Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 60
EKKERT útlit er fyrir að draga muni
úr útrás íslenskra fyrirtækja og at-
hafnamanna í Danmörku, þvert á
móti er þess að vænta að fjárfestingar
Íslendinga þar muni aukast. Þetta er
mat Stig Madsen, eins af eigendum
Deloitte í Danmörku, en hann er einn
af þeim sem halda erindi á skattadegi
Deloitte, Samtaka atvinnulífsins, Við-
skiptaráðs Íslands og Viðskiptablaðs
Morgunblaðsins á Hótel Nordica í
dag.
„Ég held að þeir [Íslendingar] séu
rétt að byrja. Það eru mjög mörg fjár-
festingatækifæri fyrir hendi í Dan-
mörku þessa dagana og þannig verð-
ur það áfram í ár,“ segir Madsen en
hann og fyrirtæki hans hefur komið
að meira en helmingi uppkaupa Ís-
lendinga á fyrirtækjum í Danmörku
og m.a. að þeim kaupum sem vakið
hafa einna mesta athygli þar.
Madsen segir mikinn uppgang vera
í dönsku efnahagslífi og nefnir að í
fyrra hafi verið stofnuð þar 50 þúsund
ný fyrirtæki.
„Flest af þeim eru auðvitað lítil,“
segir Madsen, „en að auki munu svo
mörg fyrirtæki skipta um eigendur,
þ.e. yngri menn munu taka við þeim.
Menn reikna með að á næstu fimm ár-
um muni nýir eigendur kaupa 30–40
þúsund fyrirtæki í Danmörku. Ég tel
að um tvö þúsund af þessum fyrir-
tækjum geti verið áhugaverð fyrir ís-
lenska fjárfesta.“
Sóknin í Danmörku
mun halda áfram
Fjárfestingar | B14
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
MUNUR á lægsta og hæsta verði
heillar og hausaðrar rauðsprettu er
111% í verðkönnun sem verðlagseft-
irlit ASÍ
gerði í 23
verslunum á
höfuðborg-
arsvæðinu
og á Akur-
eyri sl.
þriðjudag. Í
tólf tilvikum
af tuttugu og
sjö var yfir
50% munur á
hæsta og
lægsta verði
afurða.
82% verð-
munur var á
hæsta og lægsta verði karfaflaka
með roði og 81% munur á verði stór-
lúðu í sneiðum.
Verðlagseftirlitið kannaði síðast
verð á fiski í lok árs 2003. Þegar sú
könnun er borin saman við þessa
kemur í ljós að meðalverð allra af-
urða að tveimur undanskildum hefur
hækkað milli kannana. Mest hækk-
uðu bleikjuflök með roði um tæp 23%
og stórlúða í sneiðum um 20%. | 26
Mikill verð-
munur á fiski
LÝSTAR kröfur í þrotabú Slipp-
stöðvarinnar hf. nema um 1,4 millj-
örðum króna að því er fram kom á
fyrsta skiptafundi búsins sem haldinn
var í gær. Veðkröfur nema ríflega
einum milljarði og á þýska félagið
DSD-Noell bróðurpart þeirra, lýsir
kröfu upp á rúmlega 625 milljónir
króna. Slippstöðin var undirverktaki
þýska fyrirtækisins vegna verkefnis
við Kárahnjúka. Forgangskröfur,
einkum launakröfur og kröfur frá líf-
eyrissjóðum, nema 128 milljónum
króna og þá er lýst almennum kröfum
í búið að upphæð 213 milljónir króna.
Sigmundur Guðmundsson, skipta-
stjóri þrotabúsins, sagði að á fund-
inum hefðu komið fram þónokkur
mótmæli vegna afstöðu hans til ein-
stakra krafna. Skiptastjóri hefur til
að mynda ekki tekið afstöðu til al-
mennra krafna né heldur krafna sem
urðu til eftir gjaldþrot félagsins í
byrjun október síðastliðins, en hann
sagði ástæðuna þá að ekkert fengist,
að sínu mati, upp í þær.
Sigmundur sagði að eignir þrota-
búsins væru metnar á um 135 millj-
ónir króna, þe. fasteignir á slippsvæð-
inu, vélar og tæki.
Viðræður um sölu eigna
Viðræður hafa staðið yfir um að
Slippurinn kaupi þær eignir þrota-
búsins að sögn Sigmundar. Hann á
von á að af sölunni geti orðið á næst-
unni, en þó geta mótmæli sem fram
komu á skiptafundi í gær tafið málið.
„Ég vona að svo verði ekki,“ sagði
Sigmundur. Hann kveðst munu boða
til fundar með þeim sem í hlut eiga og
reyna að sætta sjónarmið, en takist
það ekki er möguleiki á að vísa mál-
um til Héraðsdóms Norðurlands
eystra, sem myndi þá leysa úr ágrein-
ingi. „Næstu skref eru að greiða úr
mótmælum, fá einhvern botn í þau
mál og afgreiða þau.
Sigmundur sagði að á skiptafundi í
gær hefði mikið verið rætt um að-
draganda gjaldþrots Slippstöðvar-
innar, hann sagðist hafa skoðað hvað
gerðist fyrir gjaldþrot og þá með það
í huga hvort eignir fyrirtækisins
hefðu hugsanlega verið rýrðar. „En
ég tel ekki svo vera,“ sagði Sigmund-
ur.
Lýstar kröfur í þrotabú Slippstöðvarinnar nema um 1,4 milljörðum króna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lífið gekk sinn vanagang í gær á athafnasvæði Slippsins Akureyri ehf., sem stofnað var í kjölfar gjaldþrots Slippstöðvarinnar hf. í haust.
Eignirnar voru ekki rýrðar
að mati skiptastjórans
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Í BÍGERÐ er umfangsmikil end-
urbót á stjórn umferðarflæðis á
höfuðborgarsvæðinu með því að
koma á miðlægri tölvustýringu fyr-
ir umferðarljós og reiknað er með
að fyrsta áfanga ljúki næsta haust
en samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni, sem stendur að
framkvæmdunum með Reykjavík-
urborg, er vonast eftir að samn-
ingar verði undirritaðir í næstu
viku.
Breytingarnar munu m.a. fela í
sér að hægt verður að breyta ljósa-
gangi umferðarljósa frá stjórnstöð
og greiða fyrir umferð við sér-
stakar aðstæður, s.s. við stærri
íþróttaviðburði eða tónleikahald
svo dæmi séu tekin. Hægt verður að
notast við sjálfvirka teljara til að
stjórna ljósaganginum mun betur
en gert er í dag og jafnframt verð-
ur lögð áhersla á að auka tíma
græna ljóssins á þeim leggjum sem
mest umferð er á og stytta þannig
heildartafir, minnka bensíneyðslu
og mengun. Talið er að hægt sé að
minnka tafir um fimm til tuttugu
prósent í umferðarkerfinu.
Kostnaður á milli
100 og 150 milljónir
Fyrsta skrefið er að tölvutengja
umferðarljós við stjórnstöð og
verða um tuttugu ljós tekin í
notkun í fyrsta áfranga – á helstu
stofnbrautum, s.s. Sæbraut og
Kringlumýrarbraut. Tilboð bárust
frá Smith & Norland , EJS og
Nortek og á fundi framkvæmda-
sviðs Reykjavíkurborgar 14. des-
ember sl. var ákveðið að tilboði
Smith & Norland yrði tekið. Enn á
þó eftir að ganga endanlega frá
málum og skrifa undir samninga.
Reiknað er með að kostnaður við
fyrsta áfanga nemi um 60 millj-
ónum, en hann felst meðal annars í
því að koma upp tölvustýrikerfi
sem heldur utan um stöðu umferð-
arljósanna. Heildarkostnaður við
framkvæmdirnar gæti hins vegar
hlaupið á 100 til 150 milljónum
króna.
Morgunblaðið/Júlíus
Tafir í umferðarkerfinu á höfuðborgarsvæðinu gætu minnkað um 5 til 20%
með tilkomu miðlægrar stjórnunar á umferðarljósum.
Umferðarljósum tölvustýrt
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FINNUR Árnason, forstjóri Haga,
vildi í samtali við Morgunblaðið ekk-
ert tjá sig um það hvort olíufélagið
Skeljungur, sem er í eigu Haga, væri
til sölu en samkvæmt heimildum
blaðsins hefur verið leitað að með-
eigendum að félaginu.
Finnur segir Skeljung vera vel
rekið fyrirtæki í góðum rekstri og
Hagar hafi ekki í hyggju að fara frá
rekstri þess.
Vilja með-
eiganda að
Skeljungi
LÖGREGLAN á Keflavíkurflug-
velli stöðvaði ungan ökumann við
Grænás klukkan rétt rúmlega níu
í gærkvöldi eftir að bifreið hans
hafði mælst á 141 kílómetra
hraða, en leyfilegur hámarkshraði
á þessum stað er 70 kílómetrar á
klukkustund. Að sögn lögreglunn-
ar telur hún þetta vera vítaverðan
akstur og má ökumaðurinn búast
við hárri sekt og sviptingu öku-
réttinda.
Ökumaður stöðvaður
á 141 km hraða
♦♦♦