Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Upplifðu ástina og kærleikann
Sýnd kl. 4 Íslenskt tal
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
20% afsláttur af miðaverði
fyrir viðskiptavini KB Banka
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 B.i. 14 ára
Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliam
byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt
Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum
EINNIG SÝND Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM
SJÚKUSTU
FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Stranglega bönnuð innan 16 ára
H.J. / MBL
Sími 564 0000Miða sala opn ar kl. 15.15
“…mikið og
skemmtilegt
sjónarspil...”
JUST FRIENDS
Stranglega bönnuð innan 16 ára
400 KR Í BÍÓ*
Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
20% afsláttur af miðaverði
fyrir viðskiptavini KB Banka
Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 6 Íslenskt tal
Stranglega bönnuð innan 16 ára
JUST FRIENDS
Stranglega bönnuð
innan 16 ára
GRÍNSMELLUR ÁRSINS!
Sýnd kl. 10
JUST
FRIENDS
Ó.Ö.H. / DV
D.Ö.J. / Kvikmyndir.comA.G. / BLAÐIÐ
Ó.Ö.H. / DV
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
A.G. / BLAÐIÐ
Ó.Ö.H. / DV
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
A.G. / BLAÐIÐ
Ó.Ö.H. / DV
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
A.G. / BLAÐIÐ
Dóri DNA / DV
V.J.V . / TOPP5.IS
K&F / XFM
Dóri DNA / DV
HJ / MBL
V.J.V . / TOPP5.IS
K&F / XFM
Dóri DNA / DV
HJ / MBL
V.J.V . / TOPP5.IS
K&F / XFM
Dóri DNA / DV
HJ / MBL
V.J.V . / TOPP5.IS
K&F / XFM
H.J. / MBL
H.J. / MBL
Sýnd kl. 5.45 B.i. 12 ára
H.J. / MBL
ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM
SJÚKUSTU
FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM
SJÚKUSTU
FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM
SJÚKUSTU
FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Líkt og undanfarin ár verðurAlliance Français ogfranska sendiráðið, í sam-
vinnu við Sambíóin, Græna ljósið,
Senu, Myndform ofl., með álitlega
kvikmyndaveislu Festival du film
français í Háskólabíói dagana 12.–
30. janúar. Hún hefst í kvöld með
sýningu á opnunarmyndinni Lemm-
ing, þar sem leikstjóri hennar og
heiðursgesturinn Dominik Moll,
verður viðstaddur. Hefð er orðin
fyrir hátíðinni, sem kemur siglandi
eins og suður-evrópskur ljósgeisli
inn í skammdegið og veturinn. Hún
hefur verið að festa sig í sessi og
jafnt og þétt að bæta við sig aðsókn-
arlega.
Að venju gætir ýmissa grasa,
bæði dramatískra-, gaman-,
spennu- og glæpamynda, frá þess-
ari rótgrónu kvikmyndaþjóð.
Myndirnar eru flestar gerðar á síð-
ustu tveimur árum og finna örugg-
lega flestir eitthvað við sitt hæfi.
Þessi litríki myndahópur er gerð-
ur af nokkrum af fremstu og for-
vitnilegustu leikstjórum og hand-
ritshöfundum landsins og í honum
að finna ófáar af helstu stjörnum
Fransmanna í dag, eins og Tautou,
Béart, Auteuil og Binoche; hina fá-
séðu, ensku, stórleikkonu Charlotte
Rampling og spænsku bombuna
Victoriu Abril (101 Reykjavík)
Lemming / Læmingi
Frakkland 2005, 129 mín.
GAMANMYND
Leikstjóri: Dominik Moll. Leik-
arar: Laurent Lucas, Charlotte
Gainsbourg, Charlotte Rampling.
Þessi umtalaða og athyglisverða
mynd segir af ungum verkfræðingi
og konu hans, sem bjóða yfirmanni
og eiginkonu verkfræðingsins til
kvöldverðar. Eiginkona yfirmanns-
ins hegðar sér mjög undarlega allt
frá upphafi og þegar hræ af tor-
kennilegu nagdýri finnst í stífl-
uðum eldhúsvaski fara hlutirnir úr
böndunum.
Þessi kolsvarta grínspennumynd
var tilnefnd til Gullpálmans á Cann-
es í fyrra og leikstjóri myndarinnar
og heiðursgestur hátíðarinnar,
Dominik Moll, vakti einnig mikla
hrifningu á Cannes fyrir fyrstu
mynd sína, Harry, un ami qui vous
veut du bien, sem var feikivinsæl á
þessari hátíð fyrir nokkrum árum.
Lemming er þriðja mynd leikstjór-
ans og hefur henni verið líkt við
verk meistara Hitchcock.
Caché (Hidden)/Falinn
Frakkland 2005/117mín
DRAMA/SPENNA
Leikstjórn & handrit: Michael
Haneke (La Pianiste, Das Schloß,
LeTemps du loup). Aðalhlutverk:
Daniel Auteuil og Juliette Binoche
Tveir af vinsælustu leikurum
Frakka fara á kostum í þessari
mögnuðu og ógleymanlegu mynd,
sem hefur farið mikla sigurför und-
anfarið og rakað til sín meiriháttar
verðlaunum um allan heim. Á Cann-
es-hátíðinni í maí var hún tilnefnd
til Gullpálmans, fékk verðlaun fyrir
bestu leikstjórn, valin besta mynd
hátíðarinnar af gagnrýnendum og
sérstök verðlaun dómnefndar. Á af-
hendingarhátíð Evrópsku kvik-
myndaverðlaununum í fyrra, sigr-
aði hún margfalt og var kjörin
Besta mynd Evrópu ’05.
Hjónin George (Auteuil) og Anne
(Binoche), lifa góðu lífi meðal milli-
stéttarinnar í París. Það fer smám
saman úr skorðum þegar þeim fara
að berast nafnlauar sendingar;
spólur af þeim sjálfum, teknar upp
fyrir utan heimili þeirra, ásamt
ógnvænlegum teikningum. Upptök-
urnar verða persónulegri og ljóst
er að sendandinn hefur þekkt
George í langan tíma. George finn-
ur að váin hangir yfir honum og
fjölskyldu hans, en þar sem engin
leið er að sanna hana, getur lög-
reglan ekkert viðhafast. Álagið á
hjónabandið og fjölskyldulífið er
óþolandi og George sér enga leið út
úr ógöngunum, aðra en að taka
sjálfur á málunum.
Les poupées russes /
Babúska
Frakkland 2005, 125 mín.
GAMANDRAMA
Leikstjóri: Cédric Klapisch. Leik-
arar: Romain Duruis, Audrey
Tautou, Cécile de France.
Hér er komið sjálfstætt framhald
Evrópugrautarins, einnar vinsæl-
ustu myndar þessarar hátíðar fyrir
ári. Xavier er þrítugur og hefur lát-
ið draum sinn rætast um að gerast
rithöfundur. Hann er þó ekki fylli-
lega sáttur og á í erfiðleikum með
að festa ráð sitt. Vegna vinnu sinn-
ar þarf hann að ferðast til Lundúna
og Pétursborgar og hugsanlega
gera þessi ferðalög honum kleift að
sætta vinnuna, ástina og ritstörfin.
Í einkalífinu gengur ekki betur
þar sem hann virðist einungis
flakka á milli kvenna í röð skyndi-
kynna og í þau skipti sem hann hitt-
ir einhverja sem er þess virði að
halda, tekst honum jafnan að eyði-
leggja það.
Le rôle de sa vie /
Draumahlutverkið
Frakkland 2004, 102 mín.
DRAMA
Leikstjóri: François Favra. Leik-
arar: Agnès Jaoui, Karin Viard,
Jonathan Zaccaï. Viard hefur hlotið
mikið lof og prís fyrir túlkun sína á
Claire Rocher, blaðamanni sem
kynnist kvikmyndastjörnunni
Elisabeth. Þær eru eins ólíkar og
hægt er að hugsa sér og líf Claire
gerbreytist þegar hún er ráðin sem
aðstoðarkona Elisabeth. Smám
saman tekst með þeim vinátta, eða
það heldur Claire.
Les égarés / Villigötur
Frakkland 2003, 95 mín.
STRÍÐSDRAMA
Leikstjóri André Techniné. Leik-
arar: Emmanuelle Béart, Gaspard
Ullied.
Með aðalhlutverkið fer hin
heillandi Béart (Un coeur en hiver),
Parísarkonuna Odile, sem leggur á
flótta ásamt börnum sínum þegar
þýski herinn er kominn að borg-
armörkunum árið 1940. Þau lenda í
slagtogi við undarlegan pilt og í
sameiningu reyna þau að bjarga sér
sem best þau geta á meðan hild-
arleikurinn geisar. Techniné hlaut
César fyrir leikstjórnina.
Depuis qu’Otar est parti /
Síðan Otar fór
Frakkland 2003, 102 mín.
DRAMA
Leikstjóri: Julie Bertucelli. Leik-
arar: Esther Gorintin, Dinara
Droukarova, Nino Khomasuridze.
Saga þriggja kynslóða
georgískra kvenna sem lifa mein-
lætalífi í gamalli íbúð í Georgíu.
Amman fær reglulega bréf frá syni
sínum Otar sem býr í París, þar til
dag einn. Myndin vann til verðlauna
á Cannes ’03, og hlaut jafnframt
frönsku César-verðlaunin sem
besta byrjendaverk leikstjóra.
A tout de suite /
Bless á meðan
Frakkland 2004, 95 mín.
VEGAMYND
Leikstjóri: Benoit Jacquot. Leik-
arar: Isild Le Bescom, Ouassini
Embarek, Nicolas Duvauchelle.
Jacquot, sem var tilnefndur til
Gullpálmans á Cannes fyrir fáein-
um árum fyrir L’École de la chair,
er með forvitnilega vegamynd um
millistéttarstúlkuna Lili, sem er rif-
in úr vernduðu umhverfi í foreldra-
húsum þegar hún leggast á flæking
með kærastanum á flótta undan
réttvísinni. Þau ferðast um Spán,
Marokkó og Grikkland og Lili verð-
ur að endurmeta líf sitt.
Cause toujours! /
Talað fyrir daufum eyrum
Frakkland 2004, 87 mín.
GAMANMYND
Leikstjóri: Jeanne Labrune. Leik-
arar: Victoria Abril, Jean-Pierre
Darroussin, Sylvie Testud.
Það er engin önnur en spænska
stórleikkonan og „Íslandsvin-
urinn“, Abril, sem fer með aðal-
hlutverkið í þessari umtöluðu gam-
anmynd um traust og efasemdir.
Ýmsir atburðir í hversdaglífinu
geta orðið til þess að krydda til-
veruna. Þannig getur mölfluga í
eldhúsinu leitt til njósna um náung-
Suður-evrópsk-
ur ljósgeisli í
skammdeginu
’Myndirnar eru flestargerðar á síðustu tveim-
ur árum og finna örugg-
lega flestir eitthvað við
sitt hæfi.‘
AF LISTUM
Sæbjörn Valdimarsson
Les poupées russes: Hér er komið sjálfstætt framhald Evrópugrautarins,
einnar vinsælustu myndar þessarar hátíðar fyrir ári.
Lemming: Þessi grínspenna var tilnefnd til Gullpálmans á Cannes í fyrra.
Caché: Tveir af vinsælustu leikurum Frakk
farið sigurför um heiminn undanfarið.