Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR Básúnu- og túbutónleikar | Timothy William Buzbee túbuleik- ari og Jessica Gustavsson bás- únuleikari halda tónleika í Lista- safni Reykjanesbæjar næst- komandi sunnudag, klukkan 17. Timothy William Buzbee er Bandaríkjamaður og nýráðinn aðal túbuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur haldið tón- leika víða um heim, m.a. í Banda- ríkjunum, Asíu og Mexíkó og haldið námskeið og fyrirlestra í tónlistarháskólum, á tónlist- arhátíðum og ráðstefnum víðs veg- ar. Jessica Gustavsson, sem er sænsk, er 1. básúnuleikari Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Gävle í Sví- þjóð. Hún hefur haldið fjölda tón- leika víða um heim, haldið fyrirlestra á tónlistarráðstefnum sem og einleikstónleika í tengslum við þær og fengið góða dóma fyrir tónlistarflutning sinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tónlistarskólanum í Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fá nemendur Tónlistarskólans afslátt af verði aðgöngumiða. Reykjanesbær | Níu vinir í Innri- Njarðvík lögðu leið sína á Barna- spítala Hringsins sl. mánudag til þess að afhenda Hjörleifi Jóhann- essyni 21 þúsund krónur sem börn- in höfðu safnað til styrktar Bryndísi Evu, dóttur hans og Bergþóru Ólaf- ar Björnsdóttur sem liggur alvar- lega veik á sjúkrahúsinu. Bryndís Eva Hjörleifsdóttir var lögð inn á Barnaspítala Hringsins í desemberbyrjun sl. vegna mikilla krampa sem hún fékk. Henni var í fyrstu haldið sofandi en í rúma tvo mánuði hefur verið reynt að finna rétta lyfjaskammtinn handa henni. Börnin fréttu af veikindum Bryn- dísar Evu í febrúarbyrjun og um leið og foreldrarnir fóru að ræða málin við þau létu þau til skarar skríða. Þau ákváðu að hefja söfnun í því skyni að styðja við bakið á þeim, en Hjörleifur er gamall kennari þeirra allra, bæði úr Njarðvík- urskóla og Holtaskóla. Þau byrjuðu á því að teikna myndir og selja í húsum í Innri Njarðvík, seldu blöð og heimabakaðar bollur og héldu tombólu við einn stórmarkaðanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi sömu krakkar standa fyrir umfangsmikilli söfnun. Þegar þau voru nemendur í 1. HM í Njarðvík- urskóla komu þau saman tvær dag- stundir ásamt öðrum bekkjar- félögum og föndruðu kort sem þau seldu til styrktar fjórum börnum Kristínar heitinnar Ólafsdóttur á Tálknafirði. Þar var grunnurinn lagður. Vinirnir níu stunda nú allir nám í 3. bekk Akurskóla og heita Berglind Björgvinsdóttir, Ellen Hilda Sigurðardóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Ólafur Andri Magn- ússon, Ríta Kristín Haraldsdóttir, Salka Björt Kristjánsdóttir, Teitur Ari Theódórsson, Thelma Lind Karlsdóttir og Þórdís Helga Más- dóttir. „Ég kaupi eitthvað fallegt handa Bryndísi Evu,“ sagði Hjörleifur þegar hann tók á móti peningunum. Hann hældu krökkunum fyrir vaska framgöngu og dugnað og eyddi með þeim dágóðri stund sem þau mátu mikils, enda eiga þau hvert bein í Hjörleifi eftir að hann kenndi þeim. „Kaupi eitthvað fallegt handa Bryndísi Evu“ Morgunblaðið/Svanhildur Söfnunarféð afhent Börnin vildu öll fá að halda í umslagið og afhenda Hjörleifi Jóhannessyni peningana til styrktar dóttur hans, Bryndísi Evu. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur SUÐURNES Keflavík | Vox Arena, leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, hefur í samvinnu við Leikfélag Keflavíkur hafið æfingar á nýju leikriti. Sigurður Eyberg, leikari og fyrrum nemandi skól- ans, hefur tekið að sér að leik- stýra verkinu sem verður samið af hópnum. Á heimasíðum Fjölbrautaskól- ans og Leikfélagsins er auglýst eftir áhugasömu fólki til að vinna við uppsetninguna og sérstaklega tekið fram að það vanti fólk yfir tvítugu.    Semja og æfa nýtt leikrit FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.