Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 19

Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR Básúnu- og túbutónleikar | Timothy William Buzbee túbuleik- ari og Jessica Gustavsson bás- únuleikari halda tónleika í Lista- safni Reykjanesbæjar næst- komandi sunnudag, klukkan 17. Timothy William Buzbee er Bandaríkjamaður og nýráðinn aðal túbuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur haldið tón- leika víða um heim, m.a. í Banda- ríkjunum, Asíu og Mexíkó og haldið námskeið og fyrirlestra í tónlistarháskólum, á tónlist- arhátíðum og ráðstefnum víðs veg- ar. Jessica Gustavsson, sem er sænsk, er 1. básúnuleikari Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Gävle í Sví- þjóð. Hún hefur haldið fjölda tón- leika víða um heim, haldið fyrirlestra á tónlistarráðstefnum sem og einleikstónleika í tengslum við þær og fengið góða dóma fyrir tónlistarflutning sinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tónlistarskólanum í Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fá nemendur Tónlistarskólans afslátt af verði aðgöngumiða. Reykjanesbær | Níu vinir í Innri- Njarðvík lögðu leið sína á Barna- spítala Hringsins sl. mánudag til þess að afhenda Hjörleifi Jóhann- essyni 21 þúsund krónur sem börn- in höfðu safnað til styrktar Bryndísi Evu, dóttur hans og Bergþóru Ólaf- ar Björnsdóttur sem liggur alvar- lega veik á sjúkrahúsinu. Bryndís Eva Hjörleifsdóttir var lögð inn á Barnaspítala Hringsins í desemberbyrjun sl. vegna mikilla krampa sem hún fékk. Henni var í fyrstu haldið sofandi en í rúma tvo mánuði hefur verið reynt að finna rétta lyfjaskammtinn handa henni. Börnin fréttu af veikindum Bryn- dísar Evu í febrúarbyrjun og um leið og foreldrarnir fóru að ræða málin við þau létu þau til skarar skríða. Þau ákváðu að hefja söfnun í því skyni að styðja við bakið á þeim, en Hjörleifur er gamall kennari þeirra allra, bæði úr Njarðvík- urskóla og Holtaskóla. Þau byrjuðu á því að teikna myndir og selja í húsum í Innri Njarðvík, seldu blöð og heimabakaðar bollur og héldu tombólu við einn stórmarkaðanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi sömu krakkar standa fyrir umfangsmikilli söfnun. Þegar þau voru nemendur í 1. HM í Njarðvík- urskóla komu þau saman tvær dag- stundir ásamt öðrum bekkjar- félögum og föndruðu kort sem þau seldu til styrktar fjórum börnum Kristínar heitinnar Ólafsdóttur á Tálknafirði. Þar var grunnurinn lagður. Vinirnir níu stunda nú allir nám í 3. bekk Akurskóla og heita Berglind Björgvinsdóttir, Ellen Hilda Sigurðardóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Ólafur Andri Magn- ússon, Ríta Kristín Haraldsdóttir, Salka Björt Kristjánsdóttir, Teitur Ari Theódórsson, Thelma Lind Karlsdóttir og Þórdís Helga Más- dóttir. „Ég kaupi eitthvað fallegt handa Bryndísi Evu,“ sagði Hjörleifur þegar hann tók á móti peningunum. Hann hældu krökkunum fyrir vaska framgöngu og dugnað og eyddi með þeim dágóðri stund sem þau mátu mikils, enda eiga þau hvert bein í Hjörleifi eftir að hann kenndi þeim. „Kaupi eitthvað fallegt handa Bryndísi Evu“ Morgunblaðið/Svanhildur Söfnunarféð afhent Börnin vildu öll fá að halda í umslagið og afhenda Hjörleifi Jóhannessyni peningana til styrktar dóttur hans, Bryndísi Evu. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur SUÐURNES Keflavík | Vox Arena, leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, hefur í samvinnu við Leikfélag Keflavíkur hafið æfingar á nýju leikriti. Sigurður Eyberg, leikari og fyrrum nemandi skól- ans, hefur tekið að sér að leik- stýra verkinu sem verður samið af hópnum. Á heimasíðum Fjölbrautaskól- ans og Leikfélagsins er auglýst eftir áhugasömu fólki til að vinna við uppsetninguna og sérstaklega tekið fram að það vanti fólk yfir tvítugu.    Semja og æfa nýtt leikrit FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.