Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 48
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG ÆTLA ÚT AÐ
SLÁ BLETTINN
EFTIR AÐ ÉG HEF SKRÚFAÐ
SLÁTTUVÉLINA AFTUR SAMAN!
SKIPTILYKIL?
EINMITT ÞAÐ SEM MIG
HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í:
EINKARITSKOÐARI
ÞÚ ÆTTIR
EKKI AÐ
HORFA Á
ÞETTA
ÁTTU EIN-
HVERN
PENING?
NEI! HVERNIG
VERÐUM VIÐ
OKKUR ÚTI
UM PENING?
ER EKKI
EINHVER
SEM VIÐ
GETUM
KÆRT?
MÉR HEFUR GENGIÐ SVO
ILLA AÐ SOFNA
UNDANFARIÐ
HEFURÐU
PRÓFAÐ AÐ TELJA
KINDUR?
JÁ, EN ÞAÐ HEFUR EKKI
GERT NEITT GAGN...
... ENDA
GET ÉG BARA
TALIÐ UPP AÐ
FIMM
HÉRNA STENDUR AÐ
KEPPENDUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM
ÞURFI AÐ GEFA ÞVAGSÝNI
GRÍMUR GEFUR ÞVAGSÝNI
Á HVERJUM DEGI,
SEX MISMUNANDI AÐILUM.
FJÓRUM TRJÁM OG TVEIMUR
BRUNAHÖNUM
SJÁUMST
SEINNA. ÉG ÆTLA
AÐ NÆLA MÉR Í
GULLIÐ
ÉG HEF VERIÐ AÐ VELTA FYRIR MÉR SUMRINU.
TÓKST MÉR AÐ GERA ÞAÐ SEM ÉG ÆTLAÐI MÉR?
HREYFÐI ÉG MIG NÓG? LAS ÉG
NÓGU MARGAR BÆKUR? EYDDI ÉG
NÓGU MIKLUM TÍMA MEÐ
BÖRNUNUM?
TÓKST MÉR
AÐ SLAKA
NÓGU
MIKIÐ Á!?!
ÞÚ
REYNDIR
ALLA VEGA
ÞAÐ ER BARA
EIN LEIÐ TIL AÐ
SANNREYNA
SÖGU RÓSU
ÞAÐ ER AÐ
FINNA
TARANTÚLUNA
ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ
SKYNJARARNIR MÍNIR
HAFI FUNDIÐ HANN.
ÞARNA ER
HANN!
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 12. janúar, 12. dagur ársins 2006
Ég heiti því að byrjaað reykja á nýju
ári. Ég heiti því að
hætta að tala við
heimskt fólk. Ég heiti
því að venja dóttur
mína af bleiu. Ég heiti
því að hætta að tala
upp úr svefni. Ég heiti
því að borða meira af
góðum mat þetta árið.
Ég heiti því að syngja
hærra og meira á göt-
um úti en nokkru sinni
áður. Ég heiti því að
skerða ekki hár á
höfði mínu.“
x x x
Þetta eru nokkur dæmi um ára-mótaheit sem fólk lofaði sjálfu
sér og öðrum þessi áramótin. Þau
flokkast ekki undir hin hefð-
bundnu heit um bót og betrun í
líkamsrækt eða annað í þeim dúr.
Bridget Jones var mjög dugleg að
strengja þess heit að drekka
minna hvítvín og reykja færri síg-
arettur, en tókst aldrei að standa
við það, enda er það ein af ástæð-
um þess hversu vel okkur líkar við
hana, við könnumst svo vel við
þennan breyskleika.
Áramótaheit erukannski ekkert
endilega til þess að
standa við þau, heldur
til að minna sig á hvað
má betur fara. Og það
er svo margt sem má
betur fara en ekkert
endilega það sem aðrir
ætlast til. Til dæmis
strengdi einhleyp
mjúk kona á fimm-
tugsaldri þess ekki
heit að missa einhver
kíló á árinu, heldur
strengdi hún þess heit
að taka sér að lág-
marki tvo elskhuga í
hverjum mánuði nú á nýju ári.
Henni fannst hún alls ekki hafa sofið
nógu mikið hjá á gamla árinu.
x x x
Og önnur einhleyp kona á fertugs-aldri lýsti því ekki yfir í ára-
mótaboði fjölskyldunnar að hún ætl-
aði að finna sér mann á nýju ári,
heldur ætlaði hún að verða barns-
hafandi. Hún lofaði sjálfri sér og öll-
um viðstöddum að vera með flotta
bumbu næsta gamlárskvöld, því
henni finnst einfaldlega kominn tími
til þess að hún fjölgi sér.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Leikhús | Á laugardagskvöldið verður fimmtugasta sýning á leikritinu Ég er
mín eigin kona í Iðnó. Leikritið er eftir Bandaríkjamanninn Doug Wright og
hefur hlotið fjölda verðlauna vestra, m.a. bæði Pulitzer- og Tony-verðlaunin.
Það byggist á sannsögulegum atburðum og er aðalpersónan hin þýska Char-
lotte von Mahlsdorf, sem fæddist karlmaður en kaus að lifa lífi sínu sem
kona. Það er Hilmir Snær Guðnason sem fer með öll 35 hlutverk leiksins og
leikstjóri er Stefán Baldursson.
Kona í fimmtugasta sinn
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða
hólpinn og heimili þitt.“ (Post. 16, 31.–33.)