Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 66
Íhúsakynnum Alliance Française á Tryggvagötunnier ólíkt hlýrra en úti í snjó-komu og norðanblæstri.
Karlmaður skoðar bækur í hillu,
rennir fingrinum eftir brúninni og
gaumgæfir hvaða bókatitla hann
finnur. Þetta er Dominik Moll,
kvikmyndaleikstjóri frá Frakklandi.
Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur
Frakki, fæddur í Þýskalandi árið
1962 en búsettur í París. Dominik
gerði sína fyrstu stuttmynd fyrir
meira en 20 árum og kvikmyndir í
fullri lengd eru orðnar þrjár.
Harry, un ami qui vous veut du
bien kom út fyrir fimm árum og
vakti mikla athygli.
Í fyrra gekk Dominik eftir rauð-
um dregli í Cannes og átti opn-
unarmynd hátíðarinnar. Nú kemur
hann sér fyrir í sófa á Íslandi –
glaðlegur og afslappaður, stráksleg-
ur og fullkomlega laus við stjörnu-
stæla – og gerir sig kláran til að
sitja fyrir svörum.
Nýjasta myndin er að mörgu
leyti óræð og það vafðist fyrir
blaðakonu hvernig gera ætti grein
fyrir henni. Þetta er spennuþrungið
drama, kannski sálfræðitryllir, en
einnig kvikmynd með yfirnátt-
úrulegum atburðum, þar sem mörk
á milli persóna verða óljós.
Þegar hlutirnir
fara úr böndunum
– Það er ansi margt í nýju mynd-
inni þinni. Um hvað finnst þér sjálf-
um hún vera?
Dominik brosir, hugsar málið og
verður síðan alvarlegur. „Ætli það
sé ekki best að segja að hún sé um
það sem þú getur stjórnað í lífi
þínu og það sem þú getur ekki
stjórnað. Eða það sem þú myndir
vilja geta stjórnað og það sem fer
úr böndunum. Hún er líka um það
hvort þú vitir alltaf hver það er
sem er fyrir framan þig og hvernig
einhver sem þú þekkir vel, og held-
ur að þú þekkir inn og út, getur
breyst í einhvern ókunnugan.“
– Er þetta draugasaga?
„Þegar ég vann handrit mynd-
arinnar þá bjó ég hana til sem
draugasögu, þannig að svarið er já.
Á ákveðnu andartaki í myndinni
breytist þetta í slíka sögu. Auðvitað
er hægt að ímynda sér að að-
alsöguhetjan, Alain, búi allt til í
huganum á sér og að þetta sé bara
fantasía. Fyrir mér er þetta hins
vegar draugasaga – óvenjuleg
draugasaga. Það má kannski segja
að ég leiki mér með áhorfendur. Ég
myndi ekki segja að ég vilji vera
óljós en mér finnst fínt að myndin
sé óræð og að fólk viti ekki alltaf
hvað er raunverulegt og hvað ekki.“
– Myndin heitir eftir læmingja og
einn slíkur finnst óvænt í eldhús-
vaski. Hver er sagan á bak við
læmingjann?
„Læminginn er í raun og veru
upphafspunktur myndarinnar.
Þetta byrjaði satt best að segja
þannig að ég sá fyrir mér mann
sem var heima hjá sér að gera við
stíflaðan vask og í pípulögnunum
reyndist vera fastur læmingi. Ég
vissi ekki hvert þetta myndi síðan
leiða mig. Ég var hins vegar hrifinn
af þessu atriði því það var skrýtið
og kveikti ýmsar spurningar. Læm-
ingjar lifa ekki í Frakklandi. Þeir
koma frá Skandinavíu. Hvernig
komst dýrið þá þarna? Ég vissi
ekki svarið og byrjaði því að kanna
ýmsar leiðir til að sjá hvert þetta
gæti leitt. Vegna þess að senan er
furðuleg gaf það strax til kynna að
tónn myndarinnar yrði sérstakur.“
– Af hverju sástu læmingja fyrir
þér fastan í vaskinum en ekki eitt-
hvað annað, rottu til dæmis?
„Ég valdi læmingja því hegðun
þeirra hefur ekki enn verið skýrð
fullkomlega. Jafnvel þótt við vitum
að fjöldasjálfsmorðskenningin sé
röng [innsk. að læmingjar hlaupi í
hópum fyrir björg þegar stofninn
er orðinn of fjölmennur] er samt
enn ákveðin dulúð í sambandi við
hegðun þeirra.
Fyrir mér stendur læminginn
fyrir hluti sem ekki er hægt að
skýra og stjórna. Þegar Alain og
Bénédicte finna hann, er það tákn
um að líf þeirra sé við það að fara
úr böndunum. Alain er týpan sem
vill hafa stjórn á aðstæðum og hef-
ur meira að segja atvinnu af stjórn-
tækjum. Hann heldur að til þess að
vera hamingjusamur þurfi hann að
geta verið við stjórnvölinn og haft
hemil á tilfinningum sínum. Skyndi-
lega uppgötvar hann eitthvað sem
hann veit ekki hvaðan er komið,
auk þess sem um er að ræða dýr
sem er með dularfulla og óútskýrða
hegðun. Læminginn undirbýr þann-
ig jarðveginn fyrir aðra óræða
þætti sem eru við það að eiga sér
stað.“
– Hefurðu lengi haft áhuga á því
sem erfitt er að útskýra?
„Ég myndi ekki segja að ég hefði
áhuga á dulrænum efnum en ég er
hins vegar áhugasamur um það
órökrétta sem er falið á bak við það
rökrétta. Yfirborðið er kannski eðli-
legt en hvaða dularfullu hlutir leyn-
ast undir? Hverju er ekki hægt að
stjórna? Allir vilja getað stjórnað
aðstæðum sínum en það er ekki
endilega svo auðvelt!“
Kubrick, Lynch og Hitchcock
– Eru einhverjir sérstakir kvik-
myndaleikstjórar sem hafa haft
áhrif á þig? Af myndunum að
Franskur draugur og furðulegur
Dominik Moll, leikstjóri hinnar athyglisverðu kvikmyndar Lemming, veltir
fyrir sér af hverju svona fáir Íslendingar séu á götum úti.
Franski kvikmyndaleikstjórinn Dominik Moll vakti athygli í Cannes í
fyrra og kvikmyndin hans Læmingi (Lemming) var tilnefnd til Gull-
pálmans. Myndin er sýnd á Frönsku kvikmyndahátíðinni og Dominik
sjálfur er staddur hér á landi. Sigríður Víðis Jónsdóttir heyrði af draug-
um, dularfullum læmingja og íslenskri þögn.
Morgunblaðið/Golli
66 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM
SJÚKUSTU
FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
eeee
Ó.Ö.H. / DV
Stranglega bönnuð inn
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5 og 10 B.I. 12
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, 6 og 8
HOSTEL kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16
HOSTEL Í LÚXUS kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16
BROTHERS GRIMM kl. 2, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
THE FAMILY STONE kl. 2 og 4
DRAUMALANDIÐ kl. 2 og 4
Eins og það sé ekki nóg að ala upp 12 börn
Prófaðu að fara með þau öll í fríið!
Sprenghlægilegt framhald. Steve Martin fer enn og aftur á kostum!
Ein magnaðasta
mynd ársins
eee
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
Epískt meistarverk frá Ang Lee
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM****
JUST FRIENDS kl. 10 B.I. 12 ÁRA
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, 6 og 8
HOSTEL kl. 8
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 B.I. 14 ÁRA
DRAUMALANDIÐ kl. 2
BROTHERS GRIMM kl. 3.45
N ý t t í b í ó
Upplifðu ástina
og kærleikann
JUST
FRIENDS
FEITASTI
GRÍNSMELLUR ÁRSINS!
7Golden Globe tilnefningarm.a. besta mynd, besti leik-stjóri og besti leikari
Hlaut
Gullna ljónið
sem besta mynd ársins 2005 á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Valin besta mynd ársins af
bandarískum Gagnrýendum
(Critics´ Choice)