Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HUGSAÐU ÞIG UM 26. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is efni greiddu nú tvöfalt meira en á fólk á hinum Norðurlöndunum fyrir sjónvarpsefni og þrefalt hærra verð en í Bretlandi. Svipað verð greitt hér og í Danmörku Það tilboðsstríð sem ríkti í kaup- um á erlendu sjónvarpsefni hér á landi þýddi að sjónvarpsefni hefði á skömmum tíma fimmfaldast í verði. Íslendingar greiddu nú svipað verð fyrir bandarískt sjónvarpsefni á klukkustund og Danir sem væru fimm milljóna manna þjóð. Þessi TILLAGA fjölmiðlanefndar frá í fyrra um reglur um flutning á sjón- varpsefni mun hafa hvað mest áhrif á núverandi stöðu á fjölmiðlamark- aði hér á landi, verði hún að veru- leika, að því er fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, á málþingi um fjölmiðla sem menntamálaráðu- neytið og Rannsóknarsetur um fjöl- miðlun og boðskipti við Háskóla Ís- lands stóðu að í gær. Til málþingsins var boðað í tilefni af því að verið er að vinna lagafrum- varp upp úr tillögum nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín sagði slíkar flutningsreglur þýða að tengsl yrðu rofin milli fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla. „Með því að aðskilja efni og dreifingu verður það hagur fjöl- miðlafyrirtækja að sýna efni sitt sem víðast og hagur fjarskiptafyr- irtækjanna að fá sem mest efni inn á dreifikerfi sín. Þannig lækkar að- gangsþröskuldurinn fyrir nýja fjöl- miðla og fjarskiptafyrirtæki að komast inn á markaðinn og gerir áhorfendum mögulegt að horfa á framboð af ólíku sjónvarpsefni frá fleiri en einu fyrirtæki,“ sagði Þor- gerður Katrín. Að mörgu væri að huga í lagasetningu en markmiðið væri skýr rammi sem stuðlaði að fjölbreytni og fjölræði á markaði. Ráðherra benti í ávarpi sínu á að íslenskir áskrifendur að sjónvarps- þróun væri áhyggjuefni enda kæmi hún illa við jafnt við fyrirtæki sem neytendur. Meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu var Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur, en hún ræddi um íslenska fjölmiðla og tillögur nefndar menntamálaráðherra frá því í apríl 2005. Í máli sínu rakti Elfa Ýr helstu markmið fyrirhug- aðrar fjölmiðlalöggjafar hér á landi. Þau væru meðal annars að auka samkeppni á markaðnum, tryggja gagnsæi eignarhalds, lágmarka áhrif eigenda á efnistök og dagskrá og styrkja stöðu almannaþjónustu- útvarps. „Þá þarf að lækka að- gangsþröskuld inn á markaðinn og það er gríðarlega mikilvægt að það sé gert,“ sagði Elfa Ýr. Ennfremur væri mikilvægt að sambærileg þjónusta fengist hvort sem menn byggju í þéttbýli eða dreifbýli. Erfitt að koma í veg fyrir samþjöppun Að loknum erindum fóru fram pallborðsumræður sem Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, stýrði. Í pallborði sátu þeir Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Páll Baldvin Baldvinsson, ritstjóri DV. Karl Blöndal sagði mikilvægt að huga að því hvernig ætti að bregðast við þeirri gríðarlegu samþjöppun sem ætti sér stað á fjölmiðlamarkaði. Það hlyti að vera hagsmunamál allra Íslendinga að viðskiptablokkir mynduðust ekki. „Að ekki sé talað um blokk sem hefur gríðarleg ítök á fjölmiðlamarkaði og sömuleiðis í verslun í landinu,“ sagði Karl. Kvaðst hann ekki viss um að þær tillögur sem fram kæmu í skýrslu fjölmiðlanefndarinnar tækju á þessu af alvöru. Páll Baldvin kvaðst telja erfitt að koma í veg fyrir þá samþjöppun sem hér væri orðin á fjölmiðla- markaði. „Það er hægt að setja í lög að aðskildar séu veitur og efnis- fyrirtæki, en öll tilhneiging í fjár- málalífi Evrópu er í þá átt að menn binda sig í net,“ sagði hann. Fjöl- miðlar stæðu undir nafni í krafti stærðar sinnar. Magnús Ragnarsson kvaðst telja að á litlum markaði yrði ávallt stærðarhagkvæmni í því að flétta saman. Stjórnvöld yrðu þó að líta til þess hversu skakkur fjölmiðlamark- aðurinn væri orðinn í dag. Páll Magnússon sagðist telja nauðsyn- legt að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. „Ég sé enga aðra og skárri leið heldur en verið er að vinna að núna með skýrslu fjöl- miðlanefndar,“ sagði Páll. Menntamálaráðherra á málþingi í tilefni af vinnslu lagafrumvarps um fjölmiðla Fjölbreytni og fjölræði ríki á markaði Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Páll Magnússon, Magnús Ragnarsson, Karl Blöndal og Páll Baldvinsson tóku þátt í pallborðsumræðum. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir ljóst að danskur mjólkuriðnaður hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna andúðar sem danskar vörur mæti nú í arabalönd- um. Guðni heimsótti á dögunum danska matvæla- ráðherrann, Hans Chr. Schmidt, og skoðaði mjólkurfyr- irtækið Arla sem hefur verið umsvifamikið í sölu mjólkurvara í arabalöndum. „Arla varð fyrir miklu áfalli vegna mótmæla sem urðu í kjölfar teikningamálsins. Danska þjóðin er mjög slegin yfir þessu ástandi. Forsvarsmenn mjólkurbúsins sögðust hafa sárar áhyggjur af þessari stöðu. Þeir gera sér eftir sem áður vonir um að ástandið batni. Danir leggja mikið á sig að leysa þessi mál með diplómatískum hætti,“ sagði Guðni. Ráðherrarnir ræddu á fundi sínum landbúnaðarmál, dýraheilbrigðismál, þróun landbúnaðarstefnu Evrópu- sambandsins, þróun mála innan Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar, svo og matvælamál almennt út frá sjónarhóli neytenda. Í Danmörku heyra bæði landbúnaðarmál og sjávar- útvegsmál undir danska matvælaráðuneytið. Guðni sagði að Hans Chr. Schmidt hefði sagt að það hefði gefist vel í Danmörku að vera með landbúnaðarmál og mat- vælaeftirlit á einni hendi, en hins vegar hefði hann ekki verið eins sannfærður um að landbúnaðarmál og sjáv- arútvegsmál ættu endilega heima í sama ráðuneyti. Danski matvælaráðherrann sýndi og kynnti Guðna bæði stærsta og minnsta mjólkurbú Danmerkur. Minnsta búið er ferðaþjónustubærinn Elmegaarden við Sommer- sted á Suður-Jótlandi. Elmegaarden er gott dæmi um þá nýsköpun sem hefur átt sér stað hin síðari ár í dönskum landbúnaði en þar er rekið fjölskyldubú sem framleiðir m.a. hágæðaosta úr lífrænni mjólk, nautakjöt og lamba- kjöt í hæsta gæðaflokki. Auk þess býður fjölskyldan upp á veisluþjónustu og bændagistingu. Guðni sagði að Danir legðu mikla áherslu á nýsköpun í dönskum landbúnaði. Þeir vildu halda utan um fjöl- skyldubúin og m.a. tengja þau ferðaþjónustunni. Eftir sem áður væri danskur landbúnaður stóriðja og danskar landbúnaðarvörur virtar úti um allan heim. Guðni Ágústsson heimsótti m.a. Elmegaarden. Með honum er danski matvælaráðherrann, Hans Chr. Schmidt, og ostameistarinn Ryon Petersen. Danska þjóðin slegin VIÐSKIPTABLAÐIÐ og Viðskipta- blað Morgunblaðsins hafa forskot á önnur íslensk blöð sem fjalla um við- skipti, samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar fyrir Viðskiptablaðið. Reglulegir lesendur Viðskiptablaðs- ins reyndust vera 47% svarenda og 45% lásu Viðskiptablað Morgunblaðs- ins reglulega en 25% lásu Markað Fréttablaðsins reglulega. Þegar spurt var um lestur síðustu sjö daga kvaðst 81% hafa flett eða les- ið Viðskiptablað Morgunblaðsins, 59% Viðskiptablaðið og 52% Markað- inn. Einnig var spurt um flettingu eða lestur síðustu fjórar vikur og þá nefndu 92% Viðskiptablað Morgun- blaðsins, 80% Viðskiptablaðið og 72% Markaðinn. Reglulegir lesendur við- skiptablaða voru spurðir hvert fyrr- greindra þriggja blaða þeim líkaði best. Þá nefndu 49% Viðskiptablað Morgunblaðsins, 45% Viðskiptablaðið og 7% Markað Fréttablaðsins. Þegar spurt var um traust til fréttaflutnings blaðanna fékk Við- skiptablað Morgunblaðsins meðalein- kunnina 3,9, Viðskiptablaðið fékk 3,8 og Markaðurinn 3,2. Könnunin var gerð frá 20.11.2005– 12.1.2006, en hlé gert á gagnaöflun um jól og áramót. Í úrtakinu voru 600 fyrirtæki valin af handahófi. Einn yf- irstjórnandi í hverju fyrirtæki var beðinn að svara og fengust alls 460 svör. Viðskiptablaði Morg- unblaðsins best treyst                                                                            !  " #$#     #%#% &  ' % &   MEIRIHLUTI Íslendinga, eða um 42,3% aðspurðra, er andvígur því að sækja um aðild að Evrópusamband- inu, en 34,3% eru hlynnt henni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í gær. Könnunin var gerð 18. febrúar sl., en Halldór Ásgrímsson lýsti 8. febr- úar sl. yfir þeirri skoðun sinni að Ís- land yrði komið inn í ESB fyrir árið 2015. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni eru 55% á móti aðildarumsókn en 45% hlynnt henni. Meirihluti Íslendinga andvígur aðild að ESB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.