Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐAUR ÚTSALA - ÚTSALA Nýtt kortatímabil Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Skólavörðuholt | Gamla Heilsu- verndarstöðin við Barónsstíg mun áfram þjóna á sviði heilbrigðismála, en fyrirtækið Mark-Hús ehf. keypti hana af ríki og borg í nóvember og fær húsið afhent í ágúst á þessu ári. „Við erum búnir að fara yfir marg- ar hugmyndir um nýtinguna,“ segir Markús Árnason, húsasmíðameist- ari og eigandi Mark-Húsa ehf. „Það lá þó alltaf fyrir að halda húsinu í heilbrigðisgeiranum. Þar eru fleiri en einn möguleiki, en við erum að- allega að horfa til læknastofa og tengdrar starfsemi.“ Mikilvægt að varðveita svip og útlit hússins Bygging heilsugæslustöðvarinnar hófst 1949 og var hún vígð árið 1957. Þó hafði einhver starfsemi hafist í henni árið 1953. Dagbjartur Guð- mundsson, verkfræðingur og verk- efnisstjóri væntanlegra fram- kvæmda, segir húsið vera farið að kalla á endurnýjun. M.a. séu þök á lægri hlutum hússins orðin ansi illa farin og þarfnist viðgerða, enda sé þar farið að leka. „Ástandið í húsinu er annars nokkuð gott og fátt sem er aðkallandi að breyta, en þó gæti ver- ið að við þyrftum að taka niður ein- hverja milliveggi og reisa að nýju til að laga rýmið,“ segir Dagbjartur. Þá verður nýttur byggingarréttur austan við húsið, en Dagbjartur seg- ir áformað að reisa þar fjórar hæðir í viðbyggingu auk bílakjallara. „Við ætlum samt að breyta húsinu sem minnst að utan, enda á að bera virð- ingu fyrir gömlum og fallegum hús- um,“ segir Dagbjartur um húsið sem hannað var af Einari Sveinssyni og Gunnari H. Ólafssyni arkitektum og flokkast til síðfunkishúsa. „Það er líka mjög mikilvægt að viðbyggingin sé í góðu samræmi við húsið, enda viljum við ekki vekja reiði fólks og fá yfir okkur skammir úr samfélaginu fyrir að skemma húsið.“ Þeir félagar segja ljóst að húsið þjóni áfram heilbrigðisþjónustunni og nálægð þess við Landspítala – há- skólasjúkrahús og væntanlegt há- tæknisjúkrahús geri það að ákjósan- legum stað fyrir læknaskrifstofur og aðra þjónustu sem hentugt er að hafa í nálægð við sjúkrahúsið. „Það er okkar mat að þetta sé ákjósan- legur kostur,“ segir Markús. „Við höfum heyrt ýmsar ólíkar hugmynd- ir utan úr bæ um hvað myndi verða um bygginguna, jafnvel hótel, en áframhaldandi heilbrigðisþjónusta varð fyrir valinu.“ Framtíð Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg skýrist Heilbrigðisþjónusta ákjósanlegasti kosturinn Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/ÓmarHeilbrigðisstarfsemi verður áfram til húsa í Heilsuverndarstöðinni.  !0 ! 12$  .3 ! 4  5 . 60   !  " !   !    #  $     !         Hafnarfjörður | Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum sl. þriðjudag að lækka verulega álagningagrunn fasteigna- gjalda til að vega upp á móti þeirri hækkun sem orðið hefur á matsverði íbúðarhúsnæðis í bænum samkvæmt úrskurði yfirfasteignamatsnefndar. Þannig lækkar álagningarpró- senta fasteignaskatts á íbúðarhús- næði úr 0,335% í 0,270% af heildar- fasteignamati eða um 20%. Þá lækkar álagningarprósenta lóðar- leigu á íbúðarhúsnæði úr 0,35% af fasteignamati íbúðalóða í 0,295% eða um 16%. Jafnframt lækkar vatns- gjald úr 0,14% í 0,119% af heildar- fasteignamati og holræsagjald úr 0,16% af heildarfasteignamati í 0,136%. Samantekið þýða þessar breyting- ar að raunbreytingar á fasteigna- gjöldum á íbúðarhúsnæði fyrir árið 2006 verða að meðaltali til samræmis við verðlagþróun, en taka verður til- lit til þess að sér- og fjölbýlisstofnar fasteigna hækkuðu ekki jafn mikið. Sorphirðugjald hækkar um 490 kr. og verður 10.490 kr. á hverja íbúð í Hafnarfirði á árinu 2006. Matsverð atvinnuhúsnæðis hækkaði um 10% milli ára samkvæmt úrskurði yfir- fasteignamatsnefndar, þar sem 20% hækkun varð í Reykjavík og Kópa- vogi. Bæjarstjórn samþykkti að lækka álagningu vatnsgjalds og hol- ræsagjalds til samræmis á lækkun fyrir íbúðarhúsnæði til að vega upp á móti hækkun matsverðsins. Grunnur fasteigna- gjalda lækkar BRYNJAR Már Magnússon, 25 ára Akureyringur, segist stálheppinn að hafa haldið fullri sjón á hægra auga eftir að glas var brotið á andliti hans í miðbæ Akureyrar á nýársnótt. Nokkrum mínútum áður var maður sleginn í höfuðið með flösku skammt frá og leitar lögreglan nú vitna að at- burðunum. Brynjar var nýlega kominn út af skemmtistað um nóttina þegar ráð- ist var á hann að tilefnislausu, að hans sögn. „Þegar ég kom út hótaði mér einhver en ég svaraði engu og velti því ekkert fyrir mér. Þremur til fjórum mínútum seinna sé ég svo út- undan mér að einhver kemur hlaup- andi og veit ekki fyrr til en glasi er skellt í andlitið á mér. Því var ekki kastað í mig heldur var glasinu ýtt fast framan í mig. Sá sem gerði það hlýtur að hafa skorið sig illa á hendi,“ sagði Brynjar í samtali við Morgunblaðið. Skurðir á andliti Brynjars voru 22, þar af þrír nokkuð stórir og alls þurfti að sauma 14 spor í andlit hans. Ör eftir stærstu skurðina eru áberandi í andliti Brynjars, eitt við innri mörk hægri augabrúnar, annað á hægri kinn og það þriðja í efri vör. Sporin voru tekin úr Brynjari fyrir nokkrum dögum og umbúðirnar tók hann af andlitinu fyrr í vikunni. „Það var talsvert af fólki þarna og mér er sagt að viðkomandi hafi sleg- ið mig líka í hausinn eftir að ég datt, en ég man ekkert eftir því.“ Hann segist strax hafa bólgnað mikið í andlitinu en þrátt fyrir það hafi hann ekki haft miklar áhyggjur í fyrstu vegna þess að sjónin var eðlileg. En vegna bólgu kveðst hann varla hafa getað rætt við lög- regluþjóna sem komu á vettvang. „Eftir á að hyggja prísa ég mig sælan að hafa ekki misst sjónina. Það var glerflís í auganu, sem hefði sigið inn í það hægt og rólega. Uppi á spítala ætlaði ég að nudda á mér augað en aðstoðarlæknirinn var bú- inn að sjá glerbrotið og stoppaði mig af; greip í höndina á mér. Hann náði brotinu svo úr með töng.“ Brynjari hefur verið tjáð að ríkið sé bótaskylt hvort sem árásarmað- urinn finnst eða ekki. „Ég vona samt að hann finnist því þegar einhver kemst upp með að gera þetta hlýtur að vera hætta á því að hann geri svona lagað aftur.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brynjar Már: Ætlaði að nudda augað en læknirinn stoppaði mig af. „Prísa mig sælan að hafa ekki misst sjónina“ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Ólafsdóttir, Reykjavík, Lúðvík Lárusson, Reykjavík, Ormarr Ör- lygsson, Akureyri, Ólafur Hall- dórsson, Noregi, Ragnar Bjarna- son, Laugum, Sigrún Magnús- dóttir, Akureyri, Sigurjón Haraldsson, Vestmannaeyjum, Úlfar Hauksson, Akureyri, Valtýr Þór Hreiðarsson, Akureyri og Þór- leifur Stefán Björnsson, Akureyri. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu í starfið í lok janúar. ALLS bárust 15 umsóknir um starf framkvæmdastjóra há- skólaskrifstofu Háskólans á Ak- ureyri sem auglýst var laust til umsóknar í desember en umsókn- arfrestur um starfið rann út 10. janúar sl. Þeir sem sóttu um eru: Benedikt Sigurðarson, Akureyri, Björn Helgason, Selfossi, Eiður Guðmundsson, Akureyri, Guðrún Arndís Jónsdóttir, Akureyri, Jón- as Vigfússon, Akureyri, Kristín 15 vilja stjórna HA ÍBÚAR Ólafsfjarðar og Siglufjarðar kjósa um hvort sameina eigi sveit- arfélögin í eitt nú í lok mánaðar, 28. janúar næstkomandi. Verði samein- ingin samþykkt verður nýju sveitar- félagi kjörin sameiginleg sveitar- stjórn við kosningar í maí í vor. Aðeins íbúar þessara tveggja sveitarfélaga voru hlynntir samein- ingu þegar kosið var um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði í októ- ber síðastliðnum og í kjölfarið sam- þykktu bæjarstjórnir þeirra að taka upp viðræður um sameiningu þeirra. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur nú skilað frá sér skýrslu um sameiningu bæjarfélag- anna og lagt mat á hagkvæmni henn- ar. Í henni kemur m.a. fram að lagt er til að grunnskólarnir í Ólafsfirði og Siglufirði sameinist í eina stofnun með einn skólastjóra og tvo aðstoð- arskólastjóra, sinn í hvoru núverandi bæjarfélagi. Þá er einnig lagt til að tónlistarskólar sem nú eru tveir verði sameinaðir í eina stofnun með starfsemi á báðum stöðum. Áhersla er og lögð á að koma upp almenn- ingssamgöngum milli staðanna. Ekki er í skýrslunni gert ráð fyrir miklum breytingum í rekstri og stjórnun leikskóla, þeir verða í báð- um bæjum líkt og nú og að börn verði að jafnaði í þeim leikskóla þar sem þau eru búsett. Þeim möguleika er þó varpað upp að í einhverjum til- vikum geti það snúist við, t.d. ef for- eldrar búa á öðrum staðnum en sækja vinnu á hinn. Lagt er til að fimm stöðugildi verði á bæjarskrifstofunni í Ólafs- firði og tíu á Siglufirði, en stöðugild- um verður fækkað um þrjú frá því sem nú er. Bæjarstjóri yrði á Siglu- firði, sem og framkvæmdastjóri fjár- mála- og stjórnsýslusviðs, aðalbók- ari og ritari svo eitthvað sé nefnt, en í Ólafsfirði yrði framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og launafulltrúi. Efnt verður til kynningarfunda í báðum bæjarfélögum í næstu viku, þriðjudagskvöldið 17. janúar, og þá er stefnt að því að dreifa kynning- arbæklingi um sameininguna í öll hús í báðum sveitarfélögum 23. jan- úar næstkomandi. Ólafsfjörður og Siglufjörður Skólar hugsan- lega sameinaðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.