Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 41 FRÉTTIR Kennsla Gigtarfélag Íslands www.gigt.is Ertu með slitgigt? Þriggja kvölda fræðslunámskeið um slitgigt hefst mánudaginn 20. febrúar. Gigtarsérfræð- ingur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi fjalla um greiningu sjúkdómsins, einkenni hans, meðferðarmöguleika, mikilvægi þjálfun- ar, aðlögun að breyttum aðstæðum í tengslum við dagleg störf og tilfinningalega og félags- lega þætti. Upplýsingar og skráning á skrifstofu í s. 530 3600. Gigtarfélag Íslands. Tilboð/Útboð Útboð Þakviðgerð Húsfélagið Hlíðarhjalla 51, 53, 55 í Kópavogi óskar hér með eftir tilboðum í þakviðgerð. Verklok 1. júlí 2006. Um er að ræða endurnýjun á þakjárni, 692 m2. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofunni Hamraborg sf., Hamraborg 10, 3. hæð, gegn 1.000 kr. gjaldi. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 22. febrúar 2006 kl. 16.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Grindavíkurbær Útboð Grindavíkurbær óskar hér með eftir til- boðum í verkið: „Leikskólalóð, Laut 1 í Grindavík“. Verkið felst í að gera 5.655 fm leikskólalóð að Laut 1 í Grindavík þar sem um er að ræða hellulögn, trépall, malbikun stíga, jarðvegs- skipti, uppsetningu leiktækja, byggingu geymsluskúrs og gróðursetningu plantna o.fl. Helstu magntölur og stærðir eru eftirfarandi: Jarðvegsskipti 1.200 m³ Hellulögn 600 m³ Leikskólaperlur 550 m² Gróðurbeð 600 m² Grasþökur 1.650 m² Malbik 400 m² Verkinu skal vera lokið fyrir 20. maí 2006. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Suðurnesja á Víkurbraut 13, Keflavík, frá föstu- deginum 17. febrúar nk. Tilboð skulu hafa borist til skrifstofu Grindavík- urbæjar, Víkurbraut 62, Grindavík, eigi síðar en föstudaginn 24. febrúar 2006 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð þar í viðurvist þeirra bjóð- enda sem viðstaddir verða. Bæjarverkfræðingur Grindavíkurbæjar. Tilkynningar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Blóðgjafafélags Íslands verður haldinn 23. febrúar 2006 kl. 20.00 í anddyri K-byggingar Landspítalans. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar. 3. Önnur mál. 4. Fræðsluerindi. Veitingar. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Blóðgjafafélags Íslands. Félagslíf I.O.O.F. 11  1861628½ 9.II* Í kvöld kl. 20 samkoma. Bæn og lofgjörð. Umsjón Elsabet og Miriam. I.O.O.F. 5  1862168  Br Fimmtudagur 16. feb. 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Sigurður Wiium. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 AÐ SÖGN Karls Sig- urhjartarsonar, eiganda Ferðaskrifstofu Vest- urlands, hefur það ekki komið til tals að svo stöddu að fresta tveimur golfferðum, sem áætlaðar eru til Túnis, vegna Mú- hameðsmálsins svokallaða. Hann sagði að í byrjun síð- ustu viku hefðu nokkrir farþegar haft samband við ferðaskrifstofuna og spurst fyrir en hann gat ekki sagt að hann hafi orð- ið var við hræðslu. Karl sagði að starfs- menn ferðaskrifstofunnar hefðu fylgst vel með mál- inu og verið í góðu sam- bandi við tengiliði sína í Túnis. Meðal annars hafi verið 500 manna danskur hópur í golfferð þar í síð- ustu viku og ekki hafi örl- að á neinum óþægindum eða vandamálum þar. Karl benti á að ferðamála- yfirvöld í Túnis væru mjög ósátt með þá ákvörðun danskra stjórnvalda að setja landið á lista yfir þau lönd sem þau teldu hættu- legt að ferðast til, enda væri Túnis mjög hófsamt múslímaland. Auk þess væri gist á ferða- mannasvæðum en ekki inni í borgunum sjálfum. Ekki hætt við golfferðir til Tún- is vegna myndbirtingamálsins EF FÓLK vill vera umhverf-isvænt og ekki eyða pening- unum í vitleysu þá ætti það að halda sig við vatnið úr krananum og láta vatn á flöskum eiga sig. Athygli á þessu er vakin á heimasíðu BSRB. Samkvæmt frétt The Independent frá 12. þ.m. sýnir ný skýrsla frá Earth Policy Institude í Wash- ington fram á að vatn á flösk- um er allt að 10 þúsund sinn- um dýrara að framleiða heldur en vatn úr krana. Fyrir þá sem búa við sæmi- legar vatnsveitur, þá er flöskuvatnið engu hreinna né betra á nokkurn hátt, segir í frétt BSRB. Þar segir enn fremur að umhverfisskaðinn sem fylgir síaukinni sölu á vatni á flösk- um felst m.a. í öllu því jarð- raski sem þarf til að ná í vatnið, í þeirri mengun sem fylgir því að flytja það langar vegalengdir á markað með bílum, flugvélum eða öðrum farartækjum auk þess sem það tekur vanalega plast- flösku 10 þúsund ár að brotna niður í náttúrunni. Neysla á flöskuvatni hefur aukist hröðum skrefum í heiminum og árið 2004 voru drukknir 154 milljarðar lítra af flöskuvatni, sem er 57% aukning á fimm árum. Dæmi eru tekin af finnska fyrirtæk- inu Nord Water sem flutti 1,4 milljónir flaskna af krana- vatni frá Helskinki til Sádi- Arabíu og að það þurfi 1,5 milljónir tunna af olíu til að búa til flöskur undir þá 26 milljarða lítra af vatni sem Bandaríkjamenn þamba á hverju ári. Það eldsneyti dugar til að drífa 100 þúsund bíla á ári, segir í frétt BSRB. Vatn á flöskum vandamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.