Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 57

Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 57 AUÐLESIÐ EFNI Um 345 píla-grímar tróðust undir og margir slösuðust í mikilli mann-þröng sem varð á hajj-trúar-hátíð múslíma í Sádi-Arabíu á fimmtu-daginn. Fólkið tróðst undir á Jamarat-brúnni í Mina, skammt frá hinni helgu borg Mekka. Þar fór fram at-höfn þar sem píla-grímar kasta grjóti í 3 stein-súlur sem tákna djöfulinn. Troðningurinn hófst þegar nokkrir píla-grímar dutt um farangur trú-bræðra sinna á leið að stein-súlunum. Vitni segja að hörmu-legt hafi verið að horfa upp á troðninginn. „Ég heyrði fólk öskra og … sá menn stökkva hver yfir annan,“ sagði píla-grímur frá Egypta-landi. „Lög-reglan tók að draga lík manna úr hrúgunni. Líkin hlóðust upp. Ég hafði ekki tölu á þeim, þau voru svo mörg.“ Mörg slys hafa orðið á trúar-hátíðinni í gegnum árin, þrátt fyrir að að sádi-arabísk stjórn-völd reyni að tryggja öryggi píla-grímanna. Árið 1990 fórust 1.426 rétt hjá Jamarat-brúnni. Margir eru óánægðir með þessi endur-teknu slys og telja þau hneyksli. 2,5 milljónir pílagríma tóku þátt í trúar-hátíðinni að þessu sinni en hver heilsu-hraustur múslími skal taka þátt í hajj einu sinni á ævinni. Hundruð píla-gríma fórust Reuters Lík flutt burt frá Mina. Angelina er ólétt Tals-menn banda-rísku leikaranna Angelina Jolie og Brad Pitt hafa stað-fest að leikara-parið á von á barni. Jolie á fyrir 2 ætt-leidd börn, Maddox, sem er 4 ára og Zahara, sem er 1 árs. Í síðasta mánuði skráði Jolie Pitt sem föður barna sinna og er eftir-nafn þeirra nú Jolie-Pitt. Jóhannes Karl til Alkmaar Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnu-maður hjá Leicester City í ensku 1. deildinni, fer til hollenska úrvalsdeildar-liðsins Alkmaar. Samningar eru á loka-stigi, og líst Jóhannesi mjög vel á Alkmaar. Samningur hans við Leicester rennur út eftir þetta tíma-bil. Fyrsti leikurinn gegn Trinidad og Tóbagó Fyrsti leikur íslenska A-lands-liðsins undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar verður gegn Trínidad og Tóbagó. Hann fer fram í London þann 28. febrúar. „Ég geri ráð fyrir að allir gefi kost á sér og við getum teflt fram okkar sterkasta liði,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. Stutt Á þriðju-daginn birti DV forsíðu-grein undir fyrir-sögninni „Ein-hentur kennari sagður nauðga piltum“, en maðurinn sem um ræðir framdi sjálfs-morð sama dag. Miklar um-ræður hafa farið fram um málið í fjöl-miðlum og á vef-síðum. Rúm-lega 32 þúsund manns skoruðu á DV að breyta ritstjórnar-stefnu sinni á undirskriftar-listum. Stjórn Blaðamanna-félags Íslands segir DV fara eftir eigin siða-reglum, sem séu ekki þær sömu og siða-reglur Blaðamanna-félagsins, og það geti ekki gengið. Jónas Kristjánsson, rit-stjóri DV, segir blaðið hafa fjallað af sann-girni um mál mannsins og hugað sérstak-lega að þolendum málsins. Hins vegar eru piltarnir sem kærðu manninn sam-mála um að DV hafi unnið gegn hags-munum þeirra. „Sann-leikurinn kemur nú aldrei fram fyrir dóm-stólum eins og við vonuðumst til,“ sagði einn piltanna í Kast-ljósi. Á föstudags-morgun barst frétta-tilkynning frá Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, rit-stjórum DV, þar sem þeir segja upp stöðum sínum. Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson voru ráðnir rit-stjórar DV frá og með föstu-deginum. Rit-stjórar DV segja af sér Íbúar á Íslandi urðu 300.000 á mánudags-morgun, þegar lítill drengur kom í heiminn á fæðingar-deild Landspítala – háskóla-sjúkrahúss. Hann er fyrsta barn Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar sem búa í Reykjanes-bæ. Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofu-stjóri heim-sóttu drenginn daginn eftir, Halldór afhenti heillaóska-bréf og óskaði ný-fædda drengnum gæfu um alla fram-tíð. Skömmu áður hafði Árni Sigfússon bæjar-stjóri Reykjanes-bæjar komið með gjafir. Hallgrímur Snorrason hagstofu-stjóri segir það auðvitað ekki alveg víst hver sé íbúi númer 300 þúsund en þar sem Hag-stofan hefði haldið úti mannfjölda-klukku hefði verið ein-faldast að taka þann ein-stakling sem fæddist næst því þegar klukkan sló 300 þúsund. Morgunblaðið/Ásdís Drengurinn góði með móður sinni Erlu Maríu. Íslendingar orðnir 300 þúsund Arnold Schwarzenegger, ríkis-stjóri í Kaliforníu, lenti í árekstri á vél-hjólinu sínu um síðustu helgi. Komst lög-reglan þá að því að hann hefur ekki banda-rískt vélhjóla-próf. Sauma þurfti saman efri vörina á Schwarzenegger eftir áreksturinn, en við 12 ára gamall sonur hans, Patrick, slapp ó-meiddur. Lög-reglan í Los Angeles sagði, að öku-leyfi ríkis-stjórans gilti ekki um vél-hjól og því hefði hann verið réttinda-laus. Bifreiða-stofnunin, sagði hins vegar, að Schwarzenegger hefði haft rétt-indi, því það þurfi ekki sérstakt leyfi til að aka þriggja hjóla vél-hjólum, en sonur hans sat í hliðar-vagni. Það eru þó ekki allir sam-mála um að það geti talist þriggja hjóla vél-hjól. Verður ríkis-lögmaður að ákveða hvort ríkis-stjórinn sé sekur eða saklaus. Réttinda- laus ríkis- stjóri Með bros á saumaðri vör. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.