Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2006 verða sendir út næstu daga sem og greiðsluseðlar fyrstu greiðslu. Tollstjórinn í Reykjavík sér um innheimtu gjaldanna. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Fjármálasvið framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi elli- og örorkulífeyrisþega eftir yfirferð skattframtala. Þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá að óbreyttum aðstæðum einnig lækkun á árinu 2006, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2006 hækki um 4% á milli ára og verði eftirfarandi miðað við tekjur liðins árs: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.560.000. Hjón með tekjur allt að kr. 2.180.000. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.560.000- til kr. 1.790.000. Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.180.000- til kr. 2.440.000. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.790.000 til kr. 2.080.000. Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.440.000 til kr. 2.910.000. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2004. Þegar álagning vegna ársins 2005 liggur fyrir í ágúst á þessu ári, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 8500. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálasvið Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, veitir upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 411 3602. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið innheimta@reykjavik.is. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 20.000 fyrir árið 2006 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna er 1. maí. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar. www.reykjavik.is Reykjavík, 15. janúar 2006. Borgarstjórinn í Reykjavík. 2006 Allt um íþróttir helgarinnar á morgun Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er mánudagurinn 23. janúar 2006 kl. 12.00. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranes- skoli.kopavogur.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 16. janúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16.00 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Með bestu kveðjum frá stærðfræðiáhugamönnum í Digranesskólanum. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins Pera vikunnar Hve margir þríhyrningar felast í þessari mynd? Einu sinni á ævinni hef ég óskað þess að jörðin gleypti mig.Við vorum, tvær íslenskar stöllur, að hefja nám í frönsk-um málaskóla þegar okkur varð starsýnt á einn í bekkn-um, sem bar þess ekki glögg merki hvoru kyninu hann til-heyrði. Herðasítt liðað hár, litskrúðugar hálsfestar og ýmiss konar látbragð gaf helst til kynna að hann væri kona en annað benti til að svo væri ekki. Við fórum að flissa og pískra í fullvissu þess að enginn viðstaddur skildi orðin sem við létum falla, t.d. viðrini, kynvillingur og aftaníossi. Maðurinn brosti angurvær og ávarpaði okkur á íslensku. Aldrei hef ég blygðast mín eins. Til allrar hamingju fékk ég nokkru síðar tækifæri til að biðja manninn afsökunar. Hann tók því vel og kvaðst ýmsu vanur af löndum sín- um. Reyndar hefði hann flúið land vegna kyn- hneigðar sinnar og slitið öll tengsl við upprunann. Faðirinn hafði af- neitað honum og komið í fóstur, kennarar drógu dár að honum og jafnaldrar hundeltu hann með háðsglósum og svívirðingum. „Þú skilur að ég gat ekki búið á Íslandi,“ sagði hann. „Sem betur fer vegnaði mér vel erlendis en hlutskipti útlagans er alltaf dapurlegt.“ Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og í fljótu bragði virðist kyn- hneigð fólks ekki skipta miklu máli, raunar svo litlu að háværir hóp- ar krefjast þess nú að trúfélög í landinu viðurkenni hjónabönd sam- kynhneigðra. Biskupinn yfir Íslandi hefur verið sakaður um að lítilsvirða homma og lesbíur með því samþykkja ekki undan- bragðalaust rétt þeirra til kirkjulegrar hjónavígslu. Þetta var það eina úr ágætri nýárspredikun hans sem fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um í því skyni að kalla fram viðbrögð. Þannig telja þeir sig vinna gegn fordómum. „Einhentur kennari sagður nauðga piltum.“ Dagblað, sem hreykir sér af sannleiksást, dengdi þessum ósköpum yfir þjóðina rúmri viku síðar. Einhverra hluta vegna lífgaði það við minninguna um homm- ann minn í Frakklandi. Þarna var ekki einungis kveðinn upp útlegð- ardómur, eins og í tilviki hans, heldur annar miklu þyngri. Að baki honum lá engin ákæra, aðeins kvittur sem aldrei verður staðfestur og mun að líkindum loða við samvisku þeirra sem hrundu honum af stað. Nú er hins vegar um seinan að biðjast afsökunar. Útlegðardómur og annar þyngri HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson gudrun@verslo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.