Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 33 FRÉTTIR www.icelandair.is/serferdir Hafið samband við hópadeild í síma 50 50 406 eða groups@icelandair.is Fjölbreytt dagskrá Ferðir fyrir eldri borgara ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 30 88 8 0 1/ 20 06 Í ferðunum verður margvíslegt í boði til skemmtunar og hressingar, morgunhreyfing, gönguferðir, skoðunar- ferðir, danskennsla í vorferð, félagsvist, bingó og kvöldskemmtanir og ferðafélögum gefst kostur á að fara saman út að borða. Sólskinsríkið Florida er paradís eldri borgara St. Petersburg Beach í Florida í vor og haust – íslenskur fararstjóri Verð104.360 kr.* Flug og gisting í 11 nætur * Verð á mann í tvíbýli. Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 10 nætur á Alden Beach Resort á St. Petersburg Beach og 1 nótt á Florida Mall-hótelinu á leiðinni heim, íslensk fararstjórn og þjónustugjald. Icelandair tekur við MasterCard ferðaávísun í allt flug, þ.m.t. netflug Alden Beach Resort Gunnar Þorláksson Þráinn Þorleifsson 16. – 27. maí – Fararstjóri: Gunnar Þorláksson 3. – 14. október – Fararstjóri: Þráinn Þorleifsson 7. – 18. nóvember – Fararstjóri: Þráinn Þorleifsson Sjálfsvíg eru ótrúlega algeng áÍslandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um eitt slíkt að undan- förnu. Eitt finnst mér vanta í þá umræðu. Það er hver ábyrgð ein- staklingsins er á sjálfum sér. Lífs- löngunin er mjög sterk hjá fólki undir venjulegum kringumstæðum, það sést m.a. á því hvað fólk er að öðru jöfnu tilbúið til að gera til að halda lífi. Því er flestu fólki afar ill- skiljanlegt þegar einhver sviptir sig lífi. Samt er þetta staðreynd sem ekki verður umflúið að horfast í augu við. Lögum samkvæmt ber sá ábyrgð sem drepur annan mann. Fyrir morð eru menn dregnir fyrir lög og dóm og þeir settir í fangelsi. Mjög sjaldan sleppur fólk við refsingu fyrir slíkan verknað, nema þá að sannanir skorti sem dugi til sak- fellingar. Menn eru sem sé ábyrgir fyrir verknaði sínum ef þeir taka líf ann- arra. Úr því svo er hlýtur það sama að vera upp á teningnum hvað líf hvers einstaklings varðar. Ef ein- hver sviptir sig lífi þá er það á hans eigin ábyrgð. Enginn biður hann um að svipta sig lífi og ef hann gerir það skilur hann sam- ferðafólk sitt eftir í andlegum sár- um. Öll þurfum við að horfast í augu við næstum óvíga erfiðleika ein- hvern tíma á æviskeiðinu. Flestir taka þann kostinn að berjast áfram og hafa margir hverjir sigur í bar- áttu sinni. Það er því afar hæpinn málflutn- ingur að ýta undir það sjónarmið að það sé öðrum að kenna ef ein- hver tekur þá ákvörðun að svipta sig lífi. Það er eðlilegt að þeir sem eftir sitja sárir reyni að finna blóraböggul vegna þeirrar ákvörð- unar ástvinar að svipta sig lífi. En hvernig sem málið er skoðað þá er það alltaf ákvörðun viðkomandi einstaklings ef hann sviptir sig lífi. Oftast hefur fólk aðra útvegi, það sést á öllum þeim hversdagshetjum sem byggja þetta land og önnur. Í stað þess að afsaka sjálfsmorð og kenna öðrum um þau held ég að vænlegra sé til að berjast á móti slíkum ákvörðunum að koma fólki í skilning um að það ber sjálft ábyrgð á gjörðum sínum, bæði því góða og því illa sem það gerir og verður að taka afleiðingum af gjörðum sínum. Það er í meira lagi hæpinn greiði við landslýð að koma þeirri skoðun inn hjá fólki að það sé óábyrgt gerða sinna. Allir eiga að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það hvít- þvær fólk heldur ekki af syndum að svipta sig lífi. Mikilvægt er að muna að við erum öll sek um alls kyns ávirðingar, stórar og smáar og ættum því ekki að dæma aðra. Það þarf að berjast hart gegn til- hneigingu fólks til að gefast upp og láta sig hverfa þegar á móti blæs, það verður ekki gert með því að firra það ábyrgð heldur minna á að mótlæti sækir okkur öll heim og ber að bregðast við því með harð- vítugri baráttu fyrir rétti sínum og lífi. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/ Erum við ekki ábyrg fyrir sjálfum okkur? Blóra- böggull eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Fréttasíminn 904 1100 HAFSTEINN Karlsson, bæj- arfulltrúi og skólastjóri gefur kost á sér í 2. sætið í prófkjöri Samfylking- arinnar í Kópavogi sem fer fram 4. febrúar. Hafsteinn hefur setið í bæjar- stjórn Kópavogs síðasta kjörtímabil. Í tilkynningu kemur fram að hann hafi einkum beitt sér í ýmsum vel- ferðarmálum, s.s. ódýrari og betri þjónustu við barnafjölskyldur og eldri borgara. „Ærið verkefni er framundan í Kópavogi við að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa og hyggst Hafsteinn beita sér fyrir því. Forgangsverkefni er að tryggja gott og faglegt starf leikskóla og að bærinn veiti for- eldrum vistun fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur. Annað afar mikilvægt verk- efni snýr að bú- setu og aðbúnaði eldri borgara í Kópavogi. Hafsteinn hefur brenn- andi áhuga á bæjarmálum í Kópa- vogi og á heimasíðu sinni á slóðinni http://hafsteinn.hexia.net fjallar hann um þau.“ Stefnir á annað sætið í Kópavogi Hafsteinn Karlsson HELGA Rakel Guðrúnardóttir gefur kost á sér í 5.–6. sæti á lista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer helgina 11.–12. febrúar næstkomandi. Helga Rakel er í fjarnámi í um- hverfisfræði við Háskólann á Ak- ureyri. Hún starfar einnig sem kerf- isprófanastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ ehf. og er annar stofnenda nýsköp- unar fyrirtækisins Kiesel Software. Helga er með 9 ára starfsreynslu í upplýsingatækniiðnaðinum en þar hefur hún unnið við gæðaeftirlit og gæðastjórnun. Atvinnumál í borginni og fram- gangur fyrirtækja eru sérstakt áhugamál Helgu Rakelar og leggur hún áherslu á að skapa gott um- hverfi og að- stæður fyrir þau. Sérstaklega finnst henni þurfa að huga að að- stæðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeim sem vinna að nýsköpun. Í tilkynningu út- listar hún einnig áhuga sinn á um- hverfismálum í borginni. Býður sig fram í 5.–6. sæti í Reykjavík Helga Rakel Guðrúnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.