Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 17 ERLENT Washington. AFP. | Bandaríkjaþing birti í gær skýrslu um fellibylinn Katrínu og afleiðingar hans. Er hún sögð mikill áfellisdómur yfir ríkis- stjórn George W. Bush og raunar öll- um, sem við sögu koma. Michael Chertoff, heimavarnaráð- herra Bandaríkjanna, kom fyrir þingnefnd og viðurkenndi að yfir- völdum hefðu orðið á „mörg mistök“ þegar þau brugðust við fellibylnum. Til að mynda hefði ekki verið rétt að láta Michael Brown, yfirmann FEMA, bandarísku almannavarn- anna, hafa yfirumsjón með björgun- arstarfinu. Í skýrslunni, sem er 600 blaðsíður, segir, að þeir, sem hafi borið ábyrgð á neyðarviðbrögðum, hafi látið viðvar- anir um Katrínu sem vind um eyru þjóta, en fellibylurinn olli gífurlegu tjóni á suðurströnd Bandaríkjanna, stór hluti New Orleans fór undir vatn og um 1.300 manns týndu lífi. Þingmenn og höfundar skýrslunn- ar segja, að jafnvel eftir að viður- styggð eyðileggingar hafi blasað við, hafi nauðstöddu fólki ekki verið hjálpað nógu snemma. „Rannsóknin sýnir, að Katrína var þjóðarklúður þar sem menn sinntu ekki þeirri frumskyldu sinni að koma meðborgurum sínum til hjálpar,“ segir í skýrslunni. „Allir brugðust. Einstaklingar, fyrirtæki, hjálpar- samtök og stjórnvöld.“ Fram kemur, að ráðgjafar og ráða- menn í Hvíta húsinu hafi ekki sinnt upplýsingum og viðvörunum um yf- irvofandi hörmungar og síðan brugð- ist allt of seint við þegar þær voru orðnar staðreynd. Sagt er, að banda- rísku almannavarnirnar, FEMA, sem eru hluti af heimavarnaráðu- neytinu, hafi vitað með tveggja daga fyrirvara, að lík- lega myndu um 75% New Orleans fara undir vatn og Chertoff, heima- varnaráðherra, er gagnrýndur fyrir að bregðast lin- lega við. Miklu fé sóað Skýrslan er álitshnekkir fyrir Bandaríkjastjórn, en fyrr í vikunni var hún harðlega gagnrýnd í annarri þingskýrslu, sem sagði, að milljónum dollara hefði verið sóað eftir hamfarirnar, meðal annars hefði féð verið afhent fólki, sem eftirlitslaust framvísaði fölskum persónuskilríkjum og heimilisföng- um. Þótt skýrslan, sem birta átti í gær, sé harðorð, finnst demókrötum ekki nóg að gert og segja, að í raun séu engir embættismenn dregnir til ábyrgðar á klúðrinu og ekkert í henni um framhaldið. „Þúsundir manna eru enn á hálf- gerðum vergangi. Uppbyggingunni miðar ekkert og í raun veit enginn hver framtíðin á að vera á þeim svæð- um, sem verst urðu úti, einkum í New Orleans og nágrenni. Forsetinn, ráð- gjafar hans, ríkisstjórnin og emb- ættimenn bera meginábyrgð á klúðr- inu,“ sagði öldungadeildarþing- maðurinn Hillary Clinton, en hún hefur hvatt til sjálfstæðrar rannsókn- ar á viðbrögðum stjórnvalda. Viðbrögðin við Katrínu kölluð „þjóðarklúður“ Heimavarnaráðherra viðurkennir „mörg mistök“ Michael Chertoff Sydney. AFP. | Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi í gær áður óbirtar myndir af misþyrm- ingum á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bag- dad í Írak á árinu 2003. Talsmaður stöðvarinnar sagði, að þær sýndu „manndráp, misþyrmingar og kynferðislega auðmýkingu“. Myndirnar eiga sér sama uppruna og þær, sem áður hafa verið birtar, en Bandaríkjastjórn bann- aði birtingu þessara mynda og er nú tekist á um það fyrir bandarískum dómstólum. Myndirnar, sem SBS birti, sýna meðal annars mann, sem virðist útataður í eigin saur, annan með skurð á hálsi og að því er virðist yfirheyrslu- herbergi atað blóði. Á myndbandsbút má sjá hóp fanga, sem virðast hafa verið neyddir til að fróa sér fyrir framan myndavél. Aðrar myndir virðast sýna lík og fanga með blóðug sár á höfði og lík- ama. Maðurinn, sem virðist útataður saur, er aug- ljóslega vanheill á geði og er honum lýst sem „leikfangi“ fangavarðanna, sem „reyna ýmsar að- ferðir við að hemja hann“ í stað þess að hjálpa. „Þetta eru myndir, sem Bandaríkjastjórn vildi ekki að nokkur sæi,“ sagði þulurinn á SBS, en sumar myndanna eru þegar komnar á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar. Sumir bandarísku fangavarðanna, sem sjást á myndunum, hafa nú þegar verið dæmdir fyrir að- ild sína að misþyrmingunum í Abu Ghraib, þar á meðal Lynndie England og Charles Graner. Voru sýndar þingmönnum Myndirnar voru sýndar í þættinum „Dateline“ á SBS og sagði þulurinn, að þær hefðu á sínum tíma verið sýndar bandarískum þingmönnum bak við lokaðar dyr og þá hefðu þeir orðið miður sín yfir hryllingnum. Talsmaður Bandarísku borg- araréttindasamtakanna, ACLU, sagði í viðtali við „Dateline“, að vonandi yrði myndbirtingin til þess að háttsettir menn í Bandaríkjaher yrðu dregnir til ábyrgðar. „Myndirnar virðast sýna, að pyntingar og mis- þyrmingar í Abu Ghraib hafi verið miklu meiri en áður hefur komið fram,“ sagði talsmaðurinn. Myndbirtingin á SBS kemur á sama tíma og múslímar eru víða æfir yfir skopmyndum af Mú- hameð spámanni og þykir viðbúið, að myndirnar á SBS muni kynda enn undir æsingum í ísl- ömskum löndum. Nýjar myndir af pyntingum í Abu Ghraib í Írak sýndar Reuters Ein af myndunum frá Abu Ghraib-fangelsinu, sem ástralska sjónvarpsstöðin SBS birti í gær. London. AFP. | Breska þingið samþykkti í fyrrakvöld algert bann við reykingum á opinber- um stöðum í Englandi en áður hafa sambærileg lög gengið í gildi á Norður-Írlandi og frá og með næsta mánuði er bann- að að reykja á opinberum stöðum í Skotlandi. Reykingabannið nær til kráa, einkaklúbba, veitinga- staða og vinnustaða og markar mikil tímamót í Bretlandi, þar sem áætlað er að einn af hverjum fjórum reyki. Fylgir breska þingið með þessu í fót- spor Íra, Ítala, Norðmanna, Möltumanna og Svía. Í gildi sumarið 2007 Öruggur meirihluti var fyrir því að banna reykingar á öll- um krám en síðan samþykkti þingið einnig að banna reyk- ingar í einkaklúbbum. Skiptar skoðanir voru um hversu langt bannið skyldi ná, en þegar til kastanna kom samþykkti þing- heimur semsé að fara alla leið í þessum efnum, þ.e. banna reykingar á öllum opinberum stöðum. Breski heilbrigðisráðherr- ann, Patricia Hewitt, fagnaði ákvörðun þingsins en bannið á að ganga í gildi sumarið 2007. Sagði hún að með þessu yrði „þúsundum mannslífa bjarg- að“. Breska þingið sam- þykkti reyk- ingabann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.