Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Ríkisstjórnasamstarf Norðurlandanna í Norrænu ráðherrane- fndinni tekur breytingum í ár. Verið er að aðlaga það nýju alþjóðlegu og evrópsku umhverfi, þar sem stækkun ESB býður bæði upp á möguleika og áskoranir. Áhersla verður á starfsemi þar sem virðisauki af norrænu samstarfi er mikill. Markmið með samstarfinu er meðal annars, að styrkja stöðu Norðurlandanna og samkeppnishæfni, að stuðla að samstöðu landa sem liggja að Eystrasalti, að tryggja sameiginlegan norrænan hag í norðri og vestri og að þróa áfram þau tengsl sem eru til staðar milli landanna í gegnum tungumál og menningarlega samkennd. Til að mæta þessum markmiðum auglýsir Norræna ráðherranefndin í Kaupmannahöfn eftir nýjum starfsmönnum til að vinna að samstarfi norrænu ríkisstjórnanna. Ráðgjafa í menningarmálum Við leitum at reyndum ráðgjafa í deild sem vinnur aðallega að málefnum lista, barna og unglinga, kvikmynda- og fjölmiðlasamstarfi auk þess að vinna ýmis þverfagleg verkefni. Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir: Umsóknarfrestur er til 6. mars 2006 Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferli: www.norden.org Ráðgjafa í menntun, rannsóknir og vinnumarkaðsmál Við leitum að reyndum ráðgjafa í deild sem starfar á ofangreindum sviðum, æskilegt er að viðkomandi hafi breiða þekkingu á vinnumarkaðsmálum. 3 deildarriturum Störf deildarritara eru laus til umsókna í þremur mismunandi deildum, æskilegt er að ritararnir hafi reynslu af því að vinna með þeim sem starfa á vettvangi stjórnmála. Norræna ráðherranefndin Store Strandstræde 18, DK-1255 Kaupmannahöfn K Skrifstofustarf Innflutnings- og verslunarfyrirtæki miðsvæðis óskar að ráða starfsmann sem fyrst til að annast gerð innflutnings- skjala, símsvörun, móttöku á pöntunum og til aðstoðar skrifstofustjóra. Vinnutími frá 9.00-17.00. Tölvukunnátta ásamt ensku- og einhverri þekkingu á Norðurlandamáli nauðsynleg. Starfsþjálfun fer fram. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „Traust til framtíðar — 18195“. Raðauglýsingar 569 1100 Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Laugateigur 5, 201-9111, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Geir Einars- son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 20. febrúar 2006 kl. 14:30. Laugavegur 132, 201-0442, Reykjavík, þingl. eig. Arndís Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Laugavegur 132, húsfélag og Tollstjóraembættið, mánudaginn 20. febrúar 2006 kl. 13:30. Torfufell 33, 205-2951, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Björg Pétursdótt- ir, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason ehf., mánudaginn 20. febrúar 2006 kl. 11:00. Ugluhólar 12, 205-0191, Reykjavík, þingl. eig. Þuríður Birna Halldórs- dóttir og Guðmundur Oddgeir Indriðason, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 20. febrúar 2006 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 15. febrúar 2006. FÉLAG tónlistarnema lagði í gær fram stjórnsýslukæru á hendur Reykjavíkurborg og Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna aldursþaks sem sett hefur verið á tónlistarnemendur. Sam- kvæmt aldursþakinu rúmlega þre- faldast skólagjöld hjá eldri nem- endum og verða á bilinu 350 þúsund upp í 600 þúsund krónur fyrir nám á eitt hljóðfæri eða söng einn vetur. Samkvæmt upplýsingum Böðvars Reynissonar, formanns Félags tón- listarnema, hefur þessi ráðstöfun þegar bitnað á nemendum um allt land. Eldri nemendur hrekjast frá Í greinargerð frá Félagi tónlist- arnema segir Böðvar reglurnar fæla frá nemendur með margra ára tónlistarnám að baki og einnig hafi þær bitnað á þeim sem eru yfir um- ræddum aldurstakmörkum og ætl- uðu sér í tónlistarnám eftir að regl- urnar tóku gildi. Segir Böðvar nýleg ummæli Stefáns Jóns Haf- stein, formanns menntaráðs, að engir reykvískir nemendur hafi hrakist frá námi vegna nýrra reglna, alröng. Þá segir Böðvar í greinargerðinni þá fullyrðingu Stefáns Jóns í ný- legri blaðagrein, að aldursmörkin geti hugsanlega hvatt tónlistarnem- endur til að sýna fram á meiri námsframvindu þegar vitað er að námið verði dýrara við ákveðinn aldur, vafasama. Hér sé um að ræða algerlega vanhugsað og mis- heppnað hvatatæki. Nemendur þurfi að þreyta ströng inntökupróf til að komast inn í skólana. Mat sér- fræðinga á hæfni nemenda sé haft að engu þegar þeim séu settar hömlur bæði með aldurstakmörkum og búsetumálum sveitarfélaganna og neyðist því til að hafna mörgum af hæfustu umsækjendum. Í grein- argerð Böðvars segir ennfremur að skýrt hafi komið fram í svörum full- trúa borgarinnar á opnum fundi Fé- lags tónlistarnema 26. janúar sl. að tónlistarnemar væru notaðir sem vopn í baráttu sveitarfélaganna við ríkið, um hvort ríki eða sveitarfélög ættu að greiða með tónlistarnem- endum á framhaldsskólaaldri og upp úr. Tónlistarnemum sé sýnd mikil lítilsvirðing af hálfu yfirvalda í málinu. Reglur Menntaráðs Reykjavíkur og sveitarfélaganna brjóti klárlega gegn lögum um fjár- hagslegan stuðning við tónlistar- skóla, jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar og meðalhófsreglu stjórn- sýslulaga, að mati lögmanna Félags tónlistarnemenda. Þá valdi þær því að skólarnir geti ekki starfað sam- kvæmt aðalnámskrá tónlistarskól- anna, sem gefin er út af mennta- málaráðuneytinu. Félag tónlistarnema hefur kært sveitarfélögin fyrir aldursþak Mörkin eignar- haldsfélag ehf. Mörkin eignarhaldsfélag ehf., Fé- lag áhugafólks um þjónustu við aldr- aða, stendur fyrir byggingarfram- kvæmdum við Suðurlandsbraut 58-60-62 en ekki Mörkin ehf. eins og fram kom í Fasteignablaðinu sl. mánudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT KOMNIR eru út tveir fræðslubækl- ingar um kynlíf og kynhegðun ung- linga, annars vegar Kynlíf – ungling- ar og hins vegar Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Annars vegar er um að ræða bækl- ing sem ætlaður er foreldrum og nefnist Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Í honum er meðal annars fjallað um mikilvægi þess að börn og unglingar fræðist um kynlíf, þroska barna á hinum ýmsu aldursskeiðum og leiðir fyrir foreldra til að ræða um kynlíf við börn og unglinga. Hins vegar er bæklingur fyrir ung- linga sem nefnist Kynlíf – unglingar. Í honum er meðal annars skrifað um rétt unglinga í kynlífi, bjartar og dökkar hliðar kynlífs og hvert hægt sé að leita til að fá upplýsingar um kynlíf. Höfundar bæklinganna eru þær Dagbjört Ásbjörnsdóttir, mannfræð- ingur, MA í kynlífs- og kynjafræðum, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, fé- lagsráðgjafi og Sigurlaug Hauksdótt- ir, félagsráðgjafi, MA í uppeldis- og menntunarfræði. Höfundarnir ákváðu að ráðast í gerð bæklinganna í kjölfar fræðslu- funda um kynlíf og kynhegðun ung- linga, sem þeir hafa verið með frá haustinu 2002 fyrir foreldra og nem- endur í 7.–10. bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Fræðslu sína kalla þeir: Tölum saman – samskipti foreldra og barna um kynlíf. Bæklingarnir eru ókeypis og munu höfundar vera með þá á fræðslufund- um sínum en jafnframt er hægt að panta bæklingana og fá um þá frekari upplýsingar á vef Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod. Fræðslubæklingar um kynlíf og kynhegðun unglinga Á FÉLAGSFUNDI hjá Samfylking- arfélagi Grindavíkurlistans 13. febr- úar sl., kynnti kjörstjórn tillögu af framboðslista fyrir bæjarstjórnar- kosningar í vor. Ákveðið hafði verið að fara í uppstillingu. Listinn var samþykktur samhljóða og er svo- hljóðandi: Jóna Kristín Þorvaldsdótt- ir sóknarprestur, Garðar Páll Vign- isson bæjarfulltrúi og kennari, Hörður Guðbrandsson bæjarfulltrúi og verkstjóri, Dóróthea Jónsdóttir skrifstofumaður, Sigurður Enoksson bakari, Pálmar Örn Guðmundsson íþróttafræðingur, Harpa Guðmunds- dóttir leiðbeinandi á leikskóla, Sig- urður Kristmundsson innkaupastjóri, Jovana Lilja Stefánsdóttir nemi, Ólaf- ur Sigurpálsson fiskverkandi, Marta Sigurðardóttir nemi, Benóný Harðar- son nemi, Steinþór Þorvaldsson verkamaður og Ingibjörg Reynisdótt- ir bæjarfulltrúi og verkamaður. Framboðslisti Samfylking- arfélags Grinda- víkurlistans SAMNINGANEFNDIR Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) og Launa- nefndar sveitarfélaga koma saman í húsnæði ríkissáttasemjara í dag til fyrsta samningafundarins eftir að samninganefnd LSS hafnaði tilboði launanefndarinnar í seinustu viku. Að sögn Braga Mikaelssonar, for- manns samninganefndar sveitarfé- laganna, áttu sér stað viðræður í gærmorgun um starfslokamál sem þátt í væntanlegum samningum en hann segist eiga von á að meiri kraft- ur muni færast í viðræðurnar á fund- um sem fyrirhugaðir eru um næstu helgi. Fram hefur komið að tilboð sveit- arfélaganna hljóðaði upp á 25% launahækkun á samningstímanum. Samningar hafa verið lausir frá ára- mótum og hafa slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn gagnrýnt seinagang í viðræðunum. Búist við stífum fundahöldum um helgina Kjaradeila LSS og sveitarfélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.