Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 31 UMRÆÐAN Í GREIN heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu 3. janúar sl. gefur að líta kennslubókardæmi um það hvernig ekki á að standa að stefnu- mörkun í heilbrigðismálum. Þar lýsir æðsti yfirmaður stefnumörkunar heilbrigðismála því yfir, að hann sé orðinn leiður „á sífelldum stefnuleys- isumræðum“ þegar hann sem „hinn póli- tíski leiðtogi“ fjölmenn- ustu þjónustustarfsemi landsins ætti að fagna hverju því tækifæri sem gefst til að árétta stefnu yfirvalda og vera óþreytandi við að skýra ákvarðanir sínar í ljósi þeirrar stefnu. Ráðherrann segir stefnuna hins vegar birtast í ákvörðunum sem teknar eru frá degi til dags og tiltekur ákvarðanir um hin ýmsu hlutverk Landspítala – há- skólasjúkrahúss, en lætur lesand- anum það eftir að rýna í það hvers konar stefna liggi þar að baki. Þessi nálgun ráðherrans við mörkun stefnu staðfestir niðurstöður rann- sóknar minnar á aðdragandanum að sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík á sl. áratug. Þar er leitast við að varpa ljósi á það hvernig ríkisstjórnir móta heil- brigðiskerfi með ákvörðunum sínum og hvernig yfirvöld taka slíkar ákvarðanir. Þar kemst ég að þeirri niðurstöðu að stefna í heilbrigð- ismálum „gerist“ í stað þess að vera mörkuð. Stefnan „gerist“ sem nokk- urs konar afleiðing af ákvörðunum sem teknar eru ein af annarri án þess þó að „strategískt“ samband sé á milli þeirra, heldur virðist hver ákvörðunin reka aðra sem viðbrögð við hvers kyns vandræðum og upp- námi í kerfinu. Ákvarðanirnar eru í hæsta lagi í orsakasambandi hver við aðra, þar sem ein ákvörðun er ýmist möguleg eða ómöguleg, vegna þess að einhver önnur ákvörðun hafði af tilviljun verið tekin nokkrum mán- uðum eða árum áður. Gott dæmi um þetta er ákvörðunin um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Land- spítala árið 2000, sem ráðherra til- tekur sem dæmi um ákvörðun sem ræður miklu um stefnuna fyrir landsmenn. Sú ákvörðun var reyndar tilkynnt nánast öllum að óvörum rétt eins og andlát þar sem útför hafði farið fram í kyrrþey. Opin umræða um málið var engin og ekkert annað að gera en að taka því sem komið var. Það er þó skiljanlegt að ráðherr- anum reynist erfitt að koma frá sér einhverri heildstæðri mynd af stefnu ríkisstjórn- arinnar í heilbrigð- ismálum, því þar virðist eitt rekast á annars horn. Þar gætir stefnu sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur, sem í sjálfu sér er ágæt ef rétt er að henni stað- ið og vel um haldið, þar sem hún getur skapað fjölbreytni, gagnlegan samanburð og aukin af- köst. Hins vegar ein- kennist öll stjórnun og skipulagning heilbrigðismála af hugmyndafræði framsóknarmanna, þar sem samstarf byggt á miðstýringu virðist allsráð- andi og skipulag gerir ráð fyrir mik- illi yfirbyggingu með hvern yf- irmanninn upp af öðrum. Þessari hugmyndafræði hafa framsóknarmenn fundið farveg í sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík og gera það undir því yfirskyni að hér sé verið að koma upp „háskóla- sjúkrahúsi“. Vandinn er hins vegar sá að stefna sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur út í bæ grefur undan hugmyndinni um háskóla- sjúkrahús. Þó hér sé einungis um að ræða háskólasjúkrahús, sem ætlað er að standa undir grunnnámi lækna og annarra heilbrigðisstétta, en ekki framhaldsnámi lækna til sérfræði- réttinda, þá er þessi vandi alvarlegur vegna þess hvers konar kröfur slík sjúkrahús gera til sjúklingafjölda og sjúklingasamsetningar. Þetta láta framsóknarmenn ekkert á sig fá, heldur bíta í skjaldarrendurnar og halda áfram að sameina og nú skal það innsiglað með steinsteypu. Byggja á eitt stórt sjúkrahús við Hringbraut. Þessi áform hafa ekki bara kosti, heldur einnig ókosti og áhættur. Þegar kostir og gallar eru vegnir og metnir má ljóst vera að ekki verður öllum markmiðum náð með einni lausn. Því verður að reikna með því að hér þurfi að beita mis- munandi lausnum og forgangsraða. Rétt væri að taka mið bæði af þekk- ingu frá hagsmunum innan úr fram- kvæmdinni og þekkingu, sem er óháð slíkum hagsmunum. Þegar slíkt ligg- ur fyrir, þá er það á ábyrgð stjórn- málamanna að gæta hagsmuna um- bjóðenda sinna, þ.e. notenda og greiðenda. Ráðherrann segir hins vegar að bygging nýs spítala muni „leiða til þess smám saman, að raun- hæfar forsendur skapast til að end- urskilgreina heilbrigðisþjónustuna í landinu í heild sinni“. M.ö.o. hér á að steypa fyrst og spyrja svo! Það er einsdæmi í 35 ára sögu heil- brigðisráðuneytisins að þar hafi sami stjórnmálaflokkur farið með völd í samfellt 10 ár. Þegar svo er komið virðast aðgerðir ráðamanna þar ein- kennast af því að slökkva elda og herða tökin til þess að sanna að ákvarðanir sem teknar hafa verið í valdatíð flokksins séu réttar. Það er kaldhæðni stjórnmálanna að nú eru framsóknarmenn, sem eiga nánast allt sitt undir atkvæðum á landsbyggðinni, að fá sinn pólitíska minnisvarða í Vatnsmýrinni. En sjúkrahúsið í Fossvoginum, sem í valdatíð borgarstjórans Geirs Hall- grímssonar skreytti forsíðu kosn- ingabæklings sjálfstæðismanna í borgarstjórn og stóð sem tákn um framsýni og framtaksemi þeirra í baráttunni fyrir bættri sjúkra- húsþjónustu borgarbúa, verður nú, um 40 árum síðar, slegið af sem sjúkrahús. Það er stuttur líftími sjúkrahúss. Steypa fyrst – spyrja svo Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um stefnumótun í heilbrigðismálum ’Það er einsdæmi í 35ára sögu heilbrigðisráðu- neytisins að þar hafi sami stjórnmálaflokkur farið með völd í samfellt 10 ár.‘ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur MSc, Ph.D. ÉG VARÐ að þrílesa grein Ein- ars K. Guðfinnssonar undir þessu heiti í Blaðinu 5. janúar. Þar segir hann orðrétt, eftir að hafa velt fyrir sér spám greining- ardeilda bankanna um u.þ.b. 30% gengisfall: „Innspýting á borð við framangreindar gengisbreytingar mun því skila sér í góðri afkomu fyrirtækja og fólksins sem í þeim starfar.“ Man þessi góði maður ekki kollsteyp- urnar á fyrri tíð með- an veiðarnar voru enn frjálsar og ekkert annað að hafa en fisk og erlendar markaðs- sveiflur á þessu landi? Nú eru skuldir sjáv- arútvegs víst aldrei meiri og auðvitað verðtryggðar. Það eru skuldir heimilanna líka. Nú hefur Samherji flutt fiskvinnslu sína frá Dalvík til Skot- lands. Þeirra upp- gefna ástæða er of hátt gengi krónunnar og of hátt kaup á Ís- landi. Skyldi ráð- herrann halda að þeir flytji til baka ef við tölum okkur upp í það að fella gengið? Mér er nær að halda, að það sé kvótakerfið sjálft, sem er búið að sprengja sig í loft upp. Þorskkílóið er nú selt á 1.800 kr. Miðað við 90 kr. fyrir kílóið af fiski tekur það tuttugu ár að ná því inn. Hverjir settu þetta verð á auð- lind þjóðarinnar? Þarf ekki snill- inga til að reka útgerð og fisk- vinnslu án forgjafar við þessar aðstæður? Eitt sinn var kveðið svo: „Álptnesingur úti liggur, aldrei sef- ur. Dregur hann fleira en Drottinn gefur. Dyggðasnauður maðka- nefur.“ Er ekki hætt við því, að þetta verð á aðgöngumiðanum að auðlind allra Íslendinga freisti ein- hverra fátækra manna? Er það ástæðan fyrir því hvernig gengið hefur að byggja upp fiskistofnana mína eftir þessa tveggja áratuga kvótastýringu? Hverju var lofað? Ég hélt að einmitt Einar K. Guð- finnsson myndi gera sér ljóst hvað fylgir gömlu gengisfellingarúrræð- unum. Hér voru fjögur þúsund pró- sent taxtahækkanir en raun- kaupmáttarlækkun á áratugnum fyrir 1990. Þá tókst með atbeina Einars Odds, Guðmundar jaka og fleiri góðra manna að ná eyrum þjóðarinnar um hófstillingu taxta- launa. Við búum enn að því sem þá tókst með meiri og almennari kaup- mætti nú en nokkurn óraði þá fyrir. Nú eru allir flóðgarðar sem óðast að bresta og holskeflan mikla getur risið fyrr en varir. Er það ekki dap- urlegt ef sjávarútvegsráðherra Ís- lands og bankarnir okkar telja þetta geta orðið gleðilegan atburð? Hvers vegna varð þessi kaup- máttarlækkun við svo myndarlegar kaup- hækkanir? Er þetta óraunveruleiki í augum þeirra sem nú ganga fram fyrir skjöldu í að hækka almennt kaup- gjald í landinu undir gamla slagorðinu um þá lægstlaunuðu? Man einhver hvernig menn græddu á gengis- lækkun? Sumir geta haldið sig græða einhver augnablik. Flestar skuldir og kostnaður stíga svo jafnmikið eða meira í verði og það þarf nýja kollsteypu. Allt verðlag rýkur upp og síðan leggst krepp- an, úrræðaleysið og fá- tæktin yfir. Launþega- samtökin munu grípa til neyðarréttar síns fyrir hönd sinna um- bjóðenda. Og þar verð- ur enginn annars bróð- ir í leik eins og dæmin sanna. Allt fer í gamla farið sem við þekktum svo vel sem eldri erum. Flutningur Guggukvótans frá Ísafirði til Dalvíkur og nú til Skot- lands getur verið upphafið að því, að handhafar kvótans telji sig eiga auðlindir Íslands óafturkallanlega prívat og persónulega. Þeir þurfi í raun ekkert á okkur hinum að halda. Auðvitað geta þeir alveg gert út á Íslandsmið frá Skotlandi. Þeir þurfa í rauninni aldrei að koma hér til hafnar. Til hvers heimtar þá Morgunblaðið að ríkið eigi að kosta varðskip til að stugga við sjóræningjum á Reykjanes- hrygg? Munu málefni sjávarútvegs í Skotlandi koma okkur nokkuð við? Í stað þeirrar styrjaldar gegn eyri ekkjunnar, sem sjávarútvegs- ráðherra virðist nú blása til, væri hugsanlega hægt að velta annarri leið fyrir sér. Lækka öll laun í land- inu með sérstökum uppbótum til þeirra sem bágast eiga. Lækka allt verð á opinberri þjónustu. Lækka alla taxta í landinu með lagaboði. Þeir hafa hækkað of hratt. Vonandi kemur nú svo skelegg forysta í efnahagsmálum frá Al- þingi þegar það kemur saman, að við þurfum ekki að óttast ógleðilegt gengislækkunarár. Má ég óska landsmönnum öllum góðs gengis á nýbyrjuðu ári. Gleðilegt gengisfellingarár? Halldór Jónsson fjallar um efnahagsmál Halldór Jónsson ’Lækka öll launí landinu með sérstökum upp- bótum til þeirra sem bágast eiga. Lækka allt verð á opinberri þjón- ustu. Lækka alla taxta í landinu með lagaboði.‘ Höfundur er verkfræðingur. HVERT er starf forseta FIDE? var spurt 1974. Dr. Euwe hafði sótt fast að Freysteini Þorbergs- syni að gefa kost á sér til framboðs for- seta FIDE. Euwe hafði fengið al- varlegt hjartaáfall sumarið 1973 og vildi láta af störfum, enda orð- inn 73 ára gamall. Hafði Frey- steinn kynnt sér starfið nokkuð. Euwe kom hingað til lands í byrjun febrúar 1974 og óskaði eftir fundi með stjórn SÍ. Frey- steinn fór á fundinn að beiðni dr. Euwe. Hann sagði að þar hefði verið margt manna, ekki bara skákmenn heldur einnig menn úr stjórnmálaflokkunum. Freysteinn sagði að komið hefði fram í framsöguræðu dr. Euwe að laun hans væru 13.000 gyllini (385.000 kr íslenskar) eða hærri en ráð- herralaun á Íslandi. Þar sem vinna forseta hafði aukist og náði iðulega yfir kvöld og helgar hafði Euwe sótt um hækkun í 15.000 gyllini. FIDE var með skrifstofu í Amsterdam þar sem þrír starfs- menn störfuðu auk forseta, ritari, gjaldkeri og bókari. Bókarinn var í hálfu starfi en Euwe taldi að það yrði fljótlega fullt starf. Auk hinna venjubundnu starfa við stjórn skrifstofu, fundarhöld, þingstörf, útgáfu og samræma sjónarmið og sætta mismunandi menningar- heima, þurfti að sinna fjáröflun fyrir starfsemina. Freysteinn sagði að sá sem yrði forseti FIDE yrði að hætta að tefla, svo krefj- andi væri starfið. Hann var ekki spenntur fyrir starfinu en sagði Euwe að hann myndi gefa kost á sér ef SÍ óskaði eftir því. Hann hafði áður sagt Euwe að stjórn SÍ myndi ekki gera það. Að sögn Freysteins var aðalstarf forseta FIDE að ferðast um heiminn til að fá styrktaraðila, en tekjur FIDE voru styrkir frá olíu- fyrirtækjum. Euwe hafði einnig fengið loforð um styrki frá tveimur fyrirtækjum í stáliðnaðinum. Einnig sá forseti FIDE um að halda boð fyrir forstjóra fyr- irtækjanna sem styrktu FIDE til að kynna starfsemina og viðhalda tryggð þeirra við FIDE. Hörð samkeppni var um styrktaraðila, til dæmis sótti fótboltinn fast á og einnig líknarfélög. Er líklegt að starf forseta FIDE sem var há- launað 1974 sé orðið ólaunað 1978 eins og GGÞ segir í grein sinni í tímaritinu Skák? Sú hefð hafði skapast að það land sem forseti var frá greiddi laun hans. Euwe hafði fengið samþykkt fyrir því að ef skrifstofa FIDE yrði áfram í Hollandi og starfsfólk héldi sínum störfum mundi Holland greiða laun forseta. Friðrik tók gjaldkera með sér til Amsterdam 1974 og fórnaði þar með þessum kosti. Þegar Euwe nefndi mig til framboðs forseta FIDE varð allt brjálað, sagði Freysteinn. Í 20 mínútur ríkti upplausn á fund- inum. Þá settust nokkrir menn að Friðriki Ólafssyni til að fá hann til að fara í framboð. Eftir miklar fortölur ákvað Friðrik að taka sér 3 daga umhugsunarfrest. Frey- steinn fylgdi dr. Euwe út á flug- völl. Hann var sár en kvaddi Freystein með handabandi. Þegar hann þrýsti hönd mina vissi ég að við vorum að kveðjast í hinsta sinn, sagði Freysteinn. Euwe fór úr landi án þess að vita svar Frið- riks, Freysteinn fann að stolt hans var sært. Euwe var vel metinn í heimalandi sínu Hollandi og þar virtu menn skoðanir hans. Ef Euwe hefði viljað fá Friðrik sem forseta FIDE hefði hann und- irbúið hann og Friðrik ekki þurft að taka sér umhugsunarfrest. En hversvegna skyldi Euwe hafa viljað fá Freystein í starf for- seta FIDE? Freysteinn var frá 1955 fulltrúi Íslendinga á þingi FIDE, einu sinni hafði Friðrik setið þingið. Euwe þekkti vinnubrögð Frey- steins og hafði dáðst að dugnaði hans og hugmyndaauðgi við að koma HM-einvíginu í skák 1972 út á eyju í Norður-Atlantshafi og þar með skákað milljónaþjóðum sem halda vildu einvígið. þar á meðal Hollandi. Það voru slíkir burðir sem Euwe taldi að gagnast mundu FIDE. Í Fréttablaðinu fyrir ári síðan segist Friðrik hafa verið forseti FIDE 1978-82. Ég kynnti mér hvað Friðrik hefði verið að gera sem forseti FIDE. Í Morg- unblaðinu 6. febrúar 1979 er hann að stjórna fundi FIDE í Graz í Austurríki. Hann er að tefla í 16 manna stórmóti á sama stað nokkrum dögum síðar. Hann teflir í München í mars, í 14 manna móti á Filipseyjum í júní og í Reykjavíkurmótinu í október. Starf Friðriks sem forseta FIDE virðist allt annað en dr. Euwe gegndi Mannréttinda-mál Korts- nojs endist Friðriki út kjör- tímabilið og virðist aðalmál hans sem forseta. Ekki hef ég séð heimildir um að Friðrik hafi heim- sótt olíufursta og stálkónga til fjáröflunar fyrir FIDE. Sam- kvæmt mínu minni flutti Friðrik til Amsterdam 1974. Hann varð forseti FIDE meðan Freysteinn lifði. Victor Kortsnoj hafði flúið frá heimalandi sínu og óskaði að- stoðar FIDE við að ná konu sinni og syni frá Sovétríkjunum. Þetta var erfitt mál og man ég ekki bet- ur en að Friðrik hætti út af því. Hvernig gátum við Freysteinn rætt forsetakjör Friðriks ef það var ekki fyrr en 1978? Freysteinn lést 23.10. 1974. Starf forseta FIDE Edda Júlía Þráinsdóttir skrifar um starf forseta FIDE ’...hvers vegna skyldiEuwe hafa viljað fá Frey- stein í starf forseta FIDE?‘ Edda Júlía Þráinsdóttir Höfundur var gift Freysteini Þorbergssyni skákmanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.