Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 53
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KRINGLUNNI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
Frá framleiðendum
„Bridget Jones Diary“
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand
sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2
mynd eftir
steven spielberg
S.V. Mbl.
Frábær og
kraftmikil mynd
sem styðst við raun-
verulega atburði með
Óskarsverðlauna-
höfunum, Charlize
Theron, Frances
McDormand og
Sissy Spacek.
NORTH COUNTRY kl. 5.15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára.
BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 4 - 6
BAMBI 2 VIP kl. 4 - 6
DERAILED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára.
DERAILED VIP kl. 8 - 10:20
MUNICH kl. 9:15 B.i. 16 ára.
PRIDE AND PREJUDICE kl. 8
OLIVER TWIST kl. 4 - 6:30 B.i. 12 ára.
RUMOR HAS IT kl. 10:40
HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE kl. 5 B.i. 10 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 5
KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára.
UNDERWORLD 2 kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára
DERAILED kl. 6 - 10:30 B.i. 16 ára.
CASANOVA Forsýnd kl. 8
BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 6
MUNICH kl. 8:15 B.i. 16 ára.
Derailed kl. 8 - 10:10 B.i. 16
Dick and Jane kl. 8
Jarhead kl. 10 B.i. 16
BAMBI 2 kl. 6
DERAILED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
MARCH OF THE PENGUINS kl. 6
CHRONICLES OF NARNIA kl. 8
Hér er á ferðinni frábært
framhald einnar ástsælustu
teiknimynd allra tíma.
Sýnd með íslensku tali.
Frábær og
kraftmikil mynd
sem styðst við raunverulega
atburði með Óskarsverðlauna-
höfunum, Charlize Theron, Frances
McDormand og Sissy Spacek.
H.J. Mbl.
V.J.V.Topp5.is
HANN VANN HUG OG HJÖRTU KVENNA
EN HÚN STAL HJARTANU HANS.
H.J. Mbl.
V.J.V.Topp5.is
H.J. Mbl.
L.I.N. topp5.is
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
FORSÝND Í SAMBÍÓUNUM
KRINGLUNNI Í KVÖLD
Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf.
FYRRUM leiðtogi rokkhljómsveit-
arinnar Pink Floyd, Roger Waters,
heldur tónleika hérlendis í sumar.
Tónleikarnir verða haldnir í Egils-
höll mánudaginn 12. júní. Þar mun
hann taka öll helstu lög Pink Floyd
auk þess sem hann mun flytja
meistaraverk Pink Floyd, Dark Side
of the Moon, í heild sinni og í raun í
lengri útgáfu en á plötunni sjálfri.
„Verða þetta risatónleikar í orðs-
ins fyllstu merkingu, en með honum
kemur hópur valinkunnra tónlistar-
manna en í föruneyti hans verða yfir
30 manns,“ segir í tilkynningu frá
Guðbjarti Finnbjörnssyni, sem
stendur að komu kappans til lands-
ins.
Verður engu til sparað til að gera
þessa tónleika sem glæsilegasta og
verða m.a. risaskjáir notaðir á
hljómleikunum og eins verður sér-
stakt „surround“ hljóðkerfi notað.
Það mun sérstök fragtflugvél
koma til Íslands með 10–15 tonna
græjur sem verða notaðar á tónleik-
unum, auk alls þess besta í hljóm-
flutningstækjum sem innlendir að-
ilar geta útvegað, að sögn Guð-
bjarts.
Tónlist Pink Floyd hefur af mörg-
um verið talin ein besta tónleika-
tónlist rokksögunnar og má segja að
tónlist Pink Floyd sé alveg sérsniðin
fyrir stóra tónleika.
Dark Side of the Moon hefur selst
í yfir 34 milljónum eintaka og er
skráð í heimsmetabók Guiness sem
sú plata sem lengst hefur verið á
topp 200 Billboard-listanum. Hún
var á listanum í samfleytt 591 viku
eða í 11,4 ár og næstu þrjú árin var
hún ýmist úti eða inni á þeim lista.
Árið 2002 seldist Dark Side of the
Moon í 417 þúsund eintökum í
Bandaríkjunum einum og komst aft-
ur inn á top 200 listann.
Roger Waters mun aðeins halda
15 tónleika á þessu ári í heminum og
er þetta einstæður viðburður sem
verður ekki endurtekinn. Það er því
ótrúlegt að hægt sé að fá hann hing-
að til Íslands, segir Guðbjartur.
Nánari upplýsingar um miðasölu
og fyrirkomulag verða tilkynntar
síðar.
Tónlist | Fyrrum leiðtogi Pink Floyd á
leiðinni til landsins næsta sumar
Waters ætlar að flytja helstu lög Pink Floyd og Dark Side of the Moon í
heild sinni á tónleikunum í Egilshöll í sumar.
Roger Waters í Egilshöll
TVÆR hljómsveitir munu troða
upp á eftir söngkabarettinum Nínu
og Geira í Broadway næsta laug-
ardag. Fyrst verður það hljóm-
sveitin Hunang sem mun leika í
klukkutíma en svo er það norska
hermibandið Det Betales sem stígur
á svið en þar er um að ræða fjög-
urra manna hljómsveit sem hefur
sérhæft sig í því að leika lög Bítl-
anna.
Eins og kemur fram á heimasíðu
Det Betales, hefur hljómsveitin
unnið bæði með Tony Sheridan og
fyrsta umboðsmanni Bítlanna, Allan
Williams sem telur Det Betales
bestu Bítla-hermihljómsveit heims í
dag. Hljómsveitin er árlegur gestur
á hinni einu sönnu Bítlahátíð í Liv-
erpool en auk heimaborgar Bítlanna
hafa þeir troðið upp um víða veröld,
til að mynda í Þýskalandi, Spáni og
Argentínu svo fáein lönd séu nefnd.
Dyrnar opnast á miðnætti þegar
stuðboltarnir í Hunangi slá upp-
hafshljóma sína og hita gesti upp
fyrir fjörið sem er í vændum. Strax
klukkan eitt stíga svo hinir óviðjafn-
anlegu meðlimir Det Betales á svið
Þess má í lokin geta að nú fer
hver að verða síðastur að ná sér í
miða á Nínu og Geira því sýningum
lýkur í mars.
Tónlist | Bítlarnir og Bo í Broadway
Det Betales leikur í Broadway á laugardaginn.
Há-norskt Bítlaæði
Miðasala á dansleikinn eftir mið-
nætti er hafin á midi.is og versl-
unum Skífunnar, BT á Akureyri,
Selfossi og í miðasölu Broadway.
Miðinn kostar 1.850 kr. auk miða-
gjalds. 20 ára aldurstakmark.