Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins samþykkti í gær nýjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu mannskæðs afbrigðis fuglaflensu, H5N1. Framkvæmdastjórnin hvatti þó neytendur til að halda ró sinni og sagði að engin ástæða væri til að hætta að borða kjúk- linga eða aðra alifugla. Yfirvöld í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa mælst til þess að alifuglum verði haldið innan- dyra til að koma í veg fyrir að þeir smitist af skæðri fuglaflensu sem nálgast nú óðum Norð- urlönd. Þýskir sérfræðingar sögðu að frekari rannsóknir á tveimur dauðum svönum, sem fund- ust á þýsku eyjunni Rügen, bentu til þess að fuglarnir hefðu drepist af völdum H5N1. Þetta afbrigði veirunnar hefur orðið um 90 manns að aldurtila í Austur-Asíu, Tyrklandi og norðurhluta Íraks. Það hefur fundist í villtum fuglum eða alifuglum í Austurríki, Ungverja- landi, Búlgaríu, Króatíu, Grikklandi, Ítalíu, Rúm- eníu og Úkraínu. Grunur leikur á að fuglar hafi einnig drepist í Póllandi og Slóveníu af völdum H5N1-veirunnar. Dauðir svanir rannsakaðir Að Tyrklandi undanskildu er ekki vitað til þess að veiran hafi borist í fólk í Evrópu. Sérfræð- ingar óttast að veiran berist í kjúklinga og aðra alifugla með farfuglum þegar þeir fara norður á bóginn á varpstöðvarnar í vor. Að minnsta kosti níu dauðir svanir fundust á dönskum eyjum í Eystrasalti nálægt Rügen og tekin hafa verið sýni úr þeim til að rannsaka hvort þeir hafi drepist af völdum H5N1-veir- unnar. „Það er ekki óeðlilegt að dauðir fuglar finnist vegna þess að veturinn hefur verið harður,“ sagði Per Christiansen, dýralæknir við svæð- isskrifstofu Dýralækninga- og matvælastofnunar Danmerkur. „En við getum ekki útilokað að nokkrir þeirra hafi fengið fuglaflensu.“ Dönsk yfirvöld fyrirskipuðu bændum sem eiga meira en hundrað fugla að halda þeim innandyra vegna hættunnar á að farfuglar smiti þá af sjúk- dómnum. Sænsk yfirvöld skipuðu einnig bændum að halda alifuglunum innandyra og sögðu að fugl- arnir mættu ekki drekka yfirborðsvatn. Svipaðar reglur voru settar tímabundið í Svíþjóð í október síðastliðnum. Yfirvöld í Noregi bönnuðu bændum í átta sýslum í sunnanverðu landinu að hafa alifugla ut- andyra. Þau juku einnig eftirlitið með villtum fuglum. Norska matvælaöryggisstofnunin sagði að Norðmönnum stafaði ekki mikil hætta af fuglaflensuveirunni vegna þess að „menn eru í miklu minni snertingu við alifugla í Noregi en í Asíu“. Fréttastofan TT hafði eftir sænska veirufræð- ingnum og fuglaflensusérfræðingnum Björn Ol- sen að líklega væri H5N1-veiran nú þegar komin í villta fugla í Svíþjóð. „Það er líklega aðeins spurning um tíma hvenær við finnum dauðan svan hérna.“ Sænski dýralæknirinn Leif Denneberg sagði að það kæmi ekki á óvart að H5N1-veiran nálg- aðist Norðurlönd. „Við bjuggumst við því að hún kæmi á þessar slóðir, en eitthvað seinna, um miðjan mars,“ sagði hann. „Við þurfum að rann- saka þetta með sérfræðingum okkar og fugla- fræðingum til að komast að því hvers vegna veik- in kom svona snemma.“ Fólki var bannað að fara á svæðið í Rügen þar sem dauðu svanirnir fundust og allir alifuglar í grennd við svæðið verða rannsakaðir. Horst Seehofer, landbúnaðarráðherra Þýskalands, hvatti alla alifuglabændur til að halda öllum fugl- um sínum innandyra til að koma í veg fyrir að villtir fuglar smiti þá. Reglugerð sem bannar ali- fugla utandyra tekur gildi í Þýskalandi á föstu- dag. Þýska stjórnin hafði ætlað að setja slíkt bann í tvo mánuði frá 1. mars en ákvað að flýta því eftir að dauðu svanirnir fundust. Sala á kjúklingum snarminnkaði á Ítalíu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði að ákveðið hefði verið að banna allan innflutning á óunnu fiðri frá löndum utan sambandsins til að draga úr hættunni á því að sjúkdómurinn breidd- ist út. Sérfræðingar Evrópusambandsins í bar- áttunni gegn fuglaflensu hófu tveggja daga fund í Brussel í gær og ræddu fleiri ráðstafanir sem Evrópusambandið gæti gert til að stöðva út- breiðslu fuglaflensuveirunnar. Sala á kjúklingum og öðrum alifuglum hefur snarminnkað á Ítalíu eftir að H5N1-veiran fannst í átta dauðum svönum. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, hafði eftir sam- tökum ítalskra bænda að átta af hverjum tíu Ítölum hefðu hætt að kaupa kjúklinga þótt ítalska stjórnin hefði reynt að fullvissa þá um að sjúkdómurinn hefði ekki borist í alifuglabúin. Samtökin sögðu að ítölsku alifuglabúin hefðu tapað um 600 milljónum evra, sem samsvarar 45 milljörðum króna, frá því í október og um 30.000 manns hefði verið sagt upp. Marko Kyprianou, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB, hvatti neytendur til að halda ró sinni. „Það er engin ástæða til að forðast að borða kjúklinga.“ Fréttastofan AFP hafði eftir sérfræðingum að alifuglum í löndum Evrópusambandsins stafaði tiltölulega lítil hætta af fuglaflensu þar sem flest- ir þeirra væru í stórum, lokuðum búum og kæm- ust ekki í snertingu við villta fugla, ólíkt alifugl- um í Asíu og Afríku. Reuters Starfsmaður landbúnaðarráðuneytis Rúmeníu býr sig undir að farga aliönd. Fuglaflensuveiran hefur fundist í um 30 rúmenskum þorpum. Kapp lagt á að stöðva útbreiðslu fuglaflensu Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, kom í gærkvöldi fram í við- tali á Fox-sjónvarpsstöðinni og gekkst við ábyrgð á slysi, sem henti hann um síðustu helgi þegar hann skaut óvart úr haglabyssu á veiði- félaga sinn. Sagði Cheney að út í hött væri að ræða aðstæður og til- drög slyssins. „Það er ekki hægt að kenna öðrum um. Ég er sá sem tók í gikkinn og skaut vin minn,“ sagði hann. Viðbrögð Cheneys og ríkisstjórnarinnar við at- burðinum höfðu verið orðin að hinu mesta vandræðamáli og einkanlega eftir að skýrt var frá því, að hagl í hjartavöðva þess, sem fyrir skotinu varð, hefði valdið vægu hjartaáfalli. Fram að þessu hefur Cheney þag- að þunnu hljóði um atburðinn og beinlínis forðast blaðamenn. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir það og ekki síður Hvíta húsið eða rík- isstjórnin, sem lét næstum því sólar- hring líða áður en sagt var frá mál- inu. Tveir fyrrverandi forsetatalsmenn sögðu fyrr í gær, að skýra hefði átt frá slysaskotinu tafarlaust. „Það hefði átt að halda á þessu máli með allt öðrum hætti,“ sagði Ari Fleischer, sem var fyrsti talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, frá 2001 til 2003, og Marlin Fitzwa- ter, sem var blaðafulltrúi Bush eldra og Ronald Reagans, sagði, að hann væri „stórhneykslaður“ á framkomu ríkisstjórnarinnar. Pirraður út í blaðamenn Scott McClellan, talsmaður Bush, sagði í fyrradag, að ekki væri að vænta neinnar formlegrar tilkynn- ingar frá Hvíta húsinu um atburðinn og hann leyndi ekki gremju sinni er blaðamenn þráspurðu um hann. „Þið megið eyða tímanum í þetta en við einbeitum okkur að mikilvæg- ari málum, til dæmis heilbrigðismál- unum,“ sagði McClellan. Þingmenn demókrata hafa gagn- rýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir leyndina í þessu máli og eftir að í ljós kom, að Harry Whittington, sem varð fyrir skotinu, hafði fengið hjartaáfall, hafa sumir þingmenn repúblikana líka fundið að viðbrögð- unum. Þetta mál er enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórn Bush á kosningaári. Í eina tíð var Cheney kallaður „fullorðni maðurinn“ í ráðherrahópnum, sá, sem reynsluna hefði, og því kjörinn til að styðja og leiðbeina hinum reynslulitla Bush. Nú er Cheney sak- aður um barnalegan feluleik og til- litsleysi. Ekki reynt að fjarlægja öll höglin Talið er, að Whittington, sem er 78 ára að aldri, hafi fengið í sig upp und- ir 200 högl og segja læknar, að lík- amlegt ástand hans muni ráða mestu um hvort hann nái sér að fullu. Er hann enn með tugi hagla í sér, þar á meðal í hjartavöðva, og verður ekki reynt að fjarlægja þau af ótta við, að skurðaðgerð gæti verið hættulegri en höglin sjálf. Fari svo ólíklega, að Whittington bíði bana af slysaskotinu og afleið- ingum þess, er komin upp ný og graf- alvarleg staða fyrir Cheney. Þá má eins búast við, að hann verði ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Cheney gengst við allri ábyrgð Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Dick Cheney London. AFP. | Refsivert verður að vegsama hryðjuverk samkvæmt lög- um sem breska þingið samþykkti í gær en lögin eru hluti af víðtækari aðgerðum sem bresk stjórnvöld ákváðu að grípa til eftir hryðjuverk- in í Lundúnaborg í júlí á síðasta ári, sem kostuðu á sjötta tug manna lífið. Neðri deild breska þingsins sam- þykkti lögin með 315 atkvæðum gegn 277 en þar með var hrundið við- bætum við lagabálkinn um varnir gegn hryðjuverkum sem lávarða- deild þingsins hafði samþykkt og sem Tony Blair forsætisráðherra taldi að hefðu útvatnað lögin. Íhaldsmenn og frjálslyndir demó- kratar í neðri deild þingsins voru á móti breytingunni á þeirri forsendu að gengið væri á mannréttindi fólks og að núgildandi lög næðu alveg utan um vandann. En þessi tiltekna breyting hefur hins vegar verið Tony Blair mikið hjartans mál og hann sagði í ræðu í breska þinginu fyrr í gær að miklu máli skipti að gera refsivert að veg- sama hryðjuverk. Sagði Blair að með þessari breytingu væri lögreglu gert auðveldar að taka á róttækum ísl- amistum sem kynnu að stuðla að því með málflutningi sínum að ungir múslímar í Bretlandi fremdu hryðju- verk. Vísaði Blair m.a. til máls Abu Hamza al-Mazri, múslímaklerks úr norðurhluta London, þar sem marg- ir múslímar búa, en sá var í síðustu viku dæmdur til sjö ára fangelsis- vistar fyrir að hafa stuðlað að kyn- þáttahatri og hvetja til morða. Refsivert að vegsama hryðjuverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.