Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 33
UMRÆÐAN
SIGURÐUR Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins og formaður nefndar um laga-
umhverfi stjórnmálasamtaka,
svarar grein minni,
„Fjármál stjórn-
málaflokkanna“ sem
birtist sunnudaginn 5.
febrúar sl. Grein Sig-
urðar nefnist „Um
fjármál stjórn-
málaflokka“ og birtist
í Morgunblaðinu
föstudaginn 10. febr-
úar síðastliðinn.
Er velta sama
og kostnaður?
Sigurður ber mér
undirrituðum á brýn
ýmsar rangfærslur sem mig langar
til að leiðrétta, enda virðist hann
ekki átta sig á ýmsum mikilvægum
staðreyndum þó svo hann ætti að
vita betur. Eitt grundvallaratriði er
að hann virðist rugla saman veltu
og útgjöldum. Nú var kostnaður
VG 15–16 milljónir og flokkurinn
millifærir fjárhæðina til kjördæm-
isfélaganna þar sem kostnaðurinn
fellur til. Sigurður leggur tölurnar
saman enda fær hann kostnað VG
tvöfalt hærri en raunverulegur
kostnaður þess flokks var í síðustu
þingkosningum. Ef greiddur er raf-
magnsreikning upp á 10.000 krónur
og bankareikningur notaður við að
millifæra, þá verður veltan 2 sinn-
um þessi fjárhæð í heimilisbók-
haldi. Gjöldin eru eftir sem áður
fjárhæðin sem greidd er og þau
verða ekki hærri svo framarlega
sem vextir og annar kostnaður
bætist ekki við. Því er auðvelt að
hrekja meintar „rangfærslur“ mín-
ar um kostnað flokkanna við síð-
ustu þingkosningar.
Skuldir Framsóknarflokksins
Sigurður kveður að undirritaður
fari með rangt mál um að greiddar
hafi verið skuldir Framsóknar-
flokksins. Mjög erfitt er að kynna
sér fjármál þeirra flokka sem nú
mynda ríkisstjórn en í ræðu for-
manns Framsóknarflokksins á síð-
asta flokksþingi má skilja að kosn-
ingaskuldir séu engar.
Reglur um fjármál stjórn-
málaflokka í stjórnarskrá
Önnur mjög alvarleg gryfja sem
framkvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins fellur í snýr að stjórn-
málaflokkunum og stjórnarskrá.
Skynsamlegar og virkar reglur um
starfsemi og fjármál stjórn-
málaflokka ber að setja í stjórn-
arskrá íslenska lýðveldisins. Sig-
urður kveðst ekki hafa „rekist á
nokkur dæmi þess, að þær séu
bundnar í stjórn-
arskrá“.
Nú verð eg aftur að
fullyrða að Sigurður
sé ekki nógu vel að sér
í þessum málum þó
hann sé formaður
nefndar um lagaum-
hverfi stjórnmála-
samtaka. Ekki er mér
kunnugt um hvaða
stjórnarskrár Sig-
urður hefur lesið og
kynnt sér, en greini-
legt er, að hann hefur
ekki lesið þá evrópsku
stjórnarskrá sem verður að telja
með þeim bestu og nútímalegustu í
Evrópu.
Reynsla Þjóðverja
Þjóðverjar hafa lent tvívegis í
þeim ógöngum að sitja uppi með
ríkisstjórnir sem leitt hafa þær út í
mjög alvarlegar gönur með stríði,
ríkisgjaldþroti og öllum þeim
verstu mannlegum vandræðum
sem hugsast getur. Eftir tvær
heimsstyrjaldir settust þýskir
stjórnmálamenn niður, kölluðu til
bestu og vitrustu vísindamenn og
stjórnvitringa til að semja nútíma-
lega stjórnarskrá sem gilda skyldi í
Þýskalandi. Minnugir um allar þær
ógöngur þegar auður, ofstæki og
mannfyrirlitning fara saman, var
ákveðið að koma í veg fyrir að slíkt
gæti nokkurn tíma aftur end-
urtekið sig, að auðmenn gætu nán-
ast „keypt“ sér „vinsamlega“
stjórnmálamenn til þess að þessir
sömu auðmenn og iðnjöfrar gætu
skarað að sinni köku. Mjög sterk
fjármálatengsl voru t.d. milli
Kruppveldisins og annarra þýskra
iðnjöfra við nasistaflokk Hitlers.
Við skulum líta á 21. grein þýsku
stjórnarskrárinnar. Nú vil eg taka
fram, að hér á eftir er ekki við þýð-
ingu löggilts skjalaþýðanda að
styðjast en við endurskoðun ís-
lensku stjórnarskrárinnar væri
þörf á að bestu stjórnarskrár
heims væru þýddar.
1. Stjórnmálaflokkarnir taka þátt
í mótun pólitísks vilja þjóðarinnar.
Stofnun þeirra er frjáls. Innra
skipulag þeirra verður að samsvara
lýðræðislegum grundvallarreglum.
Þeir verða að gefa opinbera
skýrslu um uppruna og notkun
fjármuna sinna sem og eigna.
2. Flokkar sem samkvæmt mark-
miðum þeirra eða athöfnum stuðn-
ingsmanna þeirra stefna að því að
skaða eða afnema frjálst og lýð-
ræðislegt grunnskipulag eða stefna
tilveru Sambandslýðveldis Þýska-
lands í hættu samrýmast ekki
stjórnarskránni. Hvort flokkur
samrýmist stjórnarskránni ákvarð-
ar Stjórnlagadómstóllinn.
3. Nánari ákvæði skulu vera í
sambandslögum.
Hér eru settar fram mjög mik-
ilvægar grundvallarreglur er varða
þróun og viðgang lýðræðis í Þýska-
landi. Textinn skýrir sig sjálfur og
má finna hann á heimasíðu þýska
sambandsþingsins: http://
www.bundestag.de/parlament/
gesetze/grundgesetz/index.html
Einnig er stjórnarskrá Sam-
bandslýðveldisins Þýskalands og
fleiri ríkja á slóðinni: http://
www.stjornarskra.is/Kraekjur/
Bæta mætti við nýjustu stjórn-
arskrá Suður-Afríku lýðveldisins er
Nelson Mandela átti mestan þátt í
að semja, stjórnarskrá sem er ein
sú allra merkasta og stjórnarskrár-
nefndin á að skoða og tileinka sér
við endurskoðun þeirrar íslensku.
Misskilningur og jafnvel rang-
færslur eru alltaf illa séðar. Mín
skoðun er sú, að gera megi auknar
kröfur til framkvæmdastjóra
Framsóknarflokksins og formanns
nefndar um lagaumhverfi stjórn-
málasamtaka að hann kynni sér
betur þau mál sem honum hefur
verið trúað fyrir áður en hann
geysist öðru sinni fram í fjöl-
miðlum og vænir samborgara sína
um að þeir fari með staðlausa stafi.
Framkvæmdastjóra Fram-
sóknarflokksins svarað
Guðjón Jensson svarar
Sigurði Eyþórssyni ’ Mín skoðun er sú, aðgera megi auknar kröf-
ur til framkvæmda-
stjóra Framsóknar-
flokksins og formanns
nefndar um lagaum-
hverfi stjórnmála-
samtaka.‘
Guðjón Jensson
Höfundur er áhugamaður um betra
lýðræði á Íslandi.
TENGLAR
..............................................
esja@heimsnet.is
Marteinn Karlsson: „Vegna
óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar af okk-
ur smábátaeigendum, þar sem
ekkert tillit er tekið til þess
hvort við megum veiða 10 eða
500 tonn, ákvað ég að selja bát-
inn og flytja í burtu.“
Sigríður Halldórsdóttir skrif-
ar um bækur Lizu Marklund
sem lýsa heimilisofbeldi.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski
vígsluskilningur fari í bága við
það að gefa saman fólk af sama
kyni …“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FÖSTUDAGINN 27. janúar blasti
þessi fyrirsögn við mér í Morg-
unblaðinu.
Þegar ég las lengra sá ég að það
var verið að vitna í skýrslu Evrópu-
nefndar CPT. Nefnd sem vinnur
gegn pyntingum, ómannúðlegri og
niðurlægjandi meðferð og refsingum
gegn föngum.
Mér komu þessi sjónarmið nefnd-
arinnar ekki á óvart því ég hafði les-
ið skýrsluna þar sem þessar ákúrur
á stétt mína komu fram.
Umtöluð nefnd hefur komið í að
mig minnir fjórum sinnum í fang-
elsið Litla-Hraun á þeim átján árum
sem ég hef starfað þar og hefur
komið með ýmsar athugasemdir
sem íslensk stjórnvöld hafa brugðist
við eftir fremsta megni, en aldrei hef
ég séð aðrar eins ákúrur á fanga-
verði á Íslandi frá neinum eins og
þessari nefnd.
Aldrei hefur nefndin séð ástæðu
til að ræða við forsvarsmenn fanga-
varða um álit þeirra á meðferð á
föngum né neinu öðru sem viðkemur
fangelsum á Íslandi.
Ég spyr: Hvernig getur CPT
komið með aðra eins fullyrðingu sem
þessa, þar sem aldrei hefur verið tal-
að við annan aðilann í málinu, þ.e.
fangavörðinn sjálfan?
Ég er búinn að vera formaður í fé-
lagi fangavarða í 10 ár og nefndin
hefur aldrei talað við mig né fengið
álit mitt á neinu sem tengist föngum
eða starfi fangavarða.
Ég hef aldrei heyrt fanga kvarta
yfir ofbeldi af hálfu fangavarða né
annars starfsliðs í fangelsisgeir-
anum.
Það kom greinilega fram í þætt-
inum Kompás sem sýndur var á
sjónvarpsstöðinni NFS milli jóla og
nýárs þar sem blaðamaðurinn Jó-
hannes Kr. Kristjánsson var í fang-
elsinu Litla-Hrauni í 30 klukkutíma
og talaði við hóp fanga sem báru
flestir lof á fangaverði sem ég vil
halda fram að séu úrvals fólk.
Ýmsir hlutir sem nefndin hefur
verið að kvarta yfir í gegnum árin og
stjórnvöld hafa lagað hef ég séð í
notkun í fangelsum á hinum Norð-
urlöndunum.
Ég er mjög ósáttur við þessar
ádeilur Evrópunefndarinnar á ís-
lenska fangaverði og finnst að
harkalega sé vegið að starfsheiðri
samstarfsmanna minna með ósann-
indum og dylgjum. Ég dreg því heil-
indi nefndarinnar mjög í efa og tel
að íslensk yfirvöld ættu að biðja um
skýringar á störfum nefndarinnar.
ARI B. THORARENSEN,
formaður Fangavarðafélags
Íslands.
Ofbeldi í fangelsinu
Litla-Hrauni óviðunandi
Frá Ara B. Thorarensen:
Laufásvegur
Höfum fengið til sölu glæsilegt og
virðulegt einbýlishús, vel staðsett við
Laufásveg í Reykjavík. Húsið er byggt
af Paul Smith verkfræðingi og teiknað
af Sigurði Guðmundssyni arkitekt.
Húsið er byggt í dansk/þýskum herr-
agarðsstíl þar sem lögð er áhersla á að
nýta suðurhlið lóðar undir aflokaðan
garð og við hönnun þess var lögð
áhersla á hljóðeinangrun íverustaða frá
götu. Nánari lýsing: Innkoma í húsið er
tíguleg þar sem komið er inn í forstofu
og virðulegt hol þar sem teppalagður og rúmgóður stigi liggur upp á 2. hæð húss-
ins. Á aðalhæð eru þrjár glæsilegar og rúmgóðar stofur með parketi á gólfum, eld-
hús með eikarinnréttingu, séreldhúsinngangur frá innkeyrslu, forstofa og gest-
asnyrting. Á efri hæð hússins eru fjögur rúmgóð svefnherbergi, snyrting og þvotta-
herbergi. Hjónaherbergið er sérstaklega rúmgott með góðum skápum. Tvennar
svalir eru á efri hæð hússins og snúa þær í suður og austur. Í risi er rúmgott her-
bergi og geymslur. Í kjallara hússins er hægt að hafa séríbúð með sérinngangi frá
innkeyrslu en aðalinngangur hússins er frá götuhlið.Þetta er eitt glæsilegasta húsið
á markaðnum í dag, þar sem margir sögufrægir einstaklingar hafa dvalið.
Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson viðsk.fr. á skrifstofunni
AKUREYRARVÖLLUR var á sín-
um tíma besti íþróttavöllur landsins.
Stórhlauparar komu að sunnan til
þess að ná góðum tímum á hlaupa-
brautinni á Akureyri 1955–1960.
Vorið kemur að jafnaði þrem vikum
fyrr á þessu svæði en á hinum íþrótta-
svæðum félaganna í bænum. Alþjóð-
legar stúkur eru of kostnaðarsamar
og vegna þess er ekki hægt að byggja
á tveim svæðum íþróttafélaganna í
bænum stórar áhorfendastúkur.
Þekkja ekki allir bílastæðavand-
ræðin á félagssvæðum KA og Þórs.
Á íbúaþingi og öðrum fundum hef-
ur ekki verið hægt að benda á svæði
jafngott þessu í bæjarlandi Akureyr-
ar. Sama á við um Reykjavíkur-
flugvöll.
Færa þarf íþróttavöllinn sunnar á
svæðið og gera hann þannig að hann
standi undir þeim stöðlum sem gert
er ráð fyrir í Evrópu fyrir alþjóðlega
leikvanga. Undir stúkubyggingu að
austan mætti byggja íbúðir og koma
með þeim hætti fólki til þess að búa á
svæðinu. Þetta er m.a spurning um
menningu og sl. 50 ár hefur ekki ann-
ars staður hér í bæ verið boðið upp á
stóra útilífsviðburði. Íþróttaleik-
vangur og útivistarsvæði getur vel
farið saman og þarf að skipuleggjast
sem slíkt. Allt svæðið þarf undir
þennan leikvang og að auki að stækka
reitinn að Gránufélagsgötu til þessara
nota. Aðeins ráðhúsið standi en aðrar
byggingar víki.
Baldurshagalandið hefði líka þurft
að fást inn í þessa heild. (Þar fóru
skipulagsvöld illa að ráði sínu – eitt
slysið enn.) Þannig yrði til gott
íþrótta- og fjölmenningarsvæði fyrir
meira en eina öld að minnsta kosti.
Undir íþróttavellinum gæti Hag-
kaup byggt stórmarkað og þar gætu
líka verið bílastæðahús sem féllu vel
að þessari notkun því að veturinn er
langur hér hjá okkur.
Stórleikvangurinn gæti því notað
öll bílastæði frá Glerártorgi og inn í
miðbæ.
Stærstu viðburðir fara yfirleitt
ekki fram á verslunartíma.
Menn verða að vera stórhuga í
framtíðarskipulagi og hverfa frá mús-
arholusjónarmiðun sem hér hafa ver-
ið ríkjandi í skipulagi Akureyrar á
síðustu áratugum og þjöppunar- og
lokunarsjónarmið ráðið of miklu.
Akureyri er orðið skammarlega á
eftir öðrum byggðarlögum í íþrótta-
aðstöðu og hér er t.d. ekki hægt að
halda landsmót UMFÍ eins og t. d. á
Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki
og jafnvel Dalvík.
Kaupmannavaldið má ekki hertaka
þennan stað eingöngu og íbúar Ak-
ureyrar hafa ekki sagt að fleygja ætti
Akureyrarvelli. Það væri stórt menn-
ingarslys að halda ekki í íþróttasvæð-
ið til framtíðar.
Ná þarf samkomulagi um svona
stóra hugmynd en flana ekki að
neinu. Nú verðum við sem sjáum
þessa staðreynd að Akureyrarvöllur
á að vera framtíðarsvæði fyrir
íþróttahátíðir og stórleiki í knatt-
spyrnu og mannfagnaði og segja nei
takk við kaupmannavaldið og pólitík-
ina sem skort hefur víðsýni.
Stöndum sameinuð um Akureyr-
arvöll og flugvöllinn í Vatnsmýri í
Reykjavík.
MATTHÍAS Ó. GESTSSON,
kennari og myndatökumaður.
Flugvellir eiga að
vera á sínum stað
Frá Matthíasi Ó. Gestssyni:
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
Fréttir
í tölvupósti