Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 35 UMRÆÐAN Sunnudagskvöld með Svövu Fyrirlestur - Kvöldverður - Leiksýning - Umræður Sunnudagskvöldið 15. janúar hefst fimm kvölda röð þar sem leikhúsgestir geta hlýtt á fyrirlestur um Svövu Jakobsdóttur, fengið sér léttan kvöldverð, séð leiksýninguna Eldhús eftir máli - hversdagslegar hryllingssögur og tekið þátt í umræðum að sýningu lokinni. Verð: 4.500 krónur Eldhús eftir máli - hversdagslegar hryllingssögur eftir Völu Þórsdóttur Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Sun. 15/1 kl. 18:00 Kristín Ástgeirsdóttir Svava og stjórnmálin Sun. 22/1 kl. 18:00 Gerður Kristný Guðjónsdóttir Svava og skáldskapurinn Sun. 29/1 kl. 18:00 María Kristjánsdóttir Svava og sviðslistirnar Sun. 5/2 kl. 18:00 Ármann Jakobsson Svava og samtíminn Sun. 12/2 kl. 18:00 Vigdís Finnbogadóttir Skáldkonan Svava Jakobsdóttir “Þetta er fyndin og hugkvæm leiksýning; hugvekja á sinn máta...” P.B.B. DV “Leikkonurnar á ttu allar góðan dag og eini karl leikarinn á göm lum slóðum, einn m eð stelpunum.” V.S. Fréttablaði ð “Sýningin er bæði fyndin og hryllileg vegna þess að sögur Svövu eru sannar og Vala og Ágústa eru trúar kjarna þeirra, og langar að koma efni sínu til okkar. Það finnst og tekst.” Þ. T. Morgunblaðið Í sjónvarps- fréttum NFS 8. jan- úar sl. leitaði frétta- maður viðbragða Valgerðar Sverr- isdóttur, iðn- aðarráðherra, við fundi í Norræna húsinu til stuðnings verndun Þjórs- árvera sem haldinn var 7. janúar. Svar ráðherra var meðal annars svohljóðandi: „… en ég reikna al- veg með ef að stjórnvöld tækju ákvörðun að hverfa frá þessu (Norðlinga- ölduveitu), að þá verði það ekki gert án skaðabóta gagn- vart fyrirtækinu sem hefur leyfið í dag (Lands- virkjun).“ Nú er það svo að ríkið er meirihlutaeigandi í Landsvirkjun. Fulltrúar iðnaðarráðherra/ ríkisstjórnarinnar fara með meiri- hlutavald í stjórn Landsvirkjunar. Til að leysa þennan vanda ráðlegg ég iðnaðarráðherra að gefa fulltrúum sínum í stjórn Lands- virkjunar fyrirmæli um að greiða atkvæði gegn hugsanlegri tillögu um að krefja ríkið um skaðabætur. Aðspurð um persónulega skoðun sína á því hvort til greina kæmi að hætta við byggingu Norð- lingaveitu í Þjórs- árverum svaraði iðn- aðarráðherra: „Sko þetta, ja ég get ekkert. Persónulega er þetta ekkert hjartans mál í mínum huga hvað þarna verður … Ég var bara að gegna mínum skyldum í raun með því að fara að vilja Alþing- is og heimila fram- kvæmdina.“ Við þessu svari duga engin lög- fræðileg ráð. En póli- tískt má ráðleggja iðn- aðarráðherranum og þingmanninum Val- gerði Sverrisdóttur, sem er sama um Þjórs- árverin, verndarsvæði á Ramsarskrá yfir mik- ilvægustu votlendi í heiminum, og telur sig vera viljalaust verk- færi, að segja af sér og hætta í pólitík. Ókeypis lögfræði- ráðgjöf fyrir iðnaðarráðherra Atli Gíslason fjallar um svör iðnaðarráðherra við spurningum NFS Atli Gíslason ’Fulltrúar iðn-aðarráðherra/ ríkisstjórn- arinnar fara með meiri- hlutavald í stjórn Lands- virkjunar.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður VG. FYRIR nokkru sagði Powell fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að hann sæi ekki eins mikið eftir neinu og því, að hann skyldi leggja rangar upplýs- ingar fyrir Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna til þess að réttlæta innrásina í Írak. En það hefur komið fram í fréttum, að upplýsingar þær, sem CIA, leyniþjón- usta Bandaríkjanna, lét Bandaríkjastjórn í té um vopnabúnað Írak, voru falsaðar. Powell er maður að meiri, að hann skuli viðurkenna og í raun biðjast af- sökunar á því, að hann hafi farið með rangt mál fyrir Örygg- isráðinu. Núverandi forsætisráð- herra sagði nýlega í fréttum, að íslenska ríkisstjórnin hefði fengið rangar upplýsingar. Og hann bætti því við, að sennilega hefði afstaða hans til innrásarinnar orð- ið önnur, ef hann hefði haft réttu upplýsingarnar. En hann baðst ekki afsökunar. Hann kvaðst ekki sjá eftir neinu en það gerði Pow- ell. Íslenskir ráðamenn biðjast ekki afsökunar á stuðningi við árás á annað ríki, sem gerð var á fölskum forsendum að því er fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hefur nú upplýst. Nei, ís- lenskir ráðamenn þurfa aldrei að biðjast afsökunar! Meintar fangavélar lentu 40 sinnum á Íslandi Morgunblaðið upplýsti 26. nóv- ember sl., að flugvélar, sem sagð- ar væru í þjónustu CIA hefðu lent 40 sinnum á íslenskum flugvöll- um.Talið er, að flugvélar þessar hafi verið að flytja fanga til landa þar sem fangarnir hafi verið pynt- aðir. En slíkar pyntingar eru brot á alþjóðalögum. Fyrir slíka fanga- flutninga um Ísland þarf leyfi ís- lenskra stjórnvalda. En ekki hefur verið óskað slíks leyf- is. Ef það sannast, að um slíka fangaflutn- inga hafi verið að ræða og að fangarnir hafi verið pyntaðir er um gróft brot á al- þjóðalögum að ræða og Ísland gæti þá dregist inn í málið og jafnvel verið talið samsekt. Evrópuráðið og Evrópusambandið eru nú að rannsaka þetta mál. Bandarísk yfirvöld gerðu lengi vel hvorki að játa né neita aðild sinni að málinu. En fyrir skömmu gaf utanrík- isráðherra Bandaríkjanna yfirlýs- ingu og sagði, að engin bandarísk fangelsi væru í Evrópu. Er al- mennt talið, að Bandaríkin hafi lokað fangelsunum vegna mikillar gagnrýni en það segir ekkert um fangaflutninga undanfarin ár. Þetta er alger kattarþvottur. At- hyglisvert er, að það eru verktak- ar, sem sagðir eru í þjónustu CIA sem reka flugvélarnar sem lent hafa á Íslandi. Svo virðist því sem Bandaríkjastjórn hafi verið að fela raunverulegan tilgang flutning- anna um Ísland. Er það einnig mjög alvarlegt mál. Ef það sann- ast, að hér hafi verið um ólöglega fangaflutninga að ræða sannast væntanlega einnig, að Bandaríkja- stjórn hafi verið að blekkja íslensk stjórnvöld. Ríkisstjórnin þarf að biðjast afsökunar Mál þetta hefur þegar verið tek- ið upp á alþingi. Hefur þess verið krafist, að íslensk stjórnvöld krefji bandarísk stjórnvöld um skýr- ingar á þessu máli. En íslensk stjórnvöld hafa tekið málið vettlingatökum. Það er eins og íslenska stjórnin þori ekki að spyrja Bandaríkja- stjórn um málið. Það er verið að spyrja óformlega um málið og Ís- lendingar eru sjálfir að svara því sem Bandaríkjamenn eiga að svara! Við viljum fá skýr svör og engin undanbrögð. Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður kom með athyglivert at- riði í umræðum um mál þetta. Hann spurði hvort heimild sú, er Íslendingar veittu Bandaríkja- mönnum til yfirflugs og herflutn- inga vegna Íraksstríðsins gilti ef til vill enn og gæti gilt fyrir fanga- flutningana. Aðeins loðin svör voru veitt. Í þessu máli þarf ríkistjórnin að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ríkisstjórnin þarf að biðjast af- sökunar á aðild sinni að innrásinni í Írak. Ef til vill þarf hún líka að biðj- ast afsökunar á fangaflutning- unum. Írak – Ætla þeir ekki að biðja þjóðina afsökunar? Björgvin Guðmundsson krefst afsökunar ríkisstjórnarinnar vegna Íraksstríðsins ’Ríkisstjórnin þarf aðbiðjast afsökunar á aðild sinni að innrásinni í Írak.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. GRUNNUR kristinnar trúar er kærleikur og umburðarlyndi og Kristur lifði samkvæmt því að allir væru jafnir. Hann fór ekki í manngreinarálit. Hann boðaði réttlæti og jafnrétti og við þau gildi er einnig miðað í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Allir skulu jafnir fyrir lögum. Til þess að tryggja þetta grund- vallaratriði lýðræð- isþjóðfélags hefur löggjafarvaldið m.a. verið að styrkja réttarstöðu samkyn- hneigðra á und- anförnum árum og nú stendur til að styrkja hana enn frekar – en þá strandar á kirkj- unni. Þrátt fyrir kær- leiksboðskap krist- innar trúar vilja þeir, sem stjórna ferðinni í málefnum kirkjunnar, ekki blessa kærleiks- ríkt samband tveggja einstaklinga af sama kyni. En eiga kirkjunnar menn ekki að vera málsvarar þess kærleiks- boðskapar sem Kristur lifði sam- kvæmt? Í nýárspredikun sinni og frétta- viðtölum í kjölfar hennar gekk biskup Íslands of langt. Þar skorti kærleik og aðgát í nærveru sálar þegar biskup sagði það jafngilda því að kasta hjóna- bandinu á sorphaugana ef kirkjan samþykkti að leggja blessun sína yfir sambönd ein- staklinga af sama kyni. Þjóðþingið hefur á undanförnum árum skynjað sinn vitj- unartíma og þannig staðið við boðskap sinnar biblíu, stjórn- arskrárinnar, um að allir skuli jafnir fyrir lögum. Hjónaband gagnkyn- hneigðra er vissulega dýrmætt og á að halda áfram að vera það. En sambönd sam- kynhneigðra ein- staklinga eru einnig dýrmæt og nú knýja þeir á kirkjudyr og biðja um blessun. Ætlar kirkjan virki- lega að láta þetta ákall sem vind um eyru þjóta vegna þess að veraldlegir þjónar hennar hafa ákveðið að sum kærleikssambönd séu Guði þóknanlegri en önnur? Boðskapur biskups Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um afstöðu biskups til samkynhneigðra Jóhanna Sigurðardóttir ’Ætlar kirkjanvirkilega að láta þetta ákall sem vind um eyru þjóta?‘ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.