Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Jóhanna Thorsteinson – þinn liðsmaður 2. sætiðwww.johanna.is Framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 21.janúar 2006 BRIMIÐ skellur harkalega á ströndinni í vetrarveðrinu. Á Reykjanesi er strandlengjan víða heillandi en þó hættuleg á stöku stað þegar bylgjuhreyfingar hafsins og kraftur þeirra láta til sín taka. Það er því vissara að dást að náttúruöflunum að verki í öruggri fjarlægð. Morgunblaðið/RAX Úfnar öldur við ströndina Í BÍGERÐ er að setja upp sjö metra hátt útilistaverk eftir listakonuna Rúrí við Sólheima í Grímsnesi. Lista- konan vill lítið upplýsa um verkið annað en að mikið gler verði í því. Í viðtali við Tímarit Morg- unblaðsins í dag segir Rúrí m.a. frá uppvexti sínum og ferli, allt frá því hún vakti athygli fyrir að ráðast með sleggju til atlögu við gullinn Benz á Lækjartorgi og mölva hann niður árið 1974. Skemmst er að minnast gjörn- ingsins Vocal-2 sem Rúrí flutti á stór- tónleikunum „Ertu að verða náttúrulaus?“ í Laugardalshöll síðastliðna helgi en sagt var um viðstadda að þeir hefðu verið bergnumdir af uppákomunni. „Ég sé ekki hvernig við ætlum að lifa ef ekki á jörð- inni og þá hljótum við að þurfa að sýna henni virðingu, rétt eins og maður þarf að bera virðingu fyrir þeirri fjölskyldu sem maður ætlar sér að lifa í. Annars gerum við eins og köttur sem skítur í bælið sitt, það er við úthýsum sjálfum okkur,“ segir Rúrí. Útilistaverk eftir Rúrí við Sólheima BANDARÍSKA djasstríóið, The Bad Plus heldur tónleika á NASA sunnudaginn 12. mars næstkom- andi. The Bad Plus hefur und- anfarin ár notið síaukinna vin- sælda um allan heim en sveitin þykir fara hönd- um mjög frumlega um djasstónlistina þar sem ólíkum stefnum á borð við raftónlist, gruggrokk, popp og djass er blandað sam- an á frumlegan en um leið áheyrilegan hátt. Síðasta breiðskífa tríósins Suspicious Activity? (2005) hlaut víðast hvar lofs- verða dóma og vilja margir meina að þeir hafi komið djasstónlistinni til bjargar þeg- ar hún var við það að gefa upp öndina. Það er Event sem stendur að komu The Bad Plus hingað til lands. | 65 Slæmur plús á Íslandi STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra mun á næstunni kynna áætlun um það hvernig staðið verð- ur að uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni hvað snertir há- hraðatengingar, stafrænt sjónvarp til sjófarenda og dreifðari byggða um gervihnött og farsímakerfi, und- ir yfirskriftinni Altengt Ísland, en ríkisstjórnin ákvað síðastliðið haust að verja 2,5 milljörðum króna af söluverði Símans til slíkra verkefna. Samgönguráðherra mun kynna þessa fjarskiptaáætlun á fundum víða um land næstu vikurnar og fjarskiptasjóð sem stofnaður var með þessu fé. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins mun Póst- og fjarskiptastofnun halda utan um framkvæmdir og útboð vegna þessa. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að ljúka farsímavæðingu á þjóðvegi nr. 1 og á helstu stofnvegum og á fjölmenn- um ferðamannastöðum, en einnig á að efla stórlega aðgang landsbyggð- arinnar að háhraðatengingum. Út- boð á uppbyggingu farsímaþjónust- unnar verður innan fárra mánaða. Áætlað er að uppbyggingin fari fram næstu tvö árin og verði lokið árið 2007. Ekkert farsímasamband er víða á þjóðvegi 1 og skipta lengstu kafl- arnir tugum kílómetra, einkum norðanlands og austan. Bent hefur verið á að þetta geti haft hættur í för með sér í slysatilfellum og kom það berlega í ljós þegar kona velti bíl á Öxnadalsheiði fyrr í vikunni, sem sagt var frá í Morgunblaðinu, en aðeins einn vegfarandi kom til hjálpar. Þarna var símasambands- laust. Tugir kílómetra án sambands Lengstu kaflarnir sem eru án far- símasambands á þjóðvegi 1 eru 30– 40 kílómetra kafli á veginum á Öxnadalsheiði og innst í Norðurár- dal í Skagafirði, þjóðvegurinn um Möðrudalsöræfi á Norðausturlandi, kaflar á Austfjörðum, og á Síðu og í Fljótshverfi sunnanlands. Ingimar Eydal, aðstoðarslökkvi- liðsstjóri á Akureyri, segir að nauð- synlegt sé að bæta GSM-samband um fjölfarna þjóðvegi, eins og Öxnadalsheiðina, en engin byggð sé frá bænum Engimýri í Öxnadal að Kotum í Norðurárdal, sem sé um 30–40 kílómetra leið. Ljóst sé að símasambandsleysi geti kostað mannslíf ef alvarleg slys verði og tafir á því að boða björgunarlið. Útboð á uppbyggingu far- símanets á næstu mánuðum 2,5 milljörðum króna af söluverði Símans verður varið til að byggja upp farsímakerfi og háhraðatengingar á landsbyggðinni * !  ' +  * + , - )   . - / *  + 0 12  / + .+ 3  *  &  - 4 0 -   - /&5)3"& )  6  - *     " + +&/, - 8&9&9&    !  -    *%27   -  Á ÞESSU ári mun Þróunarsam- vinnustofnun Íslands hafa um 50% meira fjármagn til ráðstöfunar en á síðasta ári. Ástæðan er annars vegar sú að framlög ríkissjóðs hafa verið aukin og hins vegar gengis- breytingar, en framlög til þróun- armála eru reiknuð í dollurum. Þróunarsamvinnustofnun fær 947 milljónir á fjárlögum þessa árs, sem er 32% hækkun frá síðasta ári. Árið 2004 fékk stofnunin 486 millj- ónir á fjárlögum. Sighvatur Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Þróun- arsamvinnustofnunar, segir að vegna gengisbreytinga verði stofn- unin með um 50% meira fjármagn til ráðstöfunar í ár en í fyrra. Sighvatur segir fagnaðarefni að stjórnvöld skuli hafa ákveðið að auka framlög til þróunarsamvinnu, en þau hafa sett sér þá stefnu að framlögin nemi 0,35% af lands- framleiðslu á árunum 2008–2009. Hann segir að Þróunarsamvinnu- stofnun geti ekki aukið umsvif sín hraðar en þetta nema að breyta um stefnu. Stofnunin hafi markað þá stefnu að undirbúa öll verkefni vel áður en út í þau er farið, setja skýr markmið og fylgja þeim eftir allt til loka. Stofnunin sé að fara út í ný verkefni á Sri Lanka á sviði sjávar- útvegs og í Nikaragúa á sviði jarð- hitamála. Bæði verkefnin krefjist verulegs undirbúnings. Stofnunin er fyrir í verkefnum í Malaví, Mós- ambik, Namibíu og Úganda. Meira fé til þróunarsamvinnu  Fjárframlög | 8 FJÖLNOTA flugu- stöng, sem söngv- arinn og stang- veiðimaðurinn Engilbert Jensen hannaði, er nú framleidd hjá bandaríska fyr- irtækinu Scott, sem smíðar veiðisteng- ur í fremstu röð. Hin nýja lína flugustanga kallast E2. Þær eru 28 talsins og byggjast á hönn- un Engilberts. „Með þessu verkfæri hér,“ segir Engilbert og klappar á E2-stöngina, „hafði ég í huga fjölnota flugustöng, eina stöng fyrir öll verkefni. Hún er með mjúk- an topp, millistífa miðju og mjög harðan botn. Mjúki toppurinn gerir að verkum að þú getur veitt 400 gramma fisk og fundið þig vel með hann. Ef þú setur í stóran fisk sem tekur á móti, þá kemur hann niður í stífa botninn og þú getur alveg þreytt 20 punda fisk á stöngina, sem annars er fyr- irtaks silungastöng. Það þarf bara eina stöng í öll verkefni.“ | 26 Ein stöng fyrir öll verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.