Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 34

Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG VAR nýlega í jólafríi á Ís- landi, og heyrði þá afar athygl- isverða frétt af samstarfi milli lík- amsræktarfyrirtækisins World Class og lyfjafyrirtækisins Nov- artis um að þeir sem fá lyfseðil á ákveðið blóðþrýstingslyf fái líka þjálfun frítt hjá World Class. Þetta hljómar eins og markaðssetning lyfs beint til almenn- ings. Einungis tvö lönd í heiminum leyfa slíka markaðs- setningu, þ.e. Nýja Sjáland og Bandarík- in. Á Nýja-Sjálandi var hún leyfð árið 1991 með lögum sem ætlað var að tryggja tjáningarfrelsi en rýmkuðu um leið tals- vert almennt leyfi til auglýsinga. Ekki var tekið fram að rýmk- unin næði ekki til lyf- seðilsskyldra lyfja. Markaðssetningin var því leyfð vegna þess að það gleymdist að banna hana. Nýsjálendingar telja nú þessa markaðssetningu óheppi- lega og hyggjast banna hana. Heil- brigðisráðherra þeirra hefur lýst sig fylgjandi banni, þótt bannið hafi enn ekki tekið gildi. Í Bandaríkj- unum þykir svona bein markaðs- setning líklega almennt í lagi, því að umræða um að banna hana hef- ur ekki orðið hávær þar, þótt hún komi upp öðru hvoru. Umræða um að leyfa svona markaðssetningu hefur komið upp innan Evrópusam- bandsins en hugmyndinni hingað til verið hafnað, og nú þegar Nýsjá- lendingar hyggjast banna hana minnka sennilega líkurnar enn á að Evrópusambandið leyfi hana. Flest- ir í mínu fagi (rannsóknum á lyfja- notkun í samfélaginu) setja líka spurningarmerki við hvort svona markaðssetning sé æskileg. Ég hef því ærið tilefni til að spyrja: Hvernig koma World Class og Novartis boðskap sínum til almenn- ings? Mér detta í hug þrjár leiðir: Fyrirtækin geta leitað samstarfs við lækna. Ólíklegt er að mikil markaðssókn verði úr því. Heim- ilislæknar hafa lýst yfir áhyggjum af þessu markaðsátaki. Þau geta markaðssett beint til almennings, til dæmis á fræðslu- fundum, opnum notendum lyfsins, ef til vill aðstandendum þeirra og jafnvel fleiri. Háþrýstingur getur verið ættgengur og mataræði getur haft áhrif á hann. Á slíkum fundum næðist því vel til markhópsins, mögulegra framtíðarnotenda lyfs- ins. „Fiskisagan“ getur „flogið“ frá notanda til mögulegs notanda. Slík- ar leiðir eru eitthvað notaðar í markaðs- setningu og þykja víst gefa góða raun. Út frá þessu virðist mér líklegt að um markaðssetningu beint til almennings sé að ræða – og þá vaknar önnur spurning: Hvers vegna grípur Lyfja- stofnun ekki strax inn í? Í fréttum kom fram að forstjóri Lyfja- stofnunar teldi þetta ekkert ámælisverðara en boðsferðir sem læknar fara í á vegum lyfjafyrirtækja. Þarna er um tvö óskyld mál að ræða. Sam- kvæmt íslenskum lögum er mark- aðssetning lyfja til lækna leyfileg en markaðssetning lyfseðilsskyldra lyfja beint til almennings óleyfileg. Ef forstjóri Lyfjastofnunar telur að breyta þurfi reglum um markaðs- setningu gagnvart læknum, á hún að sjálfsögðu að beita sér fyrir því, en óháð þessu tiltekna máli. Í þessu máli eins og öðrum sem heyra undir Lyfjastofnun á hún að grípa inn í ef lög eru brotin. Rannsóknir benda til að líkams- rækt hafi jákvæð áhrif á blóðþrýst- ing og því er æskilegt að fólk með háþrýsting stundi hana. Sjúklingar ættu samt helst ekki að veljast til að fá til þess fjárhagslega hvatn- ingu á grundvelli þess að vera á ákveðu lyfi. Þá er ríkið sem sé óbeint farið að niðurgreiða líkams- ræktina (með þátttöku Trygg- ingastofnunar í lyfjakostnaði), án þess að hafa nokkurn tíma sam- þykkt að gera það, og í raun án þess að hafa verið spurt. Vel má vera að ræða þyrfti hvort ríkið ætti í einhverjum tilvikum að nið- urgreiða líkamsrækt, en það ætti þá að ræða „uppi á borðinu“, ekki „undir borðinu“ eins og þarna virð- ist vera að gerast. Hvað skyldi Novartis og World Class annars ganga til með þessu? Telur Novartis lyfið eitt og sér ekki virka nógu vel? Telur það lyf- +líkamsrækt+næringarfræðslu betri leið til að tryggja samkeppn- ishæfni við önnur lyf í sama flokki? Telur World Class sig örugglega hafa yfir nægri sérfræðiþekkingu að ráða, til að tryggja að flestum/ öllum sjúklingum gagnist með- ferðin og engir skaðist á henni? Þeir sjúklingar sem þiggja boð Novartis um líkamsrækt geta mætt á mánaðarlega fræðslufundi (um mataræði og fleira) hjá World Class. Aðstandendur eru þar einnig velkomnir. Í Danmörku er þess krafist að auglýsingar séu málefnalegar („saglige“) og hvetji ekki til notk- unar (séu ekki „forbrugsska- bende“). Íslensk lyfjalöggjöf er hvað þetta varðar svipuð þeirri dönsku. Uppfyllir umrætt markaðs- setningarátak þessar kröfur? Eða á ef til vill að líta á þetta sem eitt- hvað annað en markaðssetn- ingarátak? Hvernig rukkar líkamsrækt- arfyrirtækið lyfjafyrirtækið vegna þessara sjúklinga? Nafnalisti? Heiðursmannasamkomulag? Ef rukkað er með nafnalista, vita þá sjúklingarnir það? Svör við öllum þessum spurn- ingum þyrftu að liggja fyrir áður en sjúklingar, almenningur og aðrir sem málið varðar, gangast inn á svona markaðssetningu. Novartis og World Class mættu íhuga hvort aðrar aðferðir, ótengdar ákveðnum lyfjum, vektu betur athygli á holl- ustu hreyfingar fyrir háþrýstings- sjúklinga – ef ástæða verkefnisins er einungis einlæg umhyggja fyrir velferð sjúklinganna. Lyf og líkamsrækt Ingunn Björnsdóttir fjallar um markaðssetningu lyfja ’Svör við öllum þessumspurningum þyrftu að liggja fyrir áður en sjúklingar, almenningur og aðrir sem málið varð- ar, gangast inn á svona markaðssetningu.‘ Ingunn Björnsdóttir Höfundur er lyfjafræðingur og með PhD-gráðu í félagslyfjafræði. FJÖLDI starfsfólks í leik- skólum Kópavogsbæjar hefur nú sagt upp störfum vegna bágra kjara og sér ekki fyrir endann á því. Sumir leikskólanna hafa orðið að draga úr starfsemi sinni en aðrir halda uppi fullri starfsemi með of fáu starfsfólki. Þrátt fyrir þessa slæmu stöðu virðist lítið þokast í þessum málum hjá bæjaryfirvöldum. Nú er vísað til þess að hinn 20. janúar nk. hyggist fulltrúar sveitarfélaga koma saman til að fara yfir launamál starfsfólks leikskóla, en óljóst er hvaða stefnu þessi mál munu taka á þeirri ráðstefnu. Leiðrétting alltof lágra launa kvenna- stétta, einkum þeirra sem sinna umönnunarstörfum hér á landi, er eitt mikilvægasta jafn- réttismálið í dag. Það er kominn tími til að viðurkenna í eitt skipti fyrir öll að umönnunarstörf eru komin út af heimilunum. Að þessi störf verða ekki lengur ólaunuð eða vanmetin og að það gildir einu þótt þeim sé a.m.k. enn sem komið er að mestu leyti sinnt af konum: Það verður að meta þau að verð- leikum. Hér fær markaðurinn engu ráðið. Enda þótt mannekla sé mikil og enda þótt fá störf verði metin hærra að raungildi er launum þessa starfsfólks haldið niðri. Þessi störf teljast sem sagt ekki arðbær, eða hvað? Störfum í leikskólum fylgir mik- il ábyrgð, hvort sem um er að ræða faglært eða ófaglært starfs- fólk. Um er að ræða störf sem fylgir mikið andlegt álag, þau krefjast stjórnunar- og skipulagshæfileika, mikillar hæfni í mannlegum sam- skiptum, víðtækrar þekkingar og skiln- ings á viðfangsefninu, þess að geta sett sig inn í erfið mál og leyst þau með stutt- um fyrirvara, ýmiss konar færni, lagni, stundvísi, þess að geta sinnt mörgum hlutum samtímis, geta sett sig í spor ann- arra og svo mætti lengi telja. Hér má reyndar varla á milli sjá hvort verið er að lýsa starfi leikskólakennara eða for- stjóra stórfyrirtækis. Hver skyldi launamunur þeirra vera? Ljóst er að öll viljum við að börnin okkar fái fullkomna þjón- ustu á leikskólum, þar með talið alúð og umönnun. Einnig að starfsfólk leikskóla hafi þá hæfni til að bera sem þarf til að koma börnunum til þroska. Við viljum stöðugleika á leikskólunum og ánægt starfsfólk, ekki sífelld mannaskipti og óöryggi sem kem- ur fyrst og fremst niður á börn- unum. Þá viljum við að störf í leikskólum, líkt og störf almennt, séu metin að verðleikum. Síðast- talda atriðið krefst nýrrar hugs- unar, sem virðist sem betur fer vera farið að örla á í Reykjavík. Hér í Kópavogi er á hinn bóginn langt í land. Gjarnan er vísað til þess að ef laun þessarar stéttar verði hækkuð muni það leiða til launaskriðs á vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á. Því væri þó hægt að afstýra ef yfirvöld virkilega hefðu vilja og þor til að takast á við þann vanda sem við blasir og koma á sátt í þjóðfélag- inu um launaleiðréttingu. Vonandi mun niðurstaða framangreindrar launamálaráðstefnu sveitarfélag- anna endurspegla slíka hugsun. Málefni leikskóla í Kópavogi Elín Blöndal fjallar um upp- sagnir starfsfólks á leikskólum ’Því væri þó hægt að afstýra ef yfirvöld virkilega hefðu vilja og þor til að takast á við þann vanda sem við blasir og koma á sátt í þjóðfélaginu um launa- leiðréttingu.‘ Elín Blöndal Höfundur er foreldri í Kópavogi. FYRIR um tuttugu árum tóku íslensk stjórnvöld jákvætt í þau tilmæli Heilbrigðisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna að stefna að minnkun áfeng- isneyslu hér á landi um fjórðung fyrir aldamótin. Engar efndir urðu á þeim fyrirheitum. Þess í stað hafa að- gerðir stjórnvalda verið til þess fallnar að auka hér áfeng- issölu sem mest. Hef- ur því sala áfengis meir en fimmfaldast frá 1988-2004 eða frá 12.91 lítrum á hvern íbúa 1988 í 69.88 lítra árið 2004. Og enn hélt áfram að síga á ógæfuhlið- ina á nýliðnu ári, en umfang tjóns af völd- um áfengis er í beinu hlutfalli við heild- arneysluna á hverj- um tíma og drykkja bjórs eða annars áfengis oftast und- anfari notkunar ann- arra fíkniefna. Þessa óheillaþróun í áfengismálum þjóð- arinnar má einkum rekja til eftirfarandi: Sala áfengs bjórs var leyfð 1989, stórfelld fjölgun útsölustaða áfengis út um allt land, svo og drykkjukráa, einkum í Reykjavík, og stöðugt vaxandi áróður fyrir víndrykkju í fjöl- miðlum, bæði með skrifum aðdá- enda Bakkusar og áfengisauglýs- ingum, sem eru skýlaust bannaðar samkvæmt lögum, en yfirvöld dómsmála láta yfirleitt afskipta- lausar. Samt er það lögboðin skylda lögreglu að láta slík brot til sín taka, hvort sem kært hefur verið eða ekki. Og nú þykir þrettán þingmönn- um Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks og einum Framsókn- armanni ekki nóg komið af aukningu áfengisneyslu lands- manna og virðast loka augunum fyrir afleiðingum enn meiri vín- drykkju. Þessir baráttumenn Bakkusar vilja í frumvarpi til laga leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum og leggja niður einkasölu ÁTVR, en hvort tveggja er til þess fallið að gera vont ástand í fíkniefnamálum enn verra, einkum hjá ungu fólki. – Vonandi tekst ábyrgum þing- mönnum að koma í veg fyrir að þessi nýjasta atlaga að áfeng- isvörnum nái fram að ganga. En hvort sem það tekst eða ekki má ekki gefast upp í baráttunni gegn bölvaldinum mesta. En hvað er þá helst til varnar? Viðhorf til áfengis þurfa að breytast Drykkjutískan er helsta smitleið víndýrkunar og sú gildra, sem mest veiðir í klær Bakkusar. Hún er og oftast orsakavaldur þess, að ungt fólk byrjar að drekka áfengi, hvort sem það heit- ir bjór, léttvín eða eitthvað annað. Það er því brýnt velferðamál, að fólk taki til endurskoðunar viðhorf sín til áfengis og finni til ábyrgð- arkenndar sinnar, hafandi í huga eftirfarandi orð heimsfrægs vís- indamanns á sviði áfengisrann- sókna, H. Davids Archibald, sem sagði: „Við eigum öll þátt í því að móta viðhorf til áfengis. Allir sem samþykkja drykkjusiði nútímans og vegsama áfengi bera að sínum hluta ábyrgð á þeim, sem verða drykkjusýki að bráð, þeim, sem bíður bana ölvaður við akst- ur og þeirri drykkju- sjúku móður, sem verður að leggja fram- tíð barns síns í hendur hins opinbera.“ Þeir, sem í alvöru vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn áfengisbölinu og öðrum fíkniefnum, gera það áhrifaríkast með því að sýna fag- urt fordæmi, en „gott fordæmi er betra en þúsund prédikanir“, eins og stjórnvitring- urinn Gladstone komst að orði. Það væri því til mikils sóma fyrir for- ustumenn ríkis og sveitafélaga að verða hér öðrum til fyr- irmyndar og afnema vínveitingar á vegum hins opinbera. Og spyrja má: Fyrst búið er að koma á víðtæku banni gegn tóbaksreyk- ingum, sem ber að fagna, hvers vegna þarf annað að gilda um áfengið, þetta hættulega eiturlyf, sem veldur margfalt meira tjóni en tóbakið og oft ólýs- anlegu böli? Besta heilræðið Áfengi er afl hins illa. Það veld- ur sjúkdómum, slysum og dauða, er helsta orsök ofbeldisverka og ýmissa afbrota, afskræmir dóm- greind og persónuleika, spillir friði og fjölskyldulífi, bölvaldur, sem er „mesti óvinur mannsins“, eins og heimsþekktur mannvinur komast að orði. Samkvæmt rannsóknum verða tveir af hverjum tíu að minnsta kosti fyrir alvarlegum erfiðleikum í lífinu vegna drykkju sinnar og það fer ekki eftir menntun eða stétt, hverjir verða fórnarlömb Bakkusar. „Eina öryggið gegn vanda áfengis er að neyta þess aldrei“ eru orð eins af frumkvöðlum SÁÁ. Það eru varnaðarorð, sem öllum foreldrum er hollt að gefa börnum sínum og eitt besta heilræðið og veganesti, sem hægt er að fá á lífsleiðinni. Og ekki síður ættu þjónar kirkj- unnar að benda fermingarbörnum á hætturnar, sem áfenginu fylgja og hvetja þau til bindindis og heil- brigðs lífernis eins og ýmis önnur trúfélög gera, sem hafa bindindi í hávegum, enda í bestu samræmi við kærleiksboðorð krisitndóms- ins. Mikilvægasta forvörnin gegn voða áfengis og annarra fíkniefna sem kostar ekkert nema viljann til góðra verka, er að sýna sjálfur gott fordæmi öðrum til eft- irbreytni. Mikilvægasta forvörnin er að sýna gott fordæmi Árni Gunnlaugsson fjallar um forvarnir gegn áfengisneyslu Árni Gunnlaugsson ’Mikilvægastaforvörnin gegn voða áfengis og annarra fíkniefna sem kostar ekkert nema viljann til góðra verka, er að sýna sjálfur gott fordæmi öðrum til eftirbreytni.‘ Höfundur er lögmaður í Hafnarfirði. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.