Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 14. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Franskur draugur Stjarna leikstjórans Dominik Moll skín skærar og skærar Menning Tímarit | Sjómannsdóttir semur neðansjávarsöngleik  Tom Ford og tískan  Heimur Leonards  Á mörkum raunveruleik- ans Atvinna | Hin erfiða ákvörðun  Gistinóttum fjölgaði 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 INDVERSKAR konur og hindúar biðja og færa guði sólarinnar fórnir áður en þær baða sig í hinu helga fljóti Ganges þar sem það rennur út í Bengalflóa. Makar Sankranti heitir hátíðin og haldin til að fagna hækk- andi sól. Um 200.000 manns voru saman komin við árósana í gær. Reuters Sólarguði færðar fórnir ÚTGJÖLD vegna stjórnsýslu- verkefna í landbúnaði hafa hækk- að mikið á síðustu sex árum. Kostnaður við rekstur landbún- aðarráðuneytisins hefur hækkað um 78% á þessu tímabili, en 219 milljónir fara til reksturs þess samkvæmt fjárlögum. Framlög ríkissjóðs til Bændasamtaka Ís- lands hafa hækkað um 86% frá árinu 2000 og verða 488 milljónir í ár. Hækka meira en útgjöld fjárlaga Þessi hækkun er mun meiri en útgjaldaaukning fjárlaga á þessu sex ára tímabili en hún er um 56%. Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna reksturs fjár- málaráðuneytisins jukust um 53% á tímabilinu. Stærstu útgjaldaliðir landbún- aðarráðuneytisins eru bein- greiðslur til mjólkurframleiðenda, 4,8 milljarðar og til sauðfjár- bænda, tæplega 3 milljarðar. Þessir tveir liðir hafa hækkað um 33–35% frá árinu 2000. Þá fara 355 milljónir til grænmetis- bænda. Bændasamtökin sjá um ýmis stjórnsýsluverkefni samkvæmt sérstökum samningi sem þau gera við ríkið. Stjórnvöld end- urnýjuðu nýlega þennan samning (búnaðarlagasamning) til fjögurra ára. Sérstök fjárveiting er undir þessum lið til markaðsmála, m.a. vegna sölu landbúnaðarvara er- lendis. Bændasamtökin sjá einnig um leiðbeiningarþjónustu fyrir bændur og hluti greiðslnanna fer í að standa undir lífeyris- greiðslum til ráðunauta sem komnir eru á eftirlaun. Þá hafa útgjöld vegna landbún- aðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum vaxið hratt á síðustu ár- um, en kostnaður við þá verður tæplega 800 milljónir á þessu ári. Stuðningur hefur aukist vegna gengisbreytinga Opinber stuðningur við land- búnaðinn, mældur í svokölluðum PSE-gildum, hefur aukist á síð- ustu tveimur árum. Stuðningur- inn var 77% á árunum 1986–88, en var kominn niður í 62% árið 2003. Árið 2004 fór stuðningurinn upp í 69% og ljóst er að hann hef- ur aukist á nýliðnu ári. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst tví- þætt. Gengi krónunnar hefur hækkað, en það gerir það að verkum að hægt er að flytja inn búvörur á lægra verði en áður. Þar með vegur tollverndin sem landbúnaðurinn nýtur þyngra en áður. Þá hefur verð á kjöti hækk- að eftir tímabundna lækkun á ár- unum 2002–2003. Útgjöld ríkissjóðs vegna framleiðslustyrkja í landbún- aði verða rúmir 8 milljarðar króna á þessu ári Stjórnsýsluútgjöld hækkuðu um 78–86% Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Stuðningskerfi | 10–11 SKOSKUR prófessor, sem vann það sér til frægðar að klóna ána Dollý, vinnur nú að því að bræða saman mann og kanínu. Ian Wilmut er sannfærður um, að bræðingur af þessu tagi geti orðið til að auka þekkingu manna á ýmsum arfgengum taugasjúk- dómum, til dæmis Parkinsons- veiki. Eins og margir muna, varð hann árið 1996 fyrstur til að klóna spendýr, ána Dollý, sem drapst úr lungnasjúkdómi 2003. Wilmut og samstarfsmenn hans í Edinborg og London ætla að koma mannsfrumum fyrir í kan- ínueggi og framkalla þannig nokkurs konar mannsfóstur að því er fram kom í viðtali við hann í dagblaðinu The Scotsman. Á því verða síðan gerðar ýmsar rann- sóknir, meðal annars ýtt undir sýkingu og sjúkdóma í því skyni að fylgjast með framþróun þeirra og síðar meðhöndlun. Kirkjan í Skotlandi og aðrir hafa brugðist hart við þessum hugmyndum og telja, að með til- rauninni sé verið að afmá skilin á milli manns og dýrs. Vill bræða saman mann og kanínu WALLACE S. Broecker, jarðefnafræðing- ur við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum, segir að Íslendingar geti orðið frumkvöðlar í þróun á bindingu kol- tvíoxíðs í jörðu og að íslenskur berggrunnur þyki mjög ákjósanlegur til þess. Hann segir að möguleiki sé á að frumgerð búnaðar til að nema á brott koltvíoxíð úr andrúmsloft- inu verði hýst á Íslandi en slíkur búnaður er nú í þróun hjá fyrirtæki í Tucson í Arizona. Wallace er staddur hér á landi, ásamt föruneyti frá Columbia háskóla, og mun eiga fundi með íslenskum vísindamönnum og orkufyrirtækjum til að ræða loftslags- mál. Eru uppi hugmyndir um að mynda grunn að samvinnuverkefni Columbia-há- skóla, Háskóla Íslands og rannsóknarstofn- ana um frekari þróun á verkefninu. Broecker hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Öskju, Náttúruvísindahúsi Háskóla Ís- lands, þar sem hann m.a. kynnti hugmyndir um hvernig mannkynið gæti tekist á við hlýnandi loftslag af völdum gróðurhúsaloft- tegunda en hann telur að brottnám kol- tvíoxíðs úr andrúmsloftinu og binding þess í jörðu sé ein mikilvægasta leiðin til að takast á við loftslagsbreytingar. Virtur vísindamaður vill Ísland í frumkvöðlahlutverk Koltvíoxíð verði bundið í jörðu á Íslandi  Íslendingar geti | 6 DICK Marty, svissneskur öldungadeildar- þingmaður, sem falið hefur verið að kanna hvort CIA, bandaríska leyniþjónustan, hafi verið með leynileg fangelsi í Evrópu, sagði í fyrradag, að hann efaðist ekki um, að svo hefði verið. Hann sakaði hins vegar Evr- ópuríkin um að hafa vitað af þeim en látið sem ekkert væri. Marty, sem vinnur að rannsókninni á vegum Evrópuráðsins, mun gefa skýrslu um málið 23. þessa mánaðar en hann býst þó við, að rannsókninni ljúki ekki fyrr en eftir eitt ár að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. „Spurningin er þessi: Var CIA með leyni- leg fangelsi í Evrópu? Svarið er, án nokkurs vafa, já,“ sagði Marty og bætti við, að Bandaríkjastjórn virti „hvorki mannrétt- indi né Genfarsáttmálann“. Nefndi hann sem dæmi egypska klerkinn Osama Must- afa Hassan, öðru nafni Abu Omar, en sagt er, að Bandaríkjamenn hafi rænt honum í Mílanó og flutt til Egyptalands. Sagði Marty, að aðgerðir af þessu tagi færu ekki framhjá leyniþjónustum viðkomandi ríkja. Marty sagði, að það væri hræsni að beina spjótunum að stjórnvöldum í Rúmeníu og Póllandi, sem grunuð eru um að hafa hýst CIA-fangelsi, vegna þess, að margar rík- isstjórnir í Evrópu hefðu þagað þunnu hljóði um vitneskju sína um málið. Leynileg CIA-fangelsi Sakar Evrópu um samsekt ♦♦♦ Tímarit og Atvinna í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.