Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ÁFANGA var náð í stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga í gær þegar straumi var hleypt á fyrstu kerin af þeim 260 sem bætast við. Framleiðslugeta ál- versins mun aukast úr 90 þúsund tonnum á ári í 220 þúsund tonn þegar stækkunin verður að fullu komin í gagnið. Aðeins hluti keranna sem við bætast eru tilbúin í dag, og verða ný ker ræst fram í ágúst þegar framleiðslan á að kom- ast á fullt skrið. Það þykir marka tíma- mót að orkan sem notuð er við stækk- unina kemur eingöngu frá jarðvarma- virkjunum, en það eru Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja sem sjá álverinu fyrir orku vegna stækk- unarinnar. „Þessi stækkun er hluti af langtíma- áætlun fyrirtækisins [Century Alumin- um], og við hlökkum til að eiga hér sam- starf og viðskipti við Íslendinga um ókomna tíð,“ sagði Logan W. Kruger, for- stjóri Century Aluminum, við athöfnina í gær. „Við lítum svo á að Ísland sé grund- völlur í áætlunum okkar fyrir framtíð- ina.“ Kruger segir Century Aluminum einnig hafa uppi áform um að auka umsvif sín með því að hefja framleiðslu á súráli. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra sagði að við stækkunina hafi í fyrsta sinn íslenskir verkfræðingar séð nánast alfarið um hönnun og fram- kvæmdaeftirlit með verkefni af þessu tagi. „Það hefur orðið til verðmæt þekk- ing sem nú hefur myndað grunn að út- flutningi tækniþekkingar. Ef vel tekst til við að markaðssetja þessa þekkingu er- lendis gæti hér verið komið upphaf að mikilvægum útflutningi á þekkingar- starfsemi í framtíðinni,“ sagði Valgerður. Orkan eingöngu frá jarðvarmavirkjunum Morgunblaðið/Ómar Jack Gates, aðstoðarforstjóri Century Aluminum (t.v.), hleypti í gær straumi á fyrstu kerin, með dyggri aðstoð frá Willy Kristensen, fram- leiðslustjóra í kerskála og steypuskála. Straumur á fyrstu kerin | 6 FIMMTÁN ára stúlka, sem ekið var á á Bæjarbraut í Garðabæ síðdegis í gær liggur lífshættulega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkra- húss. Stúlkan gekkst undir aðgerðir í gær vegna meiðsla sem hún hlaut og var í kjölfarið flutt á gjörgæsludeildina þar sem henni er haldið sofandi í önd- unarvél. Stúlkan var fótgangandi á leið yfir götuna á gangbraut þegar ekið var á hana um fimmleytið í gærdag. Tildrög slyssins voru enn óljós í gær- kvöldi en lögreglan í Hafnarfirði fer með rannsókn málsins. Morgunblaðið/Júlíus Slasaðist lífshættulega „VIÐ vorum þarna fjórar konur að ganga frá eftir daginn og heyrðist vart í okkur fyrr en dyr opnuðust. Allt í einu stóðu þeir inni á gólfi, þrír saman. Þeir ruku inn ganginn hjá okkur. Við hljóðuðum upp og þeir hrifsuðu tvær töskur til sín þegjandi og hljóðalaust. Meira að segja ekki hlaupandi. Við náðum í skottið á einum þeirra, sem var með töskurnar, felldum hann, náðum töskunum og héldum honum þar til annar kom og ógnaði okkur [með eggvopni]. Þá slepptum við drengn- um og lokuðum.“ Þannig lýsti ein þeirra kvenna sem var stödd í húsnæði dagmæðra í Kópavogi í fyrrakvöld atburða- rásinni er þrír piltar, 14 og 15 ára, réðust óboðnir inn og gerðu tilraun til að ræna konurnar sem þar voru. Þær snerust hins vegar til varnar og náðu einum piltanna er hann var á leið út úr húsinu. Hann dró eina konuna með sér út á stétt og sá með vopnið, sem lögregla segir að hafi verið skæri, hótaði þá konunum, ot- aði að þeim vopninu og sagði þeim að sleppa félaga sínum sem þær og gerðu. Piltarnir komust undan en náðust skömmu síðar. Konurnar könnuðust ekkert við piltana. Þeim var verulega brugðið og viðmælandi Morgunblaðsins vildi ekki láta nafns síns getið. Hún telur líklegt að piltarnir hafi fylgst með þeim inn um gluggann og séð töskur sem þeir síðan ákváðu að ræna. „Hún er alveg rosaleg,“ segir konan aðspurð hvernig tilfinning það sé að lenda í svona átökum. Reyndu að ræna konu í Smáranum Þessi ránstilraun piltanna á Digranesveginum var ekki þeirra fyrsta umrætt kvöld. Nokkru áður höfðu þeir reynt að hrifsa veski af konu sem var að taka út fé í hrað- banka í Smáranum í Kópavogi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi sner- ist sú kona einnig til varnar og hlupu piltarnir á brott tómhentir. Lögregla bar kennsl á piltana eftir að hafa skoðað myndbands- upptöku sem tekin hafði verið upp við Smárann. Piltarnir fundust skömmu síðar og voru færðir til skýrslutöku. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar er ekki talið að drengirnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Þeir hafa komið við sögu lögreglu áður í minni háttar mál- um. Rætt var við foreldra drengjanna og verður mál þeirra sent til barna- verndarnefndar. Tvær misheppnaðar ránstilraunir unglingspilta í Kópavogi Höfðu í hótunum og otuðu egg- vopni að konum Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is LÖGREGLAN hefur óskað eftir samstarfi við netfyrirtæki hér á landi í því skyni að setja upp netsíur, sem koma í veg fyrir að viðskiptavin- ir geti skoðað vefsíður sem innihalda barnaklám. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra, Björns Bjarna- sonar, á Alþingi í gær. Hann sagði að verið væri að skoða nánar alla þætti þessa máls, m.a. þá sem snúa að vernd persónuupplýsinga og öðrum lagalegum þáttum. „Vonast er til að þetta samstarf verði að veruleika á næstu vikum og mánuðum.“ Sandra Franks, varaþingmaður Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðu um þetta mál á Al- þingi. Hún sagði að daglega heyrð- ust fregnir af barnaklámi á netinu og að fáum blandaðist hugur um að möguleikar nýrrar tækni hefðu stór- aukið umsvif glæpamanna sem mis- notuðu saklaus börn. „Á nýlegri ráð- stefnu Barnaheilla kom fram að tæknilega er nú hægt að taka upp sérstakar netsíur sem myndu hindra aðgang Íslendinga að vefsvæðum sem innihalda barnaklám. Norð- menn hafa tekið upp netsíur í þeim tilgangi. Mér finnst það mjög athygl- isvert og er þeirrar skoðunar að ís- lensk stjórnvöld eigi að gera slíkt hið sama,“ sagði hún. | 10 Samstarf um netsíur til að koma í veg fyrir barnaklám? RÚMLEGA 300 fleiri umsóknir bár- ust fyrir leyfi til veiða á hreindýrum í ár samanborið við í fyrra. Að sögn Jó- hanns G. Gunnarsson- ar, starfsmanns veiði- stjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum, höfðu í gær borist á bilinu 1.980–1.990 umsóknir um veiðileyfi, en um- sóknarfrestur rann út á miðnætti 14. febrúar sl. og því gætu einhverjar umsóknir enn verið ókomnar í pósti séu þær með réttan dagstimpil. Í fyrra voru umsóknir alls 1.670 og hljóðaði kvótinn þá upp á 800 dýr en kvótinn í ár er 909 dýr, auk hrein- dýrakálfa, sem fylgja felldum kúm en þá skal fella sé þess kostur. Alls segir Jóhann hreindýrastofninn vera um 3.500 dýr um þessar mundir. Að sögn Jóhanns verður farið í gegnum umsóknirnar á næstu dögum til að kanna hvort veiðimenn hafi til- skilin réttindi á vopn sem skjóta má hreindýr með og síðan verði dregið úr umsóknum nk. sunnudagskvöld kl. 20. Fer útdrátturinn fram í húsnæði Fræðaseturs Austurlands á Egils- stöðum, en fjarfundarbúnaður verður notaður til þess að hægt verði að horfa á úrtdráttinn í beinni útsend- ingu í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut í Reykjavík þar sem áhugasamir geta fylgst með. Um- sækjendur fá síðan upplýsingar um niðurstöðu umsókna eftir helgi. Að sögn Jóhanns hef- ur verið stigvaxandi fjölgun á leyfum til veiða á hreindýrum síð- ustu ár og ljóst að færri fá leyfi en vilja. Spurður hvort hann kunni ein- hverja skýringu á vin- sældum hreindýraveiða segir Jóhann veiðarnar bæði spyrjast vel út auk þess sem svo virðist vera að prófi fólk einu sinni að veiða hreindýr langi það til þess aftur. Spurður hvort rjúpnaveiðibannið á sínum tíma hafi orðið til þess að fjölga hreindýraveiði- mönnum svarar Jóhann: „Við héldum að það gæti verið ein af ástæðunum, en nú þegar aftur er heimilt að veiða rjúpur sjáum við alls ekki minni eft- irspurn eftir leyfum til að veiða hrein- dýr,“ og bendir á að mikill fjöldi um- sækjenda sé veiðimenn sem séu að koma nýir inn. Veiðitímabilið í ár stendur frá 15. júlí til 15. ágúst. Heimilt er að skjóta tarfa allan þann tíma, en kýr má ekki byrja að veiða fyrr en 1. ágúst. 300 fleiri umsóknir um hreindýraveiði- leyfi í ár en í fyrra Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.