Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 54

Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 54
54 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lovísa Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1918. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 6. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðríður Hannesdóttir, f. 25. október 1879, d. 11. febrúar 1965, og Helgi Björnsson skipstjóri, f. 4. apríl 1863, d. 10. nóvem- ber 1921. Lovísa átti sjö systkini og einn fósturbróður, þau eru: Ingibjörg Sigríður, f. 1904, d. 1967, Friðsteinn Guðmundur, f. 1906, d. 1996, Guðbjörn Friðrik, f. 1909, d. 1977, Kristín, f. 1911, d. 1982, Unnur, f. 1914, d. 2003, Haf- steinn, f. 1917, d. 2005, og Helga, f. 1921, og fósturbróðir Lovísu var Björgvin Kristinn Friðsteinsson, f. 1901, d. 1925. Lovísa giftist 29. október 1938 Krist- jáni Vattnes Jóns- syni lögregluþjóni. f. á Vattarnesi við Reyðarfjörð 2. sept- ember 1916, d. í des- ember 1992. For- eldrar hans voru Magnea Torfadótt- ir, f. 22. janúar 1894, d. 20. septem- ber 1976 og Jón Ei- ríksson, f. 14. ágúst 1891, d. 9. september 1958. Lovísa og Krist- ján eignuðust 7 börn, þau eru: Magnea, f. 1939, Bryngeir, f. 1941, Helgi, f. 1942, d. 1959, Jón, f. 1945, d. 1982, Guðríður, f. 1947, Eyþóra, f. 1949, og Sólveig, f. 1951. Útför Lovísu fór fram frá Foss- vogskapellu 13. janúar í kyrrþey. Við kveðjum þig með kærleiksríkum huga þér Kristur launar fyrir allt og allt. Þú varst svo sterk og lézt ei böl þig buga og birtan skín í gegnum húmið kalt. Það er gott er lífsins degi lýkur, að ljómi birta um þann sem kvaddur er. Því eitt er víst, að Guð vor gæzkuríkur, glaða framtíð hefur búið þér. Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði, um landið efra að Edens fögrum lund, og á þinn legstað blóm sín fögur breiði, svo blessi Drottinn þessa hinztu stund. Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir, þú leiddir okkur fyrstu bernsku spor. Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir, að enn þér skíni blessuð sól og vor. (H.J.) Við þökkum fyrir árin sem þú auðgaðir með veru þinni með okk- ur. Magnea (Dottý), Bryngeir (Binni), Guðríður (Gurra), Eyþóra (Stella), og Sólveig (Lillý). Elskuleg tengdamóðir og góð vinkona kvaddi þennan heim að kveldi 6. janúar eftir stutta legu á LSH. Hún hafði til margra ára ver- ið að berjast við sykursýki sem lagði hana að velli að lokum. Lovísa var síung þrátt fyrir háan aldur. Það að heimsækja Lovísu var með mínum skemmtilegustu stundum því ég kom alltaf glöð í hjarta og batteríin vel hlaðin til að takast á við lífið. Lúlla, eins og hún var kölluð af flestum nema mér, því mér fannst nafnið hennar, Lovísa svo fallegt. Elsku Lovísa, við í fjöl- skyldunni söknum þín mikið en glaðværar minningar og eftir því jákvæðar ylja hjörtum okkar. Það var ótrúlegt hvað þú varst sterk því margt hefur á daga þína drifið en þú sagðir alltaf: Lífið heldur áfram og þýðir nú lítið að gefast upp. Þú hélst húmornum fram á síðustu stundu og við vorum svo glöð hjónin að geta hvatt þig þar sem við rétt náðum í tæka tíð. Þú varst svo ánægð þegar þú sást okk- ur og Bryngeir er nú þakklátur að hafa getað verið hjá þér síðustu stundirnar. Elsku Lovísa, við þökk- um þér lífið og að við fengum að vera þér samferða í 43 ár, sem urðu alltaf betri og betri eftir því sem þau urðu fleiri. Guð geymi þig, elsku Lovísa, og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Ástarkveðja Ragna. Elskulega tengdamóðir mín fyrr- verandi, Lovísa Helgadóttir, er lát- in eftir erfið veikindi. Þrátt fyrir háan aldur og veikan líkama, þá var hún alveg heil andlega til dauðadags. Ég skrifa hér fyrir ofan að hún hafi verið fyrrverandi tengdamóðir mín, en skýringin á því er sú að sonur hennar og Krist- jáns Vattnes Jónssonar, Jón Vatt- ness, var eiginmaður minn. Við Nonni giftum okkur á gamlársdag árið 1967 í Kópavogskirkju og vor- um gift þar til hann lést sviplega af slysförum 1982. Ég var því ekkja í nokkur ár en gifti mig svo aftur síðar. Lát Nonna var gífurlegt áfall, ekki hvað síst fyrir foreldra hans, en Lovísa og Kristján höfðu áður misst annan son árið 1959, einnig af slysförum. Hann hét Helgi Vattnes og var aðeins 16 ára þegar hann lést. Báðir voru þeir bræður fallegir, hæfileikaríkir og góðir drengir. Áföll þessi skildu eftir sig djúp sár. Ég held að Lovísa og Kristján hafi aldrei náð sér, enda skelfilegt að missa barnið sitt, hvað þá tvo heilbrigða og efni- lega syni í blóma lífsins. Þau voru sterk og dugleg bæði tvö ekki hvað síst Lúlla eins og hún var oftast kölluð. Hún hafði svo góða lund, var ávallt bjartsýn og hafði þann eiginleika að velta sér ekki upp úr erfiðleikunum og sorginni, heldur hélt sínu striki og horfði fram á veginn. Fyrir mörgum árum skrif- aði Lúlla eftirfarandi vísu í gesta- bókina mína: Við skulum ei æðrast þótt inn komi snjór og endrum og eins gefi á bátinn að halda sitt strik, vera í hættunni stór, og horfa ekki um öxl það er mátinn. Kristján Vattnes, eiginmaður Lovísu, lést árið 1992. Hann var yndislegur maður, hlýr, traustur og mikið ljúfmenni. Blessuð sé minn- ing hans. Lovísa og Kristján voru glæsileg hjón. Svo flott voru þau að eftir var tekið hérna í den. Bæði voru þau í KR og Kristján lands- þekktur íþróttamaður. Eftir lát Kristjáns bjó Lúlla á Hjallavegi 9 í nokkur ár þar til hún flutti alfarið að Dalbraut 27. Á Dalbraut leið henni vel og var hún umvafin um- hyggju barna sinna en þau gerðu allt til þess að henni liði sem best. Enda var Lúlla þeim þakklát og oft talaði hún um það við mig hvað hún ætti góð börn. Þegar ég var átta ára gömul flutti ég í Kópavoginn og í húsinu við hliðina bjuggu Lovísa og Krist- ján ásamt börnum sínum sem þá voru 7 talsins. Geta má nærri að við nágrannarnir kynntumst fljótt og hefur af því hlotist ævilöng vin- átta milli mín og þeirra allra. Þarna ólumst við upp saman við frjálsan leik en þá var gott pláss fyrir okk- ur að leika okkur, njóta lífsins og vera til. Við Lúlla vorum sammála um að það var bara alltaf sól þarna í Kópavoginum. Lovísa Helgadóttir var vel gefin kona, mjög sjarmerandi, mikill fag- urkeri og að mínu mati sérlega smekkleg. Hún var fjölhæf, vann hratt og vel. Það var ekki mikið mál að skella flottum tertum á borðið og ég hef hvergi borðað betri mat en hjá henni. Hún var lífsglöð og með dásamlegan húmor. Lúlla var ekki allra en þeim sem hún tók sýndi hún trygglyndi og einlægni í ríkum mæli. Nú heldur hún fagnandi yfir landamærin til ástvina sinna sem farnir eru á und- an henni. Blessuð sé minning henn- ar. Sigríður Brynjúlfsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (Valdimar Briem.) Amma mín, í huga mér lifir þín mynd svo heil og sönn. Sem aðeins lítil stund væri liðin mér hjá, síðan ég var í faðmi þér. Og í hjarta mér lifa þín orð, þinn kærleikur og vinarþel, sem aldrei sveik, þó ég skildi ei allt sem þú gafst mér af hjarta þér. Þó ár og eilífð skilji okkur að getur enginn komið í þinn stað, því minning þín lifir í huga mér á með- an ég lifi. Ég vil þakka þá dýru gjöf að lífið leiddi mig til þín. Elsku amma mín með þessum fáu orðum sem lýsa best þeim til- finningum sem bærast í mér núna þegar ég hugsa um þig og allt sem við gerðum saman. Þú varst ekki bara eina amman sem ég átti held- ur varstu besta vinkona mín, fyr- irmynd mín og mikill áhrifavaldur frá því ég dró andann hið fyrsta sinn. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur skotist inn á Dalbraut í kaffispjall því öll þurfum við að kveðja og það gerðir þú með- an himinninn lýstist upp í marg- litum ljósum að kvöldi þrettándans og ég veit að endurfundirnir hafa verið miklir og innilegir þegar afi, Nonni og Helgi biðu þín handan við hornið með háu hælana svo þú gæt- ir tiplað á þeim inn í það nýja líf sem bíður þín nú. Mér hlýnar um hjartarætur að vita til þess að þú hvílir í friði og sért komin í faðm afa og strákanna þinna aftur. Eins og þú sagðir allt- af, „ef að afi hefði ekki skrifað bréf- ið, þá væri ég sennilega ekki til“. Svo skotinn sem hann afi var í ömmu, var ekki margt um fjas og sundurgerð. Hann sendi henni bónorðsbréf í pósti og bað um heiðrað svar með næstu ferð. Hann sagðist eiga 18 ær í kvíum og Árni hefði byggt sér hálfa Skor. Og félli hennar fróma svar að vonum, þá færu þau að búa næsta vor. Og svarið kom, hún sagðist hafa borið hans seðil undir mömmu og pabba sinn. Þau litu hann efni gott í bónda, þó ekki væri mikill bústofninn. Þau kvæðu hana kostum góðum búna og kunna að elda mat og sauma lín. Hún sagði ekki neitt í eigin nafni, en neðan undir bréfinu stóð: Þín. Þau giftu sig á sumardaginn fyrsta og sama vorið fluttu þau að Skor. Þau lifðu vel og áttu börn og buru, því bæði höfðu vilja, kjark og þor. En hefði afi ekki skrifað bréfið og amma svarað draumi hans í vil, og reynst svo bæði vaxin hverjum vanda, ég væri sennilega ekki til. (Kristján frá Djúpalæk.) Ég kveð þig með söknuði, elsku amma mín, þó ég viti að lífið sé jafn langt, hvort sem grátið er eða hleg- ið. Takk fyrir allt. Þín nafna, Lovísa Kristín Vattnes. Elsku amma þá er komið að kveðjustund, stund sem maður vill helst ekki að komi. Þegar ég settist niður og fór að hugsa tilbaka þá komst ég að því að núna gæti ég eflaust skrifað heila bók og gott betur um okkar stundir saman, svo mikið lá mér á hjarta. Það sem þú hefur fært mér og minni fjölskyldu í gegnum árin er ómetanlegt. Og að koma í heimsókn til ykkar á Hjallaveginn í gamla daga, þær stundir líða manni seint úr minni. Leikir í garðinum, að tína með þér rabbabara eða slappa af í sólbaði. Sérstaklega var gaman á sunnu- dögum, þá komum við krakkarnir okkur vel fyrir eftir kökuveislu að hætti ömmu Lúllu og horfðum á Húsið á sléttunni, þá var vikan full- komnuð. Margt var brasað á sumrin þar sem farið var í útilegur og veiði- ferðir og húsmóðirin sá til þess að enginn færi svangur eða skítugur að sofa og að engum væri nú kalt ofan í svefnpokanum sínum, þannig varst þú nú bara. En þú með þín veikindi í öll þessi ár og eftir andlát afa lést aldrei bil- bug á þér finna, alltaf hnarreist hvað sem gekk á enda líka stolt kona þar á ferð og glæsileg . Elsku amma Lúlla og langamma, við vitum að á móti þér taka strák- arnir þínir Helgi, Nonni og afi Kristján. Og það verða fagnaðar- fundir og við vitum líka að þið kíkið eftir okkur hinum, svona þegar þið hafið tíma til. Elsku amma, við þökkum þér fyrir öll þessi ár sem þú gafst okk- ur og og fjölskyldunni, þau eru okkur mikils virði. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Þín verður sárt saknað, amma Lovísa, eins og stelpurnar kölluðu þig, alltaf flottasta og besta langamma í heimi. Hafsteinn, Þórhildur, Svana og Tinna. Kveðja til ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elísabet (Beta) Elskulega amma okkar lést á Borgarspítalanum að kvöldi 6. jan- úar. Okkur langar að minnast hennar með örfáum orðum. Amma var yndisleg og góð kona sem gott var að koma til. Það var alltaf sól hjá ömmu, að tala við hana var eins og að tala við jafn- aldra sinn. Hún var svo ung í anda og mjög hugguleg kona. Okkur langar til að þakka henni fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem að við höfum átt saman. Elsku amma Lúlla. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Hvíli hún í friði. Herdís Vattnes, Stella Vattnes. Í minningunni dansar hún yfir Kóngsins nýja torg. Í raun og veru gengur hún niður Laufásveginn öruggum skrefum, þrátt fyrir háu hælana og glæsileg til fara eins og klassa kvikmynda- stjarna. Þannig setti hún svip á umhverfið sitt hvert sem hún fór. Ljóshærð, grönn og hugguleg kona. Nú gleðjast englar himins því heim er komin, ein af kærleiksrík- ustu sálunum sem við höfum þekkt. Hún amma Lúlla eins og við köll- uðum hana alltaf, er komin í stóra faðminn hans afa Kristjáns og til strákanna sinna tveggja Helga og Nonna. Við elstu barnabörnin vorum svo lánsöm að eiga hana öll þessi ár. Ríkir söknuður yfir því að hún sé gengin, en jafnframt ríkir þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Við barnabörnin og afkomendur munum yndislega ömmu sem hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi okk- ar, hún var einstök kona og glæsi- leg í alla staði. Frá henni stafaði ætíð mildi og kærleikur sem hlýjaði þeim sem nálægt voru. Rétt eins og peysurnar og allt sem hún prjónaði eða saumaði á okkur systkinin, og fallegu máluðu púðarnir. Hún amma okkar hafði notalega nærveru og í návist hennar fundum við hvernig hún elskaði okkur. Við vorum öll einstök í hennar huga. Það var við hæfi að ljósið hennar slökknaði við flugeldasýningu 6. janúar á skírnardegi Frelsarans. 13 árum áður fór maðurinn henn- ar Kristján Vattnes, sem hún elsk- aði út af lífinu, á gamlársdag líka með flugeldasýningu. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar þökkum allar samverustundirn- ar og skilyrðislausu hlýjuna sem okkur var ávallt sýnd. Við viljum þakka börnum hennar allan þann dugnað og stuðning sem þau veittu henni alla tíð, sérstak- lega síðustu 13 árin. Einnig þökk- um við starfsfólki Dalbrautar 27 og samferðarfólki hennar þar, fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Sérstaklega viljum við þakka Þórdísi vinkonu hennar af alhug fyrir góða vináttu síðastliðin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, elsku amma okkar. þín Helga, Kristján, Hafþór og fjölskyldur. Okkur langar að kveðja elsku langömmu okkar með litlu fallegu ljóði. Jesús, af hjarta þakka’ eg þér, þú, Jesús, varst í dag með mér, gef þú mér, Jesús, glatt og rótt, góða og sæla værðarnótt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, Binni, Gurra, Stella, Lillý og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnea, Sævar Þór og Sædís Bára. LOVÍSA HELGADÓTTIR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.