Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Góður endir getur orðið þótt saga sé einungis hálfnuð, eða eins og í dag, í miðri og hættulegri atburðarás. Hrút- urinn er ekkert fórnarlamb en gott ann- að veifið að láta hann bjarga sér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið þarf á meiri háttar áskorun að halda. Það er eina leiðin til þess að hug- dirfska þess fái tækifæri til að njóta sín. Ef hindrun verður á vegi þínum, sem nánast er tryggt um leið og þú kemur í vinnuna, skaltu ekki gefa eftir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er tími til þess að endurmeta sjálfan sig. Allir sjá sínar eigin takmarkanir, en í stað þess að einblína á þær skaltu beita uppbyggilegri gagnrýni í staðinn. Skrifaðu lista og ekki gleyma að telja upp alla frábæru eiginleikana sem þú býrð yfir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þörfin fyrir að gera sér glaðan dag er allsráðandi. Himintunglin eru í stöðu sem gerir krabbann sér meðvitandi um þetta og léttir honum líka lund. Ef þú ert sæll áttu að segja það, hugsa það og syngja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Óvinurinn er sá hluti sjálfsins sem finnst hann verða að kvarta. Ef þú stillir þig um það, finnur þú máttinn. Það út- heimtir orku að tjá gremju sína og henni er betur varið á virkari hátt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er ekki rétti tíminn til að aðgreina sig, aðskilja eða vera einn. Meyjan sér möguleikana á því að tengjast fólki með því að spyrja í sífellu hvort hún geti hjálpað. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinna vogarinnar virðist yfirþyrmandi, of margir boltar á lofti í einu finnst henni. Slakaðu á og reyndu að komast í samband við alheimsgreindina. Himin- tunglin ganga eftir braut sinni af fágun og nákvæmni og það getur líka átt við um milljón fyrirliggjandi verkefni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn nýtur yfirþyrmandi stuðnings í augnablikinu. Maki hans sýnir rausnarskap, kannski ekki í stórum dráttum, en á lítinn, nánast ósýnilegan máta sem styrkir böndin enn frekar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Lýstu vandamáli þínu á tæmandi hátt en með einföldum orðum. Ef þú gefur þér tíma til þess, má segja að það sé að hálfu leyst. Meyja hjálpar þér að ráða fram úr afgangnum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Jung hafði á orði að allt sem fer í taug- arnar á okkur í fari annarra feli í sér lykilinn að sjálfsuppgötvun. Hugsanlega þarf steingeitin á innsæi fisksins að halda til þess að komast alla leið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Brjóttu ísinn í samskiptum við kalda og fjarlæga manneskju með því að láta eitthvað uppskátt um sjálfan þig. Með því að gefa færi á þér tekst viðkomandi, sem er með álíka þykka vörn og Kína- múrinn, að lækka viðbúnaðarstigið eilít- ið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er sterkari en áður. Honum er kleift að grípa tækifæri sem hefði hæglega gengið honum úr greipum í fyrra. Áhrifafólk laðast að þér. Bog- menn og naut luma hugsanlega á samn- ingum sem þú ættir að spá í. Stjörnuspá Holiday Mathis Vog réttvísinnar er merki vogarinnar og þegar tungl- ið ferðast um merki rétt- sýninnar er þörfin fyrir sanngirni allsráð- andi. Lífið getur auðvitað verið ósann- gjarnt, en mögulegt að sú hugmynd um réttlæti sem við erum með í kollinum sé ekki jafn fullkomin og alheimsréttlætið. Samþykkjum að flókin og jafnvel full- komlega réttlát atburðarás sé að byrja. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 tónverkið, 8 lífga, 9 fyrirgefning, 10 gyðja, 11 tákn, 13 sam- safn, 15 dæld, 18 sanka saman, 21 rödd, 22 út- hluti, 23 útlit yfirborðs, 24 málvenju. Lóðrétt | 2 truflun, 3 sorp, 4 lands, 5 vondur, 6 misgáningur, 7 hræðslu, 12 ílát, 14 hita, 15 slæp- ast, 16 hamingju, 17 ásynja, 18 lítið, 19 smán- arblett, 20 nabbi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlúir, 4 hanki, 7 tafls, 8 gengi, 9 púl, 11 arra, 13 bann, 14 gubba, 15 hífa, 17 klár, 20 fat, 22 nefna, 23 urt- um, 24 ilina, 25 trauð. Lóðrétt: 1 hátta, 2 útför, 3 rasp, 4 hagl, 5 nenna, 6 iðinn, 10 útbúa, 12 aga, 13 bak, 15 hendi, 16 fífli, 18 litla, 19 rómuð, 20 fala, 21 tukt.  Tónlist Grundarfjarðarkirkja | Vormenn Íslands, þeir Jó- hann Friðgeir Valdimarsson tenór, Ólafur Kjartan Sigurð- arson baritón og Óskar Pétursson tenór ásamt píanist- anum Jónasi Þóri verða með tónleika í Grundarfjarðar- kirkju 19. febrúar kl. 20. Efnisskráin er fjölbreytt. Norræna húsið | Félag þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu, fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 20. Bára Grímsdóttir (söng- ur og kantele) og Chris Foster (söngur og gítar) flytja þjóðlög frá Íslandi og Englandi. Miðaverð er 1.500 kr. Þjóðleikhúskjallarinn | Hljómsveitin The Rushes leikur á tónleikum kl. 21. Auk The Rushes koma fram Bluebird og Idir. Myndlist 101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til 25. febrúar. Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður til 19. febrúar. Sjá: www.artotek.is Bananananas | Finnur Arnar Arnarson til 18. febr- úar. Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir akríl- og olíu- málverk. Út febrúar. Gallerí Fold | Málverkasýning Huldu Vilhjálmsdóttur – Náttúrusköp – the nature shape in creation. Til 19. febrúar. Gallerí Fold er opið daglega 10–18, laug. kl. 11–16 og sun. kl. 14–16. Gallerí Kolbrúnar Kjarval | Sigrid Østerby sýnir myndverk tengd sömum til 22. febrúar. Gallerí Sævars Karls | Jónas Viðar Sveinsson sýnir málverk til 23. febrúar. Gallerí Úlfur | Sýning Ásgeirs Lárussonar út febrúar. Hrafnista, Hafnarfirði | Sjö málarar frá Félags- miðstöðinni Gerðubergi sýna í Menningarsal til 21. mars. i8 | Sýningin Fiskidrama samanstendur af myndbandi, skúlptúr og teikningum. i8 er opið miðvikudaga–föstu- daga frá kl. 11–17 og laugardaga frá kl. 13–17. Jónas Viðar Gallerí | Stefán Jónsson sýnir högg- myndir 11.–26. febrúar. Opið föstudaga og laugardaga frá kl. 13–18, annars eftir samkomulagi. Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexandersdóttir sýnir olíu- og akrílmyndir út febrúar. Karólína Restaurant | Óli G. með sýninguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Kunstraum Wohnraum | Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir verkið – Gegnum – Through – til 23. mars. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Ingibjörg Jóns- dóttir – Fínofnar himnur og þulur um tímann. Gryfja: Guðrún Marinósdóttir – Einskonar gróður. Arinstofa: Vig- dís Kristjánsdóttir – Myndvefnaður. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 5. mars Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Svav- ars Guðnasonar, Carls-Hennings Pedersen, Sigurjóns Ólafssonar og Else Alfelt. Til 25. febr. Listasafn Reykjanesbæjar | Guðrún Einars- dóttir til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gabríela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið. Kristín Eyfells. Til 26. feb. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jó- hannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið. Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb. Safn | Safn sýnir nú verk einnar þekktustu myndlistar- konu heims; Roni Horn, á þremur hæðum. Verkin eru um 20 talsins frá 1985–2004 og eru öll í eigu Safns. Sýningin ber heitið „Some Photos“. Flest verka Roni Horn eru ljósmyndir, sem hún hefur tekið á Íslandi en hún hefur dvalið hér reglulega síðan 1975. Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á Thorvaldsen bar – Ostranenie – sjónræna tónræna – til 3. mars Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í íslenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljósmyndir Marcos Paol- uzzo í Myndasal og ljósmyndir Péturs Thomsen í Mynda- sal. Til 20. febrúar. Söfn Aurum | Þorgeir Frímann Óðinsson fjöllistamaður sýn- ir verk úr myndaröðinni Vigdís til 17. febrúar. Bæjarbókasafn Ölfuss | Sýning á teikningum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, sem hann gerði er hann var í verbúð í Þorlákshöfn á árunum 1913–1915. Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í Duus húsum. Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13– 18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefðbundna og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar sem markmiðið er að fanga ákveðna stemmningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýningarkostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er myndum varpað á vegg úr myndvarpa. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning opnuð 1. maí nk. Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjölbreytt efni á sýningunum Handritin, Þjóðminjasafnið – svona var það, Fyrirheitna landið og Mozart-óperan á Íslandi. Njót- ið myndlistar og ljúfra veitinga í veitingastofunni. Leið- sögn í boði fyrir hópa. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Kiwanishúsið | Félagsvist alla fimmtudaga í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ, í landi Leirvogstungu við Vesturlandsveg. Spilaverðlaun, kaffiveitingar. Sími 566 7495, húsið opnað kl. 20. Fyrirlestrar og fundir Friðarhús | Samtök herstöðvaandstæðinga efna til fundar kl. 20–22, með þremur Íslendingum sem sóttu nýverið alþjóðasamfélagsþingin í Bamako og Caracas. Þau eru: Halla Gunnarsdóttir blaðamaður, Alistair Ingi Gretarsson nemi í alþjóðasamskiptum og Viðar Þor- steinsson heimspekingur. Fundarstjóri verður Einar Ólafsson. Háskóli Íslands | Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efna til málþings 17. feb. kl. 13.30–16, í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fjallað verður um hjónaband- ið og spurt um eðli hjónabandsins og hlutverk. Fyrir hverja er hjónabandið og í þágu hverra? Nánari upplýs- ingar: www.rikk.hi.is Hótel Saga | Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar heldur fund 17. feb. kl. 13–17, um jafnréttishugtakið, mannréttindi, minnihlutahópa og möguleika sveitarfé- laga til að þjónusta alla hópa jafn vel. Krabbameinsfélagið | Krabbameinsfélag Reykja- víkur býður þeim sem hafa sótt reykbindindisnámskeið á sl. ári að koma á endurkomufund kl. 17, í húsi Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Næsta námskeið hefst 2. mars. Leiðbeinandi er Halla Grétarsdóttir hjúkrunarfr. og fræðslufulltrúi. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 540 1900. Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknastofu í öldrunar- fræðum, RHLÖ, heldur fræðslufund kl. 15, í kennslusaln- um á 6. hæð á Landakoti. Lovísa Einarsdóttir íþrótta- kennari og samskiptafulltrúi Hrafnistu, Hafnarfirði, fjallar um grunnæfingar í Tai Chi fyrir eldri borgara. Sent verð- ur út með fjarfundabúnaði. ReykjavíkurAkademían | Rannsóknastefna um hug- og félagsvísindi verður haldin í Reykjavíkur- Akademíunni kl. 14–17. Fræðimenn og háskólakennarar velta fyrir sér hlutverki og stöðu hug- og félagsvísinda í samfélagi dagsins í dag. Stjórnmálamenn taka þátt í pallborðsumræðum. Veitingar að umræðum loknum. Fréttir og tilkynningar Dyslexíufélagið Skuld | Dyslexíufélagið Skuld heldur stofnfund um verðandi háskólafélag. Fundurinn verður kl. 20, á Kaffi Rósenberg og hefst með kvöld- verði þar sem gefst tækifæri á að ræða sýn félagsins og almenn stofnfundarstörf. Útivist og íþróttir Ferðafélagið Útivist | Þorrablót verður í Básum 18.–19. febrúar. Brottför frá Hvolsvelli kl. 10. Þorri blót- aður í Goðalandi. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Verð 3.100/3.600 kr. VHF-talstöð skilyrði í allar vetrar- ferðir. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.