Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG EINS og aðrir Hvergerðingar tendraði á ljósi flugelda nú um umliðin áramót einungis í tvenn- um tilgangi. Til að sýna samhug og samlyndi með hjálparsveit okk- ar í Hveragerði og í öðru lagi til að sýna kærleiksríkt þakklæti fyr- ir framgang hennar í hjálparstarfi á Suðurlandi. Það ætti öllum að vera kunnugt um, hvað gerðist í Hveragerði á gamlársdag. Það skiptir engu máli hvernig það gerðist. Það gerðist! Ógurlegur hvellur kvað við. Rosabomba sprakk og eldtung- urnar stigu til himins og ský reyks myndaði bólstur eins og í eldgosi. Þá vissi ég hvað hafði gerst. Ég hafði verið þarna hálftíma áður í glaðværum hópi hjálparsveit- armanna. En á þessari stundu, þá er hús þeirra fuðraði upp, sá ég fyrir mér fjöldaslys. Margir hefðu þarna farið. En markmið hjálparsveita er að enginn fari. Sem og okkar. Enginn skal fara. Við gerum allt til þess að svo verði. Hjálparsveitin leggur sig í líma og hættu til þess að svo verði. Að enginn fari. Að allir verði óhultir að lokum. Hjálparsveitin í Hveragerði á mjög miklar þakkir skildar. Þakk- ir fyrir frábærar flugeldasýningar á blómstrandi dögum og áramót- um. En fyrst og fremst eiga hjálp- arsveitarmenn í Hveragerði þakk- ir skildar fyrir að hafa fórnað sér, frítíma og vinnutíma í starfi sínu. Þeir hafa verið óeigingjarnir og lagt sitt af mörkum. Hjálpað mörgum. Það eru nokkur þúsund Íslendinga, sem eiga margt sitt undir Hjálparsveit skáta í Hvera- gerði í erfiðleikum á Hellisheiði eða í Þrengslunum og víðar. Hjálparsveitin í Hveragerði er eins og aðrar hjálparsveitir. Hóp- ur einstakra einstaklinga, hópur fórnfúsra félaga, hópur manna og kvenna, sem eru tilbúin að fórna sér og frítíma sínum frá fjölskyldu sinni, vinnu og öðrum skyldustörf- um til að aðstoða aðra sem eru hjálpar þurfi. Þeir fara af stað með engum fyrirvara, fórnfúsir og frábærir. Í leit og aðra aðstoð. Því miður minnumst við þeirra of sjaldan. Allt of sjaldan. Kannski einungis í kringum jólatréssölu og flugeldasölu. Á þessum tveimur augnablikum ársins minnumst við hjálparsveitarinnar mest og best og styrkjum hana af mætti. En svo geta vindar blásið í mannlegu lífi að óvænt þyki. Norðankulið getur óvænt blásið sterkt að norðan. Neisti getur óvænt orðið blástur að báli. Eldi þar sem allt getur og hefur fuðrað upp. Flugeldur er fallegur þá er hann springur út í fegurð sinni á himni. Flugeldur er eigi fallegur þá er hann fuðrar upp inni í húsi á sölumarkaði fjáröflunar Hjálp- arsveitar skáta. Á gamlársdag í Hveragerði fóru ekki einungis tæki og tól í brun- anum. Heldur og minningar og margar óeigingjarnar vinnustund- ir hjálparsveitarmeðlima í að byggja upp góða hjálparstöð. Trausta hjálparstöð, sem væri fær um að veita öllum þeim aðstoð sem í nauðir ræki, þá og þegar, hér og nú. Það sem gerðist á gamlársdag í Hveragerði heftir nú hjálparsveit okkar. Hún stendur nú hjálp- arvana í þeim sporum að geta ekki hjálpað öðrum. Húsnæðislaus, tækjalaus, allslaus, að und- anskildum tveimur bílum. Allt horfið, brunnið. Aðeins ein- staklingar standa eftir sem mynda hjálparsveitina. En það er góður höfuðstóll. Góður grunnur til að byggja á. Einstaklingar með ómet- anlega reynslu og þekkingu og vilja til að hjálpa. Við viljum gera allt til þess að Hjáparsveit skáta í Hveragerði verði ein sú öflugasta á sínu sviði á Suðurlandi, eins og verið hefur, og geti haldið áfram að rækja skyldur sínar, okkur Sunnlend- ingum, sem og öllum öðrum, til hjálpar. Leggir þú þitt framlag fram, þitt lóð á vogarskálarnar, byggir þú upp öfluga björgunarsveit á Suðurlandi, sem kannski gæti bjargað þér í heiðinni hárri, í veðravíti veturnátta, myrkrinu margvísa og snjóbyl skammdeg- isins. Ég bið landsmenn alla um styrk og stoð til hjálpar Hjálparsveit skáta í Hveragerði til að sýna henni samhug og samlyndi og sýna kærleiksríkt þakklæti fyrir framgang hennar í hjálparstarfi á Suðurlandi. Stofnaður hefur verið styrkt- arreikningur Hjálparsveitar skáta í Hveragerði til að byggja upp öfl- uga starfsemi hennar. Þínar krónur gætu gert gæfu- muninn og gætt Hjálparsveit skáta í Hveragerði lífi til gæfu- ríkra verkefna á sviði björgunar á Suðurlandi. Ef hver landsmaður gæfi ákveðna upphæð, af gæsku sinni og gjafmildi, myndaðist verulegur sjóður. Það munar um minna. Okkur er engin ofrausn í því, en það getur breytt gangi mála. Byggt upp það sem brann. Bætt bitra loga gamlársdagsins. Hver króna, sem í sjóðinn safn- ast, umfram þörf Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, til endur- uppbyggingar mun renna til Landsbjargar til bjargræðis á landsvísu. KB-banki í Hveragerði mun sjá um reikningshald sjóðsins og uppgjör hans að átaki loknu. Bregstu skjótt við og bættu stöðu björgunaraðgerða á Suður- landi. Reikningsnúmer styrktarsjóðs Hjálparsveitar skáta í Hveragerði er 314-13-146782. Kennitala söfn- unarinnar er 580876-0139. Gleðilegt nýtt ár. SIGURÐUR BLÖNDAL, Heiðarbrún 64, 810 Hveragerði. sblond@ismennt.is Þökk sé hjálparsveitinni, hjálpum hjálparsveitinni Frá Sigurði Blöndal kennara Í FRÉTTUM undanfarna daga hef- ur verið greint frá fjölgandi tilfellum hringormasmits í fólki hér á landi. Bæði RÚV og Morgunblaðið sögðu frá því að slík smit verði flest í lönd- um þar sem hefð er fyrir því að borða hráan eða hálfhráan fisk eins og í Japan og að þar í landi greind- ust um eitt þúsund tilfelli á ári hverju. Ég er reyndar ekki sérfræðingur um málefnið en er fæddur og uppal- inn í Japan. Sem áhugamaður um japanska eldamennsku hef ég samt um það nokkra vitneskju og vil gera athugasemdir við fréttaflutninginn, þar sem hann má (mis)skilja sem svo að hættulegt geti verið að neyta fisks sem er hrár eða hrárra fisk- rétta eins og sushi en svo er auðvitað alls ekki. Í Japan borðar fólk mikið af hráum fiski og fiskrétti og það veit, bæði af vísindalegri þekkingu og reynslu, hvaða fisktegundir óhætt er að borða og hverjar ekki. Gæðaeftirlit með fersku hráefni er mjög mikið og strangt á öllum fram- leiðslustigum og í verslunum í Jap- an. Þúsund tilfelli hljómar eins og heill her en sé tekið tillit til íbúa- fjölda Japans, sem er um 120 millj- ónir, þá verður talan ekki eins ógn- vænleg. Það er ekki langt síðan Íslend- ingar lærðu að meta fisk fram- reiddan hráan með öllum brögðum og göldrum asískrar matargerð- arlistar. Eitt af því sem er mjög mik- ilvægt er rétt meðhöndlun hráefn- isins og geymsla. Hlustum því á viðvaranir sérfræðinganna, lærum rétt vinnubrögð og njótum ævin- týralegs matar! TOSHIKI TOMA, áhugamaður um eldamennsku, Holtsgötu 24, Reykjavík. Hringormur og matarlyst Frá Toshiki Toma Á ÞINGI Neyt- endasamtakanna, sem haldið var dag- ana 24. og 25. sept- ember 2004, lagði ég fram eftirfarandi til- lögu að áskorun á rík- isstjórnina og var hún einróma samþykkt: „Gerð verði vönduð áætlun um fækkun al- varlega slasaðra og dáinna í umferð- arslysum á Íslandi. Þessi áætlun inni- haldi fjárhags- og framkvæmdaáætlun og verði sambærileg við þær bestu á þessu sviði á Norðurlönd- unum og í V-Evrópu. Unnið verði eftir áætluninni á árunum 2005–2008 og miðist hún við það að dánir í umferðinni verði 30% færri árið 2008 heldur en meðaltal áranna 2001 –2003. Hið sama verði einnig látið gilda um fækkun alvarlega slasaðra í umferð- arslysum á Íslandi. Tillögunni fylgdi eftirfarandi greinargerð: „Á vegum dóms- málaráðuneytisins var í gildi áætl- un um 20% fækkun alvarlega slas- aðra og dáinna í umferðinni fyrir aldamót. Það takmark náðist ekki að fullu vegna þess að sú áætlun innihélt enga fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun. Með nágranna- löndin og Reykjavíkurborg sem fyrirmynd ætti ríkisvaldið að gera svona áætlun og vinna eftir henni, enda yrði það mjög þjóðhagslega arðbært, fyrir utan að hún myndi fækka verulega þeim mannlegu harmleikjum sem umferðarslysin valda. Nú kynni einhver að spyrja: „Hefur borgin staðið sig eitthvað betur í þessu efni? Svarið er já og það er auðvelt að sýna fram á það, samanber eftirfarandi útreikning, þar sem gengið er út frá því að þjóðhagslegur kostn- aður vegna eins dáins sé 60 milljónir króna, þjóðhagslegur kostn- aður vegna eins alvar- lega slasaðs sé 30 milljónir króna og þjóðhagslegur kostn- aður vegna eins minni háttar slasaðs sé 6 milljónir króna. Heildarmeðalkostn- aður á ári (K) fyrir þjóðarbúið vegna um- ferðarslysa í Reykja- vík annars vegar og ut- an höfuðborgarinnar hins vegar á fjögurra ára tímabili, þ.e. 1996– 1999 og 2001–2004 er eftirfarandi: Fyrir fyrri fjögur árin að meðaltali á ári: K(Reykjavík)= 6350 milljónir og K (utan Reykjavík) = 9560 milljónir króna. Fyrir seinni fjögur árin að meðaltali á ári: K (Reykja- vík) 3690 milljónir króna og K (utan Reykjavíkur) = 9000 millj- ónir króna. Minnkun umferðar- slysakostnaðar á ofangreindu tímabili er í Reykjavík (6350 mínus 3690) = 2660 milljónir króna eða 41,9% , en einungis (9560 mínus 9000) = 560 milljónir króna eða 5,9% utan Reykjavíkur, í hér um bil áratug og sett árlega fjárveiting í þau, upp á hér um bil 200 millj- ónir króna á meðan ríkið hefur ekki unnið eins skipulega að þeim og veitt í þau mun minna fé. Fækkun umferð- arslysa er lang- mest í Reykjavík Gunnar H. Gunnarsson fjallar um fækkun umferðarslysa Gunnar H. Gunnarsson ’Ástæðan fyrirþessum gífur- lega mun er al- veg ljós, unnið hefur verið skipulega að þessum málum í Reykjavík …‘ Höfundur er deildarverkfræðingur á framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar og vinnur þar að umferðar- öryggismálum. LÆKNIRINN Gunnar Ingi Gunnarsson sendir mér tóninn í Morgunblaðinu fyrir að taka upp þykkjuna fyrir ritstjóra Morg- unblaðsins. Að leggj- ast í vörn fyrir rit- stjórann. Læknirinn er frjáls að því, en grein hans er sam- ansafn merking- arlausra upphrópana. Hann snýr út úr orð- um mínum og talar niður til Jóns Geralds Sullenbergers; kallar hann „hinn auralausa lítilmagna“. Hroki fer lækni ekki vel. Í grein hans er flest á haus og rest á röngunni. Annars er furðulegt í þessu Baugsmáli það fár sem geisar. Menn stíga á stokk, hrópa ofsóknir, pólitískt samsæri, verða rauðir í framan og setja undir sig haus svo hringlar í vitleysunni. Það er ekki verið að skoða málið hlutlægt. Hvar eru upptök Baugs- málsins? Um það hefur kjarni deilna undanfarin þrjú ár staðið. Baugs- feðgar hrópa pólitískt samsæri, en hafa ekki getað fundið orðum sínum stað. Kjarni málsins er að Baugsmál eiga upptök sín í Baugi. Þau eiga upptök sín í Ameríku. Þar fór allt í háaloft. Það þurfti ekkert plott, minn kæri Gunnar. Manstu hótun Jóns Geralds; I’m going to bring Jon As- geir down. Jón Gerald vissi of mikið. Það var Baugsmaðurinn sem kærði til lögreglu. Hægri hönd feðganna í Bandaríkjunum hótaði að knésetja Jón Ásgeir. Af hverju? Það er áhugaverð spurning. Dapurlegt að læknir með akademíska þjálf- un í að greina kjarna frá hismi skuli vera jafnblindur og raun ber vitni svo hringlar í vitleysunni. Það hringlar í vitleysunni Hallur Hallsson fjallar um Baugsmálið Hallur Hallsson ’… Baugsmáleiga upptök sín í Baugi.‘ Höfundur er blaðamaður. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn AÐ MÍNU mati verður að leggja forsetaembættið niður og forsætis- ráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar taki að sér skyldur þess. Forsetaembættið eins og það er nú gæti keypt hver sem er. Pen- ingarnir flæða um þjóðfélagið sem ár í vorleysingum. Við höfum staðið af okkur náttúruhamfarir, drepsótt- ir, erlent yfirvald og bandaríska herinn. Þjóðfélag okkar er nú frjórra en nokkru sinni fyrr. Menn yrkja ljóð, semja lög, syngja í kór- um, iðka hljóðfæraleik, nánast allir vinna við skapandi verk. Athafna- skáldin skara fram úr, svo sem Össur, fiskverkandinn á Bakkafirði og Þorsteinn Már. Það getur ekk- ert drepið neistann sem býr með þessari þjóð. Nú erum við svo lánsöm að fá aðal í landið til að kenna okkur kurteisi. Íslendingar skulu hafa þjóðhöfðingja. Vilhjálmur kardinal- is, erindreki páfa, kom til Niðaróss árið 1247 til að vígja Heinrek Kárs- son til Hólabiskupsstóls. Vilhjálmur sagði við það tækifæri ósannlegt að Ísland þjónaði eigi undir einn kon- ung sem öll lönd í veröldu. Verði framhald á árshátíð- arhljómleikum Symfóníuhljómsveit- arinnar vinsamlegast verði þeir haldnir í öðru landi en Íslandi. Vér Íslendingar erum kjarninn. Hismið burt. STEINUNN THEODÓRSDÓTTIR, Hagamel 16, Reykjavík. Symfónían og forsetaembættið Frá Steinunn Theodórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.