Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
S EM NÝTIST
Kynntu þér fjölbreytt námsframbo› á
www.endurmenntun.is
e›a hringdu í síma 525 4444.
Mozart, 23.01.–20.02.
Skyggnst í klassíska tímabil tónlistarsög unnar og ferill Mozarts
rakinn frá æskuárum til dánardags. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu -
hljómsveit Íslands leika úr verkum meistarans.
Jómsvíkingasaga, 25.01.–01.03.
Sagan hefur oft verið talin til konungasagna en ekki er ólíklegt að
bókmenntalegra áhrifa gæti frá fornaldarsögum. Einstaklega
skemmtileg lesning sem víða er getið í íslenskum fornritum.
Verkefnastjórnun I, 30.01.–31.01.
Markmiðið er að kenna hvernig á að gera verkefnis áætlun sem
leggur grunn að framkvæmd verkefnis og eftirfylgni. AR
G
US
/
06
-0
01
7
NÁM
W
allace B. Broecker
er prófessor í
jarðefnafræði við
Columbia háskól-
ann í New York
og er hér á landi fyrir atbeina
Jarðvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands og Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Íslands, sem ákveðið
hefur að beita sér fyrir því að vís-
indamenn, fræðimenn og for-
ystumenn í listum, menningu og al-
þjóðamálum sæki Ísland heim og
haldi hér fyrirlestra undir samheit-
inu Nýir straumar. Fyrsti fyr-
irlesturinn fór fram fyrir fullu húsi
í Öskju, Náttúruvísindahúsi Há-
skóla Íslands, á föstudag og í
ávarpi sagðist forsetinn m.a. sér-
staklega ánægður með að fá til
landsins gamlan vin til að hefja
fyrirlestraröð sína.
Fyrirlestur Broeckers fjallaði
um glímuna við loftslagsbreyt-
ingar, hvernig mannkynið getur
tekist á við hlýnun loftslags af
völdum gróðurhúsaáhrifa og hvern-
ig draga megi úr aukningu kol-
tvíoxíðs í andrúmsloftinu. Telur
Broecker að brottnám koltvíoxíðs
úr andrúmsloftinu og binding þess
í jörðu sé ein mikilvægasta leiðin
til að takast á við loftslagsbreyt-
ingar.
Ólafur Ragnar tæpti einnig á því
í ávarpi sínu að Broecker, ásamt
föruneyti frá Columbia-háskóla í
New York, yrði hér á landi næstu
daga til að ræða mikilvæg málefni,
s.s. loftslagsbreytingar og bindingu
koltvíoxíðs, við frumkvöðla í ís-
lensku vísindasamfélagi en hug-
myndir eru uppi um að mynda
grunn að samvinnuverkefni Col-
umbia-háskóla, Háskóla Íslands og
rannsóknarstofnana. Þar yrði við-
fangsefnið m.a. frumathuganir á
möguleikanum að binda koltvíoxíð
á Íslandi, en íslenskur berg-
grunnur þykir ákjósanlegur til
þess.
25 milljarðar tonna koltvíoxíðs
Broecker segir að árið 2005 hafi
um 25 milljarðar tonna koltvíoxíðs
verið framleiddir í heiminum með
brennslu eldsneytis og yrði því
magni umbreytt í vökva myndi það
fylla þriggja rúmkílómetra tank.
Brennsla eldsneytis hefur orsakað
um 30% af aukningu koltvíoxíðs í
andrúmsloftinu frá byrjun iðnbylt-
ingarinnar og hefur magn koltvíox-
íðs í andrúmsloftinu þegar náð 380
milljónahlutum – og hækkað um
hundrað hluta frá því fyrir iðnbylt-
inguna. Vöxturinn á ári hverju er
nærri tveir milljónahlutar. Ef elds-
neyti á borð við olíu, gas og kol
heldur áfram að vera um 85% af
orkugjöfum, fólksfjölgun heldur
áfram að aukast og reiknað er með
frekari iðnþróun fátækari þjóða,
má gera ráð fyrir því að þessi tala
tvöfaldist og jafnvel þrefaldist á
komandi árum.
Umhverfissamtök hafa gert þá
kröfu að koltvíoxíð í andrúmsloft-
inu fari ekki yfir 450 milljónahluta.
Aðrir sem ekki eru eins bjartsýnir
sjá ekki fram á annað en að magn-
ið muni fara yfir 560 milljónahluta,
eða tvöfalt magn frá því fyrir iðn-
byltinguna, þrátt fyrir tilraunir til
að draga úr aukningunni. Svart-
sýnustu menn, sem óttast að ekki
verði gripið til nógu róttækra að-
gerða, spá því að snemma á næstu
öld verði magnið komið í 840 millj-
ónahluta. Það er þrefalt það magn,
sem var fyrir iðnbyltinguna, segir
Broecker og telur að þrátt fyrir að
orkugjafar á borð við olíu og gas
séu endanlegir, séu birgðir af kol-
um nánast ótakmarkaðar. Hann
segir kol geta mætt nær allri orku-
þörf í nokkrar aldir til viðbótar og
ennfremur að það verði mörg ár
þar til einhver annar orkugjafi geti
veitt kolum einhverja keppni.
Broecker segir því að umræðan
um gróðurhúsaáhrif snúist ekki svo
mjög um óvissu í spám um hækk-
andi gildi koltvíoxíðs í andrúmsloft-
inu en frekar um óvissuna um
áhrif á loftslagið sem aukningin
hefur í för með sér og hvað hægt
sé að gera til að draga úr þeim
áhrifum.
Reiknilíkön til að
spá um afleiðingar
Notast hefur verið við þróuð
tölvugerð reiknilíkön, þar sem líkt
er eftir aðstæðum jarðarinnar, til
að meta og spá um áhrif af tvöföld-
un koltvíoxíðs í andrúmsloftinu.
Segir Broecker að taki menn á
annað borð slíkar spár góðar og
gildar þá muni þvílík aukning
verða til þess fallin að meiri háttar
breytingar verði á loftslagi jarðar.
Breytingarnar muni hafa mikil
áhrif á lífshætti hverrar einustu
manneskju og dýra. En Broecker
játar þó, eins og hver einasti sér-
fræðingur um loftslagsbreytingar,
að mikil óvissa ríkir í kringum slík-
ar spár.
Til þess að reyna að eyða þeirri
óvissu gerði hópur breskra vísinda-
manna umfangsmiklar rannsóknir
á nákvæmni líkra reiknilíkana. Þeir
gerðu þúsundir prófa þar sem gildi
tvöföldunar koltvíoxíðs kom fyrir,
auk ýmissa annarra gilda, en þar
að auki voru gerð próf aftur í tím-
ann, til að meta áhrifin sem yrðu á
loftslagið. Niðurstöður þeirra prófa
bentu til þess að tölvugerðar eft-
irlíkingar drægju frekar úr áhrif-
unum á loftslagið frekar en að
gera of mikið úr þeim.
Á nokkurn hátt má þá tala um
tvær fylkingar manna, þ.e. annars
vegar þá sem neita að trúa spám
með tölvugerðum líkönum af áhrif-
unum og kjósa að bíða þar til vís-
bendingar um að gróðurhúsa-
lofttegundir valdi breytingum á
loftslagi verði sannreyndar áður en
gripið er til kostnaðarsamra að-
gerða. Svo eru það þeir sem segja
líkönin eins áreiðanlegar spár um
framtíðina og hægt er að ná að svo
komnu máli og vilja gera áætlun
um hvernig bregðast megi við.
Kyoto-bókunin
aðeins lítið skref
Broecker segir mannkynið í
kapphlaupi við tímann og það hafi
ekki efni á að bíða. „Á þeim þrjátíu
árum sem liðið hafa frá því hiti
jarðar fór hægt og bítandi að stíga,
hefur afar lítið verið að gert til að
hefta aukningu koltvíoxíðs í and-
rúmsloftinu. Kyoto-bókunin var
sett í gang, en hún er aðeins lítið
skref í átt að markmiðinu,“ segir
Broecker og bendir á að jafnvel þó
að þau lönd sem skrifuðu undir
bókunina standi við skuldbindingar
sínar muni losun koltvíoxíðs út í
andrúmsloftið aukast með hverju
ári vegna aukinnar notkunar á olíu,
gasi og kolum í þróunarlöndunum.
Hann segir að gera verði það að
lykilatriði að nema á brott kolt-
víoxíð sem kemur frá stórum orku-
verum en líka það sem er í and-
rúmsloftinu almennt og binda í
jörðu. Undirbúningur mun taka
talsverðan tíma og segir Broecker
að það ætti að taka um 60 til 80 ár
að koma verkefninu af stað. Frek-
ari rannsóknir þurfi að vinna
ásamt fjármögnun en að auki verði
að ríkja samkomulag um verkefnið
á milli ríkja heims og sá hluti verði
erfiðastur. Hann bendir á að nú
þegar sé fyrirtæki í Tucson í Ari-
zona í Bandaríkjunum að vinna að
byggingu frumgerðar á búnaði sem
geri mönnum kleift að nema kol-
tvíoxíð á brott.
Broecker segir spár liggja fyrir
um að hlýnun loftslags muni halda
áfram næstu 20–25 árin, en á þeim
tíma þurfi að þróa nýju aðferðina.
Hann segir þróunarvinnuna ekki
kosta mikið fé, þótt dýrt verði í
framtíðinni að koma breyttu kerfi í
framkvæmd og nefnir að orkuverð
myndi líkast til hækka um 20%.
„Ég reyni ekki að ýkja þegar ég
ræði um þessi mál en ég held að
við munum harma það, og afkom-
endur okkar munu harma það enn
meira, ef allar þær breytingar sem
við munum gera á jörðinni með
eldsneytisnotkun, gætum við gert
með 20% hærra orkuverði en með
þessum 20% gætum við numið á
brott og bundið koltvíoxíð,“ segir
Broecker og nefnir sérstaklega að
Íslendingar geti orðið frumkvöðlar
í þróuninni. Hann segir þetta stórt
tækifæri fyrir Ísland og að hér
ætti að huga að verkefninu af fullri
alvöru. Hann segir ástæðu þess að
hann sé hér, ásamt föruneyti sínu,
m.a. vera þá að skoða möguleika
þess að Ísland hýsi frumgerð þessa
búnaðar og að koltvíoxíð yrði þá
bundið í jörðu hér á landi. Þykir
íslenskur berggrunnur afar ákjós-
anlegur til þess.
Hann tók það þó fram að ekkert
væri ákveðið í þessum efnum og að
mikið af rannsóknum þyrfti að
gera áður, til að mynda á áhrifum
á umhverfið.
Broecker fagnaði og afstöðu
Ólafs Ragnars Grímssonar og von-
aði að fleiri leiðtogar heims myndu
taka undir með honum. Hann gerði
góðlátlegt grín að forseta Banda-
ríkjanna, George W. Bush, og dró í
efa að hann yrði jafn samvinnu-
þýður.
Íslendingar geta orðið frum-
kvöðlar í bindingu koltvíoxíðs
Morgunblaðið/Ómar
Fullt var út úr dyrum í Öskju á föstudag þegar Wallace S. Broecker hélt fyrirlestur sinn. Meðal gesta voru forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ.
Morgunblaðið/Ómar
Wallace S. Broecker, jarðefnafræðingu frá Columbia-háskóla, segir að ís-
lendingar geti orðið frumkvöðlar í þróun á bindingu koltvíoxíðs í jörðu.
Einn fremsti vísinda-
maður heims í rann-
sóknum á umhverf-
isbreytingum, Wallace
B. Broecker, fjallaði í
fyrirlestri um glímuna
við loftslagsbreytingar.
Andri Karl kynnti sér
hvernig mannkynið get-
ur tekist á við hlýnun
loftslags og hvernig Ís-
lendingar geta komið að
þeirri baráttu.
andri@mbl.is