Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
M
agnús Þorkell
Bernharðsson er
líklega helsti sér-
fræðingur okkar
Íslendinga í sögu
Mið-Austurlanda. Hann býr að
vísu og starfar í Bandaríkjunum,
en vísiterar Ísland reglulega og
flytur erindi, kennir stutt nám-
skeið og ræðir við fjölmiðla um
stöðu mála. Má fullyrða að Magnús
sé að verða sá maður sem Íslend-
ingar taka hvað mest mark á í um-
ræðu um Mið-Austurlönd.
Af þessum sökum veigrar mað-
ur sér við því að setja fram gagn-
rýni á Magnús á opinberum vett-
vangi. Sem er kannski svolítið
kaldhæðnislegt því að það er ein-
mitt megininntak greinar sem
hann hefur skrifað í nýjasta hefti
Skírnis að í Bandaríkjunum séu
sumir sérfræðingar í faginu farnir
að veigra sér við því að að tjá sig á
opinberum vettvangi um málefni
Mið-Austurlanda.
Gengur Magnús svo langt að
segja að gerð hafi verið „atlaga að
málfrelsi fræðimanna“.
Nú vil ég taka fram að ég er
enginn sérfræðingur í sögu Mið-
Austurlanda. En ég tel að málfrelsi
og tjáningarfrelsi hljóti að ná til
fleiri en fræðimanna – eins sorg-
legt og það nú er að fræðimenn
finnist að sér þrengt þá hlýtur at-
hugasemd Magnúsar að eiga við
um fleiri en þá. Menn þurfa nú
enda varla að vera sérfræðingar í
íraskri sagnfræði, svo dæmi séu
tekin, til að tjá sig um ástand þar.
Eða hvað?
Ég set fram þessa spurningu því
að Magnús eyðir nefnilega mestu
plássi í það í grein sinni að níða
skóinn af ýmsum þeim öðrum, sem
atvinnu hafa af því vestra (Magnús
talar þó raunar á almennum nót-
um, skoðanir hans gætu því eins
átt við um stöðu mála í umræðunni
hér á landi) að skrifa eða fjalla um
málefni Mið-Austurlanda.
Virðist sem Magnús telji sig
geta fellt stóradóm um það hver sé
nógu mikill „sérfræðingur“ til að
geta tjáð sig um Mið-Austurlönd
þannig að mark sé á takandi.
Magnúsi er sérstaklega upp-
sigað við svonefndar hugveitur (e.
think-tanks) og nefnir í grein sinni
Washington Institute for Near
East Policy, The American En-
terprise Institute og The Brook-
ings Institute. Segir Magnús að
þessar stofnanir hafi innan sinna
vébanda akademíska „altmulig-
menn“ sem verði „sérfræðingar“
eftir þörfum og pöntun og komi
fram sem slíkir í fjölmiðlum.
„Á áttunda áratugnum spáðu
þeir í Sovétríkin og Japan, á ní-
unda áratugnum var það Balk-
anskaginn og í dag er það íslam,“
segir Magnús og heldur svo áfram:
„Þekking þeirra er mjög yfirborðs-
kennd, enda er tilgangurinn með
vinnu þeirra ekki vísindalegur
heldur að koma ákveðnum sjón-
armiðum eða hugmyndafræði á
framfæri. Þessar hugmyndaveitur
eru stofnsettar einmitt til að vera
málpípa ákveðins málstaðar.“
Hér þarf engan sérfræðing til að
sjá að Magnús hefur gert sig sekan
um mikinn hroka.
Verður því þó ekki á móti mælt
að misjafn sauður leynist í mörgu
fé og vissulega er það rétt, svo
dæmi séu tekin, að American En-
terprise Institute hefur á sínum
snærum menn eins og erkihaukinn
Richard Perle.
En mig langar hins vegar að
taka upp hanskann fyrir Brook-
ings-stofnunina. Þegar skoðað er á
www.brookings.org hverjir þar
eru taldir upp sem sérfræðingar
um málefni Mið-Austurlanda
hættir maður í raun að skilja hvað
Magnús Þorkell er að fara. Ef þeir
tólf, sem þar eru tilnefndir, eru
ekkert nema fáfróðir „altmulig-
menn“ sem sífellt geri sig seka um
yfirborðsmennsku í fjölmiðlum
vestra, þá veit ég í raun ekki hverj-
ir ættu að vera að tjá sig um um-
rædd málefni. Kannski bara
Magnús sjálfur og eins og tveir til
þrír vina hans?
Heimsókn á heimasíðu Brook-
ings leiðir semsé í ljós að tólf
fræðimenn eru þar taldir upp sem
sérfræðingar í málefnum Mið-
Austurlanda. Sumir eru að vísu
sannarlega miklir „altmuligmenn“,
s.s. Michael nokkur O’Hanlon og
jafnvel líka Kenneth Pollack (sem
skrifaði umtalaða bók, The Threa-
tening Storm: The Case for Invad-
ing Iraq, í aðdraganda innrásar í
Írak). Varla verður mönnum þó
talið það sérstaklega til tjóns að
vera vel að sér á mörgum sviðum?
Meðal annarra sem vefur Bro-
okings tilgreinir sem sérfræðinga í
málefnum Mið-Austurlanda eru:
Martin S. Indyk, en hann hefur
doktorsgráðu frá háskóla í Ástr-
alíu og var tvívegis sendiherra
Bandaríkjanna í Ísrael, auk þess
að hafa verið aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna 1997–
2000, ábyrgur fyrir málefnum
Austurlanda nær. Indyk kennir við
Johns Hopkins-háskóla sem er
býsna virt stofnun.
Nú kann að vera að sendiherra-
dómur Indyks geri það að verkum
að hann sé hallur undir málstað
Ísraela. En það þýðir varla sjálf-
krafa að hann sé fáfróður um mál-
efni Mið-Austurlanda. Og það er
nú varla hægt að gera þá kröfu að
allir fræðimenn séu sammála.
Ég nefni fleiri: Muqtedar Khan;
sá hefur doktorsgráðu frá George-
town, M.B.A.-gráðu frá Bombay á
Indlandi, talar arabísku, hefur
skrifað bók sem heitir Islamic De-
mocratic Discourse.
Þá má nefna Flynt L. Leverett,
sérfræðing um arabaheiminn, sá
hefur doktorsgráðu frá Princeton,
vann áður hjá þjóðaröryggisráðinu
og þar áður fyrir leyniþjónustuna,
CIA. Leverett talar arabísku, skv.
heimasíðu Brookings.
Síðast en ekki síst má nefna Shi-
bley Telhami (Magnús vitnar sjálf-
ur í hann í Píslarvottum nútímans)
en hann hefur doktorsgráðu frá
Berkeley í Kaliforníu, er prófessor
við University of Maryland og sit-
ur í stjórn Human Rights Watch.
Áður hefur hann m.a. kennt við
Cornell, Princeton og Columbia.
Ætli Shibley Telhami viti af því
að Magnús Þorkell Bernharðsson
telur hann fúskara á sínu sviði?
Fúskarar og
fræðimenn
Þegar skoðað er á www.brookings.org
hverjir þar eru taldir upp sem sérfræð-
ingar um málefni Mið-Austurlanda
hættir maður í raun að skilja hvað
Magnús Þorkell er að fara.
david@mbl.is
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
UMFERÐ um Suðurlandsveg
hefur aukist gífurlega síðastliðin tíu
ár. Til dæmis um það er aukningin á
leiðinni Selfoss – Hveragerði 91%,
yfir Hellisheiðina 83% og framhjá
Litlu kaffistofunni
76%. Meðaldags-
umferðin á Sandskeiði
er t.d. á áttunda þús-
und og segir þó varla
söguna nema til hálfs
þar sem topparnir eru
slíkir að vegurinn aust-
ur fyrir fjall er
hvellsprunginn. Um-
ferðin um veginn kallar
á bráðar umbætur
þannig að lok tvöföld-
unar á Suðurlandsvegi
verði eftir þrjú til fjög-
ur ár.
Tvöföldun alla leið
frá Rauðavatni á Sel-
foss myndi líklega
kosta um sjö milljarða
króna. Vegið saman við
þörfina, eða öllu heldur
nauðsynina, fyrir
svæðið þá er ekki um
svo háa upphæð að
ræða. Tjón á veginum
eru allt að fjórum sinn-
um dýrari en gengur
og gerist og vegurinn
yfir Hellisheiði er fjöl-
farnasti fjallvegur
landsins. Hann verður
varla bættur þannig að
viðunandi umferðaröryggi náist
nema hann verði tvöfaldaður.
Í dag er Heiðin tálmi á veginum
austur og getur skert samkeppn-
ishæfi Suðurlands við önnur jað-
arsvæði í Reykjavík liggi ekki fyrir
tímasett áætlun um breikkun veg-
arins. Því eru þessar vegabætur
nauðsyn fyrir svæðið í svo mörgu til-
liti. Bæði til að byggja undir
íbúaaukninguna og þensluna og til
að ná fram umferðaröryggi sem
hægt er að sætta sig við.
Mikil íbúafjölgun
Veruleg íbúafjölgun á sér nú stað í
Árborg, Hveragerði og
í Ölfusi. Þetta eru
framtíðarsvæði sem
byggjast nú hratt upp.
Að auki eiga þúsundir
höfuðborgarbúa heils-
árshús og sumar-
bústaði í uppsveitum
Árnessýslu. Fólk sem
ekur flestar helgar
austur fyrir fjall og
þekkir betur en nokkur
þörfina á tvöföldum
vegi.
Samtök sunnlenskra
sveitarfélaga hafa beitt
sér af krafti fyrir þess-
um vegabótum. SASS
hefur forgangsraðað
þannig að efst á listan-
um eru vegabætur á
Suðurlandsvegi. Ekki
skortir þrýsting af
svæðinu enda liggja
þessar umbætur fram-
tíð svæðisins til grund-
vallar.
Samgönguráðherra
hefur hingað til neitað
að tímasetja tvöföldun
á Suðurlandsvegi og
sagði í þinginu í við-
ræðum við okkur þing-
menn Samfylkingar í síðustu viku að
hann vildi ekki tímasetja verklok.
Í því liggur barátta fyrir þessum
samgöngubótum. Að vegurinn verði
tvöfaldaður og verklokum verði náð
á næstu þremur til fjórum árum.
Annað er óviðunandi og kemur ekki
til greina.
Fjárfestingarnar við breikkunina
skila sér hratt til baka í fækkun um-
ferðarslysa og bættum samgöngum.
Til dæmis um það eru alvarleg slys
mjög fátíð á Reykjanesbraut eftir
tvöföldun hluta hennar. Á vegi sem
áður var einn sá hættulegasti á land-
inu.
Kostnaður við breikkun
Ég nefndi hér að ofan að kostn-
aður við tvöfaldan veg, fjórar akrein-
ar væri í kringum sjö milljarðar
króna. Í svari samgönguráðherra við
fyrirspurn minni á Alþingi um kostn-
að við breikkun Suðurlandsvegar
fyrir nokkru kom fram að kostnaður
við þessa samgönguframkvæmd er
vel viðráðanlegur. Kostnaður er
áætlaður á bilinu 2,5–3 milljarðar að
leggja þríbreiðan veg frá Rauðavatni
á Selfoss og í kringum 6–7 milljarða
að tvöfalda veginn alla leiðina.
Þetta eru ekki miklir fjármunir sé
tekið tillit til mikilvægis samgöngu-
bótanna og þess sparnaðar sem
fækkun alvarlegra slysa hefur í för
með sér. Auk þeirra tækifæra til
frekari uppbyggingar sem sam-
göngubæturnar munu hafa í för með
sér um allt Suðurland.
Aukið öryggi við breikkun
Hvað umferðaröryggið varðar
hefur komið fram að þriggja akreina
vegur fækkar slysum um allt að 30%
og um 50% sé skilið á milli akreina.
Aðskilnaður akreina er að mínu mati
algjört grundvallaratriði og aukið
öryggi um veginn næst ekki fram
nema að skilið sé á milli akreina.
Þróun umferðar um Suðulandsveg
hefur verið hröð. Frá árinu 1992 hef-
ur umferðin á milli Selfoss og Hvera-
gerðis aukist um 81%, yfir Hellis-
heiðina um 70% og við Litlu kaffi-
stofuna um 60%. Það má fullyrða að
verði þeirri þróun ekki fylgt eftir
með samgöngubótum á borð við að
ljúka breikkun Suðurlandsvegar á
næstu 3–4 árum muni það hægja á
þeirri öru þróun sem nú á sér stað og
gera búsetuskilyrðin á svæðinu lak-
ari. Nú er að leggjast á árarnar.
Suðurlandsveginn
verður að tvöfalda
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um samgöngumál
’Í því liggur bar-átta fyrir þessum
samgöngu-
bótum. Að veg-
urinn verði tvö-
faldaður og
verklokum verði
náð á næstu
þremur til fjór-
um árum.‘
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
NEYÐARLÍNAN og viðbragðslið
um allt land sýndu sameiginlegan
styrk sinn og samkennd á 112 (einn,
einn, tveir) daginn síð-
astliðinn laugardag
með því að fylkja bíla-
og tækjalestum um göt-
ur borgar og bæja og
standa síðan sameig-
inlega að því að kynna
starfsemi sína í Björg-
unarmiðstöðinni Skóg-
arhlíð og víða um land.
112 dagurinn var hald-
inn í fyrsta sinn hér á
landi fyrir ári og hefur
nú verið haldinn öðru
sinni. Miðað við und-
irtektir og þátttöku í
deginum víða um land tel ég víst að
112 dagurinn sé kominn til að vera en
víða erlendis hefur 112 dagurinn ver-
ið haldinn um árabil. Mig langar að
þakka öllum þeim fjölmörgu sem
tóku þátt í að skipuleggja daginn og
gera hann svo veglegan sem raun ber
vitni. Við getum verið stolt af því öfl-
uga liði lögreglu, slökkviliðs, björg-
unarsveita og annarra aðila sem eru
reiðubúnir að koma almenningi til að-
stoðar þegar á bjátar.
Neyðarlínan stendur á merkum
tímamótum því við fögnum tíu ára af-
mæli hennar um þessar mundir. Fyr-
irmyndin að samræmdu neyðarsíma-
númeri er sótt til Bandaríkjanna þar
sem símanúmerið 911 var tekið í
notkun í Alabama árið 1968. Það
hlaut skjótt mikla útbreiðslu í öðrum
ríkjum Bandaríkjanna og varð
kveikjan að þeirri ákvörðun Evrópu-
sambandsins að taka upp samræmt
neyðarsímanúmer í öllum ríkjum
sambandsins. Varð símanúmerið 112
fyrir valinu.
Gjörbreytt umhverfi á tíu árum
Neyðarlínan hf. hóf störf 1. janúar
1996. Neyðarþjónusta
við almenning hefur
gjörbreyst síðan. Eitt
neyðarnúmer kom í
stað 145 númera sem
fæstir landsmenn höfðu
á takteinum þegar á
þurfti að halda. Við-
bragðsflýtir hefur auk-
ist stórlega. Til að ná
árangri hefur bestu fá-
anlegri tækni verið
beitt og hún aðlöguð ís-
lenskum aðstæðum.
Óhætt er að fullyrða að
við stöndum flestum
öðrum þjóðum framar á tæknisviðinu
og að í dag ríki almenn sátt um fyr-
irkomulag neyðarsímsvörunarinnar.
Það var Neyðarlínunni mjög til
happs að hefja rekstur sinn í slökkvi-
stöðinni í Reykjavík, sem síðar varð
húsnæði Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins. Neyðarlínan tók við
símsvörun fyrir slökkviliðið og síðan
hefur margvísleg samvinna þessara
aðila og þeirra sem bæst hafa við auk-
ist og dafnað. Sambýli slökkviliðsins,
Neyðarlínunnar og síðar Fjarskipta-
miðstöðvar lögreglu hefur nú þróast í
öfluga landsmiðstöð björgunar á láði,
legi og í lofti, Björgunarmiðstöðina
Skógarhlíð, þar sem allir lykilaðilar í
viðbrögðum við vá hafa aðsetur. Í
henni hefur verið komið upp samhæf-
ingarstöð almannavarna sem jafn-
framt er stjórnstöð leitar og björg-
unar og markar tímamót í öryggis-
málum þjóðarinnar.
Neyðarlínan rekur varastöð á Ak-
ureyri og hefur þar í samvinnu við
Slökkvilið Akureyrar fimm þjálfaða
starfsmenn. Efla þarf starfsemina
þar svo hún geti tekið við ef Björg-
unarmiðstöðin Skógarhlíð yrði óvirk
af einhverjum orsökum.
Fyrsta barnanúmerið
Barnaverndarstofa og Neyðarlínan
gerðu 112 að fyrsta barnanúmeri í
heiminum. Neyðarlínan er þjón-
ustuaðili við barnaverndarnefndir og
markmiðið er að fjölga hringingum
barna í 112 og að fá almenning til að
láta vita ef grunur leikur á um van-
rækslu eða misnotkun.
Fjöldi hringinga í 112 er um 300
þúsund á ári eða nánast ein á hvern
landsmann. Er það svipað og í ná-
grannaríkjum okkar. Skráðar neyð-
arbeiðnir eru að jafnaði um 130 þús-
und á ári. Um 99 prósent þjóðarinnar
þekkja neyðarnúmerið 112 og er það
hæsta hlutfall í Evrópu. Það er einnig
ánægjulegt að landsmenn eru ánægð-
ir með þjónustuna en u.þ.b. 96 pró-
sent þjóðarinnar eru ánægð með 112
samkvæmt könnun Gallup, en 0,5
prósent óánægð. Árangurinn er rós í
hnappagat neyðarvarða en Neyð-
arlínan hefur á að skipa ákaflega
hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki.
112 dagurinn og tíu ára
afmæli Neyðarlínunnar
Þórhallur Ólafsson fjallar um
tíu ára afmæli 112 og 112 dag-
inn sem haldinn var um allt
land við góðar undirtektir
’Til að ná árangri hefurbestu fáanlegri tækni
verið beitt og hún aðlög-
uð íslenskum aðstæðum.‘
Þórhallur Ólafsson
Höfundur er framkvæmdastjóri 112.