsam-
legri en nú. Bandaríkjamenn halda
því fram að samningurinn feli ekki í
sér að þeir séu um ókomna tíð skuld-
bundnir til að endurnýja vélarnar og
útvega Venesúelamönnum varahluti.
Endurnýjun eða vígvæðing?
Chavez heldur því á hinn bóginn
fram að Venesúela þurfi nauðsynlega
að endurnýja tækjabúnað heraflans.
Hefur hann m.a. gert viðamikinn
samning við sósíalistastjórnina á
Spáni í þessu skyni.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar
kveðast hins vegar óttast að frekari
vígvæðing geti orðið til að raska stöð-
ugleikanum í Rómönsku-Ameríku.
En vitað er að ráðamenn vestra hafa
áhyggjur af auknum skriðþunga
Chavez í álfunni, sem m.a. kemur til
sökum olíuauðsins er Venesúela ræð-
ur yfir. Chavez kveðst vinna að því að
koma á nýju og áður óþekktu sósíal-
ísku þjóðskipulagi í Venesúela. Hann
er vinur og bandamaður Fídels
Castro Kúbuleiðtoga og er ásamt
honum helsti hugmyndafræðingur
þess róttæka sósíalisma, sem sýnist
vera í sókn víða í löndum Rómönsku-
Ameríku nú um stundir.
Í ávarpi sínu á þriðjudag hvatti
Chavez herafla landsins til að búa sig
undir huganlega innrás af hálfu
Bandaríkjanna. Gat hann þess að
vopnuðum átökum yrði best afstýrt
með því að vera jafnan búinn undir
stríð. „Ef við stöndum frammi fyrir
stríði er aðeins hugsanlegt að við
neyðumst til að verjast innrás norð-
ur-amerískra heimsvaldasinna,“
sagði forsetinn.
Talsmenn bandarískra stjórnvalda
hafa ítrekað lýst yfir því að engin
áform séu uppi vestra um að fara
með ófriði gegn Venesúela. Chavez
nýtir hins vegar hvert tækifæri til að
hvetja landsmenn til að búa sig undir
átök. Hefur hann hvatt alþýðu
manna til að læra að beita skotvopn-
um og að ganga í varaliðssveitir
stjórnarhersins.
Samsæri gegn Morales
Chavez lét þessa umfjöllun um
Bandaríkjastjórn ekki duga því hann
bætti við að hann væri sannfærður
um að George W. Bush forseti og
undirsátar hans hefðu uppi áform um
að steypa Evo Morales, nýkjörnum
forseta Bólivíu, af stóli. Morales hef-
ur raunar enn ekki svarið embættis-
eiðinn en gerir það síðar í mán-
uðinum. Morales er sósíalisti og
hefur lýst yfir bræðralagi með þeim
Chavez og Castro Kúbuleiðtoga í
„stríði“ þeirra gegn „heims-
valdastefnu“ Bandaríkjamanna og
„villtri nýfrjálshyggju“.
Raunar lýsti hátt settur banda-
rískur embættismaður yfir því á
þriðjudagskvöld að stjórnvöld í
Washington vildu gjarnan eiga fund
með Morales til að tryggja að fram-
hald yrði á „sérlega jákvæðum“ sam-
skiptum ríkjanna í gegnum tíðina.
Talsmaður sendiráðs Bandaríkja-
stjórnar í La Paz, höfuðborg Bólivíu,
sagði síðan í gær að fullyrðingar
Chavez um valdaránsáform væru
„fráleitar“. Morales væri löglega
kjörinn forseti Bólivíu og Banda-
ríkjastjórn hygðist virða yfirlýstan
vilja þjóðarinnar.
Chavez herðir róðurinn í „flugvélastríði“
Sakar Bandaríkjamenn um samningsrof og hvetur herinn til að búa sig undir innrás
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Reuters
Hugo Chavez, forseti Venesúela (t.v.), ásamt Evo Morales, sem sver emb-
ættiseið forseta Bólivíu 22. þessa mánaðar. Chavez fullyrðir að ráðamenn í
Bandaríkjunum stefni að því að steypa Morales af stóli.
Ankara. AFP. | Sérfræðingar Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO) vöruðu
við því í gær að mannskætt afbrigði
fuglaflensunnar gæti orðið landlægt
í Tyrklandi og breiðst þaðan út til
grannríkjanna.
Alls hafa minnst 78 manns látið líf-
ið af völdum fuglaflensu í heiminum
öllum, þar af að minnsta kosti tveir í
Tyrklandi. Að sögn þarlendra yfir-
valda hafa fimmtán Tyrkir sýkst af
fuglaflensu.
Sérfræðingar FAO sögðu að
H5N1, það afbrigði fuglaflensuveir-
unnar sem er hættulegt mönnum,
kynni að halda áfram að breiðast út í
Tyrklandi þótt 306.000 fuglum hefði
verið fargað þar til að hindra út-
breiðslu sjúkdómsins. Þeir ráðlögðu
stjórnvöldum í grannríkjunum
Armeníu, Aserbaídsjan, Georgíu,
Írak, Íran og Sýrlandi að vera á
varðbergi vegna hættu á að sjúk-
dómurinn bærist þangað frá Tyrk-
landi.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) sagði þó í gær að ekkert
benti til þess að fuglaflensuveiran
hefði stökkbreyst þannig að hún
gæti borist milli manna. Óttast er að
slík stökkbreyting geti leitt til
heimsfaraldurs og kostað milljónir
manna lífið.
Tyrklandsstjórn
harðlega gagnrýnd
Marc Danzon, svæðisstjóri Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) í Evrópu, sagði á blaða-
mannafundi í Ankara með heilbrigð-
isráðherra Tyrklands, Recep Akdag,
að tyrknesk stjórnvöld hefðu brugð-
ist „á viðeigandi hátt“ við fuglaflens-
unni. „Það er engin ástæða til ofsa-
hræðslu.“
Dagblöð í Tyrklandi gagnrýndu í
gær stjórn landsins harkalega fyrir
að bregðast of seint við fuglaflens-
unni. Akdag heilbrigðisráðherra
varði stjórnina og sagði að hún hefði
náð tökum á ástandinu. „Ég býst
ekki við að þetta verði að miklum
faraldri,“ sagði hann.
Yfirvöld í Rússlandi, Bretlandi og
Rúmeníu hafa hvatt fólk til að
ferðast ekki til Tyrklands vegna
fuglaflensunnar en Danzon sagði að
ekki væri nein ástæða til að vara við
ferðalögum til landsins.
Verður fugla-
flensan landlæg
í Tyrklandi?
!
! "! #!
#!
!
$%&
% "
'(! #! #)!
*"
%% " % %
+)!" ,-.% # % #! /
$!
,- #%
"&"
0 "
1#%!0
& #"
! # "%! !" % #! 2
3"
%! *
#
!%
# 0 "
,
+" !% % &
,- #)!
%% %& 4!
#
+)!" #"
.
# "% # % '$!" ,- !% %
#" " "
%& 5"
!"
'
&#
& #"
!
*
#
(
# , # $ #
6!%&% % " /!
#%!
& (!
! #! /
& #"
! *#&" !%
# 0 " ,-
% &
"' '(! #! /
&
7
!
*
#% # %& ,-.%!"
'&"" 0
"� %
+)!"
"� %
(
,- $!%&% % 8
/!
"
%& 6
!
+)!" ,-.% # % #" "
%
% 9!"
!!
!
! !
"
#
$
! % !"
)*%+,-
&'
&
&
'
()
*+
''
,
&
)
)
:
2
;
<
$
<
2)!
=
!- .! /
. &
"' :%!
*#"! #" % #" "
/!%&" % *3!
&
2)!
1#%!0
&
*
#%
2)!%! (
# ,-
/ #
20 )! )% )
+)!"
"� % "
=""!.="
+)!"
&#" % # %
,- % " #" "
&
"'0 !
>"
8%.*3!
&%
!
!
&"! 7%
8%.*3!
&%
"
# 0 " %!"
! ,! !
&
! "! ,"
.*3!
&% 3 /"
*
% (!
! #! #"
# "
! *? " "&"!*3!
&% "
>"%@*"
/
+"
#
*!
!
%#"
"&"!*3!
&% " '%A*"
B!%&
"&#
%&
2% !
" %! *#
0 "
& ! $ "# %
#
+)!
"&#
%&
/
1
,- $!%&% %
8 *3!
&
"&#
%&
#
/
?
#$!% &% %!"
!
2,%3
-4
$5%6)78)9,8
:+ %
%
Jerúsalem. AP. | Kadima,
flokkur Ariels Sharons, hins
fársjúka forsætisráðherra
Ísraels, fer með sigur af
hólmi í þingkosningunum 28.
mars ef marka má nýjar
skoðanakannanir.
Litlar sem engar líkur eru
taldar á því að Sharon fari
fyrir flokknum í kosningabar-
áttunni. Hafa stjórnmálaskýr-
endur ýmsir lýst yfir efa-
semdum um að hinn nýi
miðjuflokkur hans geti lifað
af brotthvarf leiðtogans.
Innra skipulag flokksins, sem
stofnaður var í nóvember, er
talið afar veikburða enda var
stefna Sharons og persóna
öldungis miðlæg innan hans.
En ef marka má nýja skoð-
anakönnun hefur Kadima enn
aukið fylgi sitt. Samkvæmt
könnun, sem birt var í sjón-
varpi á þriðjudagskvöld og í
dagblaðinu Haaretz í gær,
myndi flokkurinn fá 44 menn
kjörna yrði kosið nú en á
þingi Ísraels sitja 120 fulltrú-
ar. Fylgið hefur aukist sem
nemur fjórum þingmönnum
frá því í könnun, sem gerð
var í liðinni viku skömmu eft-
ir að Sharon fékk heilablóð-
fall. Verkamannaflokkurinn
fær nú 16 menn kjörna en
fékk 18 síðast en fylgi við
Líkud-flokkinn, sem Sharon
klauf, mælist óbreytt eða 13
fulltrúar.
Könnunin var raunar lítil,
640 manns tóku þátt í henni
og skekkjumarka var ekki
getið.
Samkvæmt annarri könn-
un, sem birt var í sjónvarpi
seint á þriðjudagskvöld,
nægir fylgi Kadima til að
tryggja flokknum 45 fulltrúa
á þingi.
Kadima
í sókn
Amiens. AFP. | Franska konan, sem
gekkst undir andlitságræðslu, get-
ur nú gengið um á meðal fólks án
þess að vekja nokkra athygli. Svo
vel virðist aðgerðin hafa tekist.
Kom þetta fram í viðtali, sem
franska dagblaðið Courrier Picard
átti við Bernard Duvauchelle, lækn-
inn, sem gaf konunni svo að segja
nýtt nef, varir og höku eftir að
hundur hafði bitið hana og af-
skræmt í framan.
Duvauchelle sagði, að konan
vekti nú enga sérstaka athygli en
þó mætti sjá, að hreyfingar andlits-
vöðvanna væru ekki alveg eðlileg-
ar. Við því hefði heldur ekki verið
búist, ekki fyrr en eftir þrjá til sex
mánuði, en framfarirnar hefðu ver-
ið ótrúlega miklar.
Vel gengur með nýja andlitið