Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 22
Daglegtlíf
Ég á í fórum mínum gamlankistil, handmálaðan ogskreyttan með ártalinu
1775.
Þennan kistil fékk ég í arf eftir
föður minn, Gunnlaug Þórðarson,
en hann erfði hann eftir föður sinn,
Þórð Sveinsson,“ segir Tinna
Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri.
„Að sögn pabba fékk Þórður
kistilinn eftir föður sinn, Svein á
Geithömrum í Svínadal í Húna-
vatnssýslu. Ef til vill fékk hann síð-
an kistilinn eftir föður sinn og svo
koll af kolli.
Þórður var annað tveggja barna
hjónanna á Geithömrum sem lifðu
af mislingafaraldur seint á þar síð-
ustu öld. Skömmu síðar lést móðir
hans úr berklum og áratug síðar
lést faðir hans úr lungnabólgu. Þá
var heimilið leyst upp og allar eigur
systkinanna seldar á uppboði, fyrir
utan örfáa muni, sem þau vildu
halda í. Þar á meðal var kistillinn,
sem féll í hlut Þórðar, afa míns.
Systkinin drógu um eignirnar
Systir Þórðar, Ragnhildur, gift-
ist bóndanum á næsta bæ, en Þórð-
ur, sem þá var sautján ára gamall,
hélt suður með sinn erfðahlut til að
læra læknisfræði í Læknaskólanum
í Reykjavík. Ég ímynda mér að
hann hafi sett það litla, sem hann
átti af verðmætum í þennan kistil
og reitt hann með sér suður.
Síðar átti Þórður eftir að sigla
utan til frekara náms og læra geð-
læknisfræði, fyrstur Íslendinga.
Að námi loknu var hann ráðinn yf-
irlæknir á Kleppi, sem þá var nýr-
isinn og þar fæddist faðir minn,
Gunnlaugur, og ólst upp í stórum
systkinahópi.
Það var hrein tilviljun að ég
eignaðist kistilinn, en við fráfall
föður míns ákváðum við systkinin
að skipta eigum hans upp í nokkuð
jafna hluti og draga síðan um það
hvað kæmi í hlut hvers.
Í dag geymi ég í kistlinum ým-
islegt, sem tilheyrir pabba og sögu
fjölskyldunnar og lít á hann sem
ættargersemi og fjársjóðskistil,“
segir Tinna Gunnlaugsdóttir um
sögu kistilsins góða.
HLUTUR MEÐ SÖGU | Tinna Gunnlaugsdóttir á fjársjóðskistil
Kistillinn geymir
sögu fjölskyldunnar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tinna Gunnlaugsdóttir með handmálaða fjársjóðskistilinn sinn.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Meðgöngumagadans ernýr af nálinni í flóruhreyfingar sem er íboði fyrir þungaðar
konur á Íslandi. Josy Zareen er
upphafsmaður hans hér á landi en
hún á og rekur Magadansskólann í
Ármúla. „Danshreyfingarnar
styrkja vöðva í kviðnum, grind-
arbotninum og fótleggjunum og
getur það auðveldað meðgöngu og
fæðingu,“ segir Josy sem hefur
kennt magadans á Íslandi í fimm
ár. Frá örófi alda hafa konur í
Austurlöndum notað meðgöngu-
magadansinn í gegnum meðgöng-
una, fæðinguna sjálfa og til að
koma sér í form eftir hana. „Með
því að hreyfa mjaðmagrindina á
meðgöngu aukum við líkurnar á
því að barnið komi sér vel fyrir í
leginu, skorði sig og snúi kollinum
rétt. Auk þess sem við undirbúum
vöðvana í kviðnum undir það
að hjálpa leginu að ýta
barninu út og þjálfumst í því
að vera mjúkar og hreyf-
anlegar í mjaðmagrindinni,
sem auðveldar hreyfigetu
okkar í fæðingunni sjálfri
og getur dregið úr verkj-
um.“
Josy er frá Brasilíu og
hefur dansað magadans
í 21 ár. Hún lærði með-
göngumagadansinn í
sínu heimalandi og
kenndi hann þar en
hefur sjálf ekki kennt
hann hér á landi. „Við
byrjuðum að kenna
meðgöngumagadansinn
í september síðast-
liðnum. Kristína Berm-
an, magadanskennari,
varð ólétt og þá ákváðum
við að fara af stað með þetta.
Kristína er komin í frí frá maga-
danskennslunni enda komið að
fæðingu hjá henni, núna kennir
Arndís Mogensen meðgöngumaga-
dansinn en það vill svo vel til að
hún er líka ljósmóðurnemi.“ Josy
er einnig ólétt og mun taka við
námskeiðunum eftir nokkra mán-
uði þegar hún er gengin lengra
með.
Dansinn eykur frjósemi
„Meðgöngumagadans er fyrir
allar óléttar konur, alveg frá upp-
hafi meðgöngu fram á sjöunda eða
áttunda mánuð. Þær geta byrjað
hvenær sem er á meðgöngunni og
þurfa ekki að hafa stundað maga-
dans áður. Ef þær eru með bak-
verki eða grindargliðnun er mjög
gott fyrir þær að dansa, það
minnkar sársaukann. Hreyfing-
arnar eru hægari og skrefin eru
færri en í venjulegum magadansi.
Við erum með æfingu sem styrkir
legið og kennir konum að stjórna
því og það hjálpar þeim í fæðing-
Morgunblaðið/Kristinn
„Danshreyfingarnar styrkja vöðva í kviðnum, grindarbotninum og fót-
leggjunum og getur það auðveldað meðgöngu og fæðingu,“ segir Josy Zar-
een sem á Magadanshúsið í Ármúla.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Nánari upplýsingar um með-
göngumagadans má finna á:
www.magadans.is og www.med-
gongumagadans.blogspot.com
unni.“ Magadans er ekki aðeins
góður fyrir konur sem eru orðnar
óléttar því Josy segir hann líka
góðan fyrir konur sem eiga í erf-
iðleikum með að verða óléttar.
„Hreyfingarnar í dansinum hafa
áhrif á legið og koma blóðinu á
hreyfingu svo frjósemi eykst.“
Hvert námskeið í meðgöngu-
magadansi stendur yfir í einn
mánuð og er einu sinni til tvisvar í
viku. Í hverjum hópi eru mest sex
konur.
Öll hreyfing góð á meðgöngu
„Ég er ólétt af mínu þriðja
barni. Þegar ég gekk með fyrsta
barnið dansaði ég ekki, það var
tekið með keisaraskurði og það
tók mig langan tíma að fá líkams-
lögunina aftur eftir þá fæðingu.
En með annað barnið dansaði ég
meðgöngumagadans, það fæddist
mjög hratt og það var ekki sárs-
aukafullt miðað við að ég var að
fæða í fyrsta skipti á eðlilegan
hátt. Ég fann að magadansinn
hafði undirbúið líkamann mjög vel,
auk þess sem hann var fljótur að
fara í sitt fyrra horf eftir fæð-
inguna. Við þekkjum líkamann
betur og höfum stjórn á honum
með þessum magadansæfingum.
Það er mjög áhugavert hvaða áhrif
dansinn getur haft á meðgönguna,
annars er öll hreyfing góð fyrir
þungaðar konur,“ segir Josy.
Hún segir magadans vera mjög
vinsælan á Íslandi.
„Þegar ég kom hingað stunduðu
fáir magadans og margir voru
tortryggnir gagnvart honum en
núna eykst fjöldinn sem æfir ár
frá ári.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ættargersemi
Tinnu er
erfðagóss.
febrúar
Getur auðveldað
meðgöngu og fæðingu
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Á
rn
i S
æ
be
rg
HREYFING | Josy Zareen kennir Íslendingum magadans