Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 56
56 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS JÓNASSONAR
frá Öxney,
Sveinskoti,
Álftanesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Vífilsstöðum
fyrir góða umönnun.
Margrét Sigurðardóttir,
Elín Jóhannsdóttir, Jón B. Höskuldsson,
Snorri Jóhannsson, Hrönn Sveinsdóttir,
Sturla Jóhannsson, Sólborg Pétursdóttir,
Jónas Jóhannsson,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Sigríður Tryggvadóttir,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför systur okkar, mágkonu og
frænku,
ELÍNAR BJARGAR GÍSLADÓTTUR
frá Naustakoti á
Vatnsleysuströnd.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 3 á
Sólvangi.
Guðríður Gísladóttir, Haukur Einarsson,
Hrefna Gísladóttir, Ingimundur Ingimundarson,
Lóa Gísladóttir, Geir Valdimarsson,
Þorgerður Þorleifsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Þökkum samúð og vinarhug vegna andláts systur
minnar og föðursystur okkar,
DROPLAUGAR PÁLSDÓTTUR
frá Grænavatni,
Espigerði 10,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Félagsþjónustunnar
og heimahjúkrunar í Reykjavík og líknardeildar á
Landakoti.
Þorgeir Pálsson,
Páll Þorgeirsson,
Sigurgeir Þorgeirsson,
Hólmfríður Þorgeirsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna fráfalls föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGIMARS SIGURÐSSONAR
járnsmiðs,
Kópavogsbraut 1B,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 14 E
og 14 G á Landspítalanum við Hringbraut og stafsfólki á hvíldarinnlögn
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Kristinsdóttir, Helgi Stefánsson,
Alexander Ingimarsson, Edda Ástvaldsdóttir,
Guðmundur S. Ingimarsson,
Birna Rúna Ingimarsdóttir, Friðþjófur Thorsteinsson Ruiz,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, mágur, faðir,
afi og langafi okkar,
JÓN R. ÁRNASON
læknir,
Sörlaskjóli 19,
sem lést mánudaginn 9. janúar, verður jarðsunginn
frá Neskirkju miðvikudaginn 18. janúar kl. 15.00.
Marlies E. Árnason.
Þórunn Árnadóttir,
Hólmfríður Árnadóttir, Oddur Benediktsson,
Svala Eyjólfsdóttir, Hákon Jóhannsson,
Árni E. Jónsson, Guðrún Hjörleifsdóttir,
Katrín Hildegard Jónsdóttir, Jón Magnús Ívarsson,
Gunnar Pjetur Jónsson, Erna Valgeirsdóttir,
Þórarinn Axel Jónsson, Natali Ginzhul,
Þórunn Hólmfríður Jónsdóttir, Haraldur Axel Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elsku pabbi minn.
Ég trúi ekki að þú
sért farinn frá okkur,
þetta er ennþá svo
óraunverulegt. Þú fórst svo snöggt
frá okkur, hverjum hefði getað
dottið það í hug að þegar ég talaði
við þig í símann á Þorláksmessu að
það yrði í seinasta skipti sem við
myndum tala saman.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann þegar ég sit hérna og
skrifa þetta, t.d. hvað ég var alltaf
glöð þegar ég heyrði í bílnum þín-
um renna í hlaðið. Hvað það var
gaman hjá okkur þegar það kom
nógu mikill snjór, þá varstu sko
tilbúinn að koma með okkur á vél-
sleðann þinn, fara með okkur svona
einn eða tvo rúnta um dalinn.
Eins hversu gaman það var að
koma út í sveit og fá harðfisk hjá
þér, sem var sko barinn fyrir mann
og allt, allt vildirðu gera fyrir okk-
ur. Fórst með okkur út um allt
fjárhúsið og sýndir okkur öll fal-
legu lömbin. Mér fannst við eiga
eftir að kynnast miklu betur, eiga
eftir að eiga góðan tíma saman.
Þegar þú veiktist var það sem
blaut tuska í andlitið, ég hélt að þú
værir kominn yfir þetta og að ég
ætti eftir að hafa þig miklu lengur
hjá okkur.
Ég sakna þín svo mikið, ég vona
að þér líði betur núna og vona að
þú vitir hversu mikið við öll sökn-
um þín og vildum að þú værir
hérna hjá okkur ennþá. Við erum
svolítið eins og höfuðlaus her án
þín.
Ég vil þakka Gessu, Kristófer,
Ninnu og Ægi fyrir að hafa verið
hreint út sagt yndisleg í veikindum
GUÐBJARTUR INGI
BJARNASON
✝ Guðbjartur IngiBjarnason fædd-
ist á Bíldudal 26.
apríl 1949. Hann
andaðist á sjúkra-
húsinu á Patreks-
firði 25. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Bíldudalskirkju 7.
janúar.
þínum, ég veit ekki
hvernig þetta hefði
farið ef þau hefðu
ekki hjálpað þér
svona mikið. Þú hefð-
ir ábyggilega ekki
komist heim í dalinn
þinn í seinasta skipt-
ið, það er okkur svo
mikils virði að þú haf-
ir komist heim.
Ég elska þig, pabbi
minn, og bíð þess
dags að við hittumst
aftur.
Þín dóttir
Sunna.
Elsku pabbi, ég sakna þín svo
mikið, ég trúi ekki enn að þú hafir
verið tekinn frá okkur, ég er ekki
enn búin að ná þessu fyllilega, eins
og þegar við fórum útí Feigsdal, og
gengum inn í húsið var eins og þú
værir enn þarna, andinn þinn er
enn í húsinu og ég vona að hann
fari aldrei.
Ég vildi að við hefðum verið dug-
legri að heimsækja þig eftir að við
fluttum í bæinn, og bara verið dug-
legri að hringja í þig, þá ættum við
mun fleiri minningar um þig. Ég
man þegar þú komst til okkar á
Bíldudal, og ef þú varst með smá
skeggbrodda lékst þú þér að því að
nudda þeim framan í okkur þannig
að við yrðum eldrauðar í framan,
eða þegar þú lést okkur halda á
lömbunum þegar þú varst að
eyrnamerkja þau, og ein sem er
mjög nýleg, þegar þú „hættir“ lífi
þínu til að sýna litlu frænkum mín-
um gæsarunga, þetta eru kannski
ekki neitt stórfenglegar minningar
en þetta eru þær sem ég man best
eftir og ég mun aldrei gleyma
þeim.
Ég vona að þér líði vel þar sem
þú ert og að þú lítir niður til okkar
og reynir að hjálpa okkur þegar við
lendum í vandræðum, sem munu
líklega verða einhver.
Mig langar að þakka Ninnu,
Gessu, Kitta og Ægi fyrir að hafa
hjálpað þér og okkur í gegnum
þetta erfiða tímabil, við hefðum
ekki getað þetta án þeirra.
Pabbi, ég elska þig og sakna þín
svo mikið, þín
Tinna.
Elskulegur faðir okkar og stjúpfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi
ARNVIÐ HANSEN
(Alli)
er látinn.
Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju föstudaginn
20. janúar nk. kl. 13.30.
Guðmundur Hansen, Stefanía Hólm,
Áslaug Kr. Hansen, Hilmar Snorrason,
Inger Rut Hansen, Vigfús Mortens,
Rósa Rögnvaldsdóttir, Pétur Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
PÉTUR SIGURÐSSON
Geitlandi 8
Reykjavík
lést af slysförum föstudaginn 13. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Magnúsdóttir,
Unnur Pétursdóttir,
Jón Óskar Pétursson,
Vignir Pétursson, Alda Þorsteinsdóttir,
Ólafur Pétur Pétursson,
Magnús Baldvinsson,
Sigríður Baldvinsdóttir,
Björg Baldvinsdóttir, Valmundur Valmundsson,
Erla Baldvinsdóttir,
afabörn og systkini.
Daginn eftir flutn-
ing til Þórshafnar
bankaði Eyþór nágranni okkar
uppá með nýbakaðar pönnukökur
sem mamma hans var að baka.
Ekki ónýtar móttökur það. Hann
skildi svo diskinn vísvitandi eftir
HULDA
INGIMARS
✝ Hulda Ingimarsfrá Þórshöfn
fæddist á Karlsskála
við Reyðarfjörð 12.
júlí 1934. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi aðfaranótt
4. janúar síðastlið-
ins og var útför
hennar gerð frá
Þórshafnarkirkju
14. janúar.
svo ég ætti nú erindi
að heilsa uppá gömlu,
sem ég gerði sama
dag. Þrátt fyrir næst-
um fjörutíu ára ald-
ursmun áttum við al-
veg einstaklega vel
saman og varð ég
nánast daglegur gest-
ur hjá henni í það
eina og hálfa ár sem
ég bjó á Þórshöfn.
Mikið gátum við
spjallað og hlegið yfir
kaffi og sígó, svo ekki
sé minnst á margar
góðar kvöldstundir með nokkra
„stúra bjúra“.
Ég hitti Huldu 22. desember og
var hún þá öll að hressast og leit
svo ljómandi vel út. Við áttum gott
og notalegt spjall en þegar við
kvöddumst læddist að mér að við
sæjumst líklega ekki mikið oftar.
Elsku vinkona mín, ég trúi og
veit að nú líður þér hreint ljómandi
vel og ég óska þér gæfu og gleði á
nýjum framandi slóðum. Ég þakka
þér af öllu hjarta allar góðu stund-
irnar og veganestið sem þú hefur
gefið mér. Guð geymi þig, elsku
Huldan mín.
Þín vinkona,
Áslaug Filippa.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg-
unblaðið í fliparöndinni – þá birt-
ist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frekari
upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda
örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningar-
greinar