Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 29
smitist milli manna. Haraldur segir að heilsu-
gæslan í landinu sé mjög mikilvæg í þessu sam-
bandi þar sem fólk muni trúlega í mestum mæli
fyrst leita til hennar; hún tæki fyrsta skellinn.
Segir Haraldur hugmyndina að meðhöndla sem
flesta sjúklinga heima við.
Meðal þess sem þarf að undirbúa er að hafa
nægilegt magn af dreypilyfjum, þ.e. sykur- og
saltvatnslausn sem gefa verður sjúklingum sem
verða að leggjast á sjúkrahús og geta ekki
nærst á annan hátt. Í því sambandi er til athug-
unar að koma á fót verksmiðju sem framleiða
myndi slík lyf og er það fjárfesting uppá um
600–700 milljónir króna. Slík lyf voru framleidd
hérlendis á árum áður hjá Lyfjaverslun ríkisins
en sú framleiðsla lagðist af þegar hún var seld.
Haraldur segir nauðsynlegt að í landinu séu til
kringum ársbirgðir af slíkum lyfjum ef eftir-
spurn verður slík og ef flutningar eða fram-
leiðsla truflast en venjulega séu til eins til
tveggja mánaða birgðir. Því kemur einnig til
greina að hafa í landinu ársbirgðir af innfluttum
dreypilyfjum í stað þess að hefja innlenda fram-
leiðslu. Einnig þarf að huga að birgðastöðu ann-
arra nauðsynlegra lyfja og gera nauðsynlegar
ráðstafanir við öflun bóluefna.
Margháttuð áhrif
Af framansögðu er ljóst að margs konar
truflun verður á daglegu lífi komi til heimsfar-
aldurs í mönnum. Minna má á að lokað var fyrir
umferð um Holtavörðuheiði þegar spánska
veikin herjaði og þannig komið í veg fyrir að
hún breiddist út um Norðurland. Verði gripið til
ferðatakmarkana, hvort heldur að og frá land-
inu eða innanlands er einnig ljóst að margs kon-
ar flutninga- og ferðastarfsemi raskast fyrir ut-
an það athafnalíf sem kann að stöðvast vegna
þess að starfsmenn veikjast.
gerðin. Haraldur Briem segir að rætt hafi verið
að einungis Keflavíkurflugvöllur yrði hafður op-
inn vegna millilandaflugs. Með því yrði unnt að
hafa betri stjórn á skráningu ef til ferðatak-
markana kæmi og vegna þess og annars við-
búnaðar þar þyrfti að kalla til fulltrúa Flug-
málastjórnar. Haraldur sagði einnig mögulegt
að nýtt yrði húsnæði á Keflavíkurflugvelli til að
hafa fólk í einangrun.
Þá segir hann að til standi að hafa umfangs-
mikla æfingu í nóvember. Ein æfing hefur þeg-
ar verið haldin meðal yfirmanna og skipuleggj-
enda viðbúnaðar en æfingin í haust á að ná til
allra sem hafa hlutverkum að gegna í viðbrögð-
um við faraldri.
En hverjar eru líkur á því að fuglaflensu-
faraldur skelli á?
„Það er mjög líklegt að fuglaflensa muni
greinast í farfuglunum okkar þar sem þeir hafa
vetursetu í fuglaflensulöndum,“ segir Haraldur.
„Þar erum við að tala um lönd eins og Bretland,
lönd í Vestur-Evrópu og í vesturhluta Afríku.
Það eru því miklir möguleikar á útbreiðslu hér-
lendis enda snertifletirnir við sýkta fugla marg-
ir en embætti yfirdýralæknis mun fylgjast með
því hér. Við þurfum fyrst og fremst að gæta að
því að flensan berist ekki í alifugla og ef menn
verða hennar varir í villtum fuglum hlýtur að
koma til greina að banna t.d. gæsaveiðar þótt
ekki fari neinum sögum af því að sportveiði-
menn hafi smitast af fuglum. Mér þykir því allt
eins líklegt að þetta verði að heimsfaraldri í
fuglum því síðan má gera ráð fyrir að þetta
breiðist til Norður-Ameríku frá Síberíu og
hugsanlega Grænlandi.“
Heilsugæslan mikilvæg
Hættan á útbreiðslu fuglaflensunnar í menn
er mjög lítil. Viðbrögðin hér á landi eru miðuð
við að vernda alifuglaræktina m.a. með því að
loka fugla inni og að fuglaflensuveira muni
hugsanlega stökkbreytast í þá veru að hún
aldur Briem, sérfræðingur í smitsjúk-
Hlutverk hans er einkum gagnaöflun
júkdóma sem geta orðið að faraldri og
a viðbrögðum og viðbúnaði vegna slíkra
a.
óttvarnalæknir með alla þræði
ldur Briem tjáði Morgunblaðinu að sótt-
fengju nú auknar fjárveitingar til að
ið störfum og/eða auka starfshlutfall
em fyrir eru. Auk Haraldar starfa við
nir tveir læknar í hálfu starfi sem sinna
ði, viðbrögðum og bólusetningum, tveir
narfræðingar sem sinna m.a. sýkinga-
og skráningu á sýklalyfjaónæmi og síð-
já sóttvarnalækni hálf önnur staða rit-
nnig starfar félagsráðgjafi í hálfu starfi
tvarnalækni við alnæmis- og kynsjúk-
rnir. Segir Haraldur m.a. mjög mikil-
halda til haga margs konar gögnum um
slu og þróun fuglaflensunnar víðs vegar
minn. Haraldur minnir á að þótt fugla-
álið muni á næstu misserum og kannski
ka mikinn tíma hjá starfsmönnum emb-
megi ekki gleyma því að þeir þurfa að
öðrum daglegum verkefnum líka.
ldur er spurður hvað honum finnist um
ðinn sem þegar hefur verið ákveðinn og
uknu fjárveitingar sem ríkisstjórnin
þriðjudag. „Ég tel þessa fjárveitingu til
við hæfi. Hún gerir okkur og öðrum
ð vinna af fullum krafti að viðbúnaðar-
okkar. Þar er ekki minnsta verkefnið að
heilbrigðisstéttirnar og síðan almenn-
gang flensunnar og síðan samhæfa við-
Fjárveitingarnar styrkja og efla viðbún-
em við höfðum þegar sett af stað,“ segir
ur.
erðatakmarkanir mögulegar
l tillagna um undirbúning er að stefna
í vinnuhóp fjölmörgum aðilum á sviði
ðismála og almannaþjónustu eins og
m í frétt Morgunblaðsins í gær, alls 22
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
varnalæknir muni sjá um að kalla þann
man og verði það gert á næstunni. Þar
Flugmálastjórn, Tollgæslan og Vega-
a hugsanlegs faraldurs í mönnum hérlendis
r hluti
ikist
joto@mbl.is
!"#$%&'()*&'(&#+),#-"./)
6
#
$%
"&'(&)
& & & " = * " & $%
= &
"**
(&+ & =>!
?@AA58!;=,*
' #$%&''(
D
!" #$ $ E
#
%&
" $'()#$
$ &*#
+", -.
?@B!C8=) ;)- )
/
!"
# '()#$
:D?,58!;=
)
0 .
& .
!"
,?E8:C8 #$
1#
!"
#$ ' $FA,858!;=?< .
#*
%
2#$
#
@,?8C!8 !.,'* +
!" .
' ,FGH? &,
%
&''+
*13 $
'(
&
@5I8?C8=/
##
%
1#
' C:85C8=A
##
%
1 $ #
!" #$ ' I?4,,58!; $ '
,
##
%
1 $ %
&
#
' 8HA:H??C,4=-( IJ #*
%
2#$
#
!" #$ '
#
6
-
./
01-23
4-5
6
7
0 8 3
9
8 0:6
3
ur Briem
Vill tóna niður óttann
„Hins vegar er þetta sýking
sem ónæmiskerfi þjóðarinnar
kannast ekkert við og það
gerir okkur erfitt fyrir,“ segir
Stefán en tekur einnig fram
að enginn viti í raun hvernig
málin þróast, hvort faraldur
eigi eftir að herja á hér eftir
ár eða tíu ár og hvernig sýk-
ingin muni haga sér. Segist
hann því vilja heldur tóna nið-
ur ótta manna en vissulega
verði heilbrigðisyfirvöld að
vera viðbúin hinu versta og
gera ákveðnar ráðstafanir.
„Við búum okkur undir
ákveðna hluti og mætum þeim
með öllum tiltækum ráðum en
vonum að ekki komi til
þeirra.“
st ekki við
FYRST eftir að Svíar urðu
aðilar að Evrópusambandinu
í ársbyrjun 1995 var sagt að
fólk hefði undrast það að
ekkert nýtt eða sérstakt
hefði gerst við inngönguna.
Með tímanum tók verðlag á
matvörum að lækka til muna
en annars leiddi
aðild að ESB ekki
til neinna sér-
stakra efnahags-
legra áhrifa fyrir
EFTA-löndin, þátt-
takendur í Evr-
ópska efnahags-
svæðinu. Þessi
staða í Svíþjóð,
Finnland og Aust-
urríki árið 1995 á
við um Ísland nú,
og er rétt hafa í
huga þegar rætt er
um aðild að Evr-
ópusambandinu.
Við erum fullgildir
þátttakendur í
kjarnanum af
starfsemi ESB,
sem er frjáls innri
markaður – sk.
fjórfrelsi. Þannig
felur EES-
samningurinn í sér
þátttöku af mestu
þess sem er virk
starfsemi ESB og
er tryggt með inn-
leiddum lagagjörn-
ingum innri mark-
aðarins af Alþingi.
Hlutfallið af þessum lögfestu
samþykktum öllum er svo
mælikvarðinn sem ESB/EES
leggur á það hver þátttakan
er í samanburði. Sleppt er
fjölda tímabundinna tækni-
legra ákvarðana fram-
kvæmdastjórnarinnar um
smámál, einkum á landbún-
aðarsviðinu, enda ekki eig-
inlegur hluti hins frjálsa innri
markaðar. Ísland hefur
löngum verið ofar mörgum
aðildarríkjum ESB í fram-
kvæmd samþykkta innri
markaðsins og höfum við
þannig séð mikla reynslu af
aðild.
Aðild að ESB er skilyrði
fyrir þátttöku í mynt-
bandalaginu en það er ekki
kvöð á aðildarríkjunum.
Finnar tóku upp evruna en
ekki Svíar fremur en Danir
eða Bretar. Fyrir utan vönt-
un á ESB-aðild uppfyllir Ís-
land nú ekki skilyrði Maast-
richt-samþykktanna um
myntbandalagið um hámarks
verðbólgu og vexti, né að
sjálfsögðu það að hafa haft
fast gengi við evruna í tvö ár.
Á þetta má benda vegna um-
ræðu um það hvort við eigum
eða ekki að vera í mynt-
bandalaginu og evrulandinu,
rétt eins og að það geti gerst
með hraði. Í lögfestum innri
markaði og Schengen-sam-
starfinu erum við hins vegar
í raun hluti efnahagslegs
samrunaferils ESB en þó ut-
an stofnana þess. Þetta þýðir
þá að við eigum ekki beina
aðild að ákvörðunum sem við
framkvæmum og áhrif EES-
stofnananna eru hverfandi.
ESB er breytingum undir-
orpið og síðasta tilraunin,
setning stjórnarskrár, beið
skipbrot við höfnun Frakka
og Hollendinga og þá vænt-
anlega pólitíska samrunaferl-
ið. Þá gæti aðalverkefni
framtíðarinnar orðið rekstur
svæðis frjálsra efnahags-
samskipta sem hvílir á sam-
eiginlegum lagagrundvelli
fjórfrelsisins – hinu mikla
meistarastykki framkvæmda-
stjórnar Jacques Delors.
Hann og aðrir hafa síðan tek-
ið að líta á það sem mistök,
að EFTA fékk aðild að innri
markaðinum með EES-
samningnum, reyndar upp-
haflega einkum ætlaður hlut-
lausu löndunum en ekki Ís-
lendingum og Norðmönnum
sérstaklega. Þeim fer fækk-
andi í Evrópu sem kunna skil
á EES, fyrir utan passaskoð-
unarfólk og tollara.
Hvað sem öðru líður er
margs að gæta, ef huga ætti
að aðild að ESB. Það á t.d.
við um aðildarkostnað, land-
búnaðarstefnuna, sem Norð-
urlöndunum
virðist ekki
hafa orðið
meint af, en
þó fyrst og
fremst um
sameiginlegu
sjávarútvegs-
stefnuna, sem
okkur er óað-
gengileg nema
væntanlega að
hugmyndin
um að Ísland
hafi land-
grunnið sem
sértækt svæði
undir eigin
fiskveiðistjórn-
un nái fram að
ganga. Reynsl-
an af löngu
sendiherra-
starfi var að
skilningur
ríkti á því að
fyrir Ísland
ætti það ekki
við sem Norð-
ursjávarlöndin
ákváðu varð-
andi sameig-
inlegar veiðar
og stjórnun. Hitt er annað
mál að þetta yrði frávik frá
grundvallarákvörðun og sem
slíkt til einhvers fordæmis.
Það gæti hafa staðið í aðild-
arríkjum sem annars líta á
okkur sem æskilegan sam-
starfsaðila og því sé þægi-
legra að Íslendingar sitji
þöglir á EES-hliðarlínunni.
Í Economist þessarar viku
er vikið að þeirri ógn sem
Evrópu stafi, ekki af árásum
á sendiráð og blaðamennsku,
heldur vissri gliðnun í varð-
veislu hins frjálsa innri
markaðar, fjórfrelsisins. Bent
er á að ekki hafi verið lyft
öllum höftum á frjálsri för
fólks frá hinum nýju aðild-
arríkjum ESB. Hinn pólski
pípulagningamaður varð grýl-
an varðandi frjálsa för fólks í
þjóðaratkvæðinu í Frakklandi
um stjórnarskrána en Frökk-
um er nóg um aðstreymið,
einkum frá Norður-Afríku.
Þá hafa komið hömlur á yf-
irtökum erlendra aðila á fyr-
irtækjum í Frakklandi,
Þýskalandi og Póllandi og
fleira er nefnt. En hvað með
okkur og fjórfrelsið? Hér eru
víst einir 2.000 Pólverjar við
störf og þykja lítt missandi í
sumum atvinnugreinum. Út-
rásin margrómaða hvílir al-
veg á EES-samningnum en
án hans hefðum við hvorki
leyfi til atvinnurekstrar eða
dvalar í Evrópu. Og verra
væri nú ef Bretar og Danir
tækju upp hömlur gegn ís-
lenskum frumkvöðlum og
starfsemi þeirra. Við höfum
afgerandi hagsmuna að gæta
að frjáls innri markaður
haldist og gæta þess vel sem
fyrr að heltast ekki úr lest-
inni í EES – ESB.
En er EES-þátttaka full-
nægjandi til að hagsmuna sé
gætt? Sú er ekki skoðun mín
og að aðild að ESB, ef for-
sendur eru fyrir henni, sé
tryggari og eðlilegri kostur.
Þá gætu Íslendingar einnig
orðið aðilar að mynt-
bandalaginu og tekið upp
evruna einhvern tíma í fram-
tíðinni, sýnist okkur svo. Ætli
okkur verði neitt meira um
að gerast aðilar að ESB en
var um EFTA-félaga okkar
fyrir áratug?
EES og ESB
Eftir Einar Benediktsson
Einar Benediktsson
’Við höfum af-gerandi hags-
muna að gæta að
frjáls innri mark-
aður haldist og
gæta þess vel
sem fyrr að helt-
ast ekki úr lest-
inni í EES –
ESB.‘
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
RÆKTENDUR alifugla og landnáms-
hænsna verða hugsanlega skyldaðir til að
loka fugla sína inni í viðbragsskyni við
fuglaflensunni að því er fram hefur komið
hjá sóttvarnarlækni.
Jóhanna Harðardóttir, landnáms-
hænsnabóndi á Akranesi, segir þetta aðeins
spurningu um tíma og vonast til að stutt sé í
að fuglarnir verði lokaðir inni. „Þetta snýst
auðvitað um að verja fuglana, afkomuna og
okkur sjálf. Það erum jú við sem berum
ábyrgð á stofninum og ef illa fer förum við
ekki annað til að bjarga honum.“ Hún segir
mikla ábyrgð hvíla á herðum ræktenda.
Eigenda- og ræktendafélag Landnáms-
hænsna mun mælast til þess að fólk hýsi
fuglana allan sólarhringinn og gæti þess að
önnur dýr komist ekki að þeim. Einnig vill
það brýna fyrir ræktendum að gæta fyllsta
hreinlætis bæði hvað varðar fóður og hlífð-
arfatnað.
Félagið er í samstarfi við Keldur og emb-
ætti yfirdýralæknis um varnir við fugla-
flensu.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Landnáms-
hænur
lokaðar inni?