Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 41
Fréttir
í tölvupósti
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 41
UMRÆÐAN
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
3
09
76
1
/2
00
6
www.urvalutsyn.is
Ferðir í eina og tvær vikur í janúar og
febrúar á hreint ótrúlegu verði.
39.900* kr.
Verð óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð.
*Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn
og flugvallarskattar.
Verð m.v. að bókað sé á netinu.
Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu
bætist við 2.000 kr. bókunar- og
þjónustugjald á mann.
Skelltu þér í sólina á frábæru verði!
Brottfarir Gistingar í boði
25. jan. og 1. feb. Montemar og Las Camelias.
Fleiri gistingar í boði.
Hafið samband við skrifstofu.
Fáðu ferðatilhögun, nánari upplýsingar um gisti-
staðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu!
Úrval-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000
Verð frá:
S U N N U D A G U R
5 D A G A V E Ð U R S P Á F Y R I R G R A N C A N A R I A
18ºC
17ºC
Heiðskírt
M Á N U D A G U R
18ºC
17ºC
Heiðskírt
Þ R I Ð J U D A G U R
18ºC
17ºC
Heiðskírt
M I Ð V I K U D A G U R
19ºC
18ºC
Heiðskírt
F I M M T U D A G U R
19ºC
17ºC
Heiðskírt
ÍSLENSKT þjóðfélag tekur
hröðum breytingum með hverju
ári sem líður. Faðir minn sem
fæddur er
snemma á síðustu
öld bjó sín fyrstu
ár á afskekktum
bæ austur á landi,
þar sem lífsbar-
áttan var hörð og
ekki mulið undir
nokkurn mann.
Nú býr hann í
hárri elli í sam-
félagi, sem engan
hefði getað
dreymt um í sveit-
inni, þar sem
hann fæddist.
Þetta samfélag
býður uppá full-
komið velferð-
arkerfi, heilsu-
gæslu og menntun
fyrir alla sem hug
hafa á og hæfi-
leika og löngun
til. Velmegun er
hér meiri en víð-
ast annars staðar
í heiminum og Ís-
land er eitt alls-
nægtaborð í flestu
tilliti.
Ekki sitja þó allir við borðið, því
lífið leikur marga grátt og mótlæti
er misskipt meðal manna. Sumt
fólk ánetjast áfengi og aðrir eit-
urlyfjum og óregla býr mörgum
fjölskyldum þung örlög og ógæfa
eins úr fjölskyldunni hvílir eins og
mara á ástvinum, sem ekki fá
neitt við ráðið.
Meðferðarúrræði hafa batnað til
muna á síðustu áratugum og sam-
tök eins og SÁÁ, Samhjálp, Byrg-
ið og Götusmiðjan hafa lyft grett-
istaki við að hjálpa fólki á réttan
kjöl.
Samt er það svo, að margt af
þessu ógæfufólki fellur í gegnum
möskvana á félagslegu öryggisneti
velferðarsamfélagsins. Þetta er
ekki margt fólk en þeim mun nöt-
urlegra er það fyrir okkur hin,
sem ekki skortir neitt, að þessi
ógæfa skuli eiga sér stað á okkar
vakt. Til þess að bæta þetta böl
þarf almenna hugarfarsbreytingu .
Við verðum að einsetja okkur að
sú samhjálp og náungakærleikur
sem við viljum telja meginein-
kenni þjóðarinnar verði virkjaður í
samvinnu við ríki og borg til að
hjálpa þeim sem hafa villst af leið
aftur á rétta braut og til að verða
virkir í samfélaginu á ný.
Mér sýnist að bestur árangur
náist hjá samtökum eins og nefnd
eru hér að ofan og eru
auðvitað fleiri, en þau
þurfa öflugan stuðning til
sinna kærleiksverka.
Sá stuðningur þarf að
koma frá okkur þegn-
unum beint og flest okk-
ar geta vel séð af nokkr-
um krónum til slíkra
mála og svo þarf auðvitað
að koma til stuðningur
frá hinu opinbera. Sama
hugsun á við varðandi þá
sem hungraðir kunna að
vera og heimilislausir.
Við getum ekki verið
þekkt fyrir að búa við
mestu velsæld í sögu
þjóðarinnar og vera að-
gerðarlaus, þegar vitað
er að fólk í borginni okk-
ar fer að sofa glor-
hungrað og sumir eiga
hvergi höfði sínu að halla.
Enn og aftur, þetta er
ekki risavaxið verkefni og
fjöldinn alls ekki það
mikill að það ætti að vaxa
neinum í augum.
Þær kynslóðir sem
lyftu landinu úr sárri fátækt til
velmegunar og gaf okkur í arf eitt
mesta velferðarsamfélag í heimi,
hefði áreiðanlega sett það skilyrði
fyrir arfinum, að við hjálpuðum
meðbræðrum okkar í erfiðleikum,
ef þeim hefði dottið í hug að taka
þyrfti fram svo sjálfsagðan hlut.
Möskvastærð
velferðarinnar
Eftir Gest Kr. Gestsson
’… margt afþessu ógæfu-
fólki fellur í
gegnum möskv-
ana á félagslegu
öryggisneti vel-
ferðarsam-
félagsins.‘
Gestur Kr. Gestsson
Höfundur er sölumaður og flutn-
ingaráðgjafi, sækist eftir 2. sæti í
prófkjöri Framsóknarflokksins í
Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík