Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 57 AUÐLESIÐ EFNI Um 345 píla-grímar tróðust undir og margir slösuðust í mikilli mann-þröng sem varð á hajj-trúar-hátíð múslíma í Sádi-Arabíu á fimmtu-daginn. Fólkið tróðst undir á Jamarat-brúnni í Mina, skammt frá hinni helgu borg Mekka. Þar fór fram at-höfn þar sem píla-grímar kasta grjóti í 3 stein-súlur sem tákna djöfulinn. Troðningurinn hófst þegar nokkrir píla-grímar dutt um farangur trú-bræðra sinna á leið að stein-súlunum. Vitni segja að hörmu-legt hafi verið að horfa upp á troðninginn. „Ég heyrði fólk öskra og … sá menn stökkva hver yfir annan,“ sagði píla-grímur frá Egypta-landi. „Lög-reglan tók að draga lík manna úr hrúgunni. Líkin hlóðust upp. Ég hafði ekki tölu á þeim, þau voru svo mörg.“ Mörg slys hafa orðið á trúar-hátíðinni í gegnum árin, þrátt fyrir að að sádi-arabísk stjórn-völd reyni að tryggja öryggi píla-grímanna. Árið 1990 fórust 1.426 rétt hjá Jamarat-brúnni. Margir eru óánægðir með þessi endur-teknu slys og telja þau hneyksli. 2,5 milljónir pílagríma tóku þátt í trúar-hátíðinni að þessu sinni en hver heilsu-hraustur múslími skal taka þátt í hajj einu sinni á ævinni. Hundruð píla-gríma fórust Reuters Lík flutt burt frá Mina. Angelina er ólétt Tals-menn banda-rísku leikaranna Angelina Jolie og Brad Pitt hafa stað-fest að leikara-parið á von á barni. Jolie á fyrir 2 ætt-leidd börn, Maddox, sem er 4 ára og Zahara, sem er 1 árs. Í síðasta mánuði skráði Jolie Pitt sem föður barna sinna og er eftir-nafn þeirra nú Jolie-Pitt. Jóhannes Karl til Alkmaar Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnu-maður hjá Leicester City í ensku 1. deildinni, fer til hollenska úrvalsdeildar-liðsins Alkmaar. Samningar eru á loka-stigi, og líst Jóhannesi mjög vel á Alkmaar. Samningur hans við Leicester rennur út eftir þetta tíma-bil. Fyrsti leikurinn gegn Trinidad og Tóbagó Fyrsti leikur íslenska A-lands-liðsins undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar verður gegn Trínidad og Tóbagó. Hann fer fram í London þann 28. febrúar. „Ég geri ráð fyrir að allir gefi kost á sér og við getum teflt fram okkar sterkasta liði,“ sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. Stutt Á þriðju-daginn birti DV forsíðu-grein undir fyrir-sögninni „Ein-hentur kennari sagður nauðga piltum“, en maðurinn sem um ræðir framdi sjálfs-morð sama dag. Miklar um-ræður hafa farið fram um málið í fjöl-miðlum og á vef-síðum. Rúm-lega 32 þúsund manns skoruðu á DV að breyta ritstjórnar-stefnu sinni á undirskriftar-listum. Stjórn Blaðamanna-félags Íslands segir DV fara eftir eigin siða-reglum, sem séu ekki þær sömu og siða-reglur Blaðamanna-félagsins, og það geti ekki gengið. Jónas Kristjánsson, rit-stjóri DV, segir blaðið hafa fjallað af sann-girni um mál mannsins og hugað sérstak-lega að þolendum málsins. Hins vegar eru piltarnir sem kærðu manninn sam-mála um að DV hafi unnið gegn hags-munum þeirra. „Sann-leikurinn kemur nú aldrei fram fyrir dóm-stólum eins og við vonuðumst til,“ sagði einn piltanna í Kast-ljósi. Á föstudags-morgun barst frétta-tilkynning frá Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, rit-stjórum DV, þar sem þeir segja upp stöðum sínum. Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson voru ráðnir rit-stjórar DV frá og með föstu-deginum. Rit-stjórar DV segja af sér Íbúar á Íslandi urðu 300.000 á mánudags-morgun, þegar lítill drengur kom í heiminn á fæðingar-deild Landspítala – háskóla-sjúkrahúss. Hann er fyrsta barn Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar sem búa í Reykjanes-bæ. Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofu-stjóri heim-sóttu drenginn daginn eftir, Halldór afhenti heillaóska-bréf og óskaði ný-fædda drengnum gæfu um alla fram-tíð. Skömmu áður hafði Árni Sigfússon bæjar-stjóri Reykjanes-bæjar komið með gjafir. Hallgrímur Snorrason hagstofu-stjóri segir það auðvitað ekki alveg víst hver sé íbúi númer 300 þúsund en þar sem Hag-stofan hefði haldið úti mannfjölda-klukku hefði verið ein-faldast að taka þann ein-stakling sem fæddist næst því þegar klukkan sló 300 þúsund. Morgunblaðið/Ásdís Drengurinn góði með móður sinni Erlu Maríu. Íslendingar orðnir 300 þúsund Arnold Schwarzenegger, ríkis-stjóri í Kaliforníu, lenti í árekstri á vél-hjólinu sínu um síðustu helgi. Komst lög-reglan þá að því að hann hefur ekki banda-rískt vélhjóla-próf. Sauma þurfti saman efri vörina á Schwarzenegger eftir áreksturinn, en við 12 ára gamall sonur hans, Patrick, slapp ó-meiddur. Lög-reglan í Los Angeles sagði, að öku-leyfi ríkis-stjórans gilti ekki um vél-hjól og því hefði hann verið réttinda-laus. Bifreiða-stofnunin, sagði hins vegar, að Schwarzenegger hefði haft rétt-indi, því það þurfi ekki sérstakt leyfi til að aka þriggja hjóla vél-hjólum, en sonur hans sat í hliðar-vagni. Það eru þó ekki allir sam-mála um að það geti talist þriggja hjóla vél-hjól. Verður ríkis-lögmaður að ákveða hvort ríkis-stjórinn sé sekur eða saklaus. Réttinda- laus ríkis- stjóri Með bros á saumaðri vör. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.