Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á hrif hugsanlegs fuglaflensufarald- urs hérlendis munu markast af því hvernig útbreiðslu og þróun sjúkdómsins verður háttað: Breiðist núverandi faraldur í fuglum til Íslands, hversu margt fólk mun smit- ast af fuglum og veikjast og mun koma til stökk- breytingar fuglaflensuveirunnar þannig að smit í menn verður algengara? Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að hættan sé tiltölu- lega lítil hérlendis af smiti af fuglum vegna þess hve samgangur er lítill milli fugla og manna en rétt sé þó að viðhafa ákveðinn viðbúnað. Telja má meira en líklegt að íslenskir fugla- stofnar sem fljúga á suðlægar slóðir að hausti geti hafa smitast. Endur, gæsir og álftir dvelj- ast mikið á Bretlandseyjum og Írlandi en einnig er nokkuð um þær við norðurstrendur Þýska- lands og Niðurlanda. Fyrstu fuglar í lok febrúar Ólafur Nielsen, fuglafræðingur á Náttúru- fræðistofnun, segir að endur sem hingað fljúga skipti hundruðum þúsunda, heiðagæsastofninn sé um 300 þúsund fuglar og grágæsir um 100 þúsund. Álftir geti verið á bilinu 20 til 30 þús- und. Ólafur segir þessar fuglategundir helst hafa smitast en síður vaðfuglar eins og spói, sandlóa og lóuþræll. Þeir dvelja m.a. í vestur- hluta Afríku, t.d. Máritíus, Senegal og Gambíu. Ólafur segir milljónir fugla á ferð norður og suður og talsverð hreyfing sé einnig á fuglum austur og vestur í Evrópu. Hann segir að fyrstu hreyfingar álfta geti orðið nú í lok febrúar og byrjun mars og síðan verði farfuglar komnir á fulla ferð í mars og apríl. Ólafur Guðlaugsson segir að ef og þegar fuglaflensan berist hingað til lands standi Ís- lendingar nokkuð vel að vígi. Smithætta frá fuglum sé ekki mikil, mun minni en í löndum þar sem stór hluti íbúa er stöðugt að meðhöndla lifandi fugla eins og t.d. Tyrklandi. „En við er- um tilbúin að taka við fólki sem veikist vegna fuglaflensu. Við höfum einangrunaraðstöðu í Fossvogi fyrir um 20 manns í fimm sjúkrastof- um á A7 og gætum bætt við aðstöðu fyrir allt að 13–15 manns til viðbótar á A2,“ segir Ólafur og er Hara dómum. vegna sj að stýra faraldra Só Haral varnir f bæta vi þeirra s sóttvarn viðbúnað hjúkrun vörnum an er hj ara. Ein hjá sóttv dómavar vægt að útbreiðs um heim flensumá árum tak ættisins huga að Haral viðbúnað þær au ákvað á málsins kleift að áætlun o upplýsa ing um g búnað. F aðinn se Haraldu Fe Meðal saman í heilbrigð fram kom aðila. A og sóttv hóp sam eru t.d. telur að þessi viðbúnaður nægi að öllum lík- indum ef hér verða aðeins uppi vandamál vegna sýkinga manna af völdum fugla. „Málið verður flóknara ef heimsfaraldur kemur upp og svo og svo stór hluti þjóðarinnar veikist. Þá duga þús- und rúm Landspítalans skammt fyrir þá sem myndu þurfa að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir Ólafur og þótt sjúkrarúmum á landsbyggðinni væri bætt við myndi það heldur ekki duga. Þjóðfélagið myndi lamast Ólafur segir aðeins hægt að velta vöngum og setja fram kenningar um það sem verða kann fari flensan að berast milli manna í stökk- breyttri veiru. Fjórðungur, helmingur eða jafn- vel þrír fjórðu hlutar landsmanna gætu veikst og hugsanlega þyrftu 5 til 10% þeirra á sjúkra- húsvist að halda. Burtséð frá því er ljóst að þjóðfélagið myndi lamast og aðdrættir truflast verulega sem gæti ekki síður haft víðtæk áhrif. Flensufaraldur árið 1918, spánska veikin, lagði marga í rúmið en Ólafur minnti á að til dæmis hefðu um 97,2% þeirra sem veiktust náð fullum bata. Faraldurinn hefði verið alvarlegur smitsjúkdómur og lagt fleiri að velli en svarti dauði. Þá sagði hann heimsfaraldra vegna inflú- ensu hafa komið upp árin 1957 og 1968. „Þetta voru slæmar inflúensupestir og mjög margir veiktust en tiltölulega fáir dóu jafnvel ekki fleiri en í slæmu meðalári.“ Um hugsanlega stökkbreytingu fuglaflensu- veirunnar segir Ólafur erfitt að sjá fyrir. Ef ein- staklingur myndi sýkjast af tveimur veiruteg- undum gætu erfðaefni þeirra blandast og til yrði nýtt afbrigði sem gæti smitast milli manna. Óljóst er hvar og hvernig slíkt myndi gerast, hugsanlega fyrst þar sem fuglaflensuveiran hefur lengst verið við lýði og er útbreiddust. Komi upp heimsfaraldur myndi meðferð sjúk- linga í fyrstu að byggjast á veirulyfjum sem þegar eru til og að einangra þá sem væru sýktir en jafnframt megi búast við að þróun bóluefnis myndi hefjast sem tæki að minnsta kosti þrjá til sex mánuði. Síðan yrði líklega einnig gripið til aðgerða eins og ferðabanns, milli landa eða svæða. Viðbúnaður vegna hugsanlegs fuglaflensu- faraldurs hvílir ekki síst á sóttvarnalækni sem Margs konar viðbúnaður vegna Erfitt mál ef stór þjóðarinnar vei Fréttaskýring | Hættan á út- breiðslu fuglaflensu á Íslandi er ekki talin mikil. Stökkbreyt- ist veiran hins vegar og geti smit þar með borist milli manna er allt annað uppi á ten- ingnum. Skipuleggja þarf við- búnað sem vonast er þó til að ekki þurfi að grípa til. Jóhannes Tómasson skoðaði ýmsar hliðar málsins. Ólafur Guðlaugsson Haraldu „VERÐI fuglaflensan að skæð- um faraldri í mönnum hér- lendis er ljóst að við munum þurfa að veita mun veikara fólki þjónustu heima við en við gerum í dag. Læknar og hjúkr- unarfræðingar þurfa að vitja sjúklinganna og það þarf lík- lega að kalla til sjúkraflutn- inga- og björgunarsveitarmenn til aðstoðar við slíka heima- þjónustu,“ segir Stefán Þór- arinsson, yfirlæknir Heilbrigð- isstofnunar Austurlands, þegar hann er spurður um viðbúnað vegna fuglaflensu en Stefán er einnig fulltrúi sóttvarnalæknis í því héraði. Á sjúkrahúsunum í Neskaup- stað, á Seyðisfirði og Egils- stöðum eru kringum 80 sjúkra- rúm og flest bundin fyrir langlegusjúklinga. Stefán segir ljóst að ekki verði hægt að leggja þar inn stóra hópa sjúk- linga vegna fuglaflensu, en þar yrði þó þjónað þeim sem verst yrðu haldnir. „Í slíku ástandi yrði að breyta öllum viðmiðum sem við störfum eftir í dag og það er ljóst að skólar munu loka, fyrirtæki draga stórlega úr starfsemi sinni og þeir sem eru heilbrigðir verða að sinna veikum ættingjum sínum heima við.“ Stefán sagði að búast mætti við að börn, ungt fólk fram á fertugsaldur og síðan aldraðir yrðu verst úti í faraldri sem þessum. Aðrir hefðu e.t.v. nokkra reynslu og vörn sem ónæmiskerfi þeirra hefði byggt upp í fyrri flensum. Sýking sem ónæmiskerfið kannas Stefán Þórarinsson VERULEG RÉTTARBÓT Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra hefur kynnt drög að frum-varpi um endurskoðun ýmissa ákvæða hegningarlaganna um kynferð- isbrot. Umræður um þennan flokk af- brota hafa mjög vaxið á undanförnum árum, eftir að málaflokkurinn hafði lengi, alltof lengi, legið meira og minna í þagnargildi. Það er fyrst á síðustu ár- um, sem segja má að almennur skiln- ingur ríki á því hversu alvarleg þessi brot eru og hvað þau geta haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Þótt löggjöfin um þau hafi tekið ýmsum breytingum, hafa margir verið á þeirri skoðun að hún endurspegli að mörgu leyti úrelt viðhorf. Frumvarpsdrögin, sem Ragnheiður Bragadóttir, lagapró- fessor við Háskóla Íslands, hefur samið, snerta því mörg viðkvæm umræðuefni og gera má ráð fyrir að um ýmis atriði þeirra verði mjög skiptar skoðanir. Á heildina litið verður þó veruleg réttar- bót að því fyrir þolendur kynferðisaf- brota, verði ákvæði frumvarpsdraganna að lögum. Ein veigamesta breytingin í frum- varpsdrögunum varðar skilgreininguna á nauðgun. Ragnheiður Bragadóttir bendir réttilega á það í greinargerð sinni, að sú þrönga skilgreining, sem nú er lögð í hugtakið í lögum, þ.e. að um of- beldi eða hótun um ofbeldi sé að ræða, sé úrelt og eigi sér ekki samsvörun í réttarvitund fólks eða almennri máltil- finningu. Þannig er lagt til að brot, sem nú falla undir aðrar lagagreinar, falli undir nauðgunarhugtakið. Þar á meðal er að þröngva manneskju til samræðis eða annarra kynferðismaka með annars konar ólögmætri nauðung, að notfæra sér t.d. andlega annmarka fórnarlambs- ins, meðvitundarleysi eða aðrar kring- umstæður, sem gera að verkum að það getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Um leið myndi há- marksrefsing fyrir þessi brot hækka í 16 ár, sem er refsihámarkið fyrir nauðg- un. Enn fremur er lagt til að lögfest verði ákvæði um ýmis atriði, sem verka skuli til þyngingar refsingar fyrir nauðgun og er eitt þeirra ungur aldur þolandans, annað stórfellt ofbeldi. Í greinargerðinni kemur fram að beinist verknaðurinn að barni, eigi að ákæra bæði fyrir kynferðisbrot gegn barni og fyrir nauðgun. Það hafi ekki alltaf verið gert fyrir íslenzkum dómstólum og sé ámælisvert. Önnur af veigamestu nýmælunum í frumvarpsdrögunum eru að mörk refs- ingar fyrir kynmök við börn yngri en 14 ára verði hækkuð, og verði hin sömu og fyrir nauðgun, eða 1–16 ár. Í greinar- gerð Ragnheiðar Bragadóttur með lög- unum kemur fram að með þessu sé al- varleiki nauðgunar og kynferðisbrots gegn barni lagður að jöfnu og þessi tvö brot verði þau alvarlegustu allra kyn- ferðisbrota, í stað aðeins nauðgunarinn- ar áður. Í drögunum er gert ráð fyrir nýju ákvæði um ítrekunaráhrif fyrri kyn- ferðisbrota. Þannig verði dómstólum heimilt að þyngja sérstaklega refsingu kynferðisafbrotamanns, sem áður hefur gerzt sekur um kynferðisbrot af ein- hverju tagi. Allar þessar breytingar ættu að auka réttarvernd jafnt barna og fullorðinna, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Gera verður ráð fyrir að breytingarnar muni leiða til þess að refsingar þyngist. Dómar í kynferðisafbrotamálum hafa þyngzt á síðustu árum, en enn er þó réttlætistilfinningu almennings iðulega misboðið, er kveðnir eru upp vægir dómar í kynferðisbrotamálum, sérstak- lega þegar þeir eru bornir saman við t.d. dóma í fíkniefna- eða auðgunarbrota- málum. Það er mikilvægt að þegar þar að kemur, verði þannig búið um hnútana af hálfu löggjafans að skilaboðin til dómstóla séu skýr, um að nýta eigi bet- ur refsirammann í þessum málum. Tvær tillögur um lagabreytingar, sem komið hafa fram á undanförnum ár- um, m.a. í þingmannafrumvörpum á Al- þingi, eru ekki með í drögum Ragnheið- ar Bragadóttur. Þar er annars vegar um að ræða afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrota gegn börnum og hins vegar að kaup á vændi skuli gerð refsi- verð. Lagaprófessorinn færir ýtarleg rök fyrir afstöðu sinni í báðum tilfellum og í báðum málum gerir hún jafnframt aðrar tillögur, sem ganga til móts við sjónarmið þeirra, sem stutt hafa breyt- ingar í þessa veru, en Morgunblaðið hef- ur verið í þeim hópi. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að fyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum byrji ekki að líða fyrr en börnin séu orðin 18 ára. Vegna þess að refsihámark fyrir þessi brot verður einnig hækkað, munu brot gegn yngstu börnunum fyrnast á talsvert lengri tíma en samkvæmt núgildandi lögum. Meg- inröksemdin gegn því að sum kynferð- isbrot gegn börnum eigi aldrei að fyrn- ast, er að við þeim brotum liggi ekki lífstíðarfangelsi eins og við öðrum þeim brotum, sem teljast ófyrnanleg, en þar á meðal eru morð, mannrán, landráð og ítrekað, alvarlegt rán. Hins vegar má auðvitað spyrja af hverju ætti ekki að liggja lífstíðarfangelsi við slíkum brot- um. Er t.d. mannrán alvarlegri glæpur en að eyðileggja líf lítils barns? Það kemur fram í greinargerð Ragnheiðar að fram til ársins 1992 var heimild til að dæma nauðgara í lífstíðarfangelsi. Hefði sá refsirammi verið óbreyttur og jafnframt lagt til að refsiramminn vegna kynmaka við barn yrði sá sami og í nauðgunarmálum, eins og nú er gert, myndi þetta mál horfa öðruvísi við. En það skref, sem stigið er í frumvarps- drögunum, er stórt skref í rétta átt og fækkar væntanlega þeim málum, þar sem sekt kynferðisafbrotamanns er sönnuð en refsing fellur niður vegna fyrningar. Slík mál hafa verið of mörg. Hvað vændi varðar, leggur lagapró- fessorinn til að bannið við því að stunda vændi sér til lífsviðurværis verði afnum- ið. Rökin fyrir því eru auðvitað að ekki eigi að refsa fólki, sem leiðist út í vændi og er oft miklu fremur fórnarlömb en gerendur. Á móti er lagt til að hert verði á banni við því að bjóða fram vændi með auglýsingu. Veigamestu rökin fyrir því að gera vændiskaup ekki ólögleg eru að það hafi ekki verið reynt annars staðar en í Sví- þjóð og að þar sé ekki nægileg reynsla komin á ákvæðin og rannsóknir á afleið- ingunum ónógar. Þetta eru gild rök, en flestir hljóta þó að vera þeirrar skoð- unar að líkami fólks eigi ekki að vera til sölu. Enginn, sem vill halda mannlegri reisn, lætur leiðast út í vændi og þeir, sem það gera, eiga oftast fárra annarra kosta völ. Kaupendur vændis nýta sér neyð þessa fólks. Flest rök hníga að því að slíkt verði bannað. Dómsmálaráðuneytið hefur hvatt al- menning til að kynna sér frumvarps- drögin og segja sína skoðun á þeim. Eins og Ragnheiður Bragadóttir segir í Morgunblaðinu í gær, er „mikilvægt að svona löggjöf sé í samræmi við réttar- vitund fólks“. Það ber Alþingi líka að tryggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.