Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 28
Þorkell Sigurbjörnsson og Robert Aitken ræða í léttum tón við áhorf- endur um efni Íslendingasagna. KAMMERÓPERA Þorkels Sigur- björnssonar við texta Böðvars Guð- mundssonar heimsótti Toronto í Kanada um síðustu helgi. Voru sýndar tvær sýningar í Betty Oliph- ant-leikhúsinu, eftirmiðdagssýning og kvöldsýning. Verkið var frumsýnt árið 2004 á Young Artists Festival í Bayreuth, og var það sá hópur sem flutti óperuna nú í Kanada. Umsögn í vefútgáfu kanadíska dagblaðsins Globe and Mail í vikunni var afar lofsamleg. „Grettir er sett saman af talsverðu listfengi, aðlað- andi hógværð og mörgum hrífandi augnablikum,“ segir í umsögninni. Höfundur greinarinnar, Ken Winters, veltir því fyrir sér hvernig verkinu muni reiða af á öðru sviði, og telur að árangur þess velti að mestu á uppsetningunni sjálfri. Þykir hon- um hafa tekist nokkuð vel upp í Kan- ada, „einfaldlega og án látaláta, með húmor og skemmtun“. Að mati greinarhöfundar „blómstrar“ tónlist Þorkels á stund- um í kafla „tærrar, ljóðrænnar feg- urðar“. Hann hrósar ennfremur Sveini Einarssyni fyrir látlausa og spaugsama uppsetninguna, og Guð- mundi Emilssyni fyrir stjórnun sem hafi mótast af sama viðhorfi. Íslenskir söngvarar hljóta lof Hinum ungu, íslensku söngvurum hrósar Winters í hástert. Hann seg- ir: „Söngurinn var að mestu mjög góður. Hinn 25 ára gamli Bragi Bergþórsson var fullkomlega í sveit settur í hltuverki sínu sem Dromund, sem segir frá ævintýrum hins blóðþyrsta svikara-hetju- bróður með brosandi, tærri, sætri tenórrödd sem ætti að eiga sér stóra framtíð,“ segir hann. Regínu Unni Ólafsdóttur segir hann hafa tæra, stöðuga sópr- anrödd, og Dóra Steinunn Ármanns- dóttir mezzósópran hafi verið full- komin í hlutverki Elju. Hugi Jónsson hafi gert sér mat úr hlut- verki sínu, og Davíð Ingi Ragn- arsson hafi ennfremur skilað sínu hlutverki vel. Gagnrýnandinn lýkur greininni á því að hrósa íslensku söngvurunum fyrir enskuna og segir hana á tíðum vitsmunalegri en hjá kanadískum söngvurum. Tónlist | Kammeróperan Grettir sýnd við góðar undirtektir í Kanada Sett saman af talsverðu list- fengi og aðlaðandi hógværð Íslensku söngvararnir hlutu lof fyrir frammistöðu sína í Gretti í Toronto. 28 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FJÓRIR félagar úr útskrift- arárgangi Leiklistarskóla Íslands árið 1998 taka höndum saman á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þetta eru leikararnir Frið- rik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Ólafur Darri Ólafsson og leikstjórinn Agnar Jón Egilsson, sem frumsýna verk- ið Glæpur gegn diskóinu eftir Gary Owen. „Það er best að segja sem minnst, af því að áhorfandinn þarf sjálfur að flétta saman söguna að einhverju leyti,“ segir Agnar Jón í samtali við Morgunblaðið, aðspurður um hvað verkið fjalli. „En það segir frá þremur ólíkum mönnum af yngri kynslóð í smábæ, sem hafa orðið fyrir skakkaföllum í lífinu og að ein- hverju leyti misst af því.“ Fautinn, auminginn og sá sem að „missti það“ mætast í verkinu, að sögn Agnars, og líkt og nafnið gefur til kynna hefur einhvers konar glæpur átt sér stað. „Áhorf- andinn leitar að glæpnum og sam- hengi þessara manna; hvað gerðist í fortíðinni sem gerði þá að þess- um mönnum sem þeir eru,“ segir hann. Sögusviðið í verkinu er lítill smábær og kemur hverfispöbbinn þar nokkuð við sögu, enda er einn mannanna þriggja karókí- listamaður að eigin mati, annar diskófrík og sá þriðji heldur að hann sé gítarleikari. Tónlist er því notuð til að tengja hlutina saman og er Hallur Ingólfsson trommu- leikari á sviðinu allan tímann og dregur fram stemmninguna. Verkið er afar mannlegt, að mati Agnars. „Maður þekkir margt af þeim tilfinningum sem þessir menn ganga í gegn um; allt frá ást og rómantík upp í hræði- legan ofsa og ofbeldi.“ Steypibaðsfélagið Stútur Saman mynda fjórmenningarnir sem að sýningunni standa; Agnar, Friðrik, Guðmundur og Ólafur Darri, „Steypibaðsfélagið Stút“, en nafnið er dregið af hinum tíðu sturtuferðum sem leiklistarnem- arnir þurftu eðlilega að ganga í gegn um saman. Þá hefur allar götur síðan langað til að setja upp leiksýningu í sameiningu, en ekki fundið rétta verkið fyrr en nú. „Kvennaumræðan hefur verið mjög virk, ekki síst í leikhúsinu, og það vantar svar við því. Að mínu viti er ekkert hollt fyrir drengi að missa fyrirmyndina sína, og mega ekki vera herramað- ur eða hávaðasamur,“ segir Agn- ar. „Þessi sýning er kannski til- raun til að spyrja hvernig strákunum okkar líður, þó myndin sem dregin er upp sé kannski dá- lítið ýkt.“ Þannig að hann telur að Glæpur gegn diskóinu eigi fullt erindi í ís- lenskum samtíma? „Já, mér finnst það algjörlega nauðsynlegt. Það er mikilvægt að hafa eitthvað að segja ef maður er á annað borð að taka sig saman um að setja upp sýningu,“ svarar hann. „Auk þess má finna mikinn samhljóm í þessu verki, sem er eftir Wales-búa, við íslenskar aðstæður. Smæðin er mikil og allir ofan í hvers manns koppi, og þeirri spurningu er velt upp hvaða áhrif það hafi á sálar- lífið að skoða ekki heiminn.“ Þess má geta að leikskáldið, Gary Owen, verður viðstaddur frumsýninguna. „Já, hann er á leiðinni til landsins og hlakkar mikil til að koma í sund, þar sem útlendingar eru lamdir með svip- um til að þvo sér áður en þeir fara ofan í,“ segir Agnar og hlær. „Hann hefur sem sagt sagt okkur að hann hlakki mikið til að prófa heitu sundlaugarnar okkar.“ Misnotar aðstöðuna Þetta er fyrsta sameiginlega verkefni Steypibaðsfélagsins, en allir meðlimir þess hafa unnið eitt- hvað saman, mismargir í senn. „Við Darri unnum til dæmis sam- an þegar ég leikstýrði Rómeó og Júlíu í Vesturporti, þá var hann í einu af stóru hlutverkunum,“ segir hann. „Það er þéttur hópur sem myndast þegar maður vinnur svona mikið saman, eins og í leik- listarnámi, og oft verður til vin- átta fyrir lífstíð. Og vegna þess hvað ég þekki strákana vel, get ég nýtt mér það sem leikstjóri. Mað- ur er að ýta á aðra hnappa en þeir sem þekkja þá minna – kannski misnota aðstöðu sína eitthvað,“ segir Agnar að lokum. Leikhús | Glæpur gegn diskóinu frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins Áhorfandinn leitar að glæpnum Morgunblaðið/Ómar Friðrik FriðrikssonÓlafur Darri ÓlafssonGuðmundur Ingi Þorvaldsson Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Agnar Jón Egilsson Birgit Nilsson látin ÓPERUSÖNGKONAN Birgit Nilsson er látin, 87 ára að aldri. Hún var talin ein fremsta Wagner-sópr- ansöngkona síðustu aldar og hafa afar tilkomumikla og háa rödd. Jarðarförin fór fram í fæðing- arbæ hennar, Vastra Karup í Svíþjóð, í gær. Á ferli sínum var Nilsson ein skærasta stjarna óperusviðsins og kom hún fram í óperu- húsum um allan heim. Ferill hennar þótti langur; hún þreytti frumraun sína sem Agathe í Der Freischutz eftir Weber í Konunglegu óperunni í Stokkhólmi árið 1946, og starfaði óslitið þar til hún lét af störfum um miðjan 9. áratug- inn. Nilsson söng ýmis drama- tísk óperuhlutverk, en þekkt- ust var hún fyrir að syngja mest krefjandi hlutverk tón- bókmenntanna. Hæst bar þar Ísold, úr Tristan og Ísold Wagners, sem hún söng í frumraun sinni á sviði Metropolitan-óperunnar í New York, árið 1959. eftir Gary Owen í þýðingu Guðmundar Inga Þorvaldssonar, Friðriks Frið- rikssonar og Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur Leikarar: Ólafur Darri Ólafs- son, Friðrik Friðriksson og Guðmundur Ingi Þorvaldsson Ljós: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Hallur Ingólfsson Framkvæmdastjóri: Orri Ólafsson Útlitsráðgjafi leikara: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Sviðsmyndahönnuður: Þór- arinn Blöndal Aðstoðarleikstjóri: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson Glæpur gegn diskóinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.