Morgunblaðið - 12.01.2006, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EITT af afsprengjum kynjafræð-
innar á tímum póst-módernisma og
táknfræði er hugmyndafræði sem
lýsa má með ofureinföldun á eftir-
farandi hátt:
Hefðbundin kyn-
viðmið um konur og
karla, kvenlegt og
karlmannlegt, eru ekki
„náttúruleg“ heldur
sviðsett, tilbúningur
sem miðar að því að
tryggja karl- og feðra-
veldið í sessi. Hið líf-
fræðilega kyn er ekki
upprunalegra en hið
félagslega uppbyggða
kynferði, sem er í raun
hið eina sem máli
skiptir, t.d. hjá Judith
Butler í Gender
Trouble, sem er víst nokkurs konar
helgirit í akademíu kynjafræðanna.
Afkynjun laga
Auðvelt er að samsinna frá sjón-
arhóli okkar sem styðjum kvenfrelsi
og jafnstöðu kynjanna að hægt
gengur að jafna kjör og aðstöðu
kvenna og karla með aðferðum hefð-
bundinnar kvenna- og jafnréttisbar-
áttu. Á grundvelli áðurnefndrar
kenningar hefur því kappsfullt bar-
áttufólk mótað pólitíska forsögn sem
miðar að skjótari árangri. Hún felst í
því að afkynja umræðuna, leggja
niður þau karl og konu, og við-
urkenna eingöngu einstaklinga, sem
geta haft ýmsar jafnréttháar kyn-
hneigðir. Hætta að viðurkenna kyn-
greiningu af nokkru tagi í löggjöf.
Þetta er undir þeim formerkjum að
það sem hægt sé að byggja upp fé-
lagslega sé líka hægt að „afbyggja“,
og grafa undan hefðbundinni merk-
ingu sem notuð hefur verið til að
kúga konur og tryggja yfirráð karla.
Þannig verða til dæmis ekki til
karla- og kvennanöfn heldur eiga all-
ir að geta valið sér þau nöfn sem þá
lystir óháð því hvers kyns þau eru.
Það verður að viðurkennast að
þetta er nokkuð sniðug aðferð til
þess að koma aftan að
feðraveldinu. Mein-
ingin er að svipta það
þeim kúgunartækjum
sem hefðin hefur fært
því í borgarlegum
stofnunum eins og
hjónabandi og fjöl-
skyldu svo og í ætt og
þjóðflokkum. Þegar því
ætlunarverki er lokið
tekur við þúsundára-
ríki frjálsra ein-
staklinga sem hafa það
eins og þeir vilja.
Varasöm kenning
Eins og í öðrum altækum stað-
leysukenningum lenda pólitískir for-
kólfar þeirra í nokkrum vandræðum
með að sannfæra fólk um að það sem
við tekur sé skárra en það sem fyrir
er. Þannig varð nýverið til flokkur í
Svíþjóð, Feministiskt initiativ, sem
margir jafnréttissinnar litu von-
araugum til, en nýtur nú 0,5% fylgis
í skoðanakönnunum, og hefur kallað
fram afturkipp í femíníska baráttu
þar í landi.
Ég er mótfallinn þeirri róttæku
einstaklingshyggju sem gegnsýrir
þennan boðskap. Þótt hann sé
sprottinn upp af akri félagsvísinda
og gagnrýnna vinstri viðhorfa. Ég
tel þessa tegund ekki hótinu skárri
heldur en róttæka frjálshyggju í
mannskilningi sínum. Sem fé-
lagskrati er ég þeirrar skoðunar að
einstaklingurinn verði aðeins sterk-
ur í góðu félagi. Verkefni stjórnmál-
anna sé að stuðla að umbótum sem
skapa forsendur til þess að slæm fé-
lög verði skárri og góð félög verði
enn betri. Og með félögum á ég við
þann breiða vettvang samskipta sem
á sér stað innan fjölskyldu, hjóna-
bands, sambúðar, ættar, fyrirtækja,
vinnustaðar og félagasamtaka af
hverju tagi sem þau nefnast.
Frumvarpið ólesið?
Það kemur manni verulega á
óvart að ríkisstjórn Framsókn-
arflokks- og Sjálfstæðisflokks skuli
leggja fram frumvarp þar sem lagt
er til að hætt verði í félagsmála-
löggjöf að notast við hugtökin karl
og konu, föður og móður. Ekki er að
sjá annað en að máttarstólpar borg-
aralegs samfélags bæði innan þings
og utan láti sér vel líka. Og þetta
frumkvæði stjórnarinnar hefur að
sjálfsögðu kallað fram kröfur um að
hætt verði að tala um karl og konu í
hjúskaparlögum og þar verði ein-
ungis fjallað um einstaklinga.
Frumvarpið um bætta réttarstöðu
samkynhneigðra para felur í sér
margar þarfar og sjálfsagðar rétt-
arbætur. En það hlýtur að vera
hægt að koma fyrir réttarbótum til
handa samkynhneigðum í lagatexta
án þess að læða þar með hug-
myndafræði róttækasta hluta fem-
ínista. Hefur Árna Magnússyni fé-
lagsmálaráðherra og samráðherrum
hans ef til vill láðst að lesa frum-
varpið?
Stjórnin strikar út
karl og konu
Einar Karl Haraldsson
fjallar um kynjafræði
’En það hlýtur að verahægt að koma fyrir rétt-
arbótum til handa sam-
kynhneigðum í laga-
texta án þess að læða
þar með hugmynda-
fræði róttækasta hluta
femínista.‘
Einar Karl Haraldsson
Höfundur er varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík suður.
MEGINVERKEFNI allra sem
láta sig menntamál varða er að
leita í sífellu leiða til að bæta
menntakerfið. Þessu verkefni lýk-
ur aldrei og margar nýjar hug-
myndir eru nú á
sveimi. Hæst hefur
borið á síðustu miss-
erum umræðuna um
styttingu námstíma
til stúdentsprófs.
Þessari umræðu ber
að fagna því þótt ís-
lenska stúdents-
prófið hafi lengi ver-
ið talið góð og gild
menntun þá megum
við ekki festast í
viðjum vanans. Nám
á að vera fyrir fram-
tíðina ekki spegill
fortíðar.
Með styttingu
náms til stúdents-
prófs er ekki ein-
göngu verið að laga
íslenskt náms-
umhverfi að því sem
tíðkast meðal ann-
arra þjóða heldur
ekki síður að breyta
skólakerfinu til sam-
ræmis við þá þróun
sem nú er að eiga
sér stað innan skól-
anna. Vinnubrögðin
hafa breyst, upplýs-
ingatæknin er nýtt
verkfæri í öllum
skólum, aukin
áhersla er á símat og
verkefni í stað hefð-
bundinna prófa og
vitundin um gæði í
skólastarfi er vaxandi. Þá sækja
grunnskólanemendur í auknum
mæli nám í framhaldsskólum
samhliða grunnskólanámi til að
nýta tíma sinn betur og vaxandi
hópur framhaldsskólanema lýkur
stúdentsprófi á styttri tíma en
fjórum árum.
Nýjar námskrár fyrir grunn-
og framhaldsskóla
Þótt hugmyndin um styttingu
náms til stúdentsprófs hafi lengi
verið í umræðunni, eða allt frá
1994 þegar nefnd um mótun
menntastefnu lagði fram tillögu í
þessa veru, þá er það fyrst nú að
menntamálaráðherra Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir hefur lagt
vinnu í það innan mennta-
málaráðuneytisins að koma með
raunhæfar tillögur um fram-
kvæmd. Ráðuneytið kynnti á
heimasíðu sinni 22. desember sl.
drög að nýjum námskrám fyrir
grunn- og framhaldsskóla. Þau
nýmæli eiga sér stað að í fyrsta
sinn er það einn starfshópur,
skipaður grunn- og framhalds-
skólakennurum, sem endurskoðar
námskrár beggja skólastiganna.
Þar með er lögð áhersla á sam-
fellu í skólastarfi og hið breiða bil
grunn- og framhaldsskólans brú-
að.
Betri nýting námstíma
Framhaldsskólar eru þjón-
ustustofnanir við nemendur sína
og með betri nýtingu námstíma
bæði á grunn- og framhalds-
skólastigi er hægur vandi að
stytta námstímann um eitt ár án
þess að rýra gæði námsins. Í
Menntaskólanum í Kópavogi
stunda nú um 200 grunnskóla-
nemendur nám í fyrstu áföngum
framhaldsskólans samhliða námi
sínu í grunnskólanum og nýta
þannig tíma sinn til fullnustu.
Sveigjanleiki áfangakerfisins mun
áfram bjóða nemendum þann
möguleika að laga námstíma að
þeirra þörfum þannig að þeir
nemendur sem þurfa
lengri tíma geta
skipulagt nám sitt í
samræmi við það.
Það vekur athygli
mína í nýútkominni
skýrslu „Ungt fólk
2004“ sem byggist á
rannsókn meðal nem-
enda í framhalds-
skólum á Íslandi og
unnin var af Rann-
sóknum og greiningu
fyrir mennta-
málaráðuneytið að
65% stelpna í fram-
haldsskólum á höf-
uðborgarsvæðinu
vinna með námi og
um 50% stráka. Í ljósi
þessa má spyrja hvort
nám í íslenskum
framhaldsskólum sé
hlutastarf?
Gæði í skólastarfi
Þær efasemda-
raddir hafa heyrst um
þessa framþróun á ís-
lensku menntakerfi að
styttingin komi niður
á gæðum námsins.
Ákveðinn fjöldi náms-
eininga segir ekkert
til um gæði náms.
Gæði snúast um inni-
hald, fagmennsku og
vinnubrögð en ekki
magn.
Innihald mótast af námskrám
og allir sem starfa í mennta-
kerfinu hafa tekið þátt í umræðu
um ósamræmi, eyður og end-
urtekningar í námskrám. Það er
því spennandi tilraun og vænleg
til úrbóta að menntamálaráðherra
kynnir nú samfellda námskrá fyr-
ir grunn- og framhaldsskóla enda
unnin sameiginlega af fagfólki
beggja skólastiga.
Framhaldsskólakennarar eru
góðir fagmenn og að öllu jöfnu
duglegir að tileinka sér nýjungar
í kennslutækni og aðferðafræði
kennslu.
Bylting hefur átt sér stað í
vinnubrögðum á sl. fimm árum
innan Menntaskólans í Kópavogi
og í fleiri framhaldsskólum með
tilkomu upplýsingatækninnar sem
opnar áður óþekktar leiðir til
náms og kennslu.
Kennarar og nemendur skólans
nýta fartölvur og WebCT-
kennslukerfið í öllum áföngum
sem veitir þeim greiðan aðgang
að öllum upplýsingum, verk-
efnum, gagnvirkum prófum og
þátttöku í skólastarfinu jafnt í
skólanum sem heima.
Af framangreindu má ljóst vera
að þótt skólakerfið sé í eðli sínu
íhaldssamt megum við ekki láta
ótta við breytingar hamla fram-
förum.
Æ ljósara verður að skilvirkt
menntakerfi sem þróast í takt við
tímann er ein mikilvægasta und-
irstaða nútímasamfélags. Vitur
maður sagði: „Vér lærum ekki
skólans vegna, heldur fyrir lífið.“
Nám er ekki
spegill fortíðar –
nám til framtíðar
Margrét Friðriksdóttir
fjallar um styttingu náms
til stúdentsprófs
Margrét
Friðriksdóttir
’… sú miklaþróun sem á
sér stað innan
veggja fram-
haldsskólanna
og ný samfelld
námskrá gera
okkur kleift að
bjóða nem-
endum betra
nám á styttri
námstíma en
áður.‘
Höfundur er skólameistari
Menntaskólans í Kópavogi.
Í GREIN Hauks
Þorvaldssonar, sem
birtist í Morgunblaðinu
hinn 30. desember sl.,
kemur fram að hann
telur að einungis þurfi
móðureðli til að annast
börn í leikskóla. Hauk-
ur heldur því m.a. fram
að um menntahroka sé
að ræða þegar leik-
skólakennarar fara
fram á hærri laun fyrir
að búa þeim, sem erfa
eiga landið, góð uppeld-
isskilyrði. Helst vildi ég
spyrja Hauk að því hvað hann vill
kalla móðureðli? Hvað telur hann að
dugi, í smáatriðum, til að veita börn-
um gott atlæti í leikskóla, líkamlega
jafnt sem andlega? Hvað með karl-
menn? Geta karlar haft móðureðli
eða eru þeir fáu karlar sem vinna í
leikskólum landsins óhæfir starfs-
menn?
Í greininni segir Haukur m.a. að
börnin fari ekki fram á að fá að sjá
prófskírteini starfsmannanna. Það er
rétt, en hæfir foreldrar ættu að gera
kröfur um hæfni og menntun þeirra
sem sjá um börn þeirra í allt að níu
tíma á dag. Þeir sem reka leik-
skólana, oftast bæjarfélögin, fara
fram á að starfsmenn séu sérmennt-
aðir og jafnframt heyra leikskólarnir
undir menntamálaráðuneytið, sem
fyrsta skólastig íslenska mennta-
kerfisins. Það eru því margir sem
ættu að fara fram á prófskírteini
leikskólakennara þó að nemendurnir
geri það ekki. Aðrir en börnin ættu að
vita að lengi býr að fyrstu gerð.
Aðalnámskrá leikskóla, gefin út af
menntamálaráðuneytinu 1999, segir
að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og
að leikskólinn sé fyrir öll börn, óháð
líkamlegu og andlegu
atgervi, menningu eða
trú. Leikskólum ber að
starfa eftir lögum um
leikskóla og búa börn-
um náms- og uppeldis-
umhverfi samkvæmt
aðalnámskránni.
Menntamálaráðuneytið
og rekstraraðilar ættu
oftar að krefjast próf-
skírteina leikskóla-
starfsmanna.
Í sama blaði og grein
Hauks birtist er önnur
grein eftir tvær mæður
leikskólabarna í Kópavogi. Þær, Guð-
ríður Arnardóttir og Guðfinna
Kristófersdóttir, hafa áhyggjur af
velferð barna sinna og telja að fram-
tíð þeirra geti verið í nokkurri hættu
ef ekki er nægilega vel búið að þeim í
leikskólanum. Samfélagið og skólinn
þurfa að hlusta á foreldra og hvað
þeir telja um velferð barnanna. Það
er skylda foreldra að fara fram á það
besta fyrir börn sín. Foreldrar ættu
oftar að krefjast prófskírteina þegar
um uppeldi barna þeirra er að ræða.
Þær Guðríður og Guðfinna telja að
laun leikskólafólks séu skammarlega
lág og benda á að þau laun nái vart
lágmarksframfærslu. Nú nýlega hafa
heyrst raddir um mikilvægi góðra
launa fyrir þingmenn og æðstu emb-
ættismenn ríkisins. Þá er þeim rök-
um m.a. beitt að góð laun tryggi frek-
ar „besta fólkið til starfa“. Þegar
þessi mælistika er notuð er því ólík-
legt að „besta fólkið“ starfi við
kennslu ungra barna. Hverjir eru
sáttir við það? Ættum við öll að fara
oftar fram á prófskírteini þeirra sem
sjá um uppeldi og kennslu þeirra sem
á eftir koma?
Í grein Svövu Bjargar Mörk, sem
birtist í Morgunblaðinu hinn 27. des-
ember sl., lýsir hún áhyggjum sínum
af því hve þriggja ára háskólanám
leikskólakennara er illa metið til
launa og annarra verðleika. Ég tek
undir þau skrif hennar og langar að
taka til líkingar: Ef ég þyrfti að fara á
sjúkrahús til að láta skera mig upp,
þá myndi ég vilja fá fagaðila til að
taka það að sér, en ekki einhvern með
„eðli til að skera“. Það má vera að
þetta sé ekki nógu góð samlíking, þ.e.
læknisaðgerð og skólaganga, en eigi
að síður er í báðum tilfellum um af-
gerandi þætti í lífi einstaklings að
ræða. Svava Björg skrifar sér-
staklega um börn með sérþarfir. Það
er e.t.v. augljósara að það þarf fag-
aðila til að veita þeim börnum ögrun á
faglegan hátt eða á kannski að gefa
þeim knús og koss á kinn og vona að
þeim farnist vel í samfélagi sem sífellt
er hraðara og flóknara? Getur það
verið dýrkeyptur sparnaður að greiða
kennurum ekki nógu góð laun?
Að lokum hvet ég sem flesta til
þess að skoða aðalnámskrá leikskóla
á vefslóðinni: http://bella.stjr.is/
utgafur/ALalmennurhluti.pdf og
einnig lög um leikskóla á vefslóðinni:
http://www.althingi.is/lagasofn/
nuna/1994078.html og kynna sér
þann grunn, sem faglegt leikskóla-
starf á að byggjast á, til að veita
börnum gott náms- og uppeldis-
umhverfi.
Móðureðli eða
faglegt skólastarf
Fríða Björk Másdóttir fjallar
um málefni leikskólanna
og svarar grein Hauks
Þorvaldssonar
’Leikskólum ber aðstarfa eftir lögum um
leikskóla og búa börnum
náms- og uppeldis-
umhverfi samkvæmt
aðalnámskránni.‘
Fríða Björk Másdóttir
Höfundur er leikskólakennari.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn