Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 45
DAGBÓK
EYRARHOLT - HAFNARFIRÐI
Glæsileg 4ra herbergja 100 fm
íbúð auk bílskúrs og geymslu á
jarðhæð sem er u.þ.b. 40 fm.
Eignin skiptist m.a. í þrjú her-
bergi, stofu, eldhús og baðher-
bergi. Svalir og verönd út í garð.
Glæsilegt útsýni. V. 24,9 m.
5634
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
TEPPI Á STIGAHÚS
- got t verð -
komum og gerum verðtilboð
Ávegum Stofnunar Vigdísar Finn-bogadóttur í erlendum tungumálumheldur dr. Ola Knutsson fyrirlestur ídag um sænska tungumálaforritið
Grim. Ola hlaut nýdoktorastyrk hjá Norrænu vís-
indaakademíunni til að starfa á þessu misseri hjá
stofnuninni, þar sem hann vinnur við rannsóknir
og fræðastörf í þágu norrænna mála og íslensku
sem erlends máls.
Forritið Grim er ætlað nemendum í sænsku,
einkum þeim sem læra sænsku sem annað eða er-
lent mál, og getur gert þeim kleift að kynnast mál-
inu af meiri dýpt en áður, gefur þeim leiðbein-
ingar um notkun málsins og býður upp á margs
konar möguleika sem varpa ljósi á ýmsa fleti
sænskrar tungu.
Ola Knutsson tók þátt í þróun forritsins, sem
tungutæknifræðingur, en fyrsti vísir að Grim varð
til fyrir meira en 10 árum: „Í fyrirlestrinum vil ég
fjalla um þær rannsóknarspurningar sem smiðir
Grim stóðu frammi fyrir og hvernig má notast við
tækni til að styðja við tungumálakennslu,“ segir
Ola. „Einnig ræði ég um viðmót forritsins gagn-
vart notandanum: hægt er að gera margt með
tölvu, en ef ekki er hugað að því að forritið vinni
sem best með notandanum er hætt við að lítið
gagn hljótist af.“
Ýmsar hindranir þurfti að yfirstíga við þróun
Grim: „Að vinna með tungumál á tölvum er vanda-
samt því erfitt er fyrir tölvuna að greina og fram-
kalla venjulegt mál. Þekking tölvunnar er tak-
mörkuð og stundum gerir hún mistök sem geta
valdið ruglingi hjá þeim sem ekki hafa góða þekk-
ingu á málinu. Tekist hefur að þróa Grim þannig
að hann fæst við tungumálið á virkan hátt; hann
getur greint málið og grisjað, og unnið út fyrir
rammann á skapandi hátt,“ segir Ola og bætir við
að vankantar annarra tungumálaforrita komi
fram þegar þau takmarkast af orðaforða og fyr-
irframskilgreindri málfræði:
„Í Grim höfum við tækni sem er frjálsari, en
það kallar um leið á þann galla að forritið getur
greint málið rangt og lagt fram rangar leiðbein-
ingar. Þar kemur tölfræði til sögunnar, en við höf-
um beitt tölfræðilegum aðferðum til að þróa líkan
af normum tungumálsins. Síðan er þetta norm
borið saman við málnotkun þess sem notar Grim
og athugað hve góð samsvörun er á milli.“
Fyrirlestur Ola Knutsson fer fram í Lögbergi,
stofu 102, kl. 12.05 í dag. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill. Forritið Grim má nálgast ókeypis á
slóðinni http://skrutten.nada.kth.se/grim.
Fyrirlestur | Ola Knutsson fjallar um sænska tungumálaforritið Grim
Fjölhæft forrit til sænskunáms
Ola Knutsson fæddist í
Gautaborg 1969 en er
búsettur í Stokkhólmi.
Hann lauk doktorsprófi í
samskiptafræðum
manns og tölvu (Human-
Computer Interaction)
2005.
Ola hefur starfað við þró-
un forrita, og við rann-
sóknir og hönnun á
tölvunámsviðmótinu
Grim. Hann hefur birt 17 rannsóknir í bókum,
tímaritum og ráðstefnuritum. Árið 2001 hlaut
hann námsstyrk Sænsku akademíunnar til
rannsókna á nútímasænsku og sænskri mál-
rækt.
Ola er giftur Lenu Thalin hjúkrunarfræðingi.
Eiga þau tvö börn, Axel 12 ára og Isak 6 ára.
Mér finnst ekki stórvægilegt –
það er kannski frekja – þótt per-
sónuafsláttur hafi hækkað um 2.177
krónur á fjórum árum!
„Kaupmáttaraukningin er þýðing-
armest,“ segir ráðherrann. Þessi
fullyrðing er góð þar sem hún á við,
en staðreyndin er sú að meðaljón-
inum finnst ekki mikið til um söfnun
fjár á fjórum árum upp á heilar 2.177
krónur!
Eða hvað kaupa ráðherrar fyrir
þá upphæð?
Eldri borgari.
Mér ofbýður
Halló, góðan daginn, er ekki allt í
lagi heima hjá þér?
Ætla nú íslenskir gróðapungar að
leggjast á sveif með þessum ofvirku
latabæjardrengjum. Pælið í látunum
sem verða í kringum þetta. Hefur nú
blessað unga fólkið okkar ekki nóg
að gera þó að þessi vitleysa bætist
ekki við.
Hjá dóttur minni sem á 3 börn á
Skattalækkanir
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir ráð-
herra var að önugmælast við Össur
Skarphéðinsson í Morgunblaðinu 31.
jan. ’06.
Ekki þarf að svara fyrir hann,
enda ekki meiningin. En ráðherrann
var að tala um umtalsverðar skatta-
lækkanir undanfarinna ára og er sá
„málflutningur með miklum ólík-
indum“ eins og hún komst að orði.
Samkvæmt Tryggingastofnun
voru skattar undanfarin ár a.m.k. á
lægstu laun sem hér segir:
Árið 2002 38,54%
árið 2003 38,55%
árið 2004 38,58%
árið 2005 37,73%
árið 2006 36,72% í janúar
Síðan kemur stóra rúsínan, per-
sónuafslátturinn sem jafnframt er
skattleysismörk (skv. ríkisskatt-
stjóra):
Árið 2003 26.825 kr.
árið 2004 27.496 kr.
árið 2005 28.321 kr.
árið 2006 29.029 kr. í janúar.
aldrinum 6–16 ára er stór skúffa í
eldhúsinu með nammi. Hún er ekki
læst en það fer enginn í hana nema
mamma og pabbi leyfi.
Mér finnst unga fólkið sér vel
meðvitað um óhollustu sælgætis í
óhófi og eins um íþróttir og útileiki
og svo er til fyrirbæri sem heitir tón-
listarskólar.
Ég skora á íslenska foreldra að
blása á þetta framtak sem í versta
falli kennir börnum frá 5 ára aldri
anorexíu eða orthórexíu.
Ágústa Aðalheiður.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. h3 Bb7
9. d3 d6 10. a3 Dd7 11. Rbd2 Hae8 12. a4
Ra5 13. Ba2 b4 14. c3 bxc3 15. bxc3 c5
16. Rc4 Rxc4 17. Bxc4 h6 18. a5 Bd8 19.
Be3 Kh7 20. Db3 Bc8 21. Rd2 Db7 22.
Heb1 He7 23. Dc2 Da8 24. d4 cxd4 25.
cxd4 Hb7 26. Hxb7 Dxb7 27. Bd3 exd4
28. Bxd4 Kg8 29. Rc4 Dc6 30. Rb6 Dxc2
31. Bxc2 Bb7 32. f3 He8 33. Hb1 He7 34.
Rc4 Hc7 35. Bb3 Be7 36. Re3 Bc8 37.
Bc4 Rd7 38. Hc1 Bd8 39. Rd5 Hc6
Staðan kom upp í B-flokki Corus
skákhátíðarinnar sem lauk fyrir
skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi.
Búlgarski stórmeistarinn Ivan Chep-
arinov (2.625) hafði hvítt gegn ung-
verska kollega sínum Zoltan Almasi
(2.646). 40. Re7+! og svartur gafst upp
þar sem eftir 40. ... Bxe7 41. Bxf7+
Kxf7 42. Hxc6 Bb7 43. Hc7 verður
svartur óumflýjanlega skiptamun
undir.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
50 ÁRA afmæli. Í dag, 16. febrúar,er fimmtug Inga Lára Bald-
vinsdóttir, fagstjóri myndasafns Þjóð-
minjasafns Íslands, til heimilis í Garð-
húsum á Eyrarbakka. Af því tilefni
efnir hún til samverustundar í sam-
komuhúsinu Stað á Eyrarbakka föstu-
daginn 17. febrúar milli kl. 20 og 23.
Það yrði Ingu Láru mikið gleðiefni að
sjá sem flesta samferðamenn sína þar,
en blóm og gjafir eru vinsamlega af-
þakkaðar. Fyrir þá sem búa vestan
heiðar og vilja samgleðjast með Ingu
Láru verður boðið upp á rútuferð frá
Reykjavík og til baka aftur að sam-
verustundinni lokinni. Rútan leggur af
stað kl. 19 frá Þjóðminjasafninu við
Suðurgötu og hefur viðkomu á stræt-
isvagnastöð við Miklubraut, á móts við
Kringluna, og á bensínstöð Skeljungs
við Vesturlandsveg.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 16. febrúar,er sextugur Óskar Pálsson,
múrari, starfandi móttökustjóri í
Hagkaupum, til heimilis að Mark-
arflöt 21 í Garðabæ.
Bridshátíð.
Norður
♠D73
♥G87
♦ÁG985
♣Á5
Suður
♠K10854
♥ÁD9
♦D632
♣3
Suður verður sagnhafi í fjórum
spöðum eftir nákvæmar rannsóknir:
Vestur Norður Austur Suður
– 1 tígull Pass 1 spaði
Pass 1 grand Pass 2 lauf *
Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Suður hefur sýnt stuðning við tíg-
ulinn og áskorun í geim (með tveim-
ur laufum).
Útspil vesturs er tígulfjarki.
Hvernig á að taka á málunum?
Bridshátíð var sett á Hótel Loft-
leiðum í gær, en baráttan hefst fyrir
alvöru í kvöld með tvímenningi vel á
annað hundrað para. Spilið að ofan
er frá tvímenningi Bridshátíðar í
fyrra. Ónefndur sagnhafi taldi víst
að tígulfjarkinn væri einn á ferð og
stakk upp ás til að spila svo spaða á
tíuna:
Norður
♠D73
♥G87
♦ÁG985
♣Á5
Vestur Austur
♠G6 ♠Á92
♥K1063 ♥542
♦K74 ♦10
♣K982 ♣DG10764
Suður
♠K10854
♥ÁD9
♦D632
♣3
Sigurparið í fyrra var í vörninni –
Svíinn Peter Fredin og Daninn Lars
Blakset. Fredin var í vestur og spil-
aði út tígli til að hræða sagnhafa. Og
það tókst fullkomlega. Fredin komst
inn á spaðagosa, tók tígulkóng og
gaf makker stungu. Hjarta kom til
baka, svo vörnin fékk líka slag á
hjartakóng: tveir niður og nánast
toppur.
Fredin og Blakset eru aftur mætt-
ir til leiks ásamt fjölda erlendra
keppenda frá Evrópu og Bandaríkj-
unum. Hátíðinni lýkur á sunnudags-
kvöld og eru áhorfendur að sjálf-
sögðu velkomnir, alla dagana.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
TÓNLIST Jeffs Waynes um inn-
rásina frá Mars sem kom út á
hljómplötunni „The War of the
Worlds“ um miðjan áttunda ára-
tuginn virðist eiga sér marga
aðdáendur hér á landi. Varla var
fyrr búið að auglýsa tónleika Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands, sem
fyrirhugaðir eru fimmtudaginn
23. febrúar í næstu viku, en þeir
seldust upp.
Eftir talsverða yfirlegu hefur
tekist að setja saman auka-
tónleika síðar sama kvöld. Auka-
tónleikarnir hefjast klukkan 22
og miðasala á þá er þegar hafin.
Athugið að ekki er hægt að taka
miða frá, þeir verða einungis
seldir.
Það er einvalalið listamanna
sem kemur fram þetta kvöld:
Margrét Eir, Jónsi, Friðrik Ómar
og Matthías Matthíasson munu
syngja, leikarinn góðkunni Jó-
hann Sigurðarson verður í hlut-
verki sögumanns en Richard Bur-
ton gerði honum góð skil á sínum
tíma.
Ásamt Sinfóníuhljómsveitinni,
sem verður undir stjórn hins góð-
kunna Bernharðar Wilkinsonar
sem hefur marga fjöruna sopið,
leika valinkunnir popptónlistar-
menn.
Marsbúarnir
þokast nær