Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 35 FIDE-meistarinn Róbert Harð- arson (2.369) hlaut 6 vinninga í 9 skákum og hafnaði í 2. sæti í AM- flokki á febrúarmótinu í First Sat- urday-skákmótaröðinni í Búdapest. Róbert tapaði ekki skák og lagði m.a. sigurvegarann, FIDE-meistarann Huynh Minh H Nguyen (2.217) frá Vietnam, að velli. Víetnaminn fékk 7 v. og náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Næstu menn voru: 3. Jules Moussard (2.117), FIDE-meistari frá Frakklandi, með 5½ v. 4. Nick Adams (2.212, Bandaríkjunum), 5 v. 5. Bela Lengyel, alþjóðlegur meistari frá Ungverjalandi, 4 ½ v. Róbert var stigahæstur keppenda og árangur hans var í samræmi við stigin. Hann gerði of mörg jafntefli að þessu sinni, til að áfangi að alþjóð- legum titli næðist. Firt Saturday-mótin eru haldin mánaðarlega og hefjast á fyrsta laugardegi hvers mánaðar, eins og nafnið ber með sér. Þau er tefld í 5–6 flokkum, venjulega 10 skákmenn í hverjum. Efsti flokkur kallast stór- meistaraflokkur, síðan koma tveir flokkar alþjóðlegra meistara og loks 2–3 flokkar FIDE-meistara. Við skulum sjá vinningsskák Ró- berts á móti sigurvegaranum. Hvítt: Huynh Minh H Nguyen Svart: Róbert Harðarson Benköbragð 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. g3 d6 8. Bg2 Bg7 9. Rf3 Rfd7 10. 0–0 Rb6 11. Dc2 R8d7 12. Hd1 0–0 13. Hb1 – Önnur leið er 13. e4 Rc4 14. Rd2 Rxd2 15. Bxd2 Re5 16. Be1 Db6 17. Hab1 c4 18. b4 cxb3 19. Dxb3 Da7 20. a4 Bc4 og svartur hafði nægilegt mótspil fyrir peðið, sem hann fórn- aði, í skákinni, Burmakin-S. Kasp- arov, 2003. 13. … Rc4 14. b3 Da5 15. Ra4!? – Einfaldara virðist að leika 15. bxc4 Dxc3 16. Dxc3 Bxc3 17. Bh6 Hfb8 18. Hxb8+ Hxb8 19. Hc1 Bb2 20. Hc2 Ba3, þótt svartur ætti að halda sínu í því tilviki. 15. … Bb5 16. Rd2? – Eftir þennan leik fær hvítur verra tafl. Hann hefði átt að leika 16. a3, t.d. 16. … Hfb8 17. Bh3 Da6 18. Rc3 Rxa3 19. Bxa3 Bxc3 20. Dxc3 Dxa3 21. Ha1 Db4 22. Dxb4 cxb4 23. Rd4 Hxa1 24. Hxa1 Rc5 25. Ha7 og hvítur er með virkari og betri stöðu. 16. … Rcb6 17. Rxb6 Rxb6 18. a4 Bxe2 19. He1 Da6 20. Rc4 – Enn verra er að leika 20. Bf1 Bxf1 21. Rxf1 Rxd5 og yfir hvíti vofa hót- anirnar 22. … Rb4 og 22. … Rd3. 20. … Bxc4 21. bxc4 Dxc4 22. Dxc4 Rxc4 23. Hxe7 Hxa4 24. Bf4 Re5 25. Hb6 Ha1+ 26. Bf1 g5 27. Be3 Rc4 28. Hc6 Rxe3 29. Hxe3 – Betra er 29. fxe3, þótt hvíta staðan sé ekki beint skemmtileg, eftir 29. … Be5 30. Hcc7 Ha3 o.s.frv. 29. … Bd4 30. He4 Hb8 31. Kg2 Hb2 32. Be2? – Hvítur leikur af sér í erfiðri stöðu. Eftir 32. He2 Hbb1 33. He8+ Kg7 34. Be2 Hb2 35. Hxd6 He1 36. Bb5 Bxf2 37. Hxe1 Bxe1+ 38. Kf1 Bxg3 39. hxg3 Hxb5 á svartur unnið enda- tafl. 32. … He1 33. Kf3 – Styttir þjáningar hvíts í tapaðri stöðu. Lengri leiðin er 33. Hc8+ Kg7 34. Hce8 Be5 35. Bf3 Hxe4 36. Bxe4 Bd4, ásamt 37. … Hxf2 og hvítur á tveimur peðum minna. 33. … Hbxe2! 34. Hxe2 g4+ 35. Kxg4 Hxe2 og hvítur gafst upp. Hjörvar Steinn Grétarsson Norðurlandameistari í skólaskák Hjörvar Steinn Grétarsson varð um helgina Norðurlandameistari í skólaskák í d-flokki (keppendur fæddir 1993–94), vinningi fyrir ofan næsta mann. Með þessari glæsilegu útkomu bætir Hjörvar við enn einum sigrinum, en hann hefur verið mjög sigursæll að undanförnu, m.a. er hann sá yngsti, sem nokkru sinni hefur tryggt sér þátttökurétt í lands- liðsflokki á Skákþingi Íslands. Þetta er í annað sinn, sem Hjörvar verður Norðurlandameistari í skólaskák, auk þess sem hann hefur orðið Norð- urlandameistari með sveit Rima- skóla í keppni barnaskólasveita. Úrslitin urðu þessi: A-flokkur (keppendur fæddir 1986–88): Norðurlandameistari varð Svíinn Kezli Ong (2.275). Guðmundur Kjartansson (2.287) hlaut 3 vinninga og hafnaði í 6.–8. sæti. Dagur Arngrímsson (2.298) hlaut 2½ vinning og hafnaði í 9.–10. sæti. B-flokkur (1989–90): Norðurlandameistari varð Fær- eyingurinn Helgi Dam Ziska (2.286). Atli Freyr Kristjánsson (1.922) og Gylfi Davíðsson (1.595) fengu 1½ v. og höfnuðu í 12.–14. sæti. C-flokkur (1991–92): Norðurlandameistari varð Daninn Alexei Cherstiouk Hansen (2.064). Sverrir Þorgeirsson (1.954) hlaut 2½ v. og varð í 8.–11. sæti. Vilhjálmur Pálmason (1.735) fékk 2 v. í 12. sæti. D-flokkur (1993–94): Norðurlandameistari varð Hjörv- ar Steinn Grétarsson (2.046), með 5 v. Svanberg Már Pálsson (1.720) hafnaði í 2.–4. sæti, með 4 v. E-flokkur (1995–): Norðurlandameistari varð Daninn Mads Andersen (1.646). Dagur Andri Friðgeirsson (1.435) fékk 4 v. í 2.–5. sæti. Friðrik Þjálfi Stefánsson hlaut 3½ v. í 6. sæti. Niðurstaðan varð sú, að Danir fengu 2 Norðalandameistaratitla. Ís- lendingar, Svíar og Færeyingar einn hver. Þröstur og Helgi Áss á alþjóðlegu móti í Cannes Stórmeistararnir Þröstur Þór- hallsson (2.455) og Helgi Áss Grét- arsson (2.480), tóku þátt í opnu al- þjóðlegu skákmóti í Cannes í Frakklandi, sem lauk um síðustu helgi. Þeir hlutu 5½ vinning hvor, af 9 mögulegum, og höfnuðu í 22.–34. sæti af 126 keppendum. Alþjóðlegi meistarinn Fabien Lib- iszewski (2.467), Frakklandi, og kró- atísku stórmeistararnir Robert Zel- cic (2.514) og Mladen Palac (2.561), svo og georgíski stórmeistarinn Mikheil Kekelidze (2.516), urðu jafn- ir í efsta sæti, með 7 vinninga. Hannes Hlífar tefldi á Aeroflot-skákmótinu í Moskvu Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.585) hafnaði í 58.–70. sæti, með 4 v. af 9 mögulegum, á hinu geysisterka alþjóðamóti Aero- flot í Moskvu. Efstir og jafnir urðu stórmeistar- arnir Baadur Jobava (2.614, Georgíu) og Viktor Bologan (2.661, Moldavíu), Krishnan Sasikiran (2.670, Indlandi) og Shakhriyar Mamedyarov (2.709, Azerbasjan), með 6,5 vinninga. Aeroflot-mótið er sterkasta opna skákmót ársins, þar sem 93 kepp- endur kepptu í efsta flokki og voru langflestir þeirra stórmeistarar. Hannes Hlífar var númer 54 í röð keppenda, miðað við stig. Róbert Harðarson í 2. sæti í Búdapest SKÁK „First Saturday“-skákmótaröð 4.–12. febrúar 2006 BÚDAPEST, UNGVERJALANDI Bragi Kristjánsson BRIDSHÁTÍÐ lauk sl. sunnu- dagskvöld með sigri dansk/ís- lenskrar sveitar í 70-sveita keppni. Aldrei sem nú í 26 ára sögu Bridshátíðar hefir útkoma erlendra þátttakenda verið jafn rýr og ekki síst í sveitakeppninni. Sigursveitin kallaði sig Joung Guns og spiluðu Ómar Olgeirsson, Ísak Örn Sig- urðsson, Stefán Jónsson og Dan- irnir Sejr Andreas Jensen og Kasper Konow í téðri sveit. Hún hlaut 204 stig, vann 8 leiki, tapaði tveimur 10–20 og 14–16. Í öðru sæti varð sveit Vinabæjar með 201 stig en fyrir síðustu um- ferðina voru þetta einu sveitirnar sem áttu möguleika á sigri í mótinu. Í sveit Vinabæjar spiluðu Sigtryggur Sigurðsson, Runólfur Jónsson, Páll Valdimarsson, Ragn- ar Magnússon, Hermann Lárusson og Þröstur Ingimarsson. Í þriðja sæti varð svo sveit Garða og véla ehf. með Símon Símonarson í far- arbroddi en með honum spiluðu Rúnar Magnússon, Friðjón Þór- hallsson og Sigfús Örn Árnason. Pólsku landsliðsmennirnir urðu að sætta sig við 4. sætið og banda- ríska sveitin sem Hjördís Eyþórs- dóttir stýrði varð í fimmta sæti. Síðan komu sex íslenskar sveitir áður en ensk sveit Janet de Botton komst á blað þ.e. í 12. sæti og til að ljúka við umfjöllun um sveita- keppnina er vert að geta þess að sveit Baldurs Bjartmarssonar varð í 13. sæti sem er besti árangur Baldurs sem leitt hefir sveit á Bridshátíð trúlega frá upphafi vega. Í stjörnutvímenningnum og opna tvímenningnum báru Jón Baldurs- son og Þorlákur Jónsson höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og sigruðu með yfirburðum í báðum keppnunum. Í opna tvímenningnum urðu Gregers Bjarnason og Mich- ael Askgaard í öðru sæti en bræð- urnir Birkir og Steinar Jónssynir kenndir við Siglufjörð urðu í þriðja sæti. Eitt sterkasta par Bandaríkj- anna Brad Moss og Fred Gitelman, urðu að sætta sig við fjórða sætið en þetta eru atvinnumenn í brids og spila í sveit sem m.a. varð í þriðja sæti á Bermuda Bowl. Erik Sælensminde og Andrew McIntosh urðu í fimmta sæti og Erla Sig- urjónsdóttir og Sigfús Þórðarson í því sjötta sem er þeirra albesti ár- angur í tvímenningnum. Vert er einnig að geta góðvinanna Sigurðar B. Þorsteinssonar og Gylfa Bald- urssonar sem urðu í áttunda sæti en slæm meinloka í síðasta spili skaut þeim niður í áttunda sæti. Á Bridshátíð nú var boðið upp á nýstárlegan útreikning. Fred Gitel- man sem endaði í fjórða sæti í tví- menningnum er Kanadamaður og spilaði á árum áður í kanadíska landsliðinu er hvað þekktastur fyrir að búa til forritið Bridge Base sem notað var á hátíðinni og sannaði þar ágæti sitt svo mörgum þótti meira en nóg um. Bridssambandið fékk tækin og forritið að láni hjá SWAN Games Company með kaup- réttarákvæði og komu erlendir að- ilar gagngert til að setja það upp, kenna á það og stjórna því. Tækin virka þannig að lítil box eru á hverju borði sem eru fjartengd við móðurtölvuna. Tækin eru svipuð að stærð og útliti og VISA notar til að strjúka kortin okkar. Í lok hvers spils eru úrslitin slegin inn og þá er allir hafa skráð sitt spil liggja úr- slitin fyrir. Þetta er jafnvel enn magnaðra í sveitakeppninni því þá er hægt að fylgjast með stöðu í öll- um leikjunum 70 samtímis og sjá stöðuna í hverjum leik fyrir sig. Eins og áður sagði þótti mörgum nóg um og gamla góða biðstaðan þar sem beðið var eftir síðustu töl- um er ekki lengur til staðar. Mótið var í alla staði skemmti- legt. Erlendu keppendurnir hældu Íslendingum í mótslok fyrir gott skipulag og drengilega keppni. Ein- hver hafði á orði að þetta væri best skipulagða mót sem hann hefði sótt og hefði hann víða farið en það er best að enda þessa umfjöllun á svo- litlu karlagrobbi fyrir hönd okkar manna og hvetja Bridssambandið til að reyna að finna einhverja sterkari andstæðinga fyrir okkur til keppni á næstu Bridshátíð! Að lokinni Bridshátíð Sveit Vinabæjar endaði í öðru sæti í sveitakeppninni eftir hörkukeppni. F.v. Þröstur Ingimarsson, Sigtryggur Sigurðsson, Hermann Lárusson, Ragnar Magnússon, Runólfur Jónsson og Þröstur Ingimarsson. Bræðurnir Birkir og Steinar Jónssynir náðu frábærum árangri í opna tvímenningnum. BRIDS Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Góður árangur Sigfúsar Þórðarsonar og Erlu Sigurjónsdóttur vakti athygli í tvímenningnum. Gullsmárabrids Fimmtud. 9. febr. 15 borð. Miðl- ungur 264. Efst vóru í NS Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 320 Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 317 Oddur Jónsson - Katarínus Jónsson 287 AV Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 354 Páll Guðmundsson - Sigurst. Hjaltested 331 Elís Kristjánsson - Páll Ólason 306 Mánud. 13. febr. var spilað á 13 borðum.Miðlungurinn var 264 og efstu pör í NS urðu þessi: Elís Kristjánsson - Páll Ólason 346 Krstinn Guðmundss - Guðm. Pálsson 312 Þorsteinn Laufdal - Tómas Sigurðsson 297 AV Sigtryggur Ellertss - Ari Þórðarson 302 Filip Höskuldsson - Páll Guðmss. 301 Oddur Jónsson - Sigurst. Hjaltested 291 Fimmtud. 16. febr. var spilað á 12 borðum. Miðlungurinn var að þessu siinni 220 og efstu pörin í NS: Elís Kristánsson - Páll Ólason 276 Sigtryggur Ellertss - Ari Þórðarson 245 Björn Bjarnason - Sigríður Gunnarsd. 235 AV Jón Stefánsson - Eysteinn Einarsson 286 Oddur Jónsson - Sigursteinn Hjaltested 263 Aðalbj.Benediktss - Leifur Jóhanness. 258 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Spilað var á 11 borðum föstudag- inn 17 febrúar. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Ægir Ferdinands. – Pétur Antonss. 288 Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 241 Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 235 Alfreð Kristjánss. – Magnús Halldórss. 231 A/V Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldss. 289 Anton Jónsson – Einar Sveinsson 248 Guðm. Bjarnason – Jón Ól. Bjarnason 245 Sófus Berthelsen – Haukur Guðmss. 245 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 20.2. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Sæmundur Björnss. - Birgir Sigurðss. 249 Magnús Oddsson - Gísli Hafliðason 247 Ragnar Björnss.- Guðjón Kristjánss. 243 Árangur A-V Ríkharður Pálsson - Pétur Antonsson 240 Eiríkur Eiríkss. - Skarphéðinn Lýðsson 236 Kristján Jónsson - Alfreð Kristjánsson 232 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.