Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 41

Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 41 FRÉTTIR Kennsla Gigtarfélag Íslands www.gigt.is Ertu með slitgigt? Þriggja kvölda fræðslunámskeið um slitgigt hefst mánudaginn 20. febrúar. Gigtarsérfræð- ingur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi fjalla um greiningu sjúkdómsins, einkenni hans, meðferðarmöguleika, mikilvægi þjálfun- ar, aðlögun að breyttum aðstæðum í tengslum við dagleg störf og tilfinningalega og félags- lega þætti. Upplýsingar og skráning á skrifstofu í s. 530 3600. Gigtarfélag Íslands. Tilboð/Útboð Útboð Þakviðgerð Húsfélagið Hlíðarhjalla 51, 53, 55 í Kópavogi óskar hér með eftir tilboðum í þakviðgerð. Verklok 1. júlí 2006. Um er að ræða endurnýjun á þakjárni, 692 m2. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofunni Hamraborg sf., Hamraborg 10, 3. hæð, gegn 1.000 kr. gjaldi. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 22. febrúar 2006 kl. 16.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Grindavíkurbær Útboð Grindavíkurbær óskar hér með eftir til- boðum í verkið: „Leikskólalóð, Laut 1 í Grindavík“. Verkið felst í að gera 5.655 fm leikskólalóð að Laut 1 í Grindavík þar sem um er að ræða hellulögn, trépall, malbikun stíga, jarðvegs- skipti, uppsetningu leiktækja, byggingu geymsluskúrs og gróðursetningu plantna o.fl. Helstu magntölur og stærðir eru eftirfarandi: Jarðvegsskipti 1.200 m³ Hellulögn 600 m³ Leikskólaperlur 550 m² Gróðurbeð 600 m² Grasþökur 1.650 m² Malbik 400 m² Verkinu skal vera lokið fyrir 20. maí 2006. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Suðurnesja á Víkurbraut 13, Keflavík, frá föstu- deginum 17. febrúar nk. Tilboð skulu hafa borist til skrifstofu Grindavík- urbæjar, Víkurbraut 62, Grindavík, eigi síðar en föstudaginn 24. febrúar 2006 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð þar í viðurvist þeirra bjóð- enda sem viðstaddir verða. Bæjarverkfræðingur Grindavíkurbæjar. Tilkynningar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Blóðgjafafélags Íslands verður haldinn 23. febrúar 2006 kl. 20.00 í anddyri K-byggingar Landspítalans. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar. 3. Önnur mál. 4. Fræðsluerindi. Veitingar. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Blóðgjafafélags Íslands. Félagslíf I.O.O.F. 11  1861628½ 9.II* Í kvöld kl. 20 samkoma. Bæn og lofgjörð. Umsjón Elsabet og Miriam. I.O.O.F. 5  1862168  Br Fimmtudagur 16. feb. 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Sigurður Wiium. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 AÐ SÖGN Karls Sig- urhjartarsonar, eiganda Ferðaskrifstofu Vest- urlands, hefur það ekki komið til tals að svo stöddu að fresta tveimur golfferðum, sem áætlaðar eru til Túnis, vegna Mú- hameðsmálsins svokallaða. Hann sagði að í byrjun síð- ustu viku hefðu nokkrir farþegar haft samband við ferðaskrifstofuna og spurst fyrir en hann gat ekki sagt að hann hafi orð- ið var við hræðslu. Karl sagði að starfs- menn ferðaskrifstofunnar hefðu fylgst vel með mál- inu og verið í góðu sam- bandi við tengiliði sína í Túnis. Meðal annars hafi verið 500 manna danskur hópur í golfferð þar í síð- ustu viku og ekki hafi örl- að á neinum óþægindum eða vandamálum þar. Karl benti á að ferðamála- yfirvöld í Túnis væru mjög ósátt með þá ákvörðun danskra stjórnvalda að setja landið á lista yfir þau lönd sem þau teldu hættu- legt að ferðast til, enda væri Túnis mjög hófsamt múslímaland. Auk þess væri gist á ferða- mannasvæðum en ekki inni í borgunum sjálfum. Ekki hætt við golfferðir til Tún- is vegna myndbirtingamálsins EF FÓLK vill vera umhverf-isvænt og ekki eyða pening- unum í vitleysu þá ætti það að halda sig við vatnið úr krananum og láta vatn á flöskum eiga sig. Athygli á þessu er vakin á heimasíðu BSRB. Samkvæmt frétt The Independent frá 12. þ.m. sýnir ný skýrsla frá Earth Policy Institude í Wash- ington fram á að vatn á flösk- um er allt að 10 þúsund sinn- um dýrara að framleiða heldur en vatn úr krana. Fyrir þá sem búa við sæmi- legar vatnsveitur, þá er flöskuvatnið engu hreinna né betra á nokkurn hátt, segir í frétt BSRB. Þar segir enn fremur að umhverfisskaðinn sem fylgir síaukinni sölu á vatni á flösk- um felst m.a. í öllu því jarð- raski sem þarf til að ná í vatnið, í þeirri mengun sem fylgir því að flytja það langar vegalengdir á markað með bílum, flugvélum eða öðrum farartækjum auk þess sem það tekur vanalega plast- flösku 10 þúsund ár að brotna niður í náttúrunni. Neysla á flöskuvatni hefur aukist hröðum skrefum í heiminum og árið 2004 voru drukknir 154 milljarðar lítra af flöskuvatni, sem er 57% aukning á fimm árum. Dæmi eru tekin af finnska fyrirtæk- inu Nord Water sem flutti 1,4 milljónir flaskna af krana- vatni frá Helskinki til Sádi- Arabíu og að það þurfi 1,5 milljónir tunna af olíu til að búa til flöskur undir þá 26 milljarða lítra af vatni sem Bandaríkjamenn þamba á hverju ári. Það eldsneyti dugar til að drífa 100 þúsund bíla á ári, segir í frétt BSRB. Vatn á flöskum vandamál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.