Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 37 anna eru yfirleitt ekki af þeirri stærðargráðu, að þau geti leitt til stórefldrar starfsemi menning- arstofnana eða hópa listamanna, sem taka hönd- um saman. Fjárstuðningur, sem nemur 4–5 millj- ónum króna er hár í þessari veröld, þótt sjálfsagt séu til einstök dæmi um hærri fjárhæðir. Þessi fjárframlög skipta þá aðila, sem þeirra njóta máli og stundum verulegu máli. En þau koma ekki í staðinn fyrir hinn opinbera fjár- stuðning. Þau eru góð viðbót. Og þá er kannski komið að kjarna þessa máls. Það er ekki hægt að ganga út frá því, sem vísu, að fjárframlög úr einkageiranum verði ríkjandi þáttur í starfsemi menningarstofnana eins og þau kannski eru að einhverju leyti t.d. í Banda- ríkjunum. Eftir sem áður hlýtur fjárhagslegur grundvöll- ur að starfsemi menningarstofnana að byggjast á framlögum úr almannasjóðum. Nú dugar hann til að halda þessum stofnunum gangandi en ekki mikið meir. Frá sjónarhóli þeirra, sem stuðninginn veita eru ein mikilvæg rök fyrir því að hafa þennan fjárstuðning alltaf takmarkaðan. Þau eru þessi: stjórnendur menn- ingarstofnana munu leggja sig meira fram um hagkvæman rekstur og í umhugsun um verk- efnaval ef þeim er ljóst að þeir hljóta að standa og falla með því að vel takist til. Og þetta er áreiðanlega þannig. Þegar í ljós kemur, að hver einasta ákvörðun getur ráðið úrslitum um það hvort þessar stofnanir eiga sér yfirleitt einhverja framtíð vanda menn sig betur en ella. En á móti kemur að sú auðlind, sem fólgin er í því hæfileikaríka listafólki, sem við Íslendingar eigum nú er ekki að fullu nýtt. Þetta er auðlind, sem ekki ber að vanmeta. Ef Leikfélag Akureyr- ar er með sýningar, sem draga að fólk úr öðrum landshlutum þýðir það auknar tekjur fyrir flug- félög, hótel, veitingastaði, bílaleigur o.s.frv. Ef menningarlífið á höfuðborgarsvæðinu nær að blómstra af fullum krafti getur það leitt til auk- inna tekna fyrir þau flugfélög, sem flytja farþega á milli landa. Það verður óneitanlega fróðlegt að sjá, hvort lífsreynsla Hafþórs Yngvasonar, sem forstöðu- manns Listasafns Reykjavíkur verður einhver önnur en hér er lýst. Aukið samráð – aukin fjárframlög Það er tímabært að efna til aukins sam- ráðs og samræðna (svo notað sé nútíma- mál) á milli þeirra, sem leita eftir fé til menningarstarfsemi og hinna, sem taka ákvarð- anir um stuðning, hvort sem það eru opinberir aðilar eða einkafyrirtæki. Þessir aðilar þurfa að kynnast betur sjónarmiðum hver annars. Það stuðlar að auknum skilningi. Árlegir fundir á milli listamanna og stuðningsaðila gætu orðið vettvangur slíks samráðs. En það er líka kominn tími til að auka töluvert fjárframlög hins opinbera til menningarstofnana. Í samtali Lesbókar við Hafþór Yngvason kemur fram, að Reykjavíkurborg veitir 15 milljónir króna til listaverkakaupa á hverju ári. Það er hóf- leg fjárhæð, svo að ekki séu höfð stærri orð um. Við höfum lagt verulega fjármuni í að byggja yfir listina í landinu. Stærsta átakið er eftir í þeim efnum, sem er tónlistarhúsið. En nú er kominn tími til að verja meira fé til þeirrar starf- semi, sem fer fram og á að fara fram í þessum byggingum, sem margar hverjar eru glæsilegar. Með því nýtum við betur þá fjárfestingu, sem liggur í byggingunum en þó fyrst og fremst þá miklu fjárfestingu, sem lögð hefur í menntun þess unga listafólks, sem þjóðin á. Sannleikurinn er sá, að Íslendingar hafa aldrei átt jafn marga og hæfileikaríka listamenn og nú. Það er kannski enginn Jóhannes Kjarval og enginn Halldór Lax- ness á meðal okkar í dag. En það er óvenjulega mikil breidd í þeim hópi listamanna, sem hér starfar um þessar mundir og tækifærin eru of fá vegna þess að fjárframlög eru af svo skornum skammti. Hvaða möguleika hefur ungur flautu- leikari, sem kemur heim frá námi, þegar tónlist- armenn eru æviráðnir við Sinfóníuna? Bæði ríki og sveitarfélög þurfa að koma hér við sögu. Og sveitarfélögin hafa vissulega átt hér mikinn hlut að máli. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum áratugum byggt yfir menningar- starfsemi með myndarlegum hætti. Seinni árin hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því, hvað Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, hefur verið athafnasamur á þessu sviði og sett nýjan svip á Kópavog af þeim sökum. Það má ekki á milli sjá, hvort vekur meiri athygli á bæj- arfélaginu hin mikla útþensla í nýjum hverfum eða þær menningarstofnanir, sem þar hafa risið. Salurinn hefur skipt sköpum fyrir tónlistarlífið á suðvesturhorninu og fróðlegt verður að sjá, hvort samstaða tekst um að byggja yfir Íslenzku óp- eruna í Kópavogi. Fjárlaganefnd Alþingis hefur líka sýnt skiln- ing á því að auka fjárframlög til menningarstarf- semi. En betur má ef duga skal. Grundvallaratriðið hlýtur að vera, að megin- stuðningur við menningarstarfsemi okkar komi úr almannasjóðum. Stuðningur einkafyrirtækja er góð viðbót en hún getur ekki og mun ekki koma í staðinn fyrir opinber fjárframlög. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útigangshross á Mýrum. Það er ekki hægt að ganga út frá því, sem vísu, að fjár- framlög úr einka- geiranum verði ríkjandi þáttur í starfsemi menning- arstofnana eins og þau kannski eru að einhverju leyti t.d. í Bandaríkjunum. Eftir sem áður hlýt- ur fjárhagslegur grundvöllur að starfsemi menning- arstofnana að byggjast á fram- lögum úr almanna- sjóðum. Laugardagur 14. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.