Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 25 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR ÞRÖNGAR gallabuxur með mjóum skálmum hafa verið áberandi í tískunni að undanförnu hjá báðum kynjum. Þessar buxur þykja fara best á fólki með leggi eins mjóa og pípuhreinsara og má þá nefna of- urfyrirsætuna Kate Moss sem oft hefur sést í slík- um klæðum. En hvernig á að klæðast slíkum bux- um ef maður er ekki grindhoraður og vöxturinn er kvenlegur? Háhæluð stígvél með buxunum Á vefsíðunni www.telegraph.co.uk segir að konur með vöxt eigi ekki að herma eftir Kate Moss og vera í flatbotna skóm við buxurnar. Þær eiga miklu heldur að vera í háhæl- uðum stígvélum utan yfir buxurnar því stígvélin setja líkamann í jafnvægi, stærð þeirra og lengd læt- ur leggina líta út fyrir að vera grennri auk þess sem þau bæta við örlítilli hæð, sem er mikilvægt fyrir þetta útlit. Flatbotna skór láta stórar mjaðmir líta út fyrir að vera ennþá stærri. Ef þú ert komin í þröngar buxur og há stígvél en vilt samt ennþá fela mjaðmirnar þá segja sérfræð- ingarnir að málið sé að fara í víðan og síðan bol eða peysu og forðast að nota belti yfir bolinn eða vera í peysunni yfir bolnum því það mun aðeins undir- strika mjaðmirnar. Gallabuxur eru misþröngar niður þannig að það er um að gera að velja það snið sem hentar hverj- um og einum. Svo er bara að kvíða fyrir sumrinu því þá verða hvítar niðurþröngar buxur í tísku og það verður enn erfiðara að klæðast þeim rétt.  TÍSKA AP Kate Moss er oft í níðþröngum gallabuxum sem fara henni vel þar sem hún er ekki með miklar mjaðmir. Svo er bara að kvíða fyrir sumr- inu því þá verða hvítar niður- þröngar galla- buxur í tísku. Ekki herma eftir Kate Moss  NEYTENDUR | Spurt og svarað Umboðs- aðili sjálfs sín? FYRIRSPURN barst til neyt- endasíðna blaðsins vegna þókn- unar sem fjárfestingabankar taka sér þegar þeir kaupa hlut af fólki í fyrirtækjum. Fullorðinn maður hafði selt fjárfestingarfyrirtæki hlut sinn í Sparisjóði Vélstjóra (SPV) og eins og stundum er með fólk þá hafði hann ekki lesið smáa letur samningsins of vel þegar hann skrifaði undir og sá því ekki fyrr en eftir að kaupin voru um garð gengin, að fjárfestingarfyr- irtækið hafði skrifað sig sem milli- gönguaðila að kaupunum og reikn- að sér fyrir vikið þóknun. Þótti honum þetta óeðlilegt að fyrirtækið væri þannig umboðs- aðilar sjálfs sín, og vildi vita hvort þetta tíðkaðist og hvort þetta væri löglegt. Maðurinn tók fram að fjárfestingarfyrirtækið hefði sóst eftir því að kaupa stofnfjárbréfin. Stofnfjárbréf ekki sama og venjuleg hlutabréf Hjá Fjármálaeftirlitinu fengust þau svör að kaup og sala á stofn- fjárbréfum færi fram með allt öðr- um hætti en venjuleg kaup og sala á verðbréfum á markaði. Þegar keypt eru stofnfjárbréf í Spari- sjóði Vélstjóra, þá er það háð ákveðnum skilyrðum og þarf það að fara fyrir stjórn Sparisjóðsins og fá samþykki. Eins þarf að gera ákveðið framsal, ákveðinn papp- írskostnaður fellur til sem og vinna. Ef fjárfestingarfyrirtæki hefur tekið að sér að sjá um þessa vinnu og þennan kostnað við tilfærsluna á hlutnum, þá er ekki óeðlilegt að hann reikni sér þóknun fyrir það. Þó ber að skoða hvert mál eitt og sér þegar svona hlutir eru athug- aðir. En vert er að benda á að allt er bundið í samningum og ef viðkom- andi seljandi hefur skrifað undir að kaupandi taki sér þóknun, þá er erfitt að gera athugasemdir eft- ir á. VÍSBENDINGAR hafa fundist um að tónlist geti hjálpað þeim sem þjást af óreglulegum hjartslætti og hjartsláttartruflunum sem geta leitt til hjartabilunar. Í Bandaríkjunum hefur hörputónlist verið leikin undir hjartaaðgerðum á nokkrum slíkum sjúklingum og ýmislegt bendir til þess að áhrifin séu góð, þ.e. að hjart- slátturinn verði reglulegri, að því er fram kemur á heilsuvef MSNBC. Róandi áhrif tónlistar eru þekkt en læknirinn og hörpuleikarinn Jenni- fer MacKinnon og læknirinn Abraham Kocheril reyna nú að sanna lækn- isfræðileg áhrif hennar. Hörputónlist er talin einna æskilegust þótt önnur hljóðfæri geti líka haft góð áhrif. Harpan á þannig að hafa best áhrif á hjartsláttinn og helst tónlist leikin á staðnum, þ.e. ekki af bandi. Hörpu- leikarar hafa leikið við hjartaaðgerðir, á gjörgæsludeildum, fyrirbura- deildum og fæðingardeildum með góðum árangri. Hörputónlist hefur einnig haft góð áhrif á gigtarsjúklinga og þá sem nokkurs konar tónlistarnudd, þ.e. sjúklingarnir sitja í stól sem þakinn er hátölurum og hljóðbylgjurnar skella því beint á sjúklingunum. Hörpuleikur góður við hjartsláttartruflunum  HEILSA Morgunblaðið/Sverrir Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.