Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 25 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Minningarnar á DVD Gagnvirkni býður DVD-fjölföldun en auk þess annast fyrirtækið hönn- un DVD-mynda, kvikmyndagerð og sölu á ýmsum vörum sem tengjast kvikmyndagerð og fjölföldun. Þar er hægt að fá yfirfærðar ljósmyndir, 8 mm og 16 mm filmur og myndbönd úr öllum gerðum myndbands- tökuvéla, yfir á DVD-diska eða geisladiska. Einnig er boðið upp á yfirfærslur af plötum og kassettum á geisladiska, minnislykla eða minn- iskubba. Tónlistar- og myndbands- útgefendur geta einnig nýtt sér þjónustuna. Brúðhjón geta fengið fyrirtækið til að sjá um bæði kvikmyndatöku og ljósmyndatökur, fengið DVD-diska, prentun á diskana og kápur, allt í einum pakka. Þá er Gagnvirkni með gerð kynningarmynda og auglýsinga fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í febrúar verður veittur 10% kynningarafsláttur af allri þjónustu og vörum fyrirtækisins. Heimasíða fyritækisins, www.gagnvirkni.is, er í vinnslu. Laugardaginn 18. febrúar verður sérstök kynning á fyrirtækinu Gagnvirkni í húsakynnum þess í Hlíðarsmára 8, frá kl. 10–14. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um þá þjónustu sem fyrirtækið býður upp á geta hringt í síma Gagn- virkni, 517 4511 eða sent tölvupóst á: info@gagnvirkni.is  NÝTT Baunabuff Baunabuff eru komin á markað frá Móður Jörð í Vallanesi á Fljóts- dalshéraði. Fyrir nokkru komu á markað frá fyr- irtækinu bygg- buff, rauðrófu- buff og byggsalat og hafa baunabuff- in nú bæst í þá línu. Eymundur Magnússon hjá Móður Jörð segir að í buffunum sé bankabygg, rófur, hnúðkál, kjúk- lingabaunir, graskersfræ og ítölsk krydd. Ekkert ger er í buffunum sem eru seld frosin. Þau fást í Mela- búðinni, Nóatúni, Hagkaupum og öðrum matvöruverslunum. Lífrænt ræktað salat frá Paul Newman Bónus hefur hafið sölu á lífrænt ræktuðu salati frá fyrirtækinu Paul Newman í Bandaríkjunum. Guðmundur Mar- teinsson fram- kvæmdastjóri Bón- uss segir að til að byrja með verði seldar þrjár tegundir af salati, m.a. blandað salat og spínat. Salatið kem- ur í plastboxum sem gerir það að verkum að geymsluþolið er lengra en almennt þekkist með tilbúið salat. Boxin kosta 289 krónur en í þeim eru 142 grömm af salati. Stefnan er að bjóða í framtíðinni einnig upp á lífrænt ræktaðar gul- rætur og kartöflur Vor- og sumarlisti ClaMal ClaMal er kvenfatalisti frá Dan- mörku og hefur verið mestmegnis kynntur í heimakynningum en Cla- Mal er einnig með verslun að Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði. Fötin í listanum eru ætluð konum 25 ára og eldri. Einnig býður Cla- Mal upp á barna- línu fyrir stráka og stelpur á aldrinum 4–14 ára. ClaMal er með kynningarfulltrúa um allt land og hægt er að hafa samband við skrifstofu/verslun ClaMal til að fá upplýsingar um þá. Hægt er að kaupa nýja vor- og sumarlistann í verslun ClaMal eða panta listann í síma 565 3900. Vöru- listinn kostar 300 krónur. Á slóðinni www.clamal.is er hægt að sjá meirihlutann af vörunum í listanum, þar er netverslun og einn- ig er hægt að leggja inn pöntun eða senda inn fyrirspurnir. Framkvæmdir standa yfir við Bónusverslunina á Seltjarnarnesi en búðin verður stækkuð um tvö hundruð og fimmtíu fermetra. Þar sem reiðhjólaverslun var áð- ur til húsa við hlið Bónuss verður nú bæði mjólkurkælir og kjötkæl- ir en grænmetiskælir verður þar sem mjólkurvörurnar eru geymd- ar í dag. Vöruval í frystivöru og ferskvöru verður aukið töluvert og búðarkössum verður fjölgað úr fjórum í fimm og skipt um allar innréttingar í búðinni. Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss segir að þar sem tæma þurfi verslunina verði haldin útsala í Bónus á Nesinu og veittur verður 30% afsláttur af öllum vörum. Búðinni verður lokað um helgina en hún verður opnuð á ný föstudaginn 24. febrúar. En hversvegna er verið að breyta versluninni þegar vitað er að rífa á húsið á næsta ári? „Það er búið að draga okkur lengi á nákvæmum svörum með framhaldið og til stóð að taka búðina í gegn og við ætlum bara að halda okkar striki. Allar nýjar innréttingar munu nýtast okkur í nýrri búð þegar þar að kemur.“ Þegar Guðmundur er í lokin spurður hvar næsta Bónusverslun verði reist á Nesinu segir hann það ekki komið endanlega á hreint. Bónus á Nesinu stækkar  VERSLUN mbl.is smáauglýsingar Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.