Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆJARSTJÓRN Hveragerðis samþykkti á fundi sínum í gær- kvöldi að skrifað verði undir samn- inga við verktakafyrirtækið Eykt um uppbyggingu átta til níu hundruð íbúða á tæplega 80 hekt- ara svæði austan Varmár. Tillög- um minnihlutans um að fresta mál- inu var hafnað af meirihlutanum. Samningurinn við Eykt hefur verið hitamál að undanförnu í Hveragerði og átök hafa verið á bæjarstjórnarfundum. Málið var tekið til síðari umræðu í gær og stóð fundurinn vel á fjórða klukku- tíma. Í upphafi umræðu um málið lagði Aldís Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta bæjarstjórnar, til að málinu yrði frestað á þeim for- sendum að erindi hafi borist frá öðru verktakafyrirtæki þess efnis að fyrirtækið hafi hug á að taka að sér uppbyggingu bæjarins á land- inu austan Varmár. Í kjölfarið á að tillögunni var hafnað bar minnihlutinn upp aðra tillögu um frestun. Nú á þeim for- sendum að bæjarbúar ættu að fá að kjósa um jafn umfangsmikið mál og var til umræðu en því var einnig hafnað, sem og síðustu til- raun minnihlutans um að fá málinu frestað. Þá var farið fram á að leit- að yrði álits félagsmálaráðuneytis um hvort samningurinn samræm- ist sveitarstjórnarlögum og hvort heimilt sé að fela einum aðila jafn stóra framkvæmd án útboðs. Í kjölfarið staðfesti meirihlutinn samninginn og var Orra Hlöðvers- syni falið að undirrita samninginn við Eykt. „Ég er ánægður með að nið- urstaða skuli vera komin í málinu. Þetta er átakamál sem búið er að vera í umræðunni í sex vikur í bæjarfélaginu og ég held að það hafi verið kominn tími á að skorið yrði úr um hvaða leið yrði farin,“ sagði Orri Hlöðversson bæjarstjóri eftir fundinn og bætti við að skrif- að yrði undir samninginn á næstu dögum. Lýsum fullri ábyrgð á meirihlutann Minnihlutinn í bæjarstjórn skaut föstum skotum á fundinum og gagnrýndi m.a. meðferð málsins, og að ekki væri hlustað á vilja bæj- arbúa. Lagður var fram undir- skriftarlisti með nöfnum tæplega fjögur hundruð íbúa Hveragerðis og rætt um gagnrýni íbúa sem kom fram á borgarafundi sem haldinn var sl. sunnudag. Frá upp- hafi fundar var þó ljóst að sátt myndi ekki nást. „Við reiknuðum auðvitað með þessu þó svo að við hefðum vonast til þess fram á síðustu stundu að meirihlutinn sæi að sér, því við er- um búin að færa mjög góð rök fyr- ir því að samningurinn sé mjög óhagstæður Hveragerðisbæ,“ segir Aldís og bætir við að bókuð hafi verið hörð mótmæli í kjölfar þess að samningurinn hafi verið sam- þykktur. Aldís segir málinu ekki endanlega lokið af hálfu minnihlut- ans og hefur lögmönnum verið fal- ið að vinna í málinu áfram. „Við lýstum fullri ábyrgð á hendur meirihlutanum því við teljum að verið sé að valda Hveragerðisbæ, og bæjarbúum, gríðarlegu fjár- hagstjóni. Við áskiljum okkur einn- ig fullan rétt til að leita allra leiða til að fá ákvörðuninni hnekkt.“ Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti umdeildan samning við Eykt um uppbyggingu austan Varmár Mikillar óánægju gætir meðal minnihlutans Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorsteinn Hjartarson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, horfir íbygginn á svip á fulltrúa minnihlutans, Aldísi Hafsteinsdóttur og Hjalta Helgason, sem ræða málin á fundi bæjarstjórnar sem fram fór í gærkvöldi. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HNATTVÆÐING er ekki vanda- mál heldur kannski eðlileg þróun á þeim tímum sem við lifum. Það sem er hins vegar verst fyrir heim- inn er nýfrjálshyggjan. Þetta er mat Aleida Guevera en hún hélt erindi um hnattvæðingu í Háskól- anum í Reykjavík (HR) í hádeginu í gær. Guevera er dóttir Che Gue- vera sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið við hlið Fídels Kastró í byltingunni á Kúbu árið 1959. Aleida Guevera var aðeins sjö ára þegar faðir hennar var myrtur í Bólivíu en hefur haldið minningu hans á lofti á ferðalögum sínum um heiminn. Dvöl hennar hér á landi er liður í heimsóknum til Norður- landanna í boði vinafélaga Kúbu. Á fundinum í HR í gær sagðist Guevera hafa miklar áhyggjur af þróun mála í heiminum nú um stundir þar sem bilið milli ríkra og fátækra breikkaði stöðugt. „Sam- kvæmt tölum frá Sameinuðu þjóð- unum svelta 830 milljónir manna í heiminum í dag, 1.200 milljónir búa við mjög mikla fátækt, sérstaklega í þriðja heiminum, og 850 milljónir fullorðinna eru ólæsar,“ sagði Gue- vera og bætti við að 325 milljónir barna gengju ekki í skóla. Guevera sagði að árið 1960 hefði bilið milli ríkra og fátækra verið mælt. Þá kom í ljós að ríkari íbúar þessa heims voru 37 sinnum ríkari en hinir fátæku. Árið 1992 hafi þeir hins vegar verið sextíu sinnum rík- ari og nú um mundir 74 sinnum ríkari. „Efnahagsástandið verður ójafn- ara með hverju árinu. Við heyrum mikið rætt um erlendar skuldir þróunarlandanna en hvaða skuldir er verið að tala um? Ef við tölum um raunverulega skuld þá er kom- inn tími á að Vesturlönd greiði til baka skuldir sínar til þess sem venjulega er kallað þriðji heim- urinn og borgi fyrir arðrán sitt á þessum þjóðum.“ Hver skuldar hverjum? Guevera sagði fátækari löndin í heiminum framleiða hráefni sem ríkari löndin keyptu og fullynnu. „Síðan þurfum við að greiða him- inhátt verð fyrir vörurnar. [...] Ríku löndin opna ekki markaði fyr- ir fátæku löndunum. Samningar um frjálsa verslun snúast um arð- rán hinna ríku á hinum fátæku.“ Máli sínu til stuðnings tók Gue- vera dæmi frá Mexíkó. Mexíkóbúar sem áður framleiddu hveiti þyrftu nú að flytja það inn og bómull- arfyrirtæki væru komin í eigu er- lendra aðila. „Vörubílstjóri frá Mexíkó getur ekki farið yfir landa- mærin til Bandaríkjanna. Ástæðan er sögð vera að farmurinn hans standist ekki hreinlætiskröfur. Fundin er lausn á þessum vanda en bíllinn má samt ekki fara yfir landamærin. Hvers vegna? Vegna þess að hann uppfyllir ekki reglu- gerð Bandaríkjanna um heilbrigði. Aftur er fundin lausn en enn má vörubíllinn ekki fara yfir landa- mærin. Hvers vegna? Því bílstjór- inn talar ekki ensku. Þetta eru hin frjálsu viðskipti.“ Vopn seðja enga Guevera sagði 20% íbúa jarð- arinnar neyta 86% þess sem er framleitt, nota 74% af símum, 84% af pappír og 87% af farartækum auk þess að vera 93% þeirra sem eru tengd netinu. „Umhverfið líður fyrir þetta. Ef við höldum svona áfram verður erfitt að vernda jörð- ina okkar,“ ítrekaði hún. „Það skiptir ekki máli hvaðan við kom- um, hvaða menntun við höfum eða hvar við fæðumst. Það sem skiptir máli er að við erum öll manneskjur og við þurfum að berjast fyrir rétt- látari heimi.“ Guevera lagði til að settur yrði 1% skattur á allar fjármálafærslur og að hernaðarkostnaður yrði minnkaður um helming. Það myndi færa heiminum samtals 800 þúsund milljónir Bandaríkjadala. „Vopnin seðja enga og mennta enga,“ sagði Guevera en bætti við að fyrir féð mætti mennta fjölda fólks og berj- ast gegn fátækt. „Það er lítið orð sem hefur því miður gleymst en er okkur mjög mikilvægt. Það er virðing. Sama hversu ríkidæmi þitt er mikið og hversu hvítur sem hörundslitur þinn er þá hefurðu ekki rétt til að dæma aðrar þjóðir sem þú þekkir ekki og hefur ekki lifað með. Virð- ing er eina leiðin til þess að halda frið.“ Kúba og Bandaríkin Margar spurningar brunnu á áheyrendum eftir að Guevera lauk máli sínu. Spurð um samskipti Kúbu og Bandaríkjanna sagði hún þau síðarnefndu hafa lýst því yfir að Kúba væri hluti af öxulveldi hins illa. Viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu kallaði hún stíflu og sagði afleiðingarnar slæmar fyrir almenning. „Það er ekki réttur neinnar stjórnar að setja alþjóðleg lög og reyna að koma í veg fyrir viðskiptasamband okkar við önnur lönd. Þess vegna köllum við þetta stíflu,“ sagði Guevera og bætti við: „Við hötum samt ekki Bandaríkin en þau hafa gert okkur afskaplega félagslega meðvituð.“ Guevera sagði að um 1850 hefði bandarískur hershöfðingi sagt mik- ilvægt að ná völdum á Kúbu. Stakk hann upp á því að einangra landið með því að koma í veg fyrir flutn- inga á afurðum og fólki til og frá eynni. Honum fannst líka koma til greina að beita hernaði. „Eins og þið heyrið hafa Bandaríkjamenn ekki verið mjög frumlegir síðan 1850 og halda enn í sömu hug- myndafræði,“ sagði Guevera og uppskar hlátur áheyrenda. Guevera sagði að í fyrra hefði birst viðtal við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, á CNN þar sem hann ræddi m.a. skýrslu um hvernig ætti að koma á lýðræði á Kúbu. „Eitt sem hann lagði til var að þegar Kúba yrði frjáls myndu Bandaríkin sjá öllum börnum á Kúbu fyrir bólusetningu. Bandarík- in eru 90 mílur frá okkur, þau eru með besta upplýsingakerfi í heimi en vita ekki að börn á Kúbu fá ókeypis bólusetningu fram að 14 eða 15 ára aldri! Þeim væri nær að sinna börnum í Bandaríkjunum sem eiga foreldra sem ekki hafa efni á að senda þau í bólusetn- ingu.“ Guevera var einnig spurð út í ástæður fyrir því að fylgi við vinstri sinnaða leiðtoga hafi aukist til muna í löndum rómönsku Am- eríku. „Í mörg ár hafa hægri sinn- uð stjórnvöld ekki komið vel fram við fólkið sitt. Þá finnst fólki kom- inn tími á að reyna eitthvað annað en oft er það ekki að spá í hug- myndafræðina á bak við hægri og vinstri.“ Heimsókn Guevera til Íslands er í styttri kantinum en hún yfirgefur landið árdegis í dag eftir einungis tveggja daga dvöl. Dagurinn í gær var því mjög þéttskipaður en hún heimsótti m.a. Landspítalann, átti samtöl við þingmenn og talaði á opnum fundi á Grand hóteli í gær- kvöld. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aleida Guevera vakti m.a. athygli á stöðu þróunarlanda. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Nýfrjálshyggja er vanda- mál en ekki hnattvæðing „ÞAÐ er viss óhugur í fólki nú þegarþetta er komið svona nálægt,“ segirErla Sigurðardóttir ritstjóri, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn, þegar hún er spurð um áhrif þess að fugla- flensa hefur greinst í dauðum svön- um á þýsku eyjunni Rügen í Eystra- salti sem og á Borgundarhólmi. Segir hún umræðuna um fuglaflensuna hafa verið áberandi í dönskum fjöl- miðlum um nokkurt skeið, en eðlilega farið meira fyrir henni í fjölmiðlum í gær. Aðspurð segir Erla fólk ekki virð- ast hafa svo miklar áhyggjur af því hvort það geti sjálft smitast af fugla- flensunni, almenningur hafi fyrst og fremst áhyggjur af fiðurfénu sjálfu. Að sögn Erlu voru í gær gefin út tilmæli til almennings um að það haldi fuglum sínum inni og von sé á banni yfirvalda við því að sleppa ali- fuglum út, en útlit sé fyrir að slíkt bann muni gilda fyrir alla Skandinav- íu. Spurð hvort mikið sé fjallað í fjöl- miðlum um hugsanlegan viðbúnað heilbrigðiskerfisins verði flensan að plágu í mönnum svarar Erla því ját- andi. „Það hefur verið rætt um við- búnað og að verið sé að undirbúa að- gerðir ef til faraldurs komi. Hins vegar hefur líka komið fram að bólu- efnin sem slegist var um fyrir nokkr- um mánuðum og hömstruð voru víða um heim hafi í raun ekkert að segja.“ Hlaut að koma að þessu „Ég get ekki sagt að það ríki mikil hræðsla meðal almennings þrátt fyr- ir fréttirnar um sýktu svanina tvo sem fundust á Rügen, enda er um- ræðan um fuglaflensuna ekki ný af nálinni hér í landi,“ segir Martin Hahl, sem býr ásamt Hallveigu konu sinni skammt utan við Frankfurt í Þýskalandi. Segir hann mikið hafa verið fjallað um fuglaflensuna í þýskum fjölmiðlum að undanförnu og að greinilegt sé að almenningur fylgist vel með gangi mála. „Raunar held ég að flestir hafi bú- ist við því að sýktir fuglar myndu að lokum einnig finnast hér í landi þar sem flensan hefur verið handan við hornið, svo að segja, um nokkurn tíma. En svo vitum við auðvitað ekki hvort fleiri sýktir fuglar koma hing- að og þá hversu margir. Þannig að á þessu stigi málsins vitum við ekki hvert framhaldið verður,“ segir Martin og bendir á að í Þýskalandi séu flestallir alifuglar ræktaðir inn- andyra sem talið er að dragi talsvert úr hættu á smiti. Áhyggjur af fiðurfé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.