Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í sex ár hefur Ragnheiður Ólafsdóttir búið íLondon og síðustu árin hefur hún fengistvið hönnun á leðurvörum og skartgrip-um. Framleiðsla hennar fæst í verslun-inni Flex í Bankastræti 11. Í febrúar næstkomandi munu Ragnheiður og samstarfsmaður hennar, Anthony Vrahimis, standa fyrir námskeiði í töskugerð sem mun verða auglýst hér á landi en haldið í London. Að- eins 5 til 6 nemendur geta tekið þátt í því. Allt byrjaði þetta með áramótaheiti að sögn Ragnheiðar, eða Röggu, eins og hún kallar sig. „Þá var ég 24 ára gömul og með þrjú börn, ég var full af útþrá og strengdi það áramótaheit að árið 2000, þegar ég yrði 45 ára, þá skyldi ég kaupa mér Chanel-dragt og fara til útlanda til að freista gæfunnar,“ segir Ragga, en hún var stödd hér á Íslandi í jólafríi á dögunum. „Ég sagði börnunum mínum þetta og þau spurðu oft hvað ég ætlaði eiginlega að gera er- lendis, en ég varðist allra fregna, enda vissi ég ekki hvað ég ætti eiginlega að taka mér fyrir hendur þegar þar að kæmi. Svo kom að því að árið 2000 var að renna upp. Ég átti orðið fyrirtæki, Fantasía hét það og seldi skart. Ég hefði vafalaust getað lifað vel á því fram á elliár. En ég vildi gera heit mitt að veru- leika. Þetta var auðvitað fífldirfska. Ég grét í þrjá mánuði áður en ég lét til skarar skríða. En svo seldi ég fyrirtækið og bílinn minn og leigði út íbúðina mína, börnin uppkomin fóru sína leið og ég hélt af stað til London. Vinkona mín hafði beðið mig um að útvega sér Au pair-stúlku. Ég hringdi í hana og sagðist vera með stúlku handa henni, hún væri að vísu svolítið gömul en mjög ágæt og kynni að ala upp börn. „Ert þetta þú?“ sagði vinkona mín. „Einmitt,“ svaraði ég. Hún réð mig á stund- inni og ég fór og hafði mjög gott af að breyta til, vera á róluvöllum með lítil börn og sinna hús- verkum. Vinkona mín borgaði mér laun og við fórum út að borða fyrir þau. Það var mjög gam- an hjá okkur þessa þrjá mánuði sem ég var hjá henni. Þá fór ég í skóla til Oxford. Ég hafði löngum verið lesblind og það háði mér mikið í skóla. Ég hélt kannski að þetta væri öðruvísi í háskólaborginni Oxford. En ég var jafnlesblind þar og hér á Íslandi, jafnvel þótt þeir væru þar með sérkennslu fyrir lesblinda.“ Frá því áramótaheitið var strengt og þar til Ragnheiður lagði af stað út í hinn stóra heim var líf hennar mjög viðburðaríkt. „Ég ólst upp í Kópavogi og var mjög klár krakki þar til ég fór í barnaskóla – þá var ég ekki lengur klár, lesblindan sá fyrir því. Á þeim árum var lesblinda ekki viðurkennt vandamál. Tvö af börnum mínum eiga líka við lesblindu að stríða. Þegar ég kom með þau í sama skólann og ég hafði verið í sem krakki komst ég að því að ekki var enn búið að viðurkenna lesblindu sem vandamál í þeim skóla. Ég eignaðist ung fyrsta barnið mitt, gifti mig svo og eignaðist tvö börn í viðbót en varð ein- stæð móðir 27 ára. Ég þurfti auðvitað að vinna fyrir mér og börn- unum og sinnti hinum fjölbreytilegustu störfum. Ég lærði hárgreiðslu en lauk því námi ekki og tilviljunin hagaði því svo að ég fór að vinna sem búningahönnuður fyrir auglýsingar, sjónvarp og kvikmyndir. Ég var með lítið fyrirtæki með vinkonu minni sem sinnti m.a. atvinnumiðlun og vörukynningu. Vinkona mín var klæðskeri að mennt og á kvöldin, þegar verkefni voru fyrir hendi í búningahönnuninni, var saumavélin tek- in fram og skrifstofan breyttist í saumastofu. Við höfðum oft ansi mikið að gera, t.d. meðan verið var að gera búninga fyrir kvikmyndina Nonna og Manna. Ég hannaði líka búninga fyrir Siggu Beinteins þegar hún keppti í Evróvisjón og fór með henni, Grétari Örvarssyni og Stjórn- inni út þegar þau urðu í 4. sæti. Um tíma vann ég hjá Stöð 2 sem búningahönnuður. Svo kom að því að ég fékk nóg af þessum geira og átti þann draum heitastan að fá vinnu frá kl. 9 til 5, eins og „allir hinir“. Ég var orðin þreytt á hinum óreglulega vinnutíma og óreglu- legu launagreiðslum og sá í hillingum stöðug- leika hins borgaralega lífs. En enginn vildi ráða mig í skrifstofuvinnu, ég sótti t.d. um vinnu á síma en þegar ferilskrá mín var skoðuð þótti undarlegt að ég vildi sinna slíkri vinnu. „Þú hefur gert svo margt, þú ættir ekki að vera að vinna á síma,“ var svarið. Hætti að telja við 10 þúsundasta hringinn Þá fór ég að vinna á saumastofu og í framhaldi af því ákvað ég að stofna fyrirtæki. Ég fékk horn í húsnæði hjá vinkonu minni sem nýlega hafði stofnað fyrirtæki og ein önnur kona var þarna líka. Sú fór á sýningu í New York og ég bað hana um að finna fyrir mig eitthvað sniðugt til að flytja inn. Hún kom með skrauthringa fyrir mig, ódýra en mjög fallega. Ég gróf upp fyrirtækið sem framleiddi þá og fékk að selja þá hér. Þessir hringar seldust mjög vel, ég hætti að telja þegar ég hafði selt 10 þúsund hringa. Smám saman vatt þetta upp á sig og ég seldi margs konar skart. Ég fór líka á námskeið hjá Iðntæknistofn- un og fleirum, sem haldið var fyrir konur sem vildu reka fyrirtæki. Það nám kom sér mjög vel fyrir mig og opnaði mér sýn inn í margt á þeim vettvangi.“ En hvenær skyldi leðurhönnunin hafa komið inn í myndina? „Eftir að ég kom frá Oxford fór ég aftur til vinkonu minnar og sá um sama leyti auglýst starf hjá fyrirtæki sem sá um innrömmun og lýsingu, m.a. hjá BT-símafyrirtækinu. Ég fékk þarna starf og ferðaðist mikið meðan ég vann þar, við hönnun á lýsingu og starfsumhverfi m.a., ferðalögin voru skemmtileg. Næst fór ég að vinna hjá vel efnuðum vís- indahjónum, þar hafði ég frí um miðjan daginn og þá skapaðist svigrúm til að læra eitthvað. Ég sá auglýsingu um námskeið í handtöskugerð. Ég fór til að athuga þetta og þegar ég kom þarna inn fann ég samstundis að þetta var það sem ég vildi gera. Ég varð beinlínis ástfangin af þessu viðfangsefni og sagði við manninn sem rak vinnustofuna, hann Anthony: „Ég ætla að flytja hérna inn, þú losnar aldrei við mig, ég ætla að læra allt sem þú getur kennt mér.“ Þannig byrjaði þetta. Þessi maður, sem er samverkamaður minn núna, er mjög menntaður á þessu sviði. Hann kenndi mér fyrst að gera handtöskur en svo lærði ég að leðurklæða hluti, innréttingar og gólf. Ég fór í læri hjá þessum manni og nú erum við með sitt fyrirtækið hvort en erum í góðu samstarfi. Hann ætlar, sem fyrr greindi, að kenna á þriggja mánaða námskeið- inu sem ég ætla að standa fyrir nú í febrúar. Nemendur munu læra að hanna hugmyndir sínar og þróa með sér mismunandi tækni og verklag sem notað er við handtöskugerð. Í lok námskeiðsins munu nemendurnir fara á stóra hönnunarsýningu á Ítalíu þar sem sýnd eru efni, leður, sylgjur og ýmsir fylgihlutir. Þessi ferð er innifalin í verði námskeiðsins, ásamt gistingu, öllu efni og vinnuaðstöðu.“ Skemmtilegt að hanna úr leðri „Leðrið er einstaklega skemmtilegt efni, það er gaman að hanna hluti úr því. Leðurgólf eru eitt af því vinsælasta hjá ríku fólki núna. Leð- urgólf eru skemmtileg, þau slitna vel og það má slípa þau upp ef þarf. Einnig hef ég hannað heil- margar leðurklæddar innréttingar, þær eru líka mjög vinsælar. Auk leðurvinnunnar er ég einnig að gera skart úr fiskihreistri – hreistri af karfaroði. Ég fæ það sent frá Íslandi og vinn svo út því á vinnustofu minni í London. Mikil sala hefur ver- ið á töskum sem ég hanna, ýmsum leðurhlutum og svo skartgripunum úr hreistrinu. Þetta er spennandi vettvangur og líflegur. Ég vinn bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og er í samstarfi við ýmsa hönnuði. Oft sendi ég líka hluti á sýn- ingar, t.d. á Ítalíu. Ég sé ekki eftir að hafa selt fyrirtækið mitt árið 2000, ég vildi breyta til og það tókst. Ég er minn eigin húsbóndi og líkar það mjög vel. Hingað til Íslands kem ég öðru hvoru, ég á hér dóttur og dótturdóttur. Einnig heimsæki ég hin börnin mín tvö sem búa erlendis, annað í Lúx- emborg og hitt á Ítalíu.“ Leðurgólf slitna vel Leður hefur löngum verið vinsælt efni til hönnunar. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ragn- heiði Ólafsdóttur, Röggu, sem hannar hluti úr leðri og einnig skartgripi úr fiskihreistri á vinnu- stofu sinni í London. Stigahandrið sem Ragga hannaði og leðurklæddi. Höldur á skápa og skúffur. Hönnuður: Ragga. Skápur sem Ragga hefur leðurklætt. Skart úr fiskihreistri sem Ragga hefur hannað. Box til að geyma flugur í, hönnuð af Röggu, eru til sölu í Flex í Bankastræti. Glæsilegar töskur, hannaðar af Röggu, eru til sölu í Flex í Bankastræti. Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Ólafsdóttir, eða Ragga. TENGLAR ........................................................... Nánari upplýsingar um námskeiðið getur fólk fengið á ragga@raggadesign.com eða í síma 0044-7880643440. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.