Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 31 Stjórnmálastarf verður æfjárfrekara og starfs-hættir líkari fyrirtækjumá fjölda- markaði. Þannig m.a. lýsir Robert Putnam prófessor við Har- vard og heims- þekktur stjórnmála- fræðingur stjórn- málastarfsemi í Bandaríkjunum í bókinni Bowling Alone, sem út kom árið 2000 og fjallar um þróun fé- lagslegrar þátttöku í Bandaríkjunum og margvísleg áhrif hennar. Þar segir hann efnislega: Virk þátttaka al- mennings í starfi stjórn- málaflokka í Bandaríkjunum hef- ur dregist saman um þriðjung á síðustu áratugum 20. aldar, án þess þó að áhugi á stjórnmálum hafi minnkað. Samhliða verður gerbreyting á starfi stjórn- málaflokkanna sjálfra, sem líkist æ meira rekstri fyrirtækja. Þeir þurfa sífellt meira fé til starfsem- innar (kostnaður v. kosningabar- áttu forsetakosninganna í Banda- ríkjunum 1964 var 35 millj. dala, en 1996, 700 millj. dala), launuðu starfsfólki fjölgar og líkir Putnam vexti stjórnmálaiðnaðarins í Bandaríkjunum við vöxt hugbún- aðariðnaðar Silicon Valley. Þessi stjórnmálaiðnaður verður æ fag- legri, sérfræðingum og ráðgjöfum fjölgar, starfshættir líkjast sífellt meir sölu- og markaðssetningu stórfyrirtækja á fjöldamarkaði. Samhliða verða flokkarnir að reka stórvirka fjáröflunarstarf- semi. Ákveðinn vítahringur verð- ur til, … því færri sem virkir eru í flokkunum, því meira fé og fyr- irhöfn þarf til þess að ná til kjós- enda. Sé litið á stjórnmálaflokka eins og fyrirtæki, segir Putnam, megi segja að fagmennska og framleiðni hafi aukist, en ef litið er á stjórnmál sem lýðræðislega rökræðu og tæki borgaranna til áhrifa, þá missa þau marks ef fólkið hættir að taka beinan þátt. Hinn íslenski stjórnmálaiðnaður Auglýsingastofur, textagerð- arfólk, kosninga- og markaðs- ráðgjafar, skoðanakannanir um menn, málefni og fylgi þykja orð- ið sjálfsagðir þættir í kosninga- baráttu flokka og jafnvel í próf- kjörum einstaklinga. Auglýsingar og útgáfa kynningar- og ímynd- arefnis er umtalsverð. Allt þetta krefst töluverðra fjármuna. Eng- ar rannsóknir liggja fyrir á starfi íslensku stjórnmálaflokkanna. Þrír flokkar birta ársreikninga sína á heimasíðum flokkanna, en þeir veita takmarkaðar upplýs- ingar miðað við tilmæli Evr- ópuráðsins, sem komið verður að á eftir og það sem skylt er sam- kvæmt lögum í velflestum grón- um lýðræðisríkjum. Það sem fyrir liggur hér á landi er að árleg framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa sl. fimm ár hækkað um 60% í krónum tal- ið eða 31,3% umfram verðlags- hækkanir. Árið 2005 voru þau 295 milljónir og sama krónutala er í fjárlögum fyrir árið 2006. Ekki er óvarlegt að ætla að þessi umtalsverða hækkun rík- isframlaga til stjórnmálaflokka, sem alþingismenn ákveða sjálfir, endurspegli að einhverju leyti aukna fjárþörf flokkanna og þeir sem lengi hafa fylgst með kosn- ingabaráttu flokka og frambjóð- enda í prófkjörum sjá að þar er mjög víða mikið og vaxandi í lagt. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í nóvember sl. er nýtt dæmi um slíkt, en þeir sem þar börðust um efsta sætið sögðust báðir hafa eytt ríflega 10 millj- ónum króna í kosningabaráttu sína. Eftir formannskosningar Samfylkingar á liðnu vori birti Ingibjörg Sólrún bókhald kosn- ingabaráttu sinnar, sem kostaði um fimm milljónir króna. Í síðustu alþingiskosn- ingum hljóp kostn- aður við kosninga- baráttu stærri flokkanna á millj- ónatugum hjá hverj- um þeirra. Framlög fyr- irtækja til menning- ar- og félagsmála, sem dregin voru frá tekjuskattsstofni, ríf- lega þrefölduðust í krónum talið árin 1997–2003 skv. skattframtölum, fóru úr 198 milljónum í 681 millj- ón, en ekki er vitað hversu stór hluti rann til stjórnmálastarfsemi. Fjáröflun flokka og frambjóðenda Stóraukin útgjöld flokka og frambjóðenda eru m.a. fjár- mögnuð með framlögum íslenskra fyrirtækja, sem eins og allir vita hafa mörg stóreflst á und- anförnum árum og munar lítið um þær upphæðir sem hér um ræðir. Það getur verið hætta á að orðtakið; æ sér gjöf til gjalda, eigi við í einhverjum tilvikum og því mikilvægt að öll stærri fram- lög séu opinber. Sú staðreynd að svo er ekki á m.a. þátt í að reglu- lega koma hér upp umræður um að tiltekin fyrirtæki hafi keypt sér velvild eða fyrirgreiðslu stjórnmálamanna eða -flokka. Nefndir um lagaumhverfi stjórnmálaflokka Hér á landi gilda ekki sérstök lög um fjárreiður stjórn- málaflokka, nema að einu leyti; erlendum aðilum er óheimilt að styrkja starf þeirra. Þeir eru bókhaldsskyldir, en ekki fram- talsskyldir, tekjur þeirra eru ekki skattskyldar og fjárframlög fyr- irtækja til þeirra eru frádrátt- arbær frá skatti upp að tilteknu hlutfalli af veltu. Sömu reglur virðast látnar gilda um framboð einstaklinga í prófkjörum. Þetta lagaumhverfi er í sam- ræmi við niðurstöður nefndar þá- verandi forsætisráðherra frá 1998, sem í sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, en niðurstaða hennar var, að ekki ætti að setja sérstök lög um fjárreiður stjórn- málaflokka. Í skýrslu forsætisráðherra á síðasta þingi kynnti hann skipan nefndar er fjalla skuli um „fjár- málalega umgjörð stjórnmála- starfsemi í heild“ og það „í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi“. Sú nefnd er nú að störfum og er ætl- að að fjalla almennt um lagaum- hverfi stjórnmálastarfsemi. Af hverju sérstök lög um fjárreiður stjórn- málastarfsemi? Stjórnmálaflokkar og stjórn- málastarfsemi gegna lykilhlut- verki í stjórnskipan okkar og eru einn meginþátta lýðræðiskerf- isins. Stjórnmálastarfsemi gegnir mikilvægu hlutverki í almanna- þágu og má með nokkrum rétti segja, að hún sé hluti af hinu op- inbera kerfi og réttlætir það m.a. umtalsverð opinber fjárframlög til stjórnmálaflokka, hér sem víð- ast erlendis. Kjörnir fulltrúar fara með opinbert vald þar á meðal ráðstöfun tekna hins op- inbera, sem voru árið 2004 rúm- lega 40% landsframleiðslunnar og miklu varðar því að þeir séu óháðir sérhagsmunum. Stjórnmálaflokkar og aðilar sem fást við stjórnmálastarfsemi, eins og samtök um framboð, eru því ekki eins og hver önnur frjáls félög, heldur hafa mun víðtækari skyldur gagnvart borgurunum. Miklu varðar að stjórnmála- starfsemi njóti trausts borgaranna með sama hætti og okkar stjórn- skipan og hið opinbera kerfi al- mennt, trausts sem byggir m.a. á vissu um gagnsæi. Um hið opinbera gilda upplýsingalög, sem er ætlað að tryggja gagnsæi og hagsmuni al- mennings. Engar slíkar skyldur hvíla á stjórnmálaflokkum á Íslandi. Tilmæli alþjóðasamtaka og -stofnana Af þessum ástæðum taka ýmis fjölþjóðasamtök og -stofnanir regl- ur um fjárreiður stjórnmála- starfsemi inn í sína stefnumótun og tilmæli til aðildarríkja. Nefna má OECD, sem telur þær lykilþátt í vönduðum stjórnsýsluháttum og Evrópuráðið, en ráðherranefnd þess, þingmannasamkoma og Greco; úttektarnefnd um bætta stjórnarhætti og aðgerðir gegn spillingu, hafa öll beint þeim til- mælum til aðildarríkjanna að setja lög og viðurlög um fjárhagslega umgjörð flokka og upplýs- ingaskyldu. Greco-nefndin lýsti í skýrslu árið 2001 áhyggjum sínum yfir því að hér á landi væru engar reglur um fjármögnun stjórn- málaflokka og mælti með að þær yrðu settar. Í tilmælum ráðherra- nefndar Evrópuráðsins frá 2003 er að finna ítarlega útlistun á inntaki æskilegra reglna um fjárreiður stjórnmálaflokka og eru þær í sam- ræmi við það sem hér fer á eftir um lög og reglur í helstu samstarfs- ríkjum okkar. Hvað gera önnur ríki? Nær öll gróin lýðræðisríki hafa sett sér reglur um upplýs- ingaskyldu og ýmsar takmarkanir varðandi fjárreiður stjórnmála- starfsemi. Þetta eru reglur sem leitast við að tryggja gagnsæi, koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og þannig skapa traust. Sviss og Lúxemborg eru hér undantekning, þar eins og á Íslandi gilda engar sérreglur um fjárreiður stjórn- málaflokka. Upplýsingaskylda er víðast um fjárframlög yfir ákveðnu marki bæði um upphæð og gefanda. Bók- hald flokka og frambjóðenda skal gert aðgengilegt almenningi, víða vottað af óháðum tilteknum eft- irlitsaðila. Misjafnt er hvort þetta nær bæði til flokka og flokksdeilda eða einstakra frambjóðenda. Sums staðar eru ákvæði um hámarks- upphæðir sem eyða má í kosninga- baráttu, takmörk eða bönn á fram- lögum fyrirtækja, ýmist almennt eða t.d. eins og í Bandaríkjunum, þar sem bann er við framlögum fyr- irtækja sem vinna fyrir opinbera aðila eða eru háð eftirliti þeirra, eins og fjarskipta- og orkufyr- irtæki. Sums staðar eru takmark- anir á notkun keyptra sjónvarps- auglýsinga, stundum gegn ókeypis útsendingartíma eins og í Bret- landi, Þýskalandi og Frakklandi. Þetta er oftast bundið í lög, getur byggst á samkomulagi milli flokka, þróun er þó almennt í átt til laga- setningar. Viðurkennt er í þessum löndum að slíkar kvaðir séu réttlæt- anlegar út frá almannahagsmunum og brjóti ekki gegn stjórn- arskrárbundnu samnings-, tján- ingar- eða félagafrelsi, andstætt því sem haldið var fram í áliti nefndar forsætisráðherra frá 1998. Vísbend- ing um það er sú staðreynd, að þrátt fyrir slík íþyngjandi lög eða reglur í langflestum aðild- arlöndum, hafa engar kvartanir varðandi þær borist Mannrétt- indadómstól Evrópu aðrar en um takmarkanir á sjónvarpsauglýs- ingum. Áhrif upplýsingaskyldu Verði sett hér lög um upplýs- ingaskyldu um gefendur upp- hæða, sem fara yfir ákveðið mark eins og víðast er, er hugsanlegt að eitthvað dragi úr fjár- framlögum. Þess vegna er mik- ilvægt að slíkt sé bundið í lög, þannig að sama gangi yfir alla. Einn flokkur vill eðlilega ekki, með upplýsingagjöf uppá eigin spýtur, takmarka sína fjáröfl- unarmöguleika í samanburði við hina. Spyrja má í því sambandi hvort það sé til skaða að dragi úr fjárframlögum. Hvort kostnaður við framboð í prófkjörum og kosningabaráttu flokka sé ekki orðinn fullmikill miðað við það, sem ætti að vera inntak og mark- mið slíkrar baráttu, sem er kynn- ing á stefnumálum, samskipti og samráð við kjósendur? Hvort það gangi ekki gegn hugmyndum okkar um lýðræði og jafnrétti að aðgangur að umtalsverðu fjár- magni sé mikilvæg forsenda ár- angurs í kosningum eða próf- kjörum? Nauðsyn opinberrar umræðu Hér á landi hefur ekki mikið farið fyrir opinberri umræðu um þessi mál á síðari árum. Þó hafa að undanförnu birst ritstjórn- argreinar í Morgunblaðinu sem hafa hvatt til slíkrar umræðu og Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður hefur reglulega lagt fram tillögur um þau á Alþingi. Mikilvægt er að tækifærið nú verði nýtt og almenn umræða fari fram í tengslum við yfirstandandi starf nefndar forsætisráðherra. Nefndin hefur safnað saman miklum upplýsingum um skipan þessara mála í öðrum löndum. Þær eiga fullt erindi inn í al- menna umræðu utan þess níu manna hóps, sem skipar nefnd- ina. Hér eru engar séríslenskar aðstæður hvað þetta varðar. Og þetta er ekki einkamál stjórn- málaflokkanna, heldur varðar all- an almenning og grunngerð lýð- ræðisskipunar okkar, eins og þegar hefur verið rökstutt. Í þeirri umræðu þarf að skýra sérstöðu stjórnmálaflokka miðað við önnur frjáls félög. Af hverju það er í almannaþágu að sett séu lög, sem tryggi borgurunum að- gang að upplýsingum um fjár- reiður stjórnmálastarfsemi, hvort sem um er að ræða stjórn- málaflokka, samtök sem bjóða fram til Alþingis eða sveit- arstjórna, prófkjörskostnað ein- stakra frambjóðenda eða framboð til embættis forseta Íslands. Af hverju það kemur kjósendum við, hvaða fyrirtæki eða einstaklingar séu þar fjárhaglegir bakhjarlar. Ræða þarf hvort framlög ein- staklinga til stjórnmálaflokka eigi ekki að vera frádráttarbær frá tekjuskatti með sama hætti og framlög fyrirtækja. Skylt mál eru fjárreiður einstaklinga í stjórn- málum og að sumu leyti má segja að þar gildi sömu rök og um flokkana. Ræða þarf hversu langt eigi að ganga í reglusetningu, því æski- legt er að hún sé ekki of flókin, taki aðeins til mikilvægustu at- riða, upphæða yfir tilteknu marki og umfram allt sé framkvæm- anleg við starfsaðstæður ís- lenskra stjórnmálaflokka. Lög um fjárreiður stjórnmálastarfsemi? Eftir Margréti S. Björnsdóttur ’Samhliða starfi nefnd-ar forsætisráðherra fari fram umræða í samfélaginu um mark- mið og leiðir lagasetn- ingar um fjárreiður stjórnmálaflokka.‘ Margrét S. Björnsdóttir Höfundur er annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í nefnd forsætis- ráðherra um lagaumhverfi stjórn- málaflokka. ð FAO sé ræða þau, sson sjáv- herslu á í AO í nóv- r Guðni. rænu mál ðni varnir umræður í málefn- sjálfbæru á ríkis- Guðni minnist á að FAO standi einnig fyrir umfangsmiklum rann- sóknum og verkefnum í landbúnaði og sé auk þess þróunarsamvinnu- stofnun. „Íslensk stjórnvöld hafa lagt fé í ákveðin þróunarverkefni á vegum FAO. Nú eru til dæmis að hefjast sérstök þjálfunarnámskeið sem haldin verða í samvinnu sjávarút- vegsdeildar FAO og Sjávarútvegs- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Íslensk stjórnvöld munu leggja til verkefnisins eina milljón dollara [um 62 milljónir íslenskra króna]. Námskeiðin verða haldin í þróunarlöndum og sniðin að þörfum á staðnum,“ segir Guðni. Sníður sér stakk eftir vexti „Utanríkisþjónustan hefur alltaf leitast við að forgangsraða verkefn- um. Umfangið í Róm er reyndar ekki mikið. Við erum bara tvö, ég og ítalskur ritari, bæði hjá fastanefnd- inni og sendiráðinu,“ segir Guðni. – „Ég held að utanríkisþjónustan hafi sniðið sér stakk eftir vexti og for- gangsraðað verkefnum sínum vel. Við höfum alltaf reynt að einskorða okkur við það sem mestu máli skipt- ir fyrir land og þjóð og ég held að við höfum mikið að segja á alþjóða- vettvangi á mörgum sviðum,“ bætir hann við. Guðni hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vill beita sér í sendiráðsstörfunum. „Starf utanríkisþjónustunnar byggir á þremur stoðum, stjórn- málum, viðskiptum og menningar- málum. Stjórnmálasamskiptin við Ítalíu standa á traustum grunni. Eitt mikilvægasta verkefnið fram undan finnst mér vera að hlúa að viðskiptum á milli Íslands og Ítalíu og markvissari menningarsam- skiptum,“ segir hann. Guðni hefur farið til Ítalíu reglu- lega í 20 ár og segist kunna prýði- lega við sig í Róm. Hann vitnar að lokum í orð Alberts Torvaldsens myndhöggvara, sem dvaldi í Róm í 40 ár og svaraði þegar hann var spurður hvort þar væri ekki margt að skoða að hann vissi það ekki því hann hefði verið þar svo stutt! ndiráð á Ítalíu njar Gauti nnar um vegsmál. Samein- mikla em býr t- nnars. num um þróun eð lágum óun- og sjávar- auka rúi ð áhuga málinu. þar a bresk nvöld hyggist ta olíu- sinni í ðursjón- losunar- fyrir kol- íð. ecker gi þess að ð nema á msloftinu g tel það ur nokkru á brott úr kmarkaða að í jörðu. aka nokk- kni sem til i um fjár- legt að öll að sam- su,“ segir ilega erf- amkomu- ð verðum Broecker segir spár liggja fyrir um að hlýnun loftslags muni halda áfram næstu 20–25 árin, en á þeim tíma þurfi að þróa hina nýju aðferð. Þróunarvinnan sé ekki fjárfrek, þótt dýrt verði í framtíðinni að koma breyttu kerfi í framkvæmd. Það eigi eftir að koma í ljós hvort spár gangi eftir, en það kæmi sér á óvart ef hlýnunin myndi hætta að eiga sér stað. En er Broecker bjartsýnn á framgang verkefnisins? „Ég er mjög bjartsýnn maður að eðlisfari. Ef ég ætti að veðja um að þetta tak- ist myndi ég þó segja að brugðið gæti til beggja vona. Þetta er mjög umfangsmikið verkefni og krefst þess að ríki heims sýni samstöðu. Ef menn eins og Bush [Bandaríkja- forseti] verða áfram við stjórnvöl- inn er ég hræddur um að við eigum okkur ekki viðreisnar von. Við verð- um að bera þá von í brjósti að til valda komist fólk sem hefur víðari sýn og er reiðubúið að beita sér fyr- ir málefnum sem eru ekki endilega vinsæl,“ segir hann. Fyrirlestur Broeckers fer fram á morgun í Öskju, Náttúruvísinda- húsi HÍ og hefst klukkan 17.15. um hlýnun loftslags ott kol- a í jörðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.